Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 16

Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að gera samning við félagið Villiketti um að stemma stigu við fjölgun villi- katta í bænum. Félagið kemur villi- köttum til hjálpar með skipulegum aðgerðum og stemmir stigu við of- fjölgun þeirra m.a. með því að gelda læður. Um er að ræða tilraunasamn- ing til eins árs en Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið sem gerir slíkan samning við Villiketti. „Við erum búin að vera að skoða þetta svolítið lengi. Í Hafnarfirði er mikil hefð fyrir því að sinna villikött- um og hér hafa verið grasrótarsam- tök, fleiri en ein, og sjálfboðaliðar sem hafa gert það í gegnum árin. At- vinnustarfsemin við höfnina hefur dregið villiketti að í gegnum tíðina en þeir halda til í hrauninu í kringum bæinn og hjálpa til við að halda rott- um og músum í lágmarki sem okkur finnst mjög gott,“ segir Helga Ing- ólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnar- fjarðarbæjar. Lítið kvartað yfir köttum „Með því að gelda kettina og sleppa aftur út í sitt nátt- úrulega umhverfi er dregið úr fjölgun þeirra og stofnin- um haldið í jafnvægi. Í gegnum tíðina hefur villiköttunum verið lógað ef það hefur verið orðið of mikið af þeim, sú aðferð er umdeild í dag og því leitum við nýrra leiða,“ segir Helga. „Það er ekki tekið á þeirri aðferð sem Villikettir beita í lögum en við ákváðum að láta kettina njóta vafans því við teljum að þetta sé mannúðleg og góð aðferð sem þessi samtök eru að nota og styðja við þau með til- raunasamningi til eins árs,“ segir Helga. Hafnfirðingar kvarta ekki mikið yfir þeim villiköttum sem eiga heima í bænum, að sögn Helgu. „En það var mikið kvartað yfir því þegar einhver tók það upp hjá sjálfum sér í fyrra að lóga villiköttum sem héldu til í einni gjótu í bænum. Samfélagið hérna vill að þessum málleysingjum sé sinnt. Það eru nokkur svæði í bænum sem eru heimili villikatta og það eru yfirleitt einhverjir sem hugsa um þá.“ Morgunblaðið/Golli Villiköttur Í hrauninu í Hafnarfirði þrífst samfélag villikatta sem setur svip á bæinn og bæjarbúar hugsa um. Hefð fyrir því að sinna villiköttunum  Hafnarfjarðarbær gerir samstarfssamning við Villiketti Samþykkt var á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar í fyrradag að gera samstarfssamning við Villiketti þrátt fyrir álit lögmanns bæjarins um að samningurinn væri ekki í samræmi við lög. Sú aðferð sem Villikettir nota við dýravernd er ekki skilgreind í lögum um velferð dýra, þ.e. að villtu dýri sem er handsamað sé sleppt aftur frjálsu. Í lögum um velferð dýra er gert ráð fyrir að þegar dýr hefur verið handsamað sé sveitarfélagi heimilt að ráðstafa því til nýrra eigenda, selja það eða aflífa. „Lögin gera ekki ráð fyrir að sveitarfélögum sé heim- ilt að sleppa dýrinu aftur frjálsu,“ segir í áliti lögmannsins. Í svari Villikatta við álitinu segir að lög um velferð dýra séu gölluð að því leyti að þau geri ekki ráð fyrir tilvist villikatta en félagið telur að hægt sé að útfæra þjónustusamning við sveit- arfélagið sem rúmast innan laga um velferð dýra með því að fé- lagið teljist umráðamenn þeirra katta sem það fangar, geldir, einstaklingsmerkir og sleppir aftur. Lög um dýravelferð gölluð EKKI HEIMILT AÐ SLEPPA Helga Ingólfsdóttir Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Guðrún Erlingsdóttir gue32@hi.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær nýja nálgun í heimaþjónustu við eldri borgara. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg að gerð verður til- raun með endurhæfingu í heima- húsum í Breiðholti, Árbæ, Graf- arholti og Grafarvogi. Faglegt starf verði aukið til muna og ef vel takist til sé stefnt að því að veita íbúum í öðrum hverfum Reykjavíkur sömu þjónustu. Stofnuð verða endurhæfingar- teymi sem í verða iðjuþjálfi, sjúkra- þjálfari, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Hlutverk endurhæfingarteymanna verður að veita eldra fólki markvissa þjálfun til að vinna að verkefnum daglegs lífs til að virkja og styrkja fólk til sjálfbjargar svo það geti bjargað sér sjálft og verið virkir þátttak- endur í eigin lífi eins lengi og kost- ur er. Endurhæfing heima hefur gefist vel á Norðurlöndum. Norðmenn hafa boðið upp á endurhæfingu heima fyrir aldraða frá árinu 2000. Endurhæfing í heimahúsum  Ný nálgun í þjónustu fyrir eldri borgara Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Eldri borgarar Ný nálgun í heima- þjónustu, endurhæfing heima. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ákæruvaldið telur frásögn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana að morgni sunnudagsins 15. janúar sl. vera í hróplegu ósamræmi við sönnunargögn í málinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhalds- úrskurði héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í síðustu viku. Olsen hefur lítið tjáð sig frá fyrstu yfirheyrslu yfir honum þann 18. jan- úar en þá hélt hann því fram að hann hefði tekið tvær stúlkur upp í bíla- leigubíl en ekki eina. Hann segist í sömu yfirheyrslu ekki geta skýrt hvers vegna ökuskirteini Birnu fannst um borð í skipinu Polar Na- noq og fingraför hans á skírteininu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði 2. mars kemur fram að við sömu yfirheyrslu, 18. janúar, sagðist Olsen hafa lagt sig í bifreiðinni á bílastæði hjá Tjarnarvöllum í Hafnarfirði áður en hann kom aftur að Hafnarfjarðar- höfn um klukkan 11 en bifreiðin sést aldrei í mynd á öryggismyndavélum nálægt bílastæðinu. Hins vegar liggja fyrir gögn um að hann keypti hreinsivörur kl. 10:30 í Krónunni í Hafnarfirði þennan morgun. Hann sést síðan á öryggismyndavélum þrífa aftursætið í bílnum milli kl. 12:46 og 13:25. Sterk sönnungargögn lögreglu Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum frá 25. apríl kemur fram að mikið af blóði úr Birnu hafi fundist í bíla- leigubílnum, á úlpu Olsens og á öðr- um fötum hans. Þekjufrumur úr Ol- sen og Birnu fundust á skóm hennar við höfnina. Olsen sést á eftirlitsmyndavél við höfnina stöðva bílinn og færa sig aft- ur í farþegasætið þar sem hann dvaldi í 50 mínútur. Telur ákæru- valdið að hann hafi á þeim tíma sleg- ið Birnu ítrekað í andlitið, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar áður en henni var varp- að í sjóinn á óþekktum stað. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sakamaður Thomas Møller Olsen verður í gæsluvarðhaldi til 23. maí. Hróplegt ósamræmi í frásögn Olsens  Gögn styðja ekki framburðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.