Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 ✝ Ægir SteinnSveinþórsson fæddist í Reykja- vík 25. júlí 1964. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. apríl 2017. Æg- ir var sonur þeirra Sveinþórs Péturs- sonar skipstjóra, f. 5.4. 1922, d. 7.2. 2013, og Áslaugar Matthíasdóttur húsmóður, f. 14.9. 1924, d. 16.12. 1997. Bróðir hans er Pétur Ragnar Sveinþórsson, f. 2.4. 1962, og hálfbróðir, sammæðra, Haukur Ásmundsson, f. 9.9. 1949, d. 11.11. 2008. Ægir kvæntist 5.3. 1999 Helgu Hönnu Sigurðar- dóttur, f. 5.3. 1962 í Reykjavík. og eitt sumar starfaði hann sem lögregluþjónn. Ægir lauk skipstjórnarprófi, 3. stigi, frá Stýrimannaskólanum vorið 1993. Hann starfaði sem stýri- maður hjá Eimskipum eftir út- skrift en kom í land árið 2000 til þess að eiga meiri tíma með fjölskyldu sinni. Hann starfaði á skrifstofu Eimskipa til ársins 2005 en þá færði hann sig um set og hóf störf hjá Félagi skip- stjórnarmanna þar sem hann starfaði fram á síðasta dag. Samhliða því sat hann sem varamaður í stjórn sjó- mannadagsráðs. Ægir útskrifaðist úr MBA- námi frá Háskóla Íslands vorið 2011 og lauk varðskipadeild Tækniskólans 2012. Ægir var alla tíð mikill útvistarmaður og ferðast vítt og breitt um landið með fjöl- skyldu sinni og vinum. Útför Ægis fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. apríl 2017, og hefst athöfnin klukk- an 13. Foreldrar Helgu eru Sigurður Sveinsson Hálfdan- arson, f. 28.6. 1935 í Reykjavík, og Theodóra Sveins- dóttir, f. 15.3. 1936 í Reykjavík. Dætur þeirra eru Ásta Ægisdóttir, f. 21.1. 1991, og Silja Æg- isdóttir, f. 25.1. 1993. Ægir lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1982 og stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla haustið 1984. Ægir fór ungur á sjó, fyrst sem messagutti og síðar sem háseti og bátsmaður hjá Samskipum. Hann vann ýmis störf, svo sem smíðavinnu Ég hef oft fengið að heyra það að ég líkist pabba þó að aðrir sjái frekar svip af mömmu. Við pabbi deildum skapgerð og brugðumst oft við með líkum hætti. Mamma átti það til að hrista hausinn yfir okkur þegar við komum með sömu sniðugu athugasemdina með augnabliks millibili án þess að vita af því að hafa end- urtekið hitt. Við áttum okkur sérstaka keppni í rökræðu og hugmyndaflugi sem fór oftar en ekki fram yfir kvöldverð- inum. Við þurftum bæði að eiga síðasta orðið og fórum lengst út í móa með steypuna til að rökstyðja málflutninginn. Keppninni lauk svo iðulega með því að á okkur var sussað þegar engin nennti að hlusta lengur á þetta endalausa tuð okkar. Þá þurfti að bíta í tung- una á sér til að koma ekki með eina athugasemd í viðbót. Pabbi var græjukall þó að hann vildi seint viðurkenna það og átti að minnsta kosti tvennt af hverju því sem tengdist áhugamálunum, svo sem veiði og útivist. Hann var líka mikill bókaunnandi og því er allt flæðandi í bókum heima. Hann hafði gaman af því að fara á bókamarkaði og í góðgerðar- búðir sem selja notaðar bækur og ósjaldan dröslaðist ég með honum. Það er ekki nema mán- uður síðan við fórum síðustu ferðina, án þess að hafa minnstu hugmynd um hve stuttan tíma við áttum eftir saman. Oft stóðum við svo fyrir framan bókasafnið heima og hann rétti mér titla sem honum þóttu góðir. Síðasti slíki bunk- inn af bókum sem hann mælti með bíður eftir sumrinu. Enginn skildi mig betur en pabbi, hann las í gegnum mig eins og glæran plastpoka. Það var heldur ekkert sem við gát- um ekki rætt og eitt af því sem ég mun sakna mest eru sam- tölin okkar um lífið og til- veruna, hvort