Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
✝ Auður Þórð-ardóttir fædd-
ist 8. desember
1928 í Höfnum á
Reykjanesi. Hún
lést 12. apríl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður
Guðmundsson, f.
30. mars 1900, d. 6.
september 1991, og
Guðrún Magnús-
dóttir, f. 9. nóv-
ember 1905, d. 21. nóvember
1989. Systkini Auðar: Magnús
Þórðarson, f. 9. september 1925,
d. 11. maí 2010, Emil Þórðarson,
f. 15. nóvember 1926, og Guð-
mundur Kristinn Þórðarson, f.
31. mars 1942. Auður giftist
þann 30. apríl 1949 Halldóri Jó-
hannssyni, f. 7. nóv-
ember 1918, d. 5.
desember 1990.
Barn Auðar og
Halldórs er Guðrún
Þóra, f. 24. nóv-
ember 1947. Henn-
ar eiginmaður er
Þorsteinn Þor-
steinsson, f. 15. des-
ember 1951.
Börn:1) Halldór
Már Sverrisson,
maki Ólafía Pálmadóttir. 2) Þor-
steinn Jóhann Þorsteinsson,
maki Fanney Skarphéð-
insdóttir. Barnabarnabörnin
eru sex.
Útförin fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, 28. apríl 2017, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Í dag er kvödd hinstu kveðju
tengdamóðir mín, Auður Þórð-
ardóttir, en hún lést miðviku-
daginn 12. apríl eftir snörp
veikindi.
Auður ólst upp í Höfnum.
Þegar hún var 17 ára gömul
kynntist hún Halldóri Jóhanns-
syni en hann ók fyrir SBK og
kom stundum við í Höfnum.
Þau staðfestu ráð sitt 30. mars
1949 og létu skíra litlu dóttur
sína við sama tilefni og hlaut
hún nafnið Guðrún Þóra. Börn-
in urðu ekki fleiri en barna-
börnin urðu tvö og barnabarna-
börnin eru orðin sex.
Fjölskyldan í Höfn ákvað að
flytjast búferlum úr Höfnum til
Keflavíkur. Ráðist var í hús-
byggingu að Sólvallagötu 36 og
lauk því verki árið 1948. Auður
og Dóri bjuggu á efri hæðinni
með litlu dóttur sinni en for-
eldrar Auðar og bræður bjuggu
á neðri hæðinni.
Halldór lést árið 1990 eftir
harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Missir Auðar var mikill.
Halldór var mikill öðlingsmað-
ur, sannur og traustur og vildi
öllum vel. Hans var sárt sakn-
að.
Auður starfaði m.a. við
gangavörslu og ræstingar í
Holtaskóla, eða fram að þeim
tíma að hún komst á eftirlaun.
Eitt árið var hún valin sem vin-
sælasti starfsmaðurinn að mati
nemenda skólans.
En fyrst og fremst var Auð-
ur Húsmóðir, já ég set stóran
staf í þetta starfsheiti, hún var
húsmóðir af guðs náð. Heimilið
hennar var alltaf framúrskar-
andi fallegt, hlýlegt og aldrei sá
neitt á neinu.
Aukinheldur hafði Auður
mikla ánægju af handavinnu
ýmiskonar og liggur fjöldi
verka eftir hana. Hún lagði
mikinn metnað í þessi verk sín
eins og allt annað sem hún
gerði.
Aldrei var í kot vísað þegar
gesti bar að garði hjá Auði á
Sólvallagötunni. Hvort sem hún
átti von á gestum eða þeir
komu óvænt var alltaf hægt að
galdra fram veisluhlaðborð.
Auður var afar gestrisin og
vinamörg enda gott hana heim
að sækja.
Samband þeirra mæðgna,
Gunnu og Auðar, var alla tíð
mjög náið. Reglulega kom Auð-
ur í heimsókn til Reykjavíkur
og stoppaði í nokkra daga og
var þá tekinn rúnturinn, farið
heimsóknir til ættingja og vina
og kíkt í nokkrar búðir. Og
drengirnir hennar tveir, barna-
börnin Halldór Már og Þor-
steinn Jóhann, voru frá fyrstu
tíð augasteinarnir hennar.
Foreldrar Auðar og Dóri lét-
ust á þriggja ára tímabili og
upp frá því bjuggu þau systk-
inin Auður og Emil ein í húsinu
að Sólvallagötu 36, Auður á efri
hæðinni en Emil á þeirri neðri.
En árin líða og aldurinn færist
yfir og það var síðan fyrir
þremur árum að þau sóttu um
að fá inni í nýju húsi Hrafnistu
í Njarðvík. Það gekk eftir og
fluttu þau bæði inn á Nesvelli.
Auður hefur nú fengið hvíld-
ina eftir langa og giftusama ævi
þrátt fyrir að hafa þurft að tak-
ast á við sorgir og söknuð en
hún bar sig alltaf vel og var
umhugað um að öllum sem
henni stóðu næst farnaðist sem
best og liði vel. Hún var traust
og sannur vinur vina sinna.
Hún lifði fyrir barnið sitt,
barnabörnin og barnabarna-
börnin.
Far þú í friði, mín kæra
tengdamóðir. Hafðu þökk fyrir
allt og allt. Þú barst hag okkar
allra fyrir brjósti og reyndist
okkur öllum einstaklega vel.
Fyrir það erum við einlæglega
þakklát og geymum minn-
inguna um góða og trausta
konu.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Meira: mbl.is/minningar
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga ömmu Auju í rúm-
lega 36 ár, en ekki er sjálfgefið
að fá að hafa ömmu sína svo
lengi hjá sér. Því síður er það
sjálfgefið að hafa átt jafnein-
staka ömmu og raun bar vitni,
amma Auja var sú amma sem
allir þrá að eiga.
