Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 27

Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 27
fyrir hálfum mánuði í Vogatung- una í Mosó. Hæfileika þína í matseld og bakstri leikur enginn eftir. Hversu oft stóð ég á blístri eftir matinn þegar þú segir við mig: „Björn minn, þú verður að klára þetta.“ Það hefði ekki verið fræðilegur möguleiki, amma mín. Ég borðaði allt of oft of mikið hjá þér og ekki síst þegar þú varst með læri í ofni eða ömmu Dúbbu gúllasið, eða kjúkling í rauðu sós- unni og svo endaði máltíðin alltaf á klassísku ísblómi. Þú hugsaðir alltaf meira um okkur öll en þig sjálfa, þú bara varst þannig gerð. Og aldrei nokkurn tíma minnist ég þess að þú hafir bölvað nokkr- um manni, enda varst þú svo já- kvæð og hress að eðlisfari, sá eiginleiki gaf þér þá sýn að sjá hlutina í því ljósi að það var öllu hægt að bjarga og það er hlutur sem ég hef tileinkað mér frá þér. Ef einhver hefur hjarta „úr gulli“, þá varst það þú. Svo var það þannig að ef eitt- hvað bjátaði á eins og gengur og gerist þá vissir þú það, þú bara vissir það, þó aðþað sæist ekki utan á mér. Eins og þú sagðir við mig svo oft: „Ég skil þig svo vel, Björn minn, amma skilur þig svo vel.“ Það gerðir þú svo sannar- lega og veit að þú munt gera áfram. Ef ég ætti að skrifa upp allar minningarnar, allan lær- dóminn sem ég hef hlotið frá þér, þá myndi allt þetta upplag Morg- unblaðsins ekki duga í það. Hjartað mitt geymir stundirnar okkar á góðum stað. Ég kveð þig með miklum söknuði, þakklæti og hlýju, elsku amma mín, en um leið er ég sátt- ur fyrir að þú hafir fengið að fara þótt þú hafir ekki sýnt á þér neitt fararsnið. Þú varst hvíldinni feg- in og Kiddi afi og Maja langamma hafa tekið vel á móti þér. Ég get ekki þakkað þér nægilega mikið fyrir allt, elsku amma Dúbba. Ég veit að núna líður þér vel og það er huggun. Þar til næst Þinn Björn Þór. Amma Dúbba er langamma mín. Ég elskaði alltaf þegar hún eldaði hafragraut handa mér og þegar hún gaf mér ísblóm. Það var ótrúlega gott. Hún var alltaf svo góð við alla. Ég varð mjög sár þegar hún dó. En ég mun alltaf muna eftir henni, sama hvað gerist og ég veit að hún gleymir mér aldrei. Ég elska hana út af lífinu. Freyja María (Maja). Mín kæra frænka, Þorbjörg Jónasdóttir, kvaddi þennan heim á nítugasta og fyrsta aldursári, föstudaginn 21. apríl. Við andlát Dúbbu streyma fram margar kærar minningar og þá sérstak- lega frá bernskuárum mínum á Flateyri. Dúbba var systir mömmu og voru þær aldar upp í Strýtu, húsi Maríu ömmu við Hafnarstrætið þar sem þær seinna hófu báðar sinn búskap sem fullorðnar kon- ur. Strýtufjölskyldan fylgdist að í einu og öllu og við krakkarnir vorum alin upp í einum hóp enda ekki um stóra fjölskyldu að ræða. Hjá Dúbbu var ávallt glatt á hjalla, hún var ætíð hress og kát og gott var að heimsækja hana. Hún var gestrisin með ein- dæmum og alltaf þegar við kom- um í heimsókn voru kræsingar af bestu gerð og þar með talin okk- ar uppáhalds-Dúbbukaka. Á síð- ustu árum heimsóttu Dúbba og Jónas okkur reglulega til Þor- lákshafnar og erum við þakklát fyrir þær stundir en framvegis verður Dúbba okkar ekki lengur með í för, hennar verður sárt saknað. Elsku fjölskylda, við sendum ykkur okkar samúðarkveðjur. Við kveðjum Dúbbu með virð- ingu og söknuði. María Sigurðardóttir og fjölskylda. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 ✝ VilhjálmurKristján Sig- urðsson fæddist á Siglufirði 14. maí 1926. Hann lést að Sólteigi, Hrafnistu, Reykjavík, 19. apr- íl 2017. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson, spari- sjóðsstjóri og heið- ursborgari Siglu- fjarðar, f. 24. október 1888, d. 11. febrúar 1977, og Anna Sig- rún Vilhjálmsdóttir húsmóðir, f. 18. ágúst 1888, d. 10. febrúar 1970. Systkini Vilhjálms eru Þráinn, f. 11. nóvember 1912, d. 18. mars 2004, Sigurjóna, f. 8. febrúar 1919, d. 8. ágúst 2001, Haraldur, f. 3. júlí 1914, d. 1. júní 1915, og Sigrún, f. 29. sept- ember 1917, d. 3. desember 1932. Vilhjálmur kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Vilhjálmsdóttur, þann 30. maí 1953. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Árnason, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 1986, d. 4. júlí 1976, og Guðríður Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 17. desem- ber 1898, d. 10. febrúar 1983. Systkini Sigríðar eru Kristín einn son frá fyrri sambúð. 3) Sigurður, f. 1959, maki Ingunn Ólafsdóttir. Börn þeirra eru Ólafur Valur, f. 1993, sambýlis- kona hans er Katarzyna Anna Kakol, og Tómas, f. 1996. Vil- hjálmur ólst upp á Siglufirði. Hann útskrifaðist frá Versl- unarskóla Íslands og vann síðan sinn starfsferil, 45 ár, hjá SÍF, Sölusambandi íslenskra fisk- framleiðenda. Þar sá hann um gerð útflutningsskjala. Vil- hjálmur var meðal stofnenda Bridgesambands Íslands árið 1948 og sat í fyrstu stjórn sam- bandsins. Hann var lengi vel meðal fremstu bridgespilara landsins. Hann varð Íslands- meistari nokkrum sinnum, m.a. Íslandsmeistari í tvímenningi með föður sínum árið 1957 en það er í eina skiptið sem feðgar hafa orðið Íslandsmeistarar í tvímenningi. Vilhjálmur átti sæti í landsliði Íslendinga í Bridge um hríð og fór með landsliðinu í keppnisferðir er- lendis. Vilhjálmur sneri sér meira að keppnisstjórn þegar árin liðu og hlaut heiðursmerki Bridgesambands Ísland árið 2008 fyrir framlag sitt til bridgeíþróttarinnar á Íslandi. Vilhjálmur hafði gaman af ferðalögum og stangveiði og fylgdist vel með íþróttum. Vilhjálmur verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag, 28. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. Vilhjálmsdóttir, f. 1. maí 1930, og Árni Vilhjálmsson, f. 11. maí 1932, d. 5. mars 2013. Vil- hjálmur og Sigríð- ur eignuðust þrjú börn: 1) Vilhjálm, f. 1953, maki Stein- unn Ósk Guð- mundsdóttir. Börn þeirra eru Vil- hjálmur Ingi, f. 1987, sambýlismaður hans er Hannes Pálsson, og Anna, f. 1995. Steinunn á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Guðmund Arnar Þórðarson, f. 1980, maki Þórhildur Edda Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn og Fanney Þórðardóttir, f. 1981, maki Kristinn Líndal Jónsson og eiga þau tvö börn. 2) Guðríði, f. 1955, maki Sigurbergur Björns- son. Börn þeirra eru Björn Logi, f. 1991, og Bjarnheiður, f. 1993. Guðríður á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Sigríði Sóleyju Guðnadóttur, f. 1975, maki Óli B. Jónsson, þau eiga þrjú börn og Bergdísi