sem það var seint um kvöld, uppi á fjöllum eða samhliða hversdaglegu snatti. Maður skilur ekki alltaf eigin tilfinningar og þá var gott að geta rætt við pabba sem setti hlutina í samhengi og gaf manni betri skilning á sjálfum sér. Hann hafði stanslausa trú á mér, líka þegar ég leyfði sjálfri mér að efast. Þegar mér fannst ég vera missa móðinn í stórum verkefnum, eins og kom fyrir í prófalotum, þá var nóg að hringja í pabba og láta hann tala mig aftur í gang. Það kom líka fyrir að mér mistókst og gat orðið hundfúl út í sjálfa mig en ég upplifði það aldrei að ég hefði brugðist honum. Það varð aldrei heimsendir, það þurfti bara endurskoða hvað mætti betur fara í næstu til- raun. Það fór því fjarri að pabbi liti sem svo á að hann væri gallalaus og hann var ófeiminn við að ræða það sem hann hefði viljað hafa gert betur. Í leiðinni vildi hann að forða manni frá því að endurtaka mistökin sín. Pabbi var alltaf sterkur og hraustur og það er óskiljanlegt að hann gat veikst og dáið á svo skömmum tíma sem raun ber vitni. Við gengum út frá því að eiga langa og bjarta framtíð saman og leyfðum huganum að reika til þess sem yrði að nokkrum árum liðnum. Það verður sárt að fara í gegnum næstu áfanga án þess að pabbi sé til staðar, stoltur og ánægð- ur með mig. Elsku pabbi, það dýrmæt- asta sem þú gafst mér verður ekki af mér tekið. Músurinn þinn, Silja. Það er fáránlegt að tala um pabba í þátíð. Hann skilur eftir sig stórt tóm í mínu lífi og lík- lega flestra sem hann þekktu. Pabbi var sá sem ég gat allt- af stólað á. Ég vissi að þegar eitthvað kom upp á gat ég treyst á að hann hefði tíma fyr- ir mig, sama hversu ómerkileg atriði þvældust fyrir mér. Pabbi kenndi mér að vera samkvæm sjálfri mér, að koma fram við aðra af heilindum og mikilvægi þess að rækta vin- áttu. Hann hafði óbilandi trú á mér og hvatti mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hend- ur. Honum tókst að fullkomna þá fínu línu að setja markið hátt, en þó aldrei hærra en ég réð við því eina krafan sem hann gerði var að ég væri sátt. Við pabbi vorum miklir fé- lagar og gátum talað um allt milli himins og jarðar. Hann þekkti mig svo vel, jafnvel bet- ur en ég sjálf. Þegar smáatriðin flæktust fyrir mér gat hann alltaf fengið mig til þess að stoppa, anda og sjá heildar- myndina. Minnti mig á það hvernig maður borðar fíl, einn bita í einu. Núna er alltof hljótt heima, enginn pabbi að reyta af sér brandara með látum og fífla- gangi. Enginn pabbi að syngja jólalög um hásumar. Núna sussa ég bara á öskrandi kyrrð- ina. Pabbi var kletturinn minn og hann skilur eftir sig stórt gat. Ég verð í staðinn að styðja mig við minninguna um besta pabba í heimi. Ásta. Elsku Ægir minn. Ekki datt okkur í hug að þegar þið komuð til okkar í mat í byrjun mars að það væri síð- asta stundin okkar saman. Þó að við vissum og sæjum hvað þú varst veikur, grunaði okkur ekki að þetta tæki svona stutt- an tíma, því þá hefðum við aldr- ei farið í ferðina okkar. Minningarnar um þig eru margar, en fyrst og fremst minnumst við þess hversu traustur þú varst. Það var ynd- islegt að sjá þá virðingu og kærleik sem þið Helga Hanna áttuð og þá samheldni sem var meðal ykkar og Ástu og Silju. Þú varst þeirra klettur. Alltaf varstu boðinn og búinn til að hjálpa okkur, mála baðherberg- ið ásamt svo mörgu öðru. Það var alltaf líf og fjör í Beykihlíð- inni á aðfangadagskvöld en okkur var alltaf boðið til ykkar ásamt Pétri bróður þínum. Þú varst með þína svuntu og sleif- ar að stússast í matnum, enda