Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 31
fiskbúðin var full af fólki, sem
var oft, og ég kannski smá
stressaður þá söng pabbi og var
alltaf jafn rólegur. Eitt sinn
þegar við vorum að koma úr mat
og keyrðum Hringbrautina
stoppar lögreglan okkur, pabbi
skrúfar niður rúðuna og segir
„hvað get ég gert fyrir ykkur,
vinir mínir?“ Þú keyrðir of
hratt, hann var aðeins yfir há-
markshraða, en þetta lýsir hans
léttleika svo vel. Aldrei man ég
eftir pabba veikum eða frá
vinnu. Hann hafði tröllatrú á
lýsi og tók það alla morgna og
sagði mér einu sinni að þegar
hann var krakki þá fengu þau
ekki að fara út fyrr en búið var
að taka lýsi. Pabbi var í þrjú ár á
Hrafnistu og síðasta árið hans
þar var hann farinn að tala um
að nú væri líkaminn farinn að
gefa sig og fæturnir vildu ekki
hlýða honum. Elsku pabbi, þér
þótti bæði gaman að syngja og
dansa, það var þitt líf og yndi.
Þér þótti gaman þegar við vor-
um að syngja saman og ég spil-
aði á gítarinn hvort sem var á
Hrafnistu eða hjá okkur. Síðasta
skiptið sem þú komst heim til
okkar sagðir þú „ætli þetta sé
ekki í síðasta skiptið sem ég
kem hingað“ og það var svo, því
á jóladag er við komum að sækja
þig varstu svo verkjaður að þú
treystir þér ekki til að koma, þó
ætluðum við að bera þig í hjóla-
stólnum alla leið inn. „Ég er bú-
inn að koma svo oft til ykkar,“
sagðir þú, svo sátum við hjá þér
og sungum, þá lifnaði nú aðeins
yfir þér. En elsku pabbi minn,
97 ár eru hár aldur. Við vorum
stödd í Berlín á fallegu torgi
með tvær stórar kirkjur sína
hvorum megin við okkur þegar
símtal kom frá Íslandi um að þú
værir dáinn. Við stóðum þarna
agndofa. Kirkjuklukkan fór að
slá, ég hugsaði hún slær fyrir
þig, pabbi minn. Bebba og börn-
in mín þakka þér fyrir allt sem
þú varst þeim. Ég á eftir að
sakna þín, pabbi minn.
Þinn sonur,
Vöggur.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Hvíl þú í friði, elsku vinkonan
mín.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og vera
vinur þinn í 33 ár.
Mikið á ég eftir að sakna þín
elskuleg og venjast þeirri stað-
reynd að þú ert farin úr þessu
lífi.
Nú munt þú hvíla við hlið
Smára þíns, sem þú saknaðir alla
tíð.
Elsku Frikki minn, Anna
Magga, Kata, Elfar, Anna Lína
og barnabörn, Guð styrki ykkur
og styðji í sorginni, en munið, að
Svava er ekki langt frá okkur.
Hún er alltaf í hjartanu.
Sofðu nú blundinum væra,
blessuð sé sálin þín hrein.
Minningin, milda og tæra,
merluð, í minningar stein.
Man ég þig ástkæra meyja,
meðan að lifi ég hér.
Minning sem aldrei skal deyja
samverustundin með þér.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Takk fyrir allt, elsku Svava
mín.
Guð geymi sálu þína.
Þín vinkona,
Bryndís Halldóra Jónsdóttir
(Binna).
✝ SveinbjörnÓskar Sig-
urðsson fæddist á
Akureyri 9. mars
1948. Hann lést á
FSA, Akureyri, 4.
apríl 2017.
Foreldrar hans
voru Aðalbjörg
Vilhjálmsdóttir,
fædd 16. apríl
1919, d. 28. maí
1951, og Sigurður
Óskar Ólafsson, f. 2. júní 1913,
d. 16. nóvember 1955. Öll
ars Ólafssonar voru Ólafur
Óskar Lárusson, héraðslæknir
í Vestmannaeyjum, f. 1. sept-
ember 1884, d. 6. júní 1952, og
Silvía Níelsína Guðmunds-
dóttir, f. 13. ágúst 1883, d. 22.
október 1957. Sveinbjörn ólst
upp á Eyrarlandsvegi 31 og
bjó þar alla tíð. Eftir að móðir
hans lést var hann alinn upp
af móðursystur sinni, Þóru
Vilhjálmsdóttur, f. 24. apríl
1913, d. 2. mars 1994. Svein-
björn átti eina hálfsystur sam-
feðra, Erlu Lísu Sigurð-
ardóttur.
