Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Pilot
síðan 1937
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir Kársnesið hafa
margt að bjóða fyrir ferðaþjónustu.
„Við höfum verið að leika okkur
með orðið geðprýðishöfn. Við höf-
um hugsað það þannig að hún sé
áfram fyrir smábáta, en einnig fyr-
ir skemmtibáta, hvort sem það eru
skútur eða vélknúnir bátar, og þá
hugsanlega þjónustu sem tengist
afþreyingu við höfnina. Til dæmis
hvalaskoðun, sjóstöng eða ein-
hverju slíku. Höfnin er vel sett þar
sem hún snýr á móti suðri og nýtur
sólar allan daginn og langt fram á
kvöld. Það hleypir auknu lífi í versl-
un og þjónustu, bæði þá sem snýr
að ferðamanninum beint, eins og
veitingahús, og aðra þjónustu sem
þarna verður. Við sjáum fyrir okk-
ur bakarí, fiskbúð, hárgreiðslu-
stofur, blómabúð og aðra þjónustu
sem nýtist íbúum á Kársnesi.
Það mun síðan styrkja þessa
mynd heilmikið að þarna rísa
höfuðstöðvar WOW Air ásamt hót-
eli. Svo erum við að horfa á vest-
asta hlutann á Kársnesi með það í
huga að koma þar upp baðlauga-
svæði, eða Spa hóteli, sem byggja
mun á opnum svæðum og afþrey-
ingu sem íbúar Kársness og lands-
ins alls hefðu aðgang að,“ segir Ár-
mann. Hann segir hugmyndina
kallast á við Nauthólsvík að ein-
hverju marki. Svæðin muni vinna
mikið saman þegar brúin kemur.
Kallist á við Nauthólsvík
Teikning/Björn Skaptason/Atelier arkitektar
Gjörbreytt útlit Fyrirhugað er að reisa fjölda glæsilegra íbúða við sjóinn.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hönnun nýrrar brúar yfir Fossvog
gæti hafist á næsta ári ef áætlanir
ganga eftir. Brúin mun tengja saman
Kópavog og Reykjavík. Birgir Hlyn-
ur Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópa-
vogs, reiknar með því að í sumar
verði hafist handa við að kynna
breytingu á skipulagi beggja sveitar-
félaga svo brúin geti orðið að veru-
leika.
„Samhliða skipulagsvinnunni verð-
ur unnið umhverfismat vegna þess-
ara áætlana og búnir til ákveðnir
hönnunarskilmálar fyrir mannvirkið,
sem brúin vissulega verður. Ef ég
man rétt yrði þetta ein lengsta
göngu- og hjólatenging milli sveitar-
félaga í norðanverðri Evrópu, eða allt
að 270 metrar,“ segir hann.
„Stefnt er að því að almennings-
vagnar aki yfir brúna ásamt gang-
andi og hjólandi umferð. Helst vildi
ég hafa þetta þannig að almennings-
vagninn væri á aðskildri akbraut.
Hún þyrfti ekki að vera tvíbreið fyrir
vagninn heldur þyrfti aðeins að vera
lína yfir fyrir vagninn. Vegna flug-
brautarinnar getur brúin aldrei verið
falleg bogabrú eins og við sjáum víða
erlendis. Við erum bundin af ákveð-
inni hæð.“
Birgir Hlynur segir að fyrir 2-3 ár-
um hafi verið áætlað að kostnaður við
brúna yrði 1,2 til 1,3 milljarðar.
Samtals 1.200 íbúðir
Kársnesið mun taka stakkaskipt-
um á næstu árum. Fyrirhugað er að
byggja samtals um 1.200 íbúðir í
bryggjuhverfi við Fossvog og á
nokkrum reitum á Kársnesi í ná-
grenni gamla hafnarsvæðisins. Þá er
áformað að byggja tugi þúsunda fer-
metra af atvinnuhúsnæði. Raunar er
þegar búið að byggja, eða byrjað að
byggja, um þriðjung íbúða í nýja
bryggjuhverfinu við Naustavör.
Birgir Hlynur segir verkefnið eiga
sér langan aðdraganda. Í byrjun ald-
arinnar hafi verið hugmyndir um haf-
skipahöfn í Kársnesi. Meðal annars
vegna mótmæla íbúa hafi þær hug-
myndir verið settar til hliðar og lagt
upp með blandaða byggð af íbúðum
og atvinnuhúsnæði.
Hann segir fyrirhugaða brú yfir
Fossvog lykilatriði í uppbyggingu á
hafnarsvæði Kársness. Brúin muni
stórbæta samgöngur og mynda nýjan
samgönguás um Bakkabraut og
norður til miðborgar Reykjavíkur.