Það var alltaf notalegt að
koma á Sólvallagötuna til
ömmu, þar lifði maður í sann-
kölluðum vellystingum. Bornar
voru á borð heimalagaðar
kræsingar í hvert sinn svo
borðin hreinlega svignuðu und-
an þeim. Það var sama hvort
maður var einn á ferð eða í fjöl-
menni, alltaf voru allar kræs-
ingar bornar fram þó svo mað-
ur hafi reynt að vera lítillátur,
það skyldi „brúka allar sortir“
eins og hún sagði gjarnan.
Það var alltaf tilhlökkun að
fá ömmu í heimsókn í bæinn, en
eftir að afi dó dvaldi hún jafnan
nokkrar nætur og fékk her-
bergið mitt lánað. Á meðan
dvaldi ég á dýnu í gestaher-
berginu en það þótti mér bara
sport, auk þess sem því fylgdu
auknar samverustundir við
ömmu. Ekki var verra að fá
jafnvel nýsteiktar kleinur þegar
maður kom heim úr skólanum
en ömmukleinur voru þær
bestu sem maður fékk.
Amma var umhyggjusemin
uppmáluð, bar hag manns
ávallt framar sínum og fylgdist
með hverju spori manns af ein-
lægum áhuga. Það sama gilti að
sjálfsögðu með tilkomu barna-
barnabarnanna en hún hafði
einstaka ánægju af þeirra nær-
veru. Hún var iðin handavinnu-
kona og heklaði og saumaði á
þau á meðan heilsan entist
henni til.
Þrátt fyrir þetta var amma
ákveðin og sagði sína skoðun ef
svo bar undir en aldrei á þann
hátt að maður þyrfti nokkurn
tíma að erfa það við hana, mað-
ur vissi alltaf hvar maður hafði
hana.
Ég kveð ömmu mína með
miklum söknuði en aðallega
þakklæti fyrir allt sem hún hef-
ur verið mér og mínum öll þessi
ár. Það er manni huggun að
vita til þess að hún er hvíldinni
fegin eftir rúmlega ævistarf og
heilsubrest síðustu árin og að
hún sé nú komin aftur í faðm
afa Dóra eftir 27 ára aðskilnað
og leggist honum við hlið á ný.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Bless, elsku amma mín, og
Guð veri með þér.
Þinn
Þorsteinn Jóhann.
Nú ertu dáin, amma í Kefló,
svo ég fæ ekki að hitta þig aft-
ur á Nesvöllum og sýna þér
hvað ég er orðin dugleg að
standa á haus upp við fataskáp-
inn þinn.
Mig langar til að kveðja þig
með bæninni sem þú kenndir
pabba mínum og amma Gunna
kenndi mér:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jóns.)
Góða nótt og Guð geymi þig,
elsku amma í Kefló. Þín
Guðrún Emilía.
Amma Kefló er fallin frá og
verður borin til grafar í dag.
Amma var góð, hjartahlý og
ákveðin kona sem hægt var að
stóla á. Henni var mjög mikið
umhugað um mína velferð og
var alltaf boðin og búin til að
hjálpa og vorum við mjög náin.
Iðulega sagði hún við mig:
Passaðu þig á öllum hættum,
og setti í brýrnar til að leggja
áherslu á sitt mál.
Amma var mér svo náin að
það má segja að hún hafi verið
mér eins og önnur móðir. Ég
bjó hjá henni á Sólvallagötunni
í mörg sumur ásamt því að vera
þar mikið um helgar. Þessi tími
var mér ómetanlegur. Ég fann
fyrir mikilli væntumþykju og
minnist ég þess tíma með þakk-
læti, gleði og hlýju í hjarta.
Auður amma var smekkleg
kona og lagði áherslu á að vera
vel til höfð. Var hún þekkt fyrir
að bera Burberry slæðu og fal-
legan varalit.
Oft á tíðum var mikill gesta-
gangur á Sólvallagötunni hjá
ömmu og afa heitnum Halldóri.
Þeim þótti gaman að fá vini
sína og ættingja í heimsókn og
tóku alltaf vel á móti þeim með
fullt borð af kræsingum sem
oftar en ekki voru komnar á
borðið áður en gestirnir komu
eins og alltaf væri veisla. Má
þar helst nefna pönnukökur
með rjóma eða upprúllaðar með
sykri, þær gerðust ekki betri
þó víða væri leitað. Einnig voru
vinir mínir duglegir að koma í
heimsón og fengu þeir sömu
gestrisnina.
Amma leyfði mér að hafa
háaloftið sem leikherbergi til að
leika í playmó með vinum min-
um og var það mjög vinsælt.
Þar var búið til playmóland
sem fékk að vera þar óáreitt
svo mánuðum skiptir, því þurfti
ekki að taka allt dótið saman og
byrja á öllu upp á nýtt næst
þegar leikið var. Þegar leikar
stóðu sem hæst um miðjan dag
kallaði amma á okkur vinina og
sagði komið niður að drekka, þá
voru oft á boðstólum snúðar og
mjólk.
Einu sinni þegar ég var ca 20
ára var ég að fara til Englands
með vini mínum og var flogið
eldsnemma um morguninn og
því var ráð að við fengjum að
gista hjá ömmu og afa í Kefla-
vík því þá þyrftum við ekki að
vakna fyrir allar aldir. Þegar
komið var kvöld kom