Morgunblaðið - 28.04.2017, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
✝ Magnús Stein-grímsson fædd-
ist 20. janúar 1920 í
Reykjavík. Hann
lést á bráðamóttök-
unni í Fossvogi 1.
apríl 2017.
Foreldrar hans
voru Kristjana Ein-
arsdóttir húsmóðir,
f. 20. júlí 1895, d. 4.
apríl 1938, og
Steingrímur Magn-
ússon, fisksali í Reykjavík, f. 2.
apríl 1895 í Gullberastaðaseli í
Lundarreykjadal. d. 4. desember
1991. Systkini Magnúsar:
Ágústa, f. 1918, Kristinn Einar,
f. 1922, Guðlaug, f. 1926, Ingiríð-
ur, f. 1930, Steingrímur, f. 1931,
Kristjana, f. 1932, Auður, f.
1935, og Örn Helgi, f. 1942, sam-
feðra. Eftirlifandi systkini
Magnúsar eru Kristinn, Guðlaug
og Steingrímur.
Magnús kvæntist Zanný Clau-
sen þann 12. september 1942, f.
María, börn þeirra: Magnús
Viktor, d. 1978, Ólöf Huld,
Zanný og Marteinn. 4) Svan-
fríður, f. 22. nóvember 1949,
maki Sigurjón Þorláksson, f. 14.
desember 1948, barn hennar:
Kristjana Lind, börn þeirra:
Dagmar Ýr og Þorlákur Sig-
urbjörn. 5) Sigrún, f. 9. mars
1955, maki Kristinn Ingi Sig-
urjónsson, f. 9. ágúst 1956, börn
þeirra: Jónína Kristrún og Krist-
inn Sigurjón. Magnús átti 66
langafa- og langalangafa börn.
Seinni kona Magnúsar var
Sigríður Rósa Meyvantsdóttir, f.
2. júní 1918, d. 23. janúar 2003.
Magnús fæddist og ólst upp á
Ránargötu 46 í Reykjavík en þar
bjó hann einnig með Zanný,
konu sinni, og ólust þeirra börn
upp þar. Magnús vann nánast
alla sína tíð í fiski en hann byrj-
aði ungur að vinna með föður
sínum, fyrst um sinn á svoköll-
uðum plönum og einnig að send-
ast með fisk. Síðar fluttust þeir í
Fiskhöllina og var hann þar
verkstjóri þangað til að hann
stofnaði sína eigin fiskbúð að
Snorrabraut 61.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. apríl
2017, og hefst athöfnin kl. 14.
28. október 1920,
d.4. mars 1978. For-
eldrar hennar voru
Þóra Svanfríður
Árnadóttir, f. 8.
júní 1894, d. 5. júní
1950, og Axel Clau-
sen, f. 30. apríl
1888, d. 5. febrúar
1985. Magnús og
Zanný eignuðust
fimm börn. 1) Krist-
jana, f. 7. ágúst
1940, maki Árni Elfar, f. 5. júní
1928, d. 5. apríl 2009, barn henn-
ar: Zanný Kristrún, börn þeirra:
Elísabet Þórunn, Benedikt,
Agnes Björk og Örnólfur. 2)
Alda, f. 15. apríl 1943, maki
Bjarni Ólafsson, f. 13. apríl 1941,
d. 11. nóvember 2004, börn
þeirra: Ólafur Árni, Erna Björg,
d. 2012, og Markús. 3) Vöggur
Clausen, f. 5. apríl 1947, maki
Stefanía Jóhannsdóttir, f. 14.
desember 1950, börn hans:
Kristín Þóra, Sigrún og Guðrún
Elsku pabbi minn, skapgóði,
söngelski og dansglaði, er fall-
inn frá 97 ára að aldri.
Ég minnist þess í barnæsku
að hafa vaknað eldsnemma, eða
kl. 6 á morgnana, til að eiga
stundir með honum einum áður
en hann fór til vinnu. Þá fékk
hann sér kaffi með miklum sykri
og þorskalýsi og ráðlagði mér að
fá mér sopa af lýsi á hverjum
degi. Það væri eina vítamínið
sem virkaði.
