Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 9

Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 18. apríl lengdist framleiðslutími vegabréfa í 14 virka daga og ef frí- dagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Helga Harðarsyni hjá ökuskirteina- og vegabréfadeild Sýslumannsins í Kópavogi lengist tíminn alltaf á sumrin vegna aukins álags en það sé hins vegar Þjóðskrá sem ákveði tímann. „Þjóðskrá gefur út vega- bréfin og þeir stjórna þessum tíma. Sýslumaðurinn er í Kópavogi er bara umsóknarstaður.“ Aukið álag í kringum páska Helgi segir að álagið í vegabréfa- umsóknum aukist jafnt og þétt á hverju ári í kringum páska. „Álagið byrjar svona í byrjun apríl en það er mjög rólegt á veturna.“ Afgreiðslutími getur verið allt að 17 dagar ef ákveðið er að fá vega- bréf sent heim í pósti. Hægt er að fá flýtimeðferð á endurnýjun vega- bréfa og segir Helgi að slíkar um- sóknir séu afgreiddar á innan við sólarhring eða samdægurs. Í mars sl. voru 6.584 íslensk vegabréf gefin út. Til samanburðar voru 6.616 vegabréf gefin út í mars 2016. Fækkar því útgefnum vega- bréfum um 0,5% milli ára. mhj@mbl.is Afgreiðslu- tími vega- bréfa lengist 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Almennar íbúðir Opið fyrir umsóknir um stofnframlög, fyrri úthlutun 2017 Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta hús- næðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju– og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostn- aður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Eingöngu úthlutað til nýbygginga Í þessari úthlutun verður eingöngu úthlutað til byggingar nýrra íbúða. Er það gert til að mæta brýnni þörf fyrir litlar og hagkvæmar íbúðir og í ljósi þess framboðsskorts sem nú er á fasteigna- markaði. Sérstök áhersla er einnig lögð á íbúðir á svæðum þar sem þörf er á leiguíbúðum fyrir leigjendur undir tekju– og eignamörkum. Auk þess verður lögð áhersla á: Hagkvæmar íbúðir hvað stærð og herbergja- fjölda varðar sbr. viðmiðunarstærðir Hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað Hugvitsamlegar lausnir og góða hönnun Íbúðir sem uppfylla þarfir íbúa á hverju svæði Íbúðir sem uppfylla mismunandi þarfir ólíkra hópa Að stuðla að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun Viðmiðunarstærðir Við úthlutun verður horft til þess að íbúðir séu að jafnaði ekki stærri en eftirfarandi tafla segir til um: Hámarksstærð Fjöldi herbergja m.v. herbergjafjölda Einstaklingsíbúð 50 m² 2ja herbergja íbúð 60 m² 3ja herbergja íbúð 80 m² 4ra herbergja íbúð 95 m² 5 herbergja íbúð 110 m² Fjárhæð til úthlutunar í fyrri úthlutun ársins 2017 er að hámarki 1.400 milljónir kr. Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnfram- lag hjá því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð er staðsett, og er samþykki sveitarfélagsins eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags ríksins. Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu sjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2017. Umsókn sem berst eftir að umsóknar- frestur rennur út verður ekki tekin til umfjöllunar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Auglýst er eftir umsóknum um stofn- framlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. Umsóknarfrestur: 30. maí 2017 • • • • • • Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) er með þrjá lausa kjarasamninga þessa dagana og eru kjaraviðræð- ur komnar í gang. Um er að ræða samninga starfsmanna í járn- blendiverksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga, samning starfs- manna Klafa, sem sér um út- og uppskipanir á Grundartanga og samning starfsmanna síldar- bræðslu HB Granda á Akranesi. Samningafundur fór fram í vik- unni með Samtökum atvinnulífsins og forsvarsmönnum Elkem og seg- ir í frétt á vefsíðu VLFA að félagið hafi sent skýr skilaboð um að gerður verði sambærilegur samn- ingur og félagið gerði við Norðurál árið 2015 „Það kom fram á þessum fundi að það er ófrávíkjanleg krafa af hálfu VLFA og trúnaðarmanna að svokölluð launavísitölutenging verði tekin upp í þessum kjara- samningi með sambærilegum hætti og gert var í kjarasamn- ingum Norðuráls á Grundartanga. Frá þessari kröfu verður ekki vik- ið,“ segir í fréttinni. Gagnrýnir verkalýðsfélagið að ekki sé tekið mið af umsömdum kjörum í stóriðjusamningum í kís- ilverunum sem er verið að reisa í Helguvík og á Húsavík. Þar eigi að miða við laun á almenna vinnu- markaðinum þar sem laun og kjör séu mun lakari en í gildandi stór- iðjusamningum á Grundartanga. omfr@mbl.is Kjaraviðræður VLFA komnar í gang  Segja ófrávíkjanlega kröfu að launavísitölutenging verði í kjarasamningi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Elkem Kjaraviðræður eru hafnar. Fataframleiðand- inn 66°Norður segist ætla að láta sérsauma nýja húfu fyrir bandaríska ferða- blaðamanninn Godfrey Hall sem týndi húfu sinni á dögunum. Bréf frá Hall birtist í Velvak- anda Morgunblaðsins í gær. Þar sagðist hann hafa keypt húfu, sem seld var undir nafninu Katla, í ferð til Íslands fyrir nokkrum árum og húfan hafi síðan orðið einskonar vörumerki hans. Húfan týndist en þegar Hall ætlaði að kaupa sams- konar húfu komst hann að því að hún er ekki lengur framleidd. Bað hann lesendur Morgunblaðsins ásjár ef þeir kynnu að eiga samskonar húfu sem þeir gætu séð af. Fannar Páll Aðalsteinsson hjá 66°Norður segir í tilkynningu til Morgunblaðsins, að búið sé að finna sniðið af húfunni og þegar sé byrjað að sauma hana fyrir Hall. Muni fyrirtækið hafa samband við hann þegar húfan verður tilbúin. Ætlar að sérsauma Kötlu-húfu Godfrey Hall með húfuna góðu. Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins býður í vöfflukaffi í til- efni af hátíðis- degi verkalýðsins mánudaginn 1. maí. Viðburður- inn verður hald- inn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 15:00. Kristinn Karl Brynjarsson, vara- formaður verkalýðsráðs, býður gesti velkomna og að því loknu flyt- ur Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi stutt ávarp. Allir eru vel- komnir í vöfflukaffið og hvetur verkalýðsráðið stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokksins sérstaklega til að mæta og eiga góða stund saman og fagna deginum. Vöfflukaffi í Valhöll 1. maí Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.