Guðna- dóttur, f. 1982, sambýlismaður Egill Tryggvason. Þau eiga eina dóttur og þá á Bergdís Með þakklátum huga fyrir góðan vinskap og góðar stundir kveð ég tengdaföður minn í dag. Þegar dóttir hans, Guðríður, kynnti mannsefnið til sögunnar tók hann mér vel og sýndi mér rausnarskap og velvilja sem aldrei féll skuggi á. Vilhjálmur var mikill bridge- spilari, hafði unnið Íslandsmeist- aratitla auk annarra verðlauna. Fyrst þegar við kynntumst var honum tíðrætt um sagnir, slemmur, spil á hendi og hvað þetta nú heitir. Hann skynjaði fljótt fátækt viðmælandans á þessu sviði og hvarf alfarið frá þeirri umræðu, enda hafði hann frá miklu að segja af uppvaxt- arárum sínum á Siglufirði, skrýtnum tilsvörum samferða- manna og fólki sem hann hafði kynnst í leik og starfi. Vilhjálmur hafði gaman af veiði og man ég eftir er við fór- um með krakkana í grenjandi rigningu í veiðiferð í læk nálægt Laugarvatni. Hann lagði sig fram um að skipuleggja ferðina og hjálpa krökkunum við veiðina. Öll komum við holdvot til baka, en þó með reyktan fisk sem við keyptum á leiðinni. Gott var að koma aftur í hlýjuna í sumarbú- staðnum, en samveran var skemmtileg og stundum eru það litlu hlutirnir sem verða minn- isstæðastir. Við hjónin ásamt börnum og tengdaforeldrunum fórum marg- sinnis í ferðalög saman, bæði þegar við bjuggum erlendis við nám og störf og einnig þess utan. Við náðum að ferðast víða um Belgíu, Frakkland, Spán, Þýska- land, Bandaríkin, heimsækja merkilega staði og eiga margar skemmtilegar stundir saman. Þegar við fluttumst heim frá Bandaríkjunum auralaus eftir eins og hálfs árs nám þar sem yngsta dóttir okkar fæddist sá Vilhjálmur um að koma búslóð- inni okkar heim fyrir okkur. Á þessum tíma langaði mig til þess að spreyta mig á að selja fisk í nágrenni skólans í New York og gerðist hann sérlegur umboðs- maður minn á Íslandi. Ekki gekk vel hjá honum að finna seljendur á Íslandi, en við fengum engu að síður senda tvo kassa með dýr- indis kola með þeim skilaboðum að við fjölskyldan ættum að borða þetta sjálf. Vilhjálmur var mikill fjöl- skyldumaður. Hann var einnig viðkvæmur á sinn hátt og mátti aldrei aumt sjá. Þá var hann strax farinn á stúfana við að finna leiðir til þess að hjálpa, og ef viðkomandi vantaði pening þá greip hann samstundis upp vesk- ið, dró upp seðla og rétti. Sömu- leiðis var hann fljótur að grípa símann eða tala máli fjölskyld- unnar ef hann sá tækifæri eða þörf til þess. Vilhjálmur var hvatvís maður og stundum var ákafinn þannig að fjaðrir ná- lægra gátu ýfst þegar hann geystist fram. Vilhjálmur hugs- aði aldrei um eigin hag þegar leitað var til hans, en um leið gat hann verið kröfuharður á sína nánustu. Og glettnin var aldrei langt undan hjá Vilhjálmi. Spaugilegar hliðar mannlífsins fóru ekki fram hjá honum. Þó svo að síðla á ævi- kvöldi heyjaði hann erfitt stríð við sjúkdóm, sem að lokum varð honum að falli, gat hann spaugað fram undir það síðasta. Um leið og ég kveð tengda- föður minn með hlýjum huga votta ég Sigríði tengdamóður minni og öllum afkomendum innilega samúð mina. Ég veit að minningin um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar allra. Megi hann hvíla í friði. Sigurbergur