snilldarkokkur og stundum tókstu lagið. Þetta voru ynd- isleg kvöld. Við minnumst einn- ig allra afmælisboðanna og út- skriftarveislanna hjá Ástu og Silju. Þegar Helga Hanna varð fimmtug var haldið dömuboð og ég mætti langfyrst að vanda. Þá varst þú að klára að skúra eldhúsgólfið í gallabuxum og berfættur í skónum og ég hélt að þú myndir láta þig hverfa áður en dömurnar mættu. Ó nei, niður stigann kom hár og glæsilegur tengdasonur okkar klæddur í smóking, því nú skyldi dekrað við afmælisbarn- ið og gestina. Ég var svo stolt af þér þar sem þú snerist í kringum Helgu og gestina á þinn hægláta hátt. Þið létuð draum ykkar ræt- ast þegar þið keyptuð fallegt gamalt hús í Stykkishólmi með útsýni yfir Breiðafjörðinn. Haf- ið átti alltaf stór ítök í þér, enda sjómaður og stýrimaður til margra ára. Þetta var para- dísin ykkar sem þið fenguð svo stuttan tíma til að njóta saman. Við Siggi og öll fjölskyldan heitum þér því að passa vel upp á Helgu Hönnu og prins- essurnar ykkar. Við biðjum góðan Guð að blessa þær allar og styrkja við þennan mikla missi þeirra. Elsku Ægir minn, minningin um glæsilegan, kærleiksríkan og hjálpsaman tengdason okkar mun lifa með okkur um ókomin ár. Á móti þér hafa foreldrar þínir tekið og nú lifirðu í ljós- inu og kærleikanum að eilífu. Guð blessi minninguna um þig, elsku vinur. Þínir tengdaforeldrar, Theodóra og Sigurður. Með miklum söknuði kveðj- um við í dag kæran mág og svila, traustan og góðan vin. Hann lést eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein og er stórt skarð hoggið í fjölskyld- una og vinahópinn. Góður drengur er genginn. Við erum heppin sem áttum því láni að fagna að eiga sam- leið með Ægi í lífinu. Hann kom inn í fjölskyldu okkar á sinn skemmtilega hátt og með aðra sýn á lífið en við höfðum vanist. Hann var einstaklega traustur og ráðagóður maður, réttsýnn og ákveðinn, skemmti- legur og velviljaður. Hann var mikill náttúruunnandi og áhugamaður um ferðalög og þeim áhuga deildu þau fjöl- skyldan heilshugar. Sameigin- legur áhugi á ferðamennsku tengdi okkur fjölskyldurnar saman og hálendið heillaði. Við erum svo lánsöm að hafa farið í fjölmargar ferðir með þeim hjónum og Ástu og Silju, innan- lands og utan. Hálendisferðirn- ar standa alltaf upp úr, þar sem stelpurnar okkar, þær Ásta, Silja og Thea, nutu samverunn- ar og uppgötvuðu náttúruna, því oftast urðu þessar ferðir miklar ævintýraferðir og betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér. Samverustundir með stórfjölskyldunni voru margar og skemmtilegar. Hann var umhyggjusamur og lét sig varða um hag allra fjölskyldu- meðlima, ungra sem aldinna. Ægir og Helga áttu fallegt og ástríkt samband, þar sem virðingin fyrir hvort öðru var í fyrirrúmi. Þau voru miklir fé- lagar og brölluðu margt saman. Heimili þeirra er sérlega fal- legt og heimilislífið afslappað, létt og skemmtilegt og þar var spjallið gjarnan tekið yfir góð- um kaffibolla. Ægir var endalaust stoltur af stelpunum sínum og hvatti þær áfram og studdi heilshugar í öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Hann brá þó stundum fyrir sig sjómannamálinu og minnti þær á að láta aldrei neitt standa upp á sig. Hann var þeim mikil og góð fyrir- mynd í einu og öllu og það mun lifa með þeim. Í góðu spjalli sem við áttum fyrir stuttu talaði hann um hvað hann væri þakklátur fyrir að þau Helga hafi átt sér drauma og að þau hafi reynt að láta þá rætast. Sumir draumar gátu verið næsta ferðalag en stærri draumur var yndislega húsið þeirra í Stykkishólmi sem þau