Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Landslag franskra stjórnmála hefur orðið nánast óþekkjanlegt á ein- ungis einum áratug, ef horft er til niðurstaðna fyrri umferðarinnar í síðustu þremur forsetakosningum, árin 2007, 2012 og 2017. Þjóðfylking Marine Le Pen hefur rétt rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá því að Jean- Marie Le Pen, faðir Marine, náði 10,44% fylgi árið 2007, á meðan Sósíalistaflokkurinn, annar af tveimur helstu valdaflokkum Frakklands, hefur hrunið um hér- umbil tuttugu prósentustig frá kosningunum 2007 og 2012. Valdaflokkarnir láta undan Í kosningunum 2007 fengu franskir hægrimenn, sem þá buðu fram undir merkjum UMP, og Sósí- alistaflokkurinn samtals um 57% atkvæða í fyrri umferð kosning- anna. Svipað var uppi á teningunum ár- ið 2012, en þá fengu frambjóðendur UMP og Sósíalistaflokksins samtals um 55% atkvæða í fyrri umferðinni. Úrslit síðasta sunnudags, þar sem flokkarnir fengu samtals rétt rúmlega fjórðung atkvæða, eru því talsvert áfall fyrir þessa tvo flokka, en þetta er í fyrsta sinn í sögu fimmta lýðveldisins sem hvorugur flokkurinn á fulltrúa í seinni um- ferð kosninganna. Áfallið er sérstaklega mikið fyrir Sósíalistaflokkinn, sem beið sögu- legt afhroð á sunnudaginn með 6,36% fylgi. Ef miðað er við síðustu kosningar, þegar Francois Hol- lande bar sigur úr býtum í báðum umferðum, nemur fylgishrun flokksins um 22 prósentustigum. Þá vekur sérstaka athygli að flokk- urinn vann ekki eina einustu sýslu (Departement) síðastliðinn sunnu- dag. Við þetta má bæta að Francois Bayrou, frambjóðandi Franska lýð- ræðissambandsins, UDF, hlaut 18,57% árið 2007 en UDF hafði verið „þriðji flokkurinn“ í franskri stjórnmálaflóru frá því árið 1978, þegar hann var stofnaður utan um Valéry Giscard d’Estaing, þáver- andi Frakklandsforseta. Fimm ár- um síðar hafði fylgið hins vegar hrunið af Bayrou, og Þjóðfylkingin í raun tekið við hlutverki „þriðja flokksins“. Fylgið tvöfaldað á tíu árum Athyglisvert er að skoða feril Þjóðfylkingarinnar í þessum þrenn- um kosningum, en árið 2007 náði hún fjórða sæti með 10,44% at- kvæða. Þá var Jean-Marie Le Pen í forsvari flokksins, en hann hafði fimm árum fyrr náð í seinni um- ferðina með um 16% atkvæða. Árið 2012 hafði dóttir hans, Marine, tek- ið við keflinu, og hún skilaði flokkn- um í þriðja sæti með 17,9%, sem engu að síður var langt á eftir Nicolas Sarkozy, þáverandi Frakk- landsforseta, sem hafnaði í öðru sæti með 27,18%. Þó að Le Pen hafi einungis bætt við sig um fjórum prósentustigum síðastliðinn sunnudag, nægði hrun valdaflokkanna tveggja til þess að tryggja henni farseðilinn í seinni umferðina. Það breytir þó ekki því, að Marine Le Pen fékk á sunnu- daginn fleiri atkvæði en Þjóðfylk- ingin hefur nokkru sinni fengið áð- ur í fyrri umferð forsetakosninga, sem og því, að á síðustu tíu árum hefur fylgi flokksins rétt rúmlega tvöfaldast úr 10,44% í 21,3%. Raunar vakti það athygli franskra stjórnmálaskýrenda á kosninganótt að bæði Emmanuel Macron og Le Pen fengu minna hlutfall af atkvæðum í fyrri umferð- inni en Ségoléne Royal, frambjóð- andi Sósíalistaflokksins, sem lenti í öðru sæti árið 2007 með 25,87% at- kvæða. Unga fólkið opið fyrir öfgunum Stjórnmálafræðingar í Frakk- landi hafa rýnt í úrslit síðasta sunnudags út frá ýmsum breytum, meðal annars eftir aldri. Niður- stöður kannana þar sem athugað er hvað fólk hafi kosið benda til dæm- is til þess, að ungt fólk hafi fremur kosið Le Pen en þeir sem eldri voru. Þá vekur einnig athygli í þeim könnunum, að Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi kommúnista, fengu meira en helm- ing allra atkvæða fólks á aldrinum 18-24 ára, en innan við 20% hjá þeim sem komnir voru yfir sjötugt. Hægri menn og sósíalistar njóta hins vegar áberandi minnst fylgis í yngstu aldurshópunum, en Sósíal- istaflokkurinn hefur löngum sótt kjarnafylgi sitt þangað. Francois Fillon, frambjóðandi hægrimanna, naut hins vegar afgerandi mests stuðnings meðal eldri kynslóðanna, en um 45% fólks yfir sjötugt greiddi honum atkvæði sitt. Umtalsverðar breytingar á áratug  Fylgi frönsku stjórnmálaflokkanna hefur sveiflast mikið frá því í forsetakosningunum 2007  Sósíalistaflokkurinn hefur hrunið um tuttugu prósentustig  Ungt fólk hallast að öfgunum Kosninganiðurstöður eftir fyrri umferð Nicolas Sarkozy UMP 53,1% fylgi Francois Hollande Sósíalistaflokkurinn 51,6% fylgi PAS-2017 2007 Sigurvegari seinni umferðar Sigurvegari seinni umferðar 2012 Nágrenni Parísar Korsíka París Nicolas Sarkozy 31.18% Ségolène Royal 25.87% François Bayrou 18.57% Jean-Marie Le Pen 10.44% Emmanuel Macron 24.01% Marine