Pabbi var ekki maður margra
orða en hann gaf mér fá ráð og
góð. Eitt ráð sem hann gaf mér
var að nota ekki sápu á andlitið
heldur þvo það frekar upp úr
nýmjólk en það hefur alla tíð
virkað vel á mína þurru og við-
kvæmu húð.
Pabbi vann hjá föður sínum,
Steingrími í Fiskhöllinni, sem
var stór fiskvinnsla. Ein af fisk-
búðum afa var á Dalbraut og
þegar afi bað mig 15 ára um að
leysa af í búðinni í nokkra daga
hvatti pabbi mig til að taka
starfið. Þetta varð mikið gæfu-
spor fyrir mig. Nokkrir dagar
urðu að átta mánuðum. Á þessu
tímabili kynntist ég nýrri hlið á
pabba þar sem ég pantaði allan
fisk hjá honum og leitaði ráða
varðandi vinnuna. Ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst honum á
þennan hátt. Hann var hjálp-
samur, jákvæður og ljúfur.
Barnahópurinn var stór í
Gíslholti, húsinu okkar í Vest-
urbænum, enda vorum við
systkinin fimm. Móðir okkar var
heimavinnandi. Mamma og
pabbi voru afar gestrisin og
heimilið jafnan fullt af fólki. Allt
iðaði af lífi í kringum okkur enda
var húsið oft kallað Glaumbær.
Pabbi vann mikið til að sjá fyrir
öllum skaranum en kom alltaf
heim í hádegismat eins og tíðk-
aðist á þessum tíma. Hann nýtti
þær fáu mínútur sem hann hafði
aflögu til að dansa við okkur
systkinin. Þegar við vorum lítil
stóðum við á tánum hans en eftir
því sem við stækkuðum varð
dansinn flóknari. Má segja að
hann hafi kennt okkur að dansa
í hádeginu.
Hann hafði líka gaman af því
að fara með okkur krakkana í
berjamó. Mamma útbjó nesti og
svo var „boddíbíllinn“ fylltur af
krökkum og keyrt út fyrir bæ-
inn. Þetta voru afar skemmti-
legar stundir.
Síðustu ár ævinnar var hann
á Hrafnistu. Pabbi var þeim eig-
inleika gæddur að vera alltaf já-
kvæður. Mér varð þetta ljóst
eitt sinn þegar ég heimsótti
hann, hann ekkill og ég nýorðin
ekkja. Þá spurði ég hann hvort
honum leiddist aldrei. Hann
sagði að það væri munaður að
láta sér leiðast. Þetta vakti mig
svo sannarlega til umhugsunar.
Hann hafði stundum á orði að
vinna dræpi engan en atvinnu-
leysi væri bráðdrepandi. Ég
hætti að láta mér leiðast eftir
það.
Ég heimsótti hann oft á
Hrafnistu og við horfðum saman
á fótbolta. Það voru mikil for-
réttindi að fá að eiga hann svona
lengi. Við töluðum kannski ekki
alltaf mikið saman en það var
gott að vera nálægt honum og
frá honum stafaði ró og hlýja.
Við áttum einstakar stundir
saman þessi síðustu ár. Ég bið
góðan Guð um að geyma hann
og vernda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Alda.
Elsku pabbi, öll höfum við
systkinin einhvers að minnast
frá uppeldi okkar í Vesturbæn-
um, af Ránargötu 46, sími 17813.
Gíslholt oft nefnt Glaumbær,
þar var oft glatt á hjalla, skraf-
að, sungið, spilað bæði á gítar og
spil. Sagt var: Maggi dansar og
Zanný syngur.
Við munum þær stundir þeg-
ar klukkan var að nálgast 12 og
við áttum von á þér í hádeg-
ismat, þá voru alltaf létt lög í út-
varpinu og mamma var önnum
kafin við að færa fiskinn upp á
disk, þá vorum við tekin í fangið
og dansað með okkur um alla
íbúðina, ég tala nú ekki um ef
það voru harmonikkulög. Ekki
fengum við strangt uppeldi en
gott aðhald, til dæmis að gista
yfir nótt annars staðar. Man ein
systra eftir því að hafa farið í
skólaferðalag á skíði og átti að
gista, hún var sótt fyrir nóttina
og keyrð aftur morguninn eftir.
