Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 22

Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 22
FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bandarískur herskipaflotiog einn stærsti kjarn-orkukafbátur heims erunú skammt undan strönd- um Norður-Kóreu. Í landi Suður- Kóreumanna æfa tugþúsundir her- manna og brynvarin tæki þeirra árásir á ímyndaðan óvin. Hinum megin landamæranna fóru fram ein- hverjar umfangsmestu heræfingar í sögu landsins og segja áróðurs- miðlar allt benda til þess að stríð sé í aðsigi og að „innrásin í Norður- Kóreu nálgist með hverjum degi“. Á sama tíma ákváðu ráðamenn vestanhafs að skjóta á loft lang- drægri Minuteman-eldflaug (ICBM) sl. miðvikudagsmorgun til að minna á kjarnorkustyrk Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur líkja margir hverjir ástandinu við púðurtunnu. „Stóra spurningin nú er: mun ein- hver gera heimskuleg mistök, því hvers konar stigmögnun gæti leitt til stjórnleysis,“ sagði Bruce Benn- ett, sérfræðingur í varnarmálum hjá rannsóknastofnuninni RAND, í samtali við fréttastofu CNN. „Ástandið er þó ekki það hættulegt að ég færi ekki til Kóreu eftir þrjár vikur. En þetta er hættulegt ástand sem gæti hæglega farið úr bönd- unum.“ Viðbúnaðarstig ekki aukið Fari svo að önnur fylkingin auki á morgun enn frekar á þá spennu sem nú er, þá telur Carl Schuster, pró- fessor við Hawaii-háskóla og sér- fræðingur í öryggismálum, stríð ekki vera handan við hornið. Væri slíkt raunin, þá væri búið að hækka viðbúnaðarstig bandarískra her- sveita úr því sem venjulegt þykir, en slík aðgerð yrði framkvæmd með formlegum hætti og myndi ekki fara fram hjá neinum. Þá bendir Schus- ter einnig á að mun fleiri heræfingar yrðu haldnar innan landamæra Bandaríkjanna ef stutt væri í stríð auk þess sem annað flugmóðurskip væri þá á leið til Austur-Asíu. Yfirmaður bandaríska Kyrrahafs- flotans segir herskipaflotann, sem samanstendur af einu flugmóður- skipi, tveimur tundurspillum og beitiskipi, væntanlegan að ströndum Kóreuskaga í lok þessa mánaðar. Hann segir hins vegar ekki standa til að senda annað skip á svæðið. Schuster segir ekki síður áhuga- vert að fylgjast með því sjónarspili sem fram fer innan landamæra Norður-Kóreu. Skriðdrekasveitir og stórskotalið hafa verið á mikilli hreyfingu undanfarna daga og æfðu mörg hundruð norðurkóreskir her- menn í vikunni árásir á ímynduð innrásarskip í tilefni af afmæli hers- ins. Schuster segir ekkert benda til að Norður-Kóreumenn hafi flutt meira magn skotfæra á milli staða undan- farið en það magn sem dugði til æf- inganna. Stríðsundirbúningur kallar á mikinn flutning og erfitt er að fela slíkt fyrir öllum þeim njósnahnött- um sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, býr yfir. Munu aldrei hætta tilraunum Fulltrúi stjórnvalda í Pjongjang, sem fékk sérstakt leyfi stjórnvalda þar í landi til að ræða við fréttamann CNN, segir æfingar hersins gerðar til að vara Donald J. Trump Banda- ríkjaforseta við frekari ögrunum. „Þessi æfing er svar við árásar- hegðun Bandaríkjanna,“ sagði Sok Chol Won, við fréttamann CNN sem nú er staddur í Norður-Kóreu. „Prófanir okkar með kjarnavopn er mikilvægur þáttur í stöðugu verk- efni okkar að styrkja kjarnorku- sveitir landsins,“ sagði Won. „Á meðan Bandaríkin láta ekki af árás- arhegðun sinni munum við aldrei hætta kjarna- og skotflaugatilraun- um okkar,“ bætti hann við. Ein helsta vinaþjóð Norður- Kóreu, Kína, hefur að undanförnu hvatt mjög til stillingar. Bandaríkin hafa hins vegar sagt „allt koma til greina“ til að halda aftur af skot- flaugatilraunum Pjongjang. Í viðtali við breska ríkisútvarpið (BBC) sagði Max Baucus, sendi- herra Bandaríkjanna í Kína í for- setatíð Baracks Obama, Trump vera „karlmannlega týpu“. „Hann er svolítið karlmannleg týpa sem gerir okkur öll dálítið taugaóstyrk,“ sagði Baucus og hélt áfram: „En ég er viss um að Penta- gon, utanríkisráðuneytið og allir hans ráðgjafar hafi útskýrt fyrir honum að eldflaugaárás nú, sem framkvæmd er af Bandaríkjunum að fyrra bragði, myndi hafa hörmu- legar afleiðingar í för með sér. Og ég held að hann sé nógu klár til þess að vilja ekki slíkt ástand á sinni vakt.