Árið 2015 var þróunarsvæðið á
Kársnesi valið til þátttöku í norrænni
nýsköpunarsamkeppni. Greint var
frá vinningstillögunni í júní í fyrra-
sumar. Hún heitir Spot On Kársnes
og er vinningstillagan höfð til hlið-
sjónar við gerð deiliskipulags á hafn-
arsvæðinu. Það hefur verið í mótun.
Menningarhús í skoðun
Birgir Hlynur segir hugmyndir
hafa komið fram um náttúrugripa-
safn á Kársnesi. Til skoðunar sé að
byggja hús fyrir menningarstofnun.
Fram hefur komið að flugfélagið
WOW Air hefur fengið úthlutaðar
lóðir undir nýjar höfuðstöðvar á
Vesturvör 38a og 38b. Samkvæmt til-
lögu að breyttu deiliskipulagi er lóðin
Vesturvör 38a stækkuð úr 5.000 fer-
metrum í 8.900 fermetra og bygging-
armagnið aukið úr 3.000 fermetrum í
12.000 fermetra. Þá er byggingar-
reitur færður til norðurs. Gert er ráð
fyrir 6.800 fermetra niðurgrafinni
bílageymslu og verða þar 200 af 240
bílastæðum á lóðinni. Þá er gert ráð
fyrir samskonar breytingum á lóðinni
Vesturvör 38b og verður bygging-
armagn þar líka 12.000 fermetrar.
Hámarks mænishæð bygginga í
Vesturvör 38b verður 27 metrar en
15 metrar í Vesturvör 38a.
Að sögn Birgis Hlyns áformar
WOW Air að byggja höfuðstöðvar og
hótel á svæðinu. Vestast á athafna-
svæði Kársness eru jafnframt uppi
hugmyndir um ferðatengda þjónustu
og svokallað baðlaugasvæði í nátt-
úrulegri umgjörð, með búnings-
aðstöðu ásamt þjónustubyggingum,
veitingaaðstöðu og íþróttamiðstöð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru þar hugmyndir um „Spa
hótel“.
Dregið úr umferðarhraða
Birgir Hlynur segir að gripið verði
til margvíslegra mótvægisaðgerða
vegna aukinnar byggðar vestast á
Kársnesi. Umferðarhraða verði hald-
ið innan marka og almennings-
samgöngur efldar. Markmiðið sé að
hvetja fólk til að breyta ferðavenjum
sínum þannig að það dragi úr vægi
einkabílsins í ferðamynstri sínu og
nýti sér bættar almenningssam-
göngur á svæðinu. Hugmyndir séu
uppi um að breyta götumynd Kárs-
nesbrautar, Kópavogsbrautar og
Vesturvarar, með því að akreinar
verða mjókkaðar og gangstéttar
breikkaðar. Slíkt dragi úr ökuhraða
og liðki til fyrir gangandi og hjólandi
umferð. Fleiri aðgerðir séu í undir-
búningi og til skoðunar.
Samkvæmt vinningstillögunni,
Spot on Kársnes, yrði sundlaug á
miðri brúnni yfir Fossvog. Birgir
Hlynur segir að nú sé ekki gengið út
frá því að hafa þar sundlaug. Hug-
myndin sé þó spennandi.
Hann segir hugmyndir vinnings-
tillögunnar um tvær bíllausar eyjar,
sem tengja myndu Kársnesið og
Bessastaðanes allrar athygli verðar.
„Þær gætu orðið hluti af mikilli sam-
göngubót fyrir gangandi og hjólandi
og jafnvel almenningsvagna.“
Teikning/Spot on Kársnes
Bilin brúuð Hér má sjá áformaða brú yfir Fossvog og brýr yfir fyrirhugaðar bíllausar eyjar.
Teikning/Skipulagsyfirvöld í Kópavogi
Nýtt Kársnes Á miðri mynd er búið að teikna drög að menningarhúsum við sjóinn.
Ferðaþjónustan veðjar á Kársnes
WOW Air byggir höfuðstöðvar og hótel Fjárfestar undirbúa baðlaugasvæði og nýtt Spa hótel
Uppbyggingin er á við þorp úti á landi Stórhýsi undir menningarstarfsemi eru á teikniborðinu
Bryggjuhverfi
400 íbúðir
Fyrirhugaðar
höfuðstöðvar WOWAir
Brú yfir Fossvog
Fyrirhugað
Spa hótelFyrirhugað
hótel WOWAir
Hafnarbraut 121
130 íbúðir Hafnarbraut
9,13 og 15
117 íbúðir
Aðrir reitir í undirbúningi
550 íbúðir
Heimild:
Skipulagsyfirvöld
í Kópavogi
Hluti af fyrirhugaðri uppbyggingu á Kársnesi