Morgunblaðið - 28.04.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 28.04.2017, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 ✝ Páll Dagbjarts-son, fv. skip- stjóri, fæddist á Hjalla á Vestdals- eyri við Seyðis- fjörð 30. júlí 1932. Hann andaðist 18. apríl 2017 á hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði á Hornafirði. Foreldrar Páls voru Dagbjartur Guðmundsson og Erlendína Jónsdóttir. Páll var tíundi í röðinni af tólf systkinum og er Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur ein eftirlifandi. Eftirlifandi eiginkona Páls er Guðrún Magnúsdóttir, f. 27. ágúst 1936 á Seyðisfirði. Börn Páls og Guðrúnar eru: 1) drengur f. andvana 1958. 2) Dagbjartur Pálsson, f. 3. ágúst 1959, eiginkona Svein- björg Halldórsdóttir, f. 9. ágúst 1962, d. 21. nóvember 2016. Börn þeirra eru: Jó- hanna, f. 18. september 1983, eiginmaður Valbjörn I. Val- björnsson. Börn þeirra eru: Ísak Máni, Hilmir Þór og Alex Orri. Guðrún, f. 7. desember urinn 1948-1949 og er til sjós þar til hann fer í Stýrimanna- skólann 1953, þá 21 árs og út- skrifast 1955. Páll og Guðrún hófu fyrst búskap 1959 á Austurvegi 54 á Seyðisfirði, en fluttust 1975 til Hornafjarðar og bjuggu á Silf- urbraut 8. Páll var skipstjóri á Lyngey SF 61 þangað til hann hætti til sjós, 62 ára. Hann keypti sér þá Sóma SF 61 og réri á honum á sumrin í 11 ár. Páll var heiðraður fyrir ára- langa sjómennsku árið 2009. Áhugamál Páls voru íþróttir og var knattspyrna þar efst á lista og var hann mann fróð- astur um íslenska knattspyrnu og fylgdist vel með henni utan frá sjó. Hann stílaði iðulega sumarfríið sitt í kringum fót- boltaleiki og íþróttakeppnir sona sinna fyrst og síðan barnabarna sinna. Það var aldrei lognmolla í kringum hann á vellinum, iðulega hóp- aðist fólk í kringum hann til að hlusta á hann hrópa og kalla inn á völlinn. Páll var einnig virkur brids- spilari hér á Höfn. Hann var einnig lengi meðlimur í Lions- klúbbnum á Höfn. Páll verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju í dag, 28. apríl 2017, og hefst athöfnin klukk- an 14. 1990, sambýlis- maður Sverrir Hermannsson, og Páll, f. 27. júlí 1992. Seinni kona Dagbjarts er Þóra Sveinsdóttir, f. 25. janúar 1967. 3) Vigfúsína Pálsdóttir, f. 22. ágúst 1960, maður Jóhann Kiesel, f. 27. maí 1951. Börn þeirra eru: Páll, f. 26. febrúar 1982, sambýlismaður Daniel Bagaren, Jóhann Bergur, f. 12. október 1989, sambýliskona Bessý Guðmundsdóttir, og Dagbjört Ýr, f. 27. júlí 1991, sambýlismaður Kristinn M. Pétursson. 4) Magnús Pálsson, f. 17. maí 1964, eiginkona Arna K. Steinsen, f. 27. desember 1962. Börn þeirra eru: Örn Rúnar, f. 2. nóvember 1990, sambýlis- kona Tanja R. Bjarnþórsdóttir, Andri, f. 6. júní 1992, og Erna Guðrún, f. 26. júní 1997, unn- usti Grétar S. Gunnarsson. 5) drengur f. í desember 1966, d. í febrúar 1967 . Páll stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni vet- Þá er komið að leiðarlokum hjá þér, elsku pabbi okkar. Þeg- ar við systkinin settumst niður til að fara yfir málin þá rifj- uðust upp allar góðu minning- arnar sem við áttum frá okkar uppvaxtarárum bæði á Seyðis- firði og Hornafirði. Þú varst alltaf kletturinn í okkar fjölskyldu og þó að þú hafir verið talsvert fjarverandi á sjónum þá fylgdist þú vel með okkar uppvexti. Þið mamma sáuð til þess að við fengjum gott veganesti með okkur út í lífið. Fyrir þér var það alltaf stór- fjölskyldan sem skipti öllu máli og varst