keyptu fyrir nokkrum ár- um. Þar leið þeim vel og þó að ljóst væri að fjölmörgum verk- um þyrfti að sinna til að halda húsinu við var það draumahúsið þeirra allra. Við eigum Ægi svo margt að þakka og erum svo innilega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum, Helgu og stelpunum. En þó að hann hafi kvatt langt fyrir aldur fram ber að gleðjast yfir því góða lífi sem hann lifði og þeirri gæfu sem honum hlotnaðist með ást- ríkri eiginkonu og dætrum. Elsku Helga, Ásta, Silja og Pétur, megi almættið styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og missi. Far þú í friði, kæri vinur, og hafðu þakkir fyrir allt og allt. en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Áslaug og Smári, Thea og Davíð, Gaui og Valdís, Jón Fannar. Sumt fólk spannar alla ævi manns og svo var um Ægi Stein frænda minn í mínu lífi. Við systkinabörnin ólumst upp á sama sporbaug, þó ekki í sama húsi heldur deildum við bróður sem tengdi fjölskyldur okkar sterkum og stundum erf- iðum böndum. Við hrærðumst í umhverfi þar sem fólkið var magnað vestfirskum kröftum greindar, dugnaðar og æðru- leysis, þó dyntir tilverunnar lékju það iðulega heldur grátt og gat þá hrikt í stoðum. Þegar ég hugsa um þennan frænda minn, sem ég hafði alla tíð svo miklar mætur á, man ég alltaf fyrst eftir brosinu hans. Hann hafði þetta skínandi og svolítið hrekkjalómslega bros sem náði til augnanna og lýsti upp heilu vistarverurnar, samt alltaf dálítil spurning í því og varkárni líka, eins og hann treysti heiminum ekki fyllilega. Við vorum bæði fremur baldnir unglingar og hann tók sjö mílna stígvélin fljótlega til kostanna og sigldi um heimsins höf, meðan ég þvældist um út- lenskt þurrlendi. Útþrá, ókyrrð og visst óþol fyrir kringum- stæðunum heima fyrir gerðu okkur bæði að einhverslags út- lögum um skeið, þangað til við fundum hvort um sig fjölina okkar sem fullorðnar mann- eskjur. Þá hafði leiðir skilið fyrir löngu og ég fylgdist með úr fjarlægð hvernig Ægir frændi fann ástina sína, sem öllum bar saman um að væri dýrindismanneskja og þau eignuðust svo tvær efnilegar dætur sem virðast ætla bera mikla mannkosti foreldra sinna áfram út í veröldina. Engin orð ná yfir hryggð okkar. Góður drengur er fallinn í valinn og minning hans verður skær. Megi allar góðar vættir vaka yfir og styrkja ykkur sem eftir standið. Steinunn Ásmundsdóttir. Síðustu mánuðir hafa verið grimmur tími. Frá því veikindi Ægis uppgötvuðust rétt fyrir síðastliðin jól voru honum aldr- ei gefin nein grið. Og svo kom þessi brimskafl á annan í pásk- um, sem eirði engu og slökkti á öllu. Ég man enn eftir fyrsta sam- tali mínu við Ægi á skólalóðinni í Vogaskóla, ekki það að ég muni það orð fyrir orð, heldur því hvernig hann lék sér að orðum og orðasamhengjum á sinn sérstaka máta. Það fór ekkert á milli mála að þar færi áhugaverður náungi. Vinskapur okkar Ægis óx eftir því sem leið inn á mennta- og háskóla- árin. Áttum við ógleymanlegar stundir í bóksöluferðum okkar um sveitir landsins fyrir 30 ár- um síðan, þar sem margbreyti- leiki karakteranna sem við hitt- um voru mælikvarðinn á skemmtilegheit dagsins. Ægir var einlægur og traust- ur vinur, gegnheill og með ein- staklega þægilega nærveru. Alltaf tilbúinn að hjálpa hverj- um sem var ef á þurfti að halda. Það sýndi sig vel úr hverju hann var gerður þegar á reyndi í löngum veikindum móður hans ofan í erfiðar að- stæður Péturs bróður. Sjóarinn Ægir gat sagt brimsaltar sögur af langferðum sínum á fraktskipum út um all- an heim, hvort sem var