“ Kastljósið nú á púður- tunnu Kóreuskaga 2,500 - 4,000 km Var hugsanlega prófuð (mislukkaðist) Musudan Heimild: AFP/KDM/Global Security/38 North Talið er að innan tveggja ára muni stjórnvöld í Pjongjang ráða yfir langdrægri kjarnaflaug sem hæft getur skotmörk í BNA. Lang- eðameðaldræg eldflaug sem beint er gegn skotmörkum á jörðu niðri Eldflaugar Norður-Kóreu 1,500 km 500 km 4,000 km 6,000 km Hugsanlegt eldflaugavopnabúr CHINA 300 km Tilbúin til notkunarScud-B 500 km Tilbúin til notkunarScud-C 1,000 -- 1,300 km Tilbúin til notkunarRodong Eldflaug sem skotið var á loft í febrúar 2017: 2,500 km Prófuð 1998 (mislukkaðist) Taepodong-1 SUðUR- KÓREA 100 km NORðUR- KÓREA SEÚL PJONGJANG (Sohae) Tongchang-ri Musudan-ri (Tonghae) Sukchon Þekkt skot- svæði 10,000 - 12,000 km Unha-3 Prófuð 2016 heiti og áætluð drægni Fjarlægðir frá Norður-Kóreu KusongPukguksong-2 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarstjórisegist ífrétt á vef borgarinnar af ársreikningi liðins árs vera stoltur af rekstrarniður- stöðunni. Tölurnar eru vissu- lega betri en á liðnum árum, enda tíðin góð, en hvað býr að baki tölunum? Í fyrrnefndri frétt er lögð áhersla á að bera niðurstöðuna saman við áætl- un og þar segir að rekstr- arniðurstaðan sé betri en áætlun hafi gert ráð fyrir og að það skýrist einkum af hærri rekstrarkostnaði og svo í minna mæli af hærri rekstr- artekjum. Þetta er út af fyrir sig rétt, en þegar árið 2016 er borið saman við árið 2015, sem er gagnlegri samanburður, er aðra sögu að segja. Þá blasir við að megnið af þeim bata sem orðið hefur á milli ára skýrist af auknum tekjum, að- allega skatttekjum. Rekstr- argjöld vega ekki eins þungt í batanum og ef litið er framhjá mati á lífeyrisskuldbind- ingum, sem skekkja sam- anburðinn á milli ára og ættu ekki að valda sérstöku stolti borgarstjóra, er enginn bati gjaldamegin á milli ára. Þvert á móti þá fara útgjöld vaxandi, sem er umhugsunarvert fyrir þjónustusvelta borgarbúa. Það eru tekjurnar sem rjúka upp á milli ára og skýra batnandi rekstr- arniðurstöðu á milli ára. Skatt- tekjur Reykjavík- urborgar hækk- uðu um rúma 7 milljarða króna á milli ára og námu 76 millj- örðum króna í fyrra. Þetta eru sláandi tölur en þær verða enn áþreifanlegri þegar þeim er deilt niður á íbúafjöldann. Skatttekjur á hvern borg- arbúa jukust á milli áranna 2015 og 2016 úr 559 þúsund krónum í 616 þúsund krónur, eða um rúmlega 10%. Er borgarstjóri stoltur af því að kafa svo djúpt í vasa almenn- ings? Þegar horft er lengra aftur í tímann er þróunin enn ískyggilegri því að árið 2012 námu skatttekjur borgarinnar á hvern borgarbúa 458 þúsund krónum og hafa því hækkað um rúm 34% á fjórum árum, eða á þeim tíma sem jafngildir einu kjörtímabili. Augljóst er af þessum töl- um, auk þeirrar staðreyndar að Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu leyfilegu mörkum, að Reykvíkingar eru skattpíndir úr hófi. Annað sem gefur augaleið þegar horft er til þess hve illa er staðið að grunnþjónustu við borgarbúa er að skattfé þeirra er illa varið. Borgarstjóri seg- ist stoltur. Vera kann að svo sé. En það er ekki líklegt. Skattheimta borgar- innar hefur þróast með ískyggilegum hætti} Stoltur? Dr. HaukurArnþórsson fór yfir fróðlegar niðurstöður nýrr- ar rannsóknar sinnar í gær. Þar kom fram að fundartími Alþingis er um helmingi lengri en í þjóðþingum nágrannaríkj- anna, jafnvel þó að þingin afgreiði svipaðan fjölda þingmála. Fór Haukur með- al annars yfir þátt málþófs í þingstörfum hérlendis, og kom fram í máli hans, að miðað við tímann sem fari í málþóf væri málþófið ígildi níu stöðugilda í fullri vinnu. Oft er talað um að breyta þurfi umræðuhefð og vinnu- brögðum á Alþingi. Það hef- ur þó jafnan strandað á því, að ýmsir þeir, sem