þú manna duglegastur að halda góðu sambandi við alla. Við eigum eftir að sakna þess að fá ekki símtal frá þér þar sem þú varst að athuga hvort allt væri ekki í lagi hjá okkur og eins varstu líka duglegur að heyra í börnunum okkar um hvernig þeim gengi í lífinu. Þú varst alltaf tilbúinn að að- stoða okkur ef þess þurfti og ófá voru ráðin sem þú varst tilbúinn að veita því þú hafðir sterkar skoðanir á nánast öllum málefnum og lást ekkert á þeim. Það lýsir þér kannski best að þó að heilsan hafi verið orðin slæm síðustu mánuði þá varstu ekki tilbúinn að fara fyrr en tryggt væri að mamma hefði það sem allra best þegar hún væri orðin ein. Þið voruð flutt í þjónustuíbúð og búið var að ganga frá sölunni á Silfurbrautinni, þá mátti kall- ið koma. Elsku pabbi, við þökkum fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Megi allir Guðs englar vaka yfir þér og vernda, sofðu rótt um alla tíð. Þín elskandi börn, Dagbjartur (Daddi), Vigfúsína (Viffa) og Magnús (Maggi). Elsku afi Palli. Mikill söknuður er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín afi. En allar minningarnar hlýja manni í hjartanu líka. Allar ferðirnar til ykkar um páskana voru eitt af því skemmtilegasta sem ég hlakk- aði til á árinu. Að fá að borða matinn hennar ömmu og kíkja með þér niður í bát. Svo rúnt- uðum við alltaf til að fara að skoða fuglana sem þú hafðir svo gaman af. Ég man alltaf hvað það var gaman þegar þú komst á fót- boltaleiki hjá mér í bænum. En það skipti ekki máli þó að þú værir fyrir austan, þú varst allt- af fyrstur til að hringja og spyrja hvernig gekk. Ég mun sakna þess að geta ekki talað við þig í símann, elsku afi, um daginn og veginn. Þú varst ein af mínum fyrstu fyrirmyndum í lífinu og það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, en ég mun aldrei gleyma þér afi minn. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Þinn sonarsonur, Andri. Með vorkomunni og hækk- andi sól vaknar allt til lífsins eftir dimman vetur og Krían er komin eftir langt flug hingað til landsins að gleðja okkur og minna á hversu lífið er fagurt en um leið brothætt. Frændi minn, Páll Dagbjartsson, lést 18. apríl síðastliðinn tæplega 85 ára að aldri. Páll var sjö ára þegar hann var sendur til hjónanna Stefaníu, móðursyst- ur sinnar, og Guðmundar Sveinssonar á Kirkjubóli í Norðfirði. Páll sagði mér frá því ferðalagi sem var ævintýri lík- ast þar sem hann fór í umsjá konu sem var ekki eins og fólk var flest og gekk sú ferð tíð- indalítið til Norðfjarðar þar sem honum tók að leiðast þófið og vildi komast strax inn að Kirkjubóli, en varð að una kenj- um fylgdarkonunnar og stytti sér stundir við að henda grjóti í alla læki sem hann sá og undir morgun komu þau að Skorra- stað í þann mund sem Sólveig Benediktsdóttir var að setja kaffikönnuna yfir. Páll sagðist ekki hafa nennt að bíða lengur og hljóp inn að Kirkjubóli þar sem Sveinn Guðmundsson eldri tók honum fagnandi ásamt öðru heimilisfólki og Sigrúnu, systur sinni. Þá var fólk ekki að setja fyrir sig að senda strákpjakk með hálfruglaðri kerlingu milli plássa eins og væri gert í dag, sagði Páll brosandi og hefði áreiðanlega verið klöguefni til barnaverndarnefndar. Páll og Sigrún voru viðloðandi Kirkju- bólsheimilið þar til þau kunnu fótum sínum forráð. Páll kvænt- ist Guðrúnu Magnúsdóttur og eignuðust þau Dagbjart, Vig- fúsínu og Magnús sem eiga orð- ið fríðan hóp afkomenda sem öll munu sakna föður, afa og lang- afa. Páll átti farsælan feril sem sjómaður og skipstjóri á Seyð- isfirði og síðar á Höfn í Horna- firði. Alla tíð voru Sveinn faðir minn og Páll í góðum tengslum og fannst Páli pabbi vera full áhugalítill þegar íþróttir voru í sjónvarpinu og á eftir sagði Páll brosandi: „Sérðu hérna Sveinn minn, hann tók þetta á yppon- inu.