Þegar við vorum svo komin út á
vinnumarkaðinn var hringt heim
og við vakin, ef einhver afsökun
var fyrir hendi var ekki tekið
mark á því, þetta var bara
kverkaskítur og gjöra svo vel og
mæta, betra seint en ekkert. Í
þá daga þegar þú keyrðir einn af
vörubílum Fiskhallarinnar sett-
ist ein systirin upp í bílinn og
fiktaði eitthvað við hann, það
skipti engum togum, bíllinn
rann af stað og beint á ljósa-
staur sem stóð fyrir utan Nýja
þvottahúsið. Hún þorði ekki fyr-
ir sitt litla líf að fara inn en þeg-
ar þú komst út sagðir þú bara
„þakka þér fyrir að færa bílinn
fyrir mig“. Aldrei var tekið á
prakkarastrikum okkar með of-
forsi eða látum enda erum við öll
þakklát fyrir það. Við munum
útilegur, sundlaugarferðir og
munum við ennþá hvernig sund-
skýlan þín var, svört prjónuð
með hvítu belti. Oft vorum við
tekin með á völlinn, í bíó, ég man
þegar við fórum saman í Laug-
arásbíó, þá var verið að sýna
South Pacific, þá þurftir þú
endilega að taka í nefið. Hvað ég
skammaðist mín þegar þú þurft-
ir svo að snýta þér. Svo voru það
ferðirnar með þér suður með sjó
til að sækja fisk og voru það oft
ævintýraferðir og góðar minn-
ingar. Ljúfur maður varstu
ávallt og eftir því sem árin mín
færast yfir geri ég mér betur
grein fyrir því hversu indæll og
góður þú varst.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
(Höf. ók.)
Svanfríður Magnúsdóttir
(Dandý) og fjölskylda.
„Hvað heldurðu að þú hafir að
gera í verkamann,“ sagði pabbi
oft við mig þegar ég bað hann
um að koma í sjómann eða krók,
líka er hann sótti mig á róló á
kvöldin og ég vildi fara í kapp-
hlaup heim. Margar ferðirnar
fór ég með honum suður með sjó
á kvöldin að sækja fisk. Þetta
var langt í þá daga að skrölta á
holóttum malarvegi, er við bið-
um eftir bátunum var nestið
okkar svart, sætt kaffi og sam-
anlagt rúgbrauð og franskbrauð
með smjöri og kæfu á milli. Við
fórum oft á Þingvelli á sumrin
að veiða, við vorum varla lögð af
stað er mamma tók upp harðfisk
og bismark-brjóstsykur, það var
ekkert verið að spá í að bíllinn
yrði allur í mylsnu. Pabbi vann
myrkranna á milli í minni æsku,
mestan hlutann í Fiskhöllinni og
síðar í sinni fiskbúð, enda stórt
heimili að sjá um. Það var mikið
um gestagang hjá okkur, allir
svo velkomnir, oft voru nætur-
gestir utan af landi þannig að
stundum var sofið í öllum rúm-
um og dýnur á gólfum. Við vor-
um saman í hestamennskunni í
um 10 ár og við riðum mikið út
saman, það var skemmtilegur
tími. Ég vann í nokkur ár hjá
pabba í Fiskhöllinni og í Fisk-
búðinni á Snorrabraut. Aldrei sá
ég hann skipta skapi, alltaf jafn
rólegur sama hvað gekk á, hann
var bara hvers manns hugljúfi
og vel liðinn af öllum. Þegar
Magnús
Steingrímsson
✝ Svava Guð-mundsdóttir
fæddist 8. júní
1950 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 16.
apríl 2017.
Eiginmaður
Svövu er Friðrik
Bridde, f. 31.