Le Pen 21.30% François Fillon 20.01% Jean-Luc Mélenchon 19.58% Benoît Hamon 6.36% François Hollande 28.63% Nicolas Sarkozy 27.18% Marine Le Pen 17.90% Jean-Luc Mélenchon 11.10% François Bayrou 9.13% 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Óháði frambjóðandinn Emmanuel Macron er enn með afgerandi for- ystu á Marine Le Pen, ef marka má nýjustu kannanir, en í könnun Opinionway sem birtist í gær mældist hann með 59% fylgi gegn 41% Le Pen. Engu að síður hefur Macron dalað ögn frá því síðastliðinn sunnudag, en þá sögðu kannanir að hann nyti fylgis um 65% Frakka þegar kæmi að seinni umferðinni, sem haldin verður hinn 7. maí næst- komandi. Þrátt fyrir að dregið hafi örlítið saman með frambjóðendunum bend- ir flest til þess að Macron verði kjörinn næsti forseti Frakklands, en hann hefur þegar hlotið stuðningsyfirlýsingar frá flestum af frambjóð- endunum sem duttu út á sunnudaginn var. Eina undantekningin er Jean-Luc Mélenchon, sem neitar alfarið að lýsa yfir afstöðu sinni, og segir það vera kjósenda sinna að ákveða hvað þeir muni gera. Enn með afgerandi forystu SEINNI UMFERÐIN Rodrigo Duterte, forseti Filipps- eyja, sagði í gær að það væri til- gangslaust að mótmæla útþenslu- stefnu Kínverja í Suður-Kínahafi, þar sem engin leið væri að stöðva hana. Ummælin eru í andstöðu við afstöðu fyrirrennara Dutertes í emb- ætti, Benigno Aquino, sem vísaði deilunni til sérstaks gerðardómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna, en hann hafnaði í fyrra flestum kröfum Kínverja til hafsvæðisins. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu, ASEAN, munu funda síðar í vikunni, og sagði Duterte að hann myndi ekki nota tækifærið til þess að mótmæla afstöðu Kínverja, en þeir hafa verið iðnir við að reisa gervieyjar og heimta lögsögu yfir þeim á síðustu misserum. Að minnsta kosti fimm önnur ríki telja sig einnig eiga tilkall til hluta hafsvæðisins, en það er mjög mikilvægt með tilliti til skipa- flutninga og náttúruauðlinda. Bandaríkin hafa mótmælt út- þenslustefnu Kínverja hart og meðal annars siglt skipum sínum viljandi innan þess hafsvæðis sem Kínverjar hafa talið til lögsögu sinnar. Duterte gagnrýndi hins vegar Bandaríkin fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kínverjar reistu gervieyjarnar. „Hverjir geta stöðvað þetta? Við? Bara Bandaríkin geta það. Hvers vegna leyfðu þeir þessu að gerast?“ spurði Duterte, en hann hefur sóst eftir því að draga úr samskiptum Fil- ippseyja og Bandaríkjanna. Kínverjar hefja flotaæfingar Varnarmálaráðuneyti Kínverja tilkynnti í gær að þeir myndu halda flotaæfingar á næstu dögum, þar sem viðbrögð við nýjum loftvarna- eldflaugum Suður-Kóreumanna, THAAD, yrðu æfð. Loftvarnakerfið á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna, sem seldu Suður-Kóreumönnum það í kjölfar áframhaldandi tilrauna Norður-Kór- eumanna með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Kínverjar hafa mótmælt uppsetningu kerfisins harðlega, en þeir segja að það hafi neikvæð áhrif á þeirra eigin öryggi, auk þess sem það skaði jafnvægi og stöðugleika heimshlutans. sgs@mbl.is Segir tilgangslaust að mótmæla Kínverjum  Duterte mun ekki ýta á Kínverja vegna S-Kínahafs AFP Flugmóðurskip Kínverjar hefja á næstunni flotaæfingar. Flugher Ísraels réðst í fyrrinótt á herbúðir í nágrenni Damaskusar, höfuðborgar Sýrlands, og skutu her- þotur Ísraela nokkrum eldflaugum á búðirnar. Rússar kölluðu eftir því að bæði Ísraelar og Sýrlendingar, bandamenn Rússa, róuðu sig eftir árásina. Ísraelsk yfirvöld vildu lítið tjá sig um árásina að öðru leyti en að hún hefði verið í samræmi við þá stefnu landsins að leyfa hryðjuverkasam- tökunum Hisbollah ekki að koma höndum sínum yfir vopn. Flugher Ísraels hefur gert fjölmargar árásir innan landamæra Sýrlands frá því að borgarastríðið þar hófst árið 2011, en þær hafa nær allar beinst að His- bollah-samtökunum. Sjónvarpsstöð á vegum samtakanna sagði að árásin hefði valdið skaða á vöruhúsi og elds- neytistönkum, en nefndi ekki hvort skotmörkin hefðu verið í eigu sam- takanna eða Sýrlandshers. Kremlverjar kalla eftir ró Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi árásina á sama tíma og Di- mitri Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, kallaði eftir því að þjóðir heims héldu að sér höndum og forðuðust að bæta olíu á þá elda sem geisa í Sýrlandi. Peskov vildi hins vegar ekki greina frá því hvort Ísraelar hefðu varað Rússa við árásinni fyrir fram. sgs@mbl.is AFP Loftárásir Ísraelsk F-16 þota við æfingar fyrr í mánuðinum. Ísraelar ráðast á búðir Hisbollah

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.