Sveinbjörn vann lengst af
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga við
skrifstofustörf.
Sveinbjörn verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju í dag,
28. apríl 2017, klukkan 13.30.
bjuggu þau á Eyr-
arlandsvegi 31, í
húsi afa hans og
ömmu í móðurætt.
Afinn var Vil-
hjálmur Júlíusson
frá Barði, fæddur
28. janúar 1880, d.
30.desember 1971,
og amman Elín
Sveinbjarnardóttir
frá Stokkahlöðum
í Eyjafirði, fædd
14. október 1880, d. 23. júlí
1960. Foreldrar Sigurðar Ósk-
„Hahh! ég ætla að steikja mér
kótelettur í nótt.“ Þetta var eitt af
því fyrsta sem Sveinbjörn Sig-
urðsson sagði við tíu ára gamlan
Stefán Bergsson og félaga hans,
að loknu skákmóti að kveldi.
Þetta fannst mér og vini mínum
Halldóri Brynjari ansi skondin
setning. Enda fannst okkur
Sveinbjörn strax ansi skondinn
og skemmtilegur maður. Á
manns yngri árum kynntist mað-
ur ansi mörgum skemmtilegum
karakterum í Skákfélaginu. En
ætli það sé nokkuð of djúpt í árina
tekið að fullyrða að Sveinbjörn
hafi verið með þeim allra
skemmtilegustu, já svona yfir-
leitt? Strax þarna þegar maður
var byrjaður að tefla með þeim
fullorðnu varð hann góður félagi
og vinur. Sá vinskapur hélst alla
tíð. Þær eru ýmsar minningarn-
ar.
Í einni ferð sem við fórum sam-
an á skákmót á Suðurlandi gisti
hann með mér og tveimur öðrum
í frekar litlum svefnskála með
kojum. Þarna hafði maður þekkt
hann í hartnær tíu ár og vissi sem
svo að kauði átti það til að hefja
upp raust sína og tala dulítið.
Þegar gengið var til svefns kvöld-
ið áður voru gefin út skýr fyrir-
mæli til vistmanna skálans að það
væri ætlast til þess að menn færu
ekki á fætur fyrir ellefu um morg-
uninn og hefðu hljótt. Maður var
rétt farinn að rumska þegar hátt
og skýrt heyrðist: „Ja, góðan
daginn, er ekki allt í lagi?“ Leit ég
þá á klukkuna og vissi sem var að
hún var akkúrat ellefu og okkar
maður vaknaður. Og þær eru
fleiri og fleiri sögurnar.
Á einu skákmótinu á Sauðár-
króki sátu ég, Sveinbjörn með
jakkaföt og bindi og þekktur og
sjúskaður poppari við annan
mann í litlum veitingaskála. Við
sátum allir hver á sínu borðinu,
Sveinbjörn að borða kótelettur,
popparinn og félaginn að rétta sig
af með öli og ég dulítið súr að
jafna mig á tapi morgunsins.
Fljótt tókust upp þær allra
dýpstu og heimspekilegustu um-
ræður sem ég hef setið undir og
tóku gleði popparans og heilsa
miklum framförum í þessari sam-
verustund. Genginn er maður
sem var ef til vill alltaf hálfpart-
inn einn en þekkti þó marga og
margir munu sakna að sjá og tala
við. Af honum mátti sitthvað
læra, hann þurfti ekki annað en
að skella sér í göngutúr, setjast á
bekk og smæla framan í heiminn.
Minning félaga míns Sveinbjörns
Sigurðssonar lifir og mun lifa,
ekki síst í tungutaki nokkurra
þeirra sem hann þekktu og notast
enn við hans ódauðlegu frasa og
sérstaka húmor.
Stefán Steingrímur
Bergsson.
Er ekki allt í lagi?
Er eitthvað um að vera?
Þessar glaðlegu kveðjur þínar
Sveinbjörn munu að eilífu lifa í
hjörtum allra sem urðu á vegi
þínum.
Það er erfiðara en ég hélt að
rita þessa grein. Minningarnar
eru eiginlega of margar, en á
sama tíma renna þær allar ein-
hvern veginn saman í eitt.
Mögulega er skýringin sú að
það var alltaf sama hringbrosið á
þér. Sama hvað gekk á, alltaf gat
maður treyst á að Sveinbjörn
brosti hringinn. Ef orðalagið
„léttur, ljúfur og kátur“ hefur
einhvern tímann átt við einhvern
mann, þá var það um þig Svein-
björn.
Þú tókst okkur ungum strák-
unum í taflfélaginu á annan hátt
en flestir hinna. Þú komst alltaf
fram við okkur, strax frá upphafi,
sem jafningja. Þú varst fyrst og
síðast vinur okkar, ekki kennari
eða „einn af gömlu körlunum“.
Þegar Hamrarnir voru stofn-
aðir varst þú einnig ekki lengi að
taka við þér. Varst fljótlega orð-
inn sjálfskipaður verndari Hamr-
anna, og heiðursforseti. Á tíma-
bili misstir þú varla úr heimaleik,
þó það hafi eflaust komið fyrir að
þú hafir verið 100% áhorfenda.
Þetta var okkur ómetanlegt, og
setti skemmtilegan blæ á Ham-
rasumrin.
Ég ætla ekki að rifja upp nein-
ar sögur hér Sveinbjörn minn.
Þær eru margar og góðar. Við
spjöllum um þær í rólegheitum
og hlæjum dátt þegar við hitt-
umst næst, hvar sem það verður.
Blessuð sé minning þín, kæri
Sveinbjörn, heimurinn varð fá-
tækari við fráfall þitt.
Þinn kæri vinur,
Halldór Brynjar
Halldórsson, skákfélags-
maður og Hamar.
Nú er þessi mikli snillingur
horfinn okkur sjónum og hans
verður sárt saknað á götum bæj-
arins.
Kynni okkar Sveinbjörns hóf-
ust fyrir ríflega 20 árum síðan
þegar ég hóf að tína rifsber með
Unu mágkonu minni af runnum
sem eru á lóð við heimili hans að
Eyrarlandsvegi 31.
Þessa iðn höfum við stundað
allar götur síðan, að hausti ár
hvert. Uppskeran misjöfn en oft-
ast góð. Alltaf var glatt á hjalla,
Sveinbjörn birtist í dyragættinni
með orðunum „Nei, halló“ og það
var mikið spjallað, hlegið og gert
grín. Ófá símtölin hefur hann
hringt í mig í gegnum árin, við
tekið spjall á ýmsum götuhornum
bæjarins og oft við „útibúið okk-
ar“ eins og hann kaus að kalla
kjörbúðina okkar í hverfinu.
Sveinbjörn hafði ómældan áhuga
á fótbolta og honum var annt um
bæinn sinn, eins hafði hann mik-
inn áhuga á skák og spilaði einnig
bridge.
Heimsóknin okkar á Kálfa-
strönd við Mývatn fyrir nokkrum
árum var skemmtileg og ljúffeng-
ar veitingarnar sem hann bauð
mér upp á í Fosshóli á heimleið-
inni. Þetta var eini bíltúrinn sem
hann fór í það sumarið og hann
var mér þakklátur. Já, hann var
mikið ljúfmenni hann Sveinbjörn
og vildi öllum vel.
Nokkrar ferðir voru farnar inn
að Grísará með Unu að kaupa
stjúpur sem við settum niður í
potta við húsið hans. Þegar því
verki lauk var sumarið komið.
Alltaf hringdi hann þegar jóla-
kortin voru skrifuð, hann vantaði
heimilisföng eða annað.
Eitt sinn hringdi hann þrisvar í
mig á aðfangadag, ég hafði fært
honum jólagjöf sem hann var bú-
inn að týna, nú voru góð ráð dýr.
En þegar hann hringdi í þriðja
sinn þá var hann búinn að finna
gjöfina, hún var inn á milli í blaða-
bunkanum sem var á leið út í
tunnu!
Öll símtölin sem gátu verið
ansi löng endaði hann á að segja:
„Arna mín, Guð blessi þig og fjöl-
skyldu þína.“ Ef hann gleymdi
því þá hringdi hann aftur til að
bæta þessari setningu við.
Guð blessi þig, Sveinbjörn
minn.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Arna Ívarsdóttir.
Kveðja frá Bridgefélagi
Akureyrar
Sveinbjörn Sigurðsson hélt
upp á 69 ára afmæli sitt með
spilafélögum sínum í Félagi eldri
borgara á Akureyri skömmu áður
en hann lést. Það var vel við hæfi
því Sveinbjörn hafði spilað bridge
af lífi og sál frá unga aldri, m.a.
innan Bridgefélags Akureyrar
(B.A.). Við félagar hans í þeim fé-
lagsskap minnumst Sveinbjörns
með hlýhug, að honum er vissu-
lega sjónarsviptir. Segja má með
sanni að áhugi hans og spilagleði
var óbilandi allt til síðustu stund-
ar.
Við Sveinbjörn kynntumst
fyrst á menntaskólaárum mínum
og vorum síðan báðir starfsmenn
Kaupfélags Eyfirðinga um langt
árabil. Með okkur var alltaf góð-
ur vinskapur. Sveinbjörn tók
drjúgan þátt í félagslífinu innan
Starfsmannafélags KEA og var
jafnvígur á bridge, fótbolta og
skák en allar þessar íþróttagrein-
ar voru stundaðar hjá starfs-
mannafélaginu á þessum árum.
Við áttum áhugann á bridge sam-
eiginlegan.
Sveinbjörn hóf að spila með
Bridgefélagi Akureyrar fyrir
hartnær hálfri öld og var virkur
félagi allar götur síðan þótt að-
eins hafi dregið úr þátttöku síð-
ustu árin. Hann var býsna litrík-
ur persónuleiki, glaður og reifur
allajafna, orðheppinn og lét
stundum vel í sér heyra. Við
spilafélagarnir eigum eftir að
sakna hans og sendum honum
hlýjar kveðjur yfir móðuna
miklu.
Stefán Vilhjálmsson
formaður B.A.
Ég man vel eftir því er ég var
skákstjóri á Skákþingi Norðlend-
inga á Húsavík árið 2000. Ég
þurfti sífellt að biðja þennan há-
væra mann, sem ég þá þekkti lítið
nema þá af afspurn, að hafa
lægra. Hann bar litla virðingu
fyrir þessum unga skákstjóra að
sunnan og hafði jafnvel enn
hærra.
Við kynntumst hins vegar bet-
ur í gegnum tíðina. Hlógum oft
dátt saman á Íslandsmóti skák-
félaga. Við urðum góðir mátar.
Ég var meira að segja það hátt
skrifaður hjá Sveinbirni að eitt
sinn þegar hann kom ekki suður
af því að hann var í fýlu við Skák-
félagsmenn á Akureyri, sem
hann átti til, bað hann Halldór
Brynjar um að færa mér og Guð-
fríði Lilju kveðju. Skýrt tekið
fram við Halldór að hann ætti
bara skila kveðju til okkar
beggja.
Sveinbjörn kom suður á Norð-
urlandamót öldunga árið 2009 og
stóð sig framskarandi vel. Mætti
jakkafataklæddur í hverja um-
ferð. Þá sá ég að Sveinbjörn gat
alveg verið hljóðlátur þegar að-
stæður kröfðust þess.
Ég ræddi síðast við Sveinbjörn
fyrr í vetur. Hvatti ég hann þá
eindregið til að fylgja mörgum fé-
lögum sínum að norðan á Reykja-
víkurskákmótið. Ég heyrði að
hann langaði.
Ekki entist honum heilsan og
aldur til þess. Ég veit að Svein-
björn hefði notið sín vel, jakka-
fataklæddur með rauða bindið, á
Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu.
Ekki hefði þurft þar að biðja
hann að hafa lægra.
Stemmingin á Íslandsmóti
skákfélaga verður ekki söm án
Sveinbjörn. Skákhreyfingin hef-
ur misst góðan mann.
Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands
Íslands.
Sveinbjörn Óskar
Sigurðsson
✝ Ingibjörg Ó.R. Stef-
ánsdóttir fæddist í
Hafnarfirði 19.
febrúar 1945. Hún
lést á Landspít-
alanum 17. apríl
2017.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hanna Rósants Júl-
íusdóttir frá
Kálfshamarsvík, f.
9. september 1905, d. 5. febr-
úar 1992, og Stefán Jónsson
frá Hafnarfirði, f. 9. mars
1912, d. 3. ágúst 1973. Systkini
hennar eru Sigurður Ó. Stef-
ánsson, f. 19. febrúar 1935, d.
7. mars 1969, Sigurjón Rósants
Stefánsson, f. 30. ágúst 1946,
maki Margrét Björgvinsdóttir,
f. 25. apríl 1949, Guðbjörg
Rósants Stefánsdóttir, f. 19.
febrúar 1948, d. 14. júlí 2015,
maki Magnús Helgi Ólafsson, f.
1. júlí 1947, d. 28. maí 2007,
Guðný S. Rósants Stefánsdóttir
Baumann, f. 15. apríl 1950,
maki Allan Sven Baumann, f.
7. mars 1949. Ingibjörg giftist
Jens Evertssyni, f.
16. febrúar 1942,
þann 17. febrúar
1968. Börn Ingi-
bjargar og Jens
eru: 1) Jóhanna
Sigrún Jensdóttir,
f. 2. nóvember
1968, maki Gísli
Hildibrandur Guð-
laugsson. Börn:
Sólrún Inga, f.
1996, Guðlaugur
Ísak, f. 1998, og Matthías
Björn, f. 2001. 2) Evert Stefán
Jensson, f. 17. júlí 1971, maki
Marivena M. Marcial Jensson.
Börn: Gemarc, f. 2006, Jens
Matthew, f. 2012. 3) Karlotta
Jensdóttir, f. 7. júlí 1976, maki
Jón Einarsson. Börn: Jens Þór-
arinn, f. 2000, Ingibjörg, f.
2004, Þórey Ösp, f. 2008. Ingi-
björg útskrifaðist 28. október
1966 frá Hjúkrunarskóla Ís-
lands og starfaði lengst af við
umönnunarstörf.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 28. apríl 2017, klukkan
13.
Á haustdögum 2016 hittumst
við skólasystur úr Hjúkrunar-
skóla Íslands til að halda upp á 50
ára útskriftarafmælið.Þrátt fyrir
að samgangur hafi ekki verið mik-
ill á þessum árum náðum við strax
saman, ekkert hafði breyst í gegn-
um árin.
Síðan höfum við komið reglu-
bundið saman. Síðasta samvera
okkar var fyrir nokkrum vikum.
Inga naut þess að hitta okkur
og við að hitta hana. Inga var já-
kvæð og framtakssöm, hún stofn-
aði Facebook-hóp fyrir okkur sem
við búum að áfram.
Í sínum veikindum sýndi hún
mikið hugrekki og æðruleysi.
Inga var glaðsinna, einlæg og
jarðbundin. Góð manneskja og
lagði alltaf gott til mála.
Við söknum hennar úr hópnum.
Blessuð sé minning hennar.
Samúðarkveðjur til fjölskyldu
hennar frá okkur skólasystrun-
um.
Í nátthaga
hvílist
hugur
þreyttur
gætir
græðir
þoku
bakki
lágvær
vængja
þytur
vakir
minning þín
(Ferdinand Jónsson)
Fyrir hönd skólasystra,
Guðríður Þorleifsdóttir.
Ingibjörg Ó. Rós-
ants Stefánsdóttir
Glaðvær, hlý,
hláturmild og glæsi-
leg. Þannig munum
við systkinin Sól-
veigu Þorsteinsdóttur frænku
okkar. Það er nánast sama hvaða
minning verður fyrir valinu þeg-
ar við hugsum til Sollýjar, alltaf
er það glaðværðin sem kemur
upp í hugann. Það var gefandi að
hitta Sollý, hvort sem það var í
Lundi, Jónshúsi eða á Flórída.
Hún spurði alltaf frétta af fjöl-
skyldunni, um okkur, börnin,
Sólveig
Þorsteinsdóttir
✝ Sólveig Þor-steinsdóttir
fæddist 29. júlí
1961. Hún lést 9.
apríl 2017.
Útför Sólveigar
fór fram 27. apríl
2017.
mömmu og pabba,
og skein svo af stolti
þegar hún var spurð
um eigin fjölskyldu.
Þegar ljóst var í
hvað stefndi ræddi
Sollý málin af hrein-
skilni en jafnvel þá
var stutt í brosið og
hláturinn. Við erum
ríkari eftir að hafa
þekkt Sollý og
minnumst hennar
með hlýju í hjarta.
Við sendum innilegar samúð-
arkveðju til Gunnars, Þorsteins,
Guðrúnar Ólafar, Gerhards og
Andreu, Rúnu og Steina, Jennýj-
ar og Irmýjar og fjölskyldna
þeirra sem og annarra ættingja
og vina.
Hrannar, Hlín,
Hilma og Hrund.