Morgunblaðið - 28.04.2017, Síða 12

Morgunblaðið - 28.04.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hugmyndin kviknaði íframhaldi af skólaverk-efni sem ég vann í áfang-anum pappírsvinna og bókagerð. Þar skoðum við bókverk og heildarhugmyndina í kringum það, lærum saumaskapinn í bókum, brot á pappír og vinnum kápur og klæðningar með þrykki og fleira skemmtilegu. Ég gerði Íslands- myndir sem eru mónóþrykk af ís- lenskum blómum, blóðbergi, íslensk- um rósum, sóleyjum og fleiri blómum. Þetta voru stórar myndir og mér datt í hug að kannski væri hægt að búa til eitthvað almennilegt úr þeim. Þegar ég svo sýndi mömmu þessar myndir ræddum við það í hálfgerðu gríni að gaman væri að nota þessar myndir til að búa til lítið bókverk,“ segir Viktoría Jóhanns- dóttir sem er á hönnunarbraut í Tækniskólanum, en skólaverkefnið hennar endaði sem fimmtíu hand- gerðar ljóðabækur í tilefni af fimm- tíu ára afmæli móður hennar, Mar- grétar Lóu Jónsdóttur ljóðskálds. Fögnuður við verklok „Það vildi svo vel til að ég átti til nafn á afmælisbók: Fimmtíu sinnum í kringum sólina, en það nafn fæddist þegar ég var í göngutúr með hundinn minn hjá hafinu. Þetta var nokkrum vikum fyrir fimmtugsafmælið svo ég hætti alveg að hugsa um þetta, því nóg var að gera við að undirbúa af- mælið. En þegar Viktoría sýndi mér mónóþrykkin sín komumst við sam- an að þessari niðurstöðu að búa til af- mælisbók,“ segir Margrét Lóa og bætir við að sér finnist skemmtilegt að bókin hafi orðið til á undan ljóð- unum. „Ég skreyti í raun myndirnar með splunkunýjum afmælisljóðum. Þetta eru því ljóðskreyttar myndir, en oftast er þetta á hinn veginn, myndskreytt ljóð.“ Mæðgurnar höfðu ekki nema eina viku frá því að hugmyndin kviknaði til að gera fimmtíu afmæl- Mæðgur töfruðu saman listaverk Mæðgurnar Margrét Lóa og Viktoría höfðu aðeins eina viku til að gera fimmtíu afmælisbækur, í tilefni af hálfrar aldar afmæli þeirrar fyrrnefndu. Það var mikill sprettur og svefnlausar nætur, en allt tókst að lokum. Mamma ljóðskreytti myndir dóttur, las upp úr handgerðri bókinni í afmælinu og gaf gestum bækurnar. Bókverk Viktoría gerði myndir og saumaði, Margrét orti ljóðin. „Ég er ekki að rétta upp hönd“ er nýtt ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafs- dóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísi Helgadóttur. „Ég er ekki að rétta upp hönd“ kemur út í dag 28. apríl og verður útgáfunni fagnað í Mengi, Óð- insgötu 2, milli kl 17 og 19. Þar munu skáldin lesa upp úr verkinu, boðið verður upp á léttar veit- ingar og áhugasömum gefst kostur á að fjárfesta í eintaki af bókinni. Einnig má tryggja sér ljóð- verkið fyrirfram á svikaskald.com og sækja bók í hófið. Allir velkomnir Upplestur í Mengi Svikaskáld Konurnar sex sem tilheyra hópnum og ætla að lesa upp í kvöld. Svikaskáldin koma fram í dag Einleikurinn Gísli á Uppsölum verður sýndur á lofti Gamla bankans á Sel- fossi, Austurvegi 21, í kvöld kl. 20. Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnars- syni. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka, má þar nefna verð- launaleikinn Gísla Súrsson og Gretti. Boðið verður upp á umræður um sýn- inguna og efni hennar að sýningu lokinni. Hægt er að tryggja sér miða í síma 894 1275 eða senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is Húsið verður opnað kl. 19:30, og vert er að taka fram að gengið er inn í húsið að norðanverðu. Endilega … … kíkið á ein- leik um Gísla Líkir Elfar í hlutverki sínu sem Gísli. Hingað er kominn til lands norski samtímatónlistarkvartettinn Tøyen Fil og Klafferi. Sveitin hélt sína fyrstu tónleika í gær en í kvöld, föstudag, verða aðrir tónleikar þeirra í Mengi í Reykjavík kl. 21, og á morgun, laug- ardag, verða þriðju tónleikarnir í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi kl. 14:30. Á efnisskránni er ný og nýleg tónlist frá Íslandi og Noregi. Sveitin hefur í mörg ár verið í sam- starfi við tónskáldin Hafdísi Bjarna- dóttur og Guðmund Stein Gunnars- son, en nýtt verk eftir Guðmund Stein verður frumflutt í þessari Ís- landsheimsókn kvartettsins. Kvartettinn Tøyen Fil og Klafferi (TFK) er skipaður þeim Kristine Tjø- gersen, klarinettleikara, Hanne Rek- dal, flautu- og fagottleikara, Eira Bjørnstad Foss, fiðluleikara og Inga Grytås Byrkjeland, sellóleikara. Með- limir kvartettsins eru virkir í nútíma- tónlistarsenunni í Ósló og Þránd- heimi og spila reglulega með ýmsum hljómsveitum, m.a. asamisimasa, Trondheim Jazz Orchestra, Polygon, Ensemble neoN og Oslo Sinfonietta. Norskur samtímatónlistarkvartett með tónleika á Íslandi Frumflytja nýtt verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson Eira Björnstad Foss, Kristine Tjøgersen, Hanne Rekdal, Inga Grytås Byrkjeland. Ármúla 24 - s. 585 2800 www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.