“ Stundum hittumst við Páll og Guðrún á förnum vegi og tókum upp spjall um gamla tíma austur í Norðfirði. Páll sagði mér margt frá Kirkjubóls- heimilinu, forfeðrum mínum og frændgarði sem ég þekkti óljóst. Greinargóðar frásagnir hans eru mér dýrmætar um horfna vinnuhætti og fólkið sem stóð mér næst. Mér fannst ég alltaf hafa þekkt Svein langafa minn en svo vel lýsti Páll honum fyrir mér. Mig rennir samt í grun að tengslin hafi verið dýpri milli Kirkjubólsfólksins en okkur eru sýnileg. Systkini mitt dreymdi nýverið að Guðmundur afi okk- ar kæmi til sín sparibúinn, þög- ull eins og hann væri að bíða eftir einhverjum. Frændi minn Páll á sérstakan stað í hjarta mínu og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir dýrmætan fróð- leik um horfna tíð. Guðrúnu og frændsystkinum mínum votta ég samúð mína. Þrymur Sveinsson. Páll Dagbjartsson ✝ Kristín Þor-björg Jón- asdóttir fæddist á Flateyri 20. maí 1926. Hún lést á Landspítalanum 21. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Jónas Hallgrímur Guð- mundsson, skip- stjóri á Flateyri, f. á Alviðru í Dýra- firði 2.5. 1886, d. 18.12. 1935, og María Þorbjarnardóttir, húsm. á Flateyri, frá Hrauni á Ingjaldssandi, f. 9. apríl 1897, d. 21. apríl 1979. Systkini Þor- bjargar voru Marteinn Jón- asson, f. 1916, d. 1987, Þur- um aldur fram 17.6. 1974. Börn Þorbjargar og Kristjáns eru: 1) Guðmundur Jónas, f. 13.5. 1949, búsettur í Mos- fellsbæ. 2) María Kristín, f. 13.9. 1952, gift Sigurbirni Svavarssyni, búsett í Mos- fellsbæ, börn þeirra: a) Krist- jana Þorbjörg, f. 1974, gift Jó- hanni Braga Fjalldal, f. 1974, þeirra börn: Freyja María, f. 2007, Katrín Margrét, f. 2011, og Sigurbjörn Kári, f. 2011. b) Björn Þór, f. 1979. Þorbjörg ólst upp á Flat- eyri, fór ung í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík, en starfaði á Flateyri alla sína starfsævi, lengst af á Ritsímanum og síð- ar á Pósti og síma, síðustu 14 árin sem símstöðvarstjóri. Hún fór á eftirlaun 1992 og flutti þá til Reykjavíkur með syni sínum, Guðmundi Jónasi. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 28. apríl 2017, klukkan 11. íður Jónasdóttir, f. 1917, d. 2008, Baldur, f. 1920, d. 1923, Bragi Jón- asson, f. 1924, d. 1983 og Baldur Jónasson, f. 1924, d. 1992. Hinn 13. nóv- ember 1948 giftist hún Kristjáni Guð- mundssyni, bak- arameistara á Flat- eyri, f. 25.8. 1927 á Patreksfirði, sonur Guðmundar Kristjánssonar, f. 1900, d. 1959, og Ingveldar Gísladóttur, f. 1904, d. 2004, sem bæði voru úr Breiðafjarðareyjum. Krist- ján eiginmaður Þorbjargar lést Hvaða kveðjuorð á dóttir til móður sem hverfur til annars heims? Endalausar minningar hrann- ast upp óskipulega, bernsku- myndir, sorg og gleði, allt í bland reynir það að komast í orð, en tvö orð umvefja allar minning- arnar, gleði og ást, elsku móðir mín. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Þín dóttir, María Kristín. Elsku mamma mín. Þá er komið að stundinni stóru. Stund- inni sem enginn fær víst umflúið í jarðvistinni hér. Stundinni og viðskilnaðinum sem getur þó verið svo djúpur og sár eins og á þessari stundu. Stundinni þegar allar góðu minningarnar og til- finningarnar flæða fram. Já, stundinni sem söknuðurinn getur orðið sem sárastur. Elsku mamma, margs er að minnast. Ekki síst eftir okkar langa og nána samband í lífinu hér. Þú varst svo sannarlega mín stoð og stytta. Og verður það áfram. Ásamt pabba, eiginmanni þínum elskulega sem þú hefur nú loks hitt í Sumarlandinu góða og bjarta eftir 43 ára viðskilnað. Ég veit að þar eru nú miklir fagn- aðarfundir sem gerir þessa sorg- arstund léttbærari og yfirstígan- legri fyrir okkur systur og hennar dásamlegu fjölskyldu sem var og er þér svo kær. Og þó svo að þér auðnaðist ekki að sjá og njóta nýja hússins okkar í Vogatungunni sem þú talaðir og hugsaðir svo mikið um fram á síðustu stundu, verður þú þar engu að síður, með okkur í anda! Elsku mamma, lífshlaup þitt var stórbrotið enda lífsgangan löng. Sorg og gleði, já allur pakk- inn. En alltaf stóðstu uppi sem hvunndagshetjan í blíðu og stríðu. Einstök, sterk og kær- leiksrík manneskja, með stór- brotinn persónuleika og stórt hjarta! Ég kveð þig nú að sinni, elsku móðir, og bið Guð að blessa fal- legu og björtu minninguna. Þinn sonur Guðmundur Jónas. Dúbbu tengdamóður mína hitti ég fyrst í Strýtu á Flateyri í mars 1974 og það án dóttur hennar. Ég hafði komið til hafn- ar á Ísafirði á varðskipi og fékk sérstakt leyfi skipherrans til að skjótast yfir Breiðadalsheiði til Flateyrar. Þetta var allt óund- irbúið og þá engir farsímar til að tilkynna skyndilega komu verð- andi tengdasonar hennar á miðjum vinnudegi til Flateyrar. Böddi sem hafði birst svo óvænt um borð á Ísafirði og ég hitti í fyrsta sinn þá, hafði sannfært mig um að koma með sér til að hitta verðandi tengdafólk mitt, bankaði á dyr Strýtu og María amma Maju bauð mér til stofu eftir að Böddi hafði kynnt mig. Hvort sem gamla konan hringdi, þá kom Dúbba fyrst til að taka á móti mér, vatt sér inn snögg í hreyfingum, heilsaði og baðst af- sökunar, þyrfti að hringja í Kidda og Jónas. Þarna hitti ég tengdafólkið mitt fyrst sem átti eftir að verða svo náið. Þarna hitti ég Kidda bakara, verðandi tengdaföður, í fyrsta og eina skiptið því hann lést um aldur fram 17. júní þá um sumarið. Skyndilegt lát Kristjáns varð tengdafólki mínu mikið áfall og þá sá ég styrk Dúbbu er hún leiddi fjölskylduna í gegnum erf- iðleikana af ákveðni og dugnaði. Nýr kafli í lífi Dúbbu varð eftir fráfall Kidda. Hún var einbeitt í því að halda heimilli með syni sínum og aldraðri móður sinni sem krafðist mikils eftir fullan vinnudag á símstöðinni. Ég dáð- ist oft að dugnaði hennar, á haustin tók hún innmat og gerði slátur, tók hálfa nautaskrokka, úrbeinaði, hreinsaði og flokkaði sjálf og gekk frá öllu í máltíð- arpakkningar, bakaði reglulega ótaldar kökutegundir, og af öllu þessu nutum við ríkulega, allt unnið á kvöldin og um helgar. Þessir eiginleikar; andlegur styrkur, ákveðni og dugnaður þar sem aldrei féll verk úr hendi einkenndu Dúbbu auk þess að vera frábær gestgjafi þar sem kunnátta hennar úr húsmæðra- skóla skein alltaf í gegn. Natni í smáatriðum og nákvæmni í öllu sem hún gerði hélt öllu í röð og reglu, það varð stundum til stríðni af minni hálfu. Skap hennar var ljúft, aldrei hækkaði hún röddina heldur stóð ákveðin og keik með hendur á mjöðmum og beitti góðum rökum með sínu vestfirska tungutaki. Á þessum rúmum 40 árum tókum við stundum snerru okkar á milli vegna þess sem ég taldi vera of mikla dekrun við barnabörnin, en hún taldi ekkert of gott fyrir börnin, ég skil það núna þegar ég sjálfur dekra við barnabörnin. Dúbba og María móðir hennar misstu báðar eiginmenn sína snemma og urðu sínum nánustu eins og klettar sem vörðu fyrir áföllum, sterkar vestfirskar kon- ur sem skiluðu sínu með sæmd og menningarreisn. Það var minn heiður að hafa kynnst þeim. En nú er ég viss um að fagnaðarfundir verða á efri svið- um. Sigurbjörn Svavarsson. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Hvar á ég að byrja? Þegar ég staldra við þessa dagana og hugsa til þín þá koma endalausar kærar minningar fram og ekki get ég hripað þær allar hér nið- ur. Því hvernig er hægt að draga fram einhverjar nokkrar þegar svo margs er að minnast þar sem í gegnum allt mitt líf hefur þú verið einn af miðpunktunum? Svolítið uppáhald. Þú varst amma mín, með öllu sem tilheyr- ir því hlutverki sem þú ræktaðir af alúð og ástúð alla tíð, en þú varst líka vinkona mín, uppal- andi, spilafélagi og sálusorgari svo fátt eitt sé nefnt. Þú lyftir mér í gegnum erfið tímabil í mínu lífi og kenndir mér að huga að sjálfri mér, mannorðinu og muna eftir öllu því jákvæða sem er svo meiri háttar í þessu lífi. Meiri háttar. Það var einkenn- andi fyrir þig og var eiginlega þitt orð; hjá þér var mjög margt meiri háttar og þökk sé þér er ég mikil áhugamanneskja um allt meiriháttar. Með góðu fordæmi sýndir þú mér kjark, þor og þolinmæði í framkvæmd. Þrátt fyrir að hafa misst eiginmann þinn, afa minn og nafna, langt fyrir aldur fram þá hafðir þú alltaf trú á framtíð- inni og unga fólkinu, sem var þér svo hugleikið og mikilvægt. Litla fólkið okkar Braga er heppið að hafa átt þig að og fengið að kynn- ast þér. Núna eiga þau um sárt að binda að horfa á eftir lang- ömmu Dúbbu, eða ömmu eins og þau sögðu alltaf. Þau langar bara að fara í heimsókn til þín, sjá þig, fá knús og ísblóm. Og það langar mig líka. En ég er svo heppin að hafa átt ógleymanlegar stundir með þér í gegnum allt mitt líf, fyrst á Flateyri við Önundar- fjörð, síðar á heimili ykkar Jón- asar frænda í Grafarvoginum og miklu víðar. Ég gleymi aldrei samræðum okkar og ráðlegging- um þínum. Þær munu gagnast mér alla tíð og ég mun gæta þess að bera viskuna þína áfram frá þinni mögnuðu kynslóð sem nú er að kveðja og til þeirra sem á eftir koma og eflaust þurfa hollu og góðu ráðin, og uppskriftirnar, sem þú gaukaðir að mér. Ég á eftir að sakna þín endalaust þar sem þú gafst mér svo margt og minningin um þig, magnaða konu og mikla fyrirmynd, verður mitt mikilvæga veganesti og mun lýsa mér á minni leið í gegnum lífið. Takk fyrir allt, elsku amma Dúbba mín. Hvíl þú í friði. Þín Kristjana Þorbjörg (Kidda Dúbba). Elsku besta amma Dúbba. Allar minningarnar um þig eru það dýrmætasta sem ég á þessa daganna. Því þær eru ansi margar. Allt frá því ég var lítill polli og beið eftir því að skólinn kláraðist svo ég kæmist vestur til þín á símstöðina á Flateyri, það var toppurinn á sumrin. Eitt er minnisstætt, þegar þú og Jónas laumuðust suður til okkar rétt fyrir jólin og þú birtist á planinu öllum að óvörum með troðfullan bíl af gjöfum, svo árið 1992 þegar þú flytur suður í Funafoldina þá eignuðumst við systkinin svo til annað heimili. Þú sagðir okkur alltaf að þannig væri það og þannig varð það líka. Síðan eru liðin 25 ár, þú og Jónas komuð suður í Funafoldina og nú bara Þorbjörg Jónasdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.