hæst hafa látið um þörfina á „breyttum vinnubrögðum“ hafa síðan verið fyrstir manna í skotgrafirnar. Hef- ur þessi málþófsárátta síst orðið til þess að auka veg- semd og virðingu Alþingis. Löngu tíma- bært er að linni og að hætt verði að misnota liði eins og fund- arstjórn forseta, sem á seinni árum hafa farið að snúast upp í alls kyns vangaveltur sem einfaldlega eiga ekki heima þar. Eitt dæmi af síðasta kjörtímabili, þegar háttvirtur þingmaður Pírata, sem hafði farið mik- inn utan þingsalarins, vakti máls á því, að hann teldi hljóminn í bjöllu forsetans hugsanlega of háværan fyrir þá sem væru að hlusta á út- sendingu Alþingis á netinu. Nauðsynlegt er að þing- heimur líti í eigin barm og hugleiði aðeins hvernig hann vill verja tíma sínum við æðstu stofnun lýðveld- isins. Þá er það umhugs- unarefni, hvort ekki þurfi að breyta þingsköpum, þannig að þingstörfin geti gengið með skaplegri hætti en nú er. Umræður á Alþingi þurfa að breytast}Í fullri vinnu við málþóf T ilraunin með Samfylkinguna mis- tókst. Þetta er dómur Jóns Bald- vins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og formanns Al- þýðuflokksins um þá tilraun sem gerð var fyrir bráðum tveimur áratugum síðan þegar Samfylkingin var stofnuð með samruna hans gamla flokks, Alþýðubandalagsins, Kvennalistans og Þjóðvaka. Áratugagamall draumur vinstrimanna átti þar með að rætast. Samfylking vinstrimanna sem gæti skákað breiðfylkingu hægrimanna , Sjálfstæð- isflokknum. Hins vegar má færa rök fyrir því að vinstri- vængur íslenzkra stjórnmála hafi aldrei verið klofnari. Eða að það stefni að minnsta kosti í það að svo verði. Fyrir eru Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Alþýðu- fylkingin, Björt framtíð og Píratar þó síðastnefndu tveir flokkarnir vilji gjarnan skilgreina sig sem miðjuflokka sem er mjög vinsælt í dag hjá popúlískum flokkum og stjórnmálamönnum. Vinstrimennska þeirra er þó vænt- anlega öllum augljós. Tilkynnt var nýverið að til stæði að stofna Sósíal- istaflokk Íslands en til stendur að það verði formlega gert á mánudaginn, baráttudag verkalýðsins. Gunnar Smári Egilsson er þar í forsvari sem mörgum þykir allsérstætt að sjá í hlutverki sósíalistaforingja eftir þátttöku hans í út- rásinni fyrir fall bankanna. Flokksnafnið á sér sögulega skírskotun en Sósíalistaflokkurinn – sameiningarflokkur alþýðu var forveri Alþýðubandalagsins og arf- taki Kommúnistaflokks Íslands. Kommúnistaflokkurinn klofnaði út úr Al- þýðuflokknum 1930 en þeim síðarnefnda var ýtt úr vör 1916. Alþýðuflokkurinn er raunar formlega enn til sem hluti af Samfylkingunni og fagnaði sem slíkur 100 ára afmæli á síðasta ári ásamt Framsóknarflokknum. Ummæli sín lét Jón Baldvin falla eftir fund í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur fyrr í vikunni og sagði hann þá skoðun að Samfylkingartilraunin hefði mistekizt hafa verið almenna á fundinum. Boðaði Jón Baldvin ennfremur mögulega stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar, með það fyrir augum að sameina jafnaðarmenn, sem kynni að bjóða fram við næstu þingkosningar. Sighvatur Björgvinsson, sem var síðasti for- maður Alþýðuflokksins áður en hann rann inn í Samfylkinguna, var ómyrkur í máli í samtali við mbl.is, spurður um afstöðu sína til ummæla Jóns Baldvins. Sagði hann Samfylkinguna hafa fengið mikið í vöggugjöf en þeir sem tekið hefðu við henni yrðu að svara fyrir örlög hennar. Ljóst er að trúverðugleiki Samfylkingarinnar fór end- anlega þegar hún fór fyrir vinstristjórninni 2009-2013. Eftir fall bankanna var mikil eftirspurn eftir lausnum en eina lausnin sem Samfylkingin bauð upp á var að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þegar það mál síðan sigldi endanlega í strand eins og alltaf var fyrirséð stóð keisarinn eftir klæðalaus. Trúverðugleikinn í öðrum mál- um var horfinn. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Horfinn trúverðugleiki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.