ágúst 1951. Börn
Svövu og Friðriks
eru: 1) Anna Margrét Bridde,
f. 5. mars 1972, gift Elvari Má
Birgissyni, f. 10. mars 1972.
Börn þeirra eru: María Dögg,
f. 30. júní 1994, Friðrik Már, f.
23. ágúst 2004, og Elín Gróa,
f. 1. apríl 2006. 2) Katrín
Dröfn Bridde, f. 14. apríl
1981, barnsfaðir Kristján
Markús Sívarsson, f. 23. októ-
ber 1932, d. 13. júlí 2009. Fað-
ir Svövu var Vilmundur Ingi-
marsson, f. 6. nóvember 1925,
d. 31. desember 1985. Kjör-
faðir Svövu var Guðmundur
Nikulásson, f. 9. september
1930, d. 30. mars 2007. Alsyst-
ir Svövu er Anna Sigurlína
Karlsdóttir, f. 21. maí 1951,
gift Jónasi Hermannssyni, f.
25. október 1946. Börn þeirra
eru: 1) Hermann, f. 31. ágúst
1969, giftur Guðrúnu Sig-
tryggsdóttur, f. 24. apríl 1967.
Börn: Anna Brynhildur, Elín
Friðrika og Bríet Stefanía. 2)
Karl Friðrik, f. 14. júní 1975,
3) Ragnar, f. 25. júlí 1978, 4)
Jónas Valur, f. 31. júlí 1984,
maki Anna Margrét
Sævarsdóttir, barn þeirra er
Anna Lína. Önnur systkini
samfeðra Svövu eru Örn, f.
1947, d. 2011, Grétar, f. 1950,
d. 2010, Ingibjörg Katrín, f.
1951, og Dröfn, f. 1956.
Útför Svövu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 28. apríl 2017, og hefst
athöfnin klukkan 13.
ber 1980. Börn
þeirra eru: Gabrí-
el Friðrik, f. 24.
september 2002,
Rakel Margrét, f.
6. maí 2006, Stef-
án Smári, f. 26.
mars 2008, og Re-
bekka Thelma, f.
25. febrúar 2009.
Fyrir átti
Svava soninn
Guðmund Smára
Magnússon, f. 28. ágúst 1968,
d. 1. mars 1996. Barnsmóðir
Guðmundar Smára er Bryndís
Hugrún Kristinsdóttir, f. 21.
mars 1972. Börn þeirra eru
Brynjar Smári, f. 28. ágúst
1992, og Svava, f. 4. júní
1994.
Móðir Svövu var Katrín
Ragnarsdóttir, f. 26. desem-
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt og ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Augun þín blá og brosfögur
mær er nú í minningu mína
greypt. Sorgmæddur skoðaði ég
hug minn og sá að ég grét þess
sem ég saknaði, gleðinnar og
allra þeirra góðu stunda sem ég
átti með Svövu, eiginkonu minni.
Sorgin getur bugað og beygt. Við
andlát hennar helltist yfir mig
söknuður og sorg, allt veraldlegt
vafstur á því augnabliki varð afar
ómerkilegt. Ég var háður eigin-
konu minni um svo margt, hún
var mér líkt og vatn er þyrstum
manni. Ég viðurkenni að hafa oft
heyrt þau orð að konan mín of-
dekri mig. Núna átta ég mig á
sannleiksgildi þessara orða. Hún
var vinnusöm kona og hikaði ekki
við að ganga í aukastörf ef á
þurfti. Hún var vel liðin hvar sem
hún vann, margir af hennar fyrr-
verandi vinnufélögum héldu
tryggð og vináttu við hana alla
tíð. Svava var afar rösk og snögg
til verka, hún hikaði ekki við að
gefa tóninn ef henni mislíkaði.
Hún lá ekki á skoðunum sínum,
hún var hreinskilin alla tíð og
hispursleysi hennar líkaði mörg-
um vel.
Fyrstu kynni okkar Svövu
voru í barnaskóla. Öll okkar
bernskuár vorum við í Austur-
bæjarskóla, hún var að vísu árinu
eldri en ég. Við Svava vissum vel
hvort af öðru öll okkar skólaár.