Björnsson. Tengdafaðir minn, Vilhjálmur Sigurðsson, kvaddi þann 19. apr- íl síðastliðinn og hélt af stað til Sumarlandsins. Allt frá fyrsta fundi okkar fyrir rúmum 30 ár- um sýndi hann mér ekki annað en kærleika og hlýju. Villi, eins og hann var ávallt kallaður, var mikill sælkeri. Hann elskaði góð- an mat og lét svo sannarlega vita af þegar honum líkaði vel og er líklega sá maður sem ég hef hvað mest notið þess að elda fyrir. Það var alltaf gott að fá tengda- foreldrana í mat og ekki verra að þiggja hrósið frá Villa þegar hann var búinn að taka vel til matar síns. Alla tíð tók hann mér og mín- um opnum örmum og sýndi ávallt væntumþykju og um- hyggjusemi. Hann hafði yndi af börnunum sínum, tengdabörn- um, barnabörnunum og í seinni tíð voru það svo barnabarna- börnin sem vöktu kátínu. Eins og oft vill verða hafði hann mikla ánægju af því að gauka að afa og langafabörnunum smá aur, og gerði það ósjaldan. Tengdapabbi var keppnismað- ur og hafði áhuga og gaman af kappleikjum og þá aðallega fót- bolta og handbolta. Hann lifði sig inn í leikinn og það var gam- an að fylgjast með honum horfa á fótbolta í sjónvarpi. Þegar mest gekk á kipptist hann oft til eins og hann væri sjálfur að sparka í boltann. Undanfarin ár fór þó áhuginn á flestu slíku dvínandi en þó lifði sælkerinn góðu lífi. Ég hafði unun af því að fara með honum í stöku ísbíltúr. Hann naut þess að fá ís eins og annað sem honum þótti gott. Þá lét hann oft móðan mása um bernsku sín. Hann varð fyrir áföllum á því skeiði ævinnar sem sálin er viðkvæmust og náði aldrei að vinna sig úr þeim. Í þá tíð þekktist ekki áfallahjálp eða að yfirleitt væri talað um við- kvæma hluti eins og hjónaskiln- aði við börn. Villi var á sjöunda ári þegar hann varð fyrir alvar- legum brunaáverka þegar yfir hann helltist sjóðandi heitt kaffi. Það gerðist stuttu eftir að hann hafði veikst af barnaveiki sem systir hans Sigrún lést úr 15 ára gömul. Þegar hann nálgaðist unglingsár skildu foreldrar hans og átti hann alla tíð erfitt með að sætta sig við það. Hann var orð- inn unglingur þegar timburhús sem hann bjó í ásamt móðir sinni brann til kaldra kola og náði móðir hans rétt að komast út. Atriði eins og áfallahjálp og sál- fræðiþjónusta voru óþekkt og tengdafaðir minn vann aldrei úr áföllunum fremur en flestir aðrir af hans kynslóð. Þrátt fyrir áföllin var Vil- hjálmur viðkvæmur og mátti ekkert aumt sjá. Hann var mikill tilfinningamaður og góð sál sem ég er mjög þakklát að hafa feng- ið kynnast. Ég kveð þig, kæri tengdapabbi, með innilegu þakk- læti og leyfi mér að lokum að láta eitt erinda úr lagi Bubba Morthens, Kveðja, fylgja þessum orðum: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Blessuð sé minning þín, Steinunn Ósk. Afi minn, yndislegi afi Villi, hefur fundið friðinn og ljósið sem hann átti skilið. Níræður að aldri. Hann fór þó ekki án þess að berjast og lét ekki undan fyrr en honum sjálfum fannst tími til kominn. Eftir fallega stund með sínum nánustu var hann sáttur og tilbúinn, því var endirinn eins fallegur og á var kosið. Þegar ég hugsa um afa fyllist hjartað hlýju. Ömmu elskaði hann afar heitt og það sást lang- ar leiðir á því hvernig hann horfði á hana og talaði um hana af