sem há- seti austur fyrir járntjald eða síðar sem stýrimaður í hauga- sjó fyrir Látrabjarg. Hann var ekki bara vel sigld- ur heldur líka vel lesinn. Há- lendisferðir hans og Helgu voru margar og langar og voru fáir vegslóðar norðan jökla sem hann kannaðist ekki við. Það mátti sjá það á bliki í augna- ráðinu að það var eitthvað sam- merkt með hálendinu og haf- fletinum sem heillaði Ægi. Langþráður draumur Helgu og Ægis að eignast hús í gamla þorpinu í Stykkishólmi varð loksins að veruleika fyrir fáum árum. Hlakkaði Ægir mikið til að koma því í stand fyrir fjöl- skylduna. Vonandi verður hægt að klára það með góðra vina hjálp. Ég votta Helgu, Ástu, Silju og Pétri bróður mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kveð þig nú, minn kæri vin. Kári Kárason. Við Ægir kynntumst í FÁ fyrir 36 árum síðan. Við drukk- um nokkra kaffibollana saman á Múlakaffi og ræddum um framtíðaráform og lífið og til- veruna. Við kláruðum skólann haustið 84, hann fór strax á sjó- inn, mætti ekki einu sinni í út- skriftina. Á sjóinn leitaði hugur hans þótt að hann hafi reynt fyrir sér í ýmsu áður en hann tók þá ákvörðun að fara í Sjó- mannaskólann. Hann var svo á sjó í nokkur ár á skipum Eim- skipafélagsins. Næstu árin á eftir veru okk- ar í FÁ héldum við áfram að hittast yfir kaffibolla. Þegar Ægir var á sjó bað hann mig um að kíkja í kaffi til Helgu sinnar, þótt hann væri ekki heima. Ægir var vinamargur og hélt oft góð og skemmtileg partý. Enda var aldrei lognmolla í kringum hann. Alltaf kátur og sá spaugilegu hliðina á hlut- unum. Ægir var ekki kyrrsetumað- ur. Hann hafði gaman af úti- veru og fjallaferðum. Hann og Helga fóru víða um land á þeirra fjallabílum tvö ein eða með dætrum sínum. Þegar hann varð fertugur gengum við saman á Horn- bjarg, sem var ógleymanleg ferð og ræddum um að end- urtaka slíka ferð aftur, sem reyndar aldrei varð úr. Ægir var greinilega varkár sjómaður. Sem dæmi má nefna er hann og fjölskylda hans komu með okkur Sóleyju í Leirufjörðinn og vantaði okkur að komast yfir fjörðinn. Í Leirufirði eru engar vegasam- göngur og takmarkað símasam- band. Okkur vantaði að komast í símasamband til að athuga hvort við yrðum sótt, en það hafði dregist að báturinn sem átti að sækja okkur kæmi. Bátskæna var við bústaðinn og ég fór að leita að árum. Þá spurði Ægir mig hvort ég væri ekki með björgunarvesti, ég neitaði því. Þá sagði Ægir, „ef engin vesti eru þá förum við ekki á bátnum“. Þar með var það útrætt. Um síðustu jól hringdi Ægir í mig tilkynnti mér að hann hefði greinst með krabbamein. Þennan vágest sem hefur tekið allt of marga. En krabbinn hafði komið svo aftan að Ægi að hann var kom- inn með hann á fimm stöðum er hann greindist. Staðan var al- varleg, en í samtalinu við Ægi vorum við sammála um að hann ætlaði ekki að gefast upp, held- ur berjast. Taka hverja orrustu og vinna hana. En því miður varð Ægir að lúta í lægra haldi um páskana og kvaddi þennan heim. Hugur minn er búinn að vera hjá Ægi og fjölskyldu meira og minna frá símtalinu um jólin. Missir þeirra mæðgna, Helgu, Ástu og Silju, er mikill svo og bróður hans honum Pétri. Hugur minn er hjá þeim og bið ég Guð að styrkja þau í sorginni. Gylfi Þór Gíslason. Ægir Steinn Sveinþórsson HINSTA KVEÐJA Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. (G.J.) Elsku Helga, Ásta, Silja og Pétur. Innilegar samúð- arkveðjur á þessari sorgar- stund. Arnfríður Aradóttir.  Fleiri minningargreinar um Ægir Steinn Sveinþórs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.