Við áttum oft samleið og oft
mættumst við á skólalóðinni eða í
sjoppuhurðinni. Ég man enn
hvað ég roðnaði mikið þegar hún
birtist og að sama skapi sár er
hún tók ekki eftir mér. Svona liðu
árin upp í gaggó. Mörgum árum
síðar rifjaði hún upp þessi neyð-
arlegu augnablik okkar í skóla og
tók fram að hún hafi ekki þorað
að horfast í augu við mig þá.
Leiðir okkar lágu fyrir alvöru
saman á balli í Breiðfirðingabúð
sem var vinsæll skemmtistaður
unglinga á þeim árum. Þarna
kviknaði ást okkar fyrir alvöru
þegar hún stillti sér upp fyrir
framan mig er ég var að spila á
sviðinu. Hún hafði þessi fallegu
bláu augu og brosið sitt blíða.
Þetta var áramótaball 1968 og
hún geislaði af fegurð og kyn-
þokka. Ég tjáði henni ást mína
þetta kvöld og urðum við sam-
stíga allt til síðasta dags. Við
Svava gengum í hjónaband 1970
með undanþágubréf yfirvalds í
hendi. Ég bið góðan Guð að taka
á móti fallegri sál, móður barna
okkar og elsku lífsförunaut mín-
um.
Hvíl í friði.
Friðrik Bridde.
Dapur er hjartans strengur,
skuggi á ljósið fellur.
Stór er minninga sjóður,
kvatt hefur vinur góður.
(EHB)
Þegar hugur ferðast yfir far-
inn veg og komið er að kveðju-
stund elskulegrar mágkonu
minnar er sem löngu liðnar
stundir vakni upp og verði ljóslif-
andi í minningunni.
Allar minningar mínar í okkar
löngu kynnum markast af þeirri
staðreynd hvað Svava var mér
mikill vinur í raun.
Svava átti þann góða eigin-
leika að vera sjálfri sér samkvæm
í bæði orðum og gerðum. Hún
hafði skoðun á hlutunum þegar
þannig stóð á, hjálpsöm við þá
sem til hennar leituðu, snögg upp
á sig en stutt var ætíð í brosið
hennar, hörkudugleg var hún allt
sitt líf. Sannur vinur vina sinna.
Svava var ung að árum þegar
Friðrik bróðir kynnti hana fyrir
mér, ég rétt skriðinn yfir ferm-
ingu eins og hún sagði alltaf við
mig. Hún var trygglynd og raun-
góð, alltaf var hægt að leita til
hennar og hún tilbúin að rétta
hjálparhönd. Minningar um góð-
ar stundir og hjálpsemi til
margra ára lifa áfram sem gæf-
unnar rós í mínum huga.
Það er sárt að kveðja að sinni
yndislega mágkonu en um leið er
ég þakklátur fyrir góðar minn-
ingar.
Far þú í friði, englar allir fylgi.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Kæri Friðrik bróðir, Anna
Magga, Katrín Dröfn og fjöl-
skyldur, Guð gefi ykkur styrk í
sorginni.
Einar H. Bridde.
Nú þegar ég kveð Svövu vil ég
þakka góð kynni síðustu árin.
Þegar ég hitti hana fyrir átta ár-
um sem sambýliskona Einars,
mágs hennar, tók hún á móti mér
glaðleg og falleg.
Með okkur Svövu tókst góður
vinskapur. Svava var fagurkeri,
alltaf vel til höfð og hrein og bein
í samskiptum.
Hún og Friðrik áttu sælureit í
Þjórsárdal en þar heimsóttum við
Einar þau og áttum með þeim
ánægjulegar stundir. Ég mun
sakna hennar og kaffihúsaferða
okkar sem og að hitta hana hjá
Hermanni Bridde.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Elsku Friðrik, Anna Magga,
Katrín Dröfn og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Svövu.
Guðný Steinunn
Guðjónsdóttir.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Svava
Guðmundsdóttir