ást, virðingu og stolti. Og svona leið honum í garð okkar allra. Þegar barnabörn og barna- barnabörn komu í heimsókn ljómaði hann og hamingjan og kærleikurinn skein af honum. Það var ekkert fallegra en að horfa á hann halda á nýfæddu barnabarnabarni, hamingjusam- ur, stoltur og umhyggjusamur. Það var toppurinn á tilverunni hjá honum. Hann lét okkur alltaf líða eins og ekkert annað skipti máli en við, við vorum honum svo mikilvæg. Svo auðvitað í enda heimsóknar króaði hann mann af án þess að nokkur sæi, laumaði að manni smá peningi og hvíslaði ákveðinn á svip „settu þetta í vasann“. Þau voru ekki fá skiptin sem hann óafvit- andi var að gefa manni mikil- vægan aur þegar það vantaði bensín á bílinn eða mat í ísskáp- inn í enda mánaðar. Örlátur eng- ill var hann alla mína tíð. Annað sem kemur einna sterkast upp í hugann þegar ég hugsa um afa er samband hans við einu dóttur sína, mömmu mína, Guðríði. Hann elskaði alla sína afkomendur, en mamma var númer eitt. Hún passaði líka upp á hann til síðasta dags. Hún sá til þess að lífsgæði hans væru eins góð og þau gætu mögulega verið og hún var það mikilvægasta í hans lífi. Ég veit að afi var henni þakklátur, og við erum það öll, fyrir allt sem hún gerði fyrir hann. Hún var ljósið í lífi hans. Það er því fallegt og hughreyst- andi að hugsa til þess að hún hafi setið hjá honum fram að síðustu andartökum og haldið í hendur hans. Það er gott til þess að hugsa að nú situr afi með öðrum fyrsta flokks englum og fylgist með okkur, spilar bridge og rifjar upp bernskuminningar frá Siglu- firði. Fyrir utan okkur fjölskyld- una þá fékk þetta hann líka til að ljóma. Takk afi, fyrir allar stundirnar okkar saman, þær eru ómetan- legar. Ég mun sakna þín þar til við hittumst aftur. Þangað til ylja ég mér við minningar af fal- lega brosinu þínu og þínu ein- staka hjartalagi. Þín, Bergdís. Vilhjálmur K. Sigurðsson Ástkær móðir mín, amma og langamma, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Ísafirði, lést á Landakoti fimmtudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 15. Pétur Njarðvík Brynhildur Pétursdóttir Sigurður Jónsson barnabarnabörn Ástkær bróðir minn og móðurbróðir okkar, JÚLÍUS ÓSKAR ÁSGEIRSSON frá Eskifirði, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 14. apríl. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á Drafnarhús í Hafnarfirði. Kristbjörg þ. Ásgeirsdóttir Ásgeir J. Whitney Ólafur Whitney Davíð Whitney Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, áður Vesturgötu 90, Akranesi, lést á Höfða sunnudaginn 23. apríl. Jarðsett verður frá Akraneskirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða. Sigríður Eiríksdóttir Sigþór Eiríksson Þórheiður Aðalsteinsdóttir Eiríkur Vignisson Ólöf Linda Ólafsdóttir Katrín Björk, Vignir Gísli og Eiríkur Hilmar Mágkona mín og móðursystir okkar, GYÐA EBBA SALÓMONSDÓTTIR, síðast til heimilis í Seljahlíð, lést 12. apríl. Útförin fer fram í Seljakirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 13. Kvödd með þökk og söknuði. Sigfús Sigurðsson Ingibjörg Sigfúsdóttir Guðný Sigfúsdóttir Sigrún Sigfúsdóttir Lilja Van Beers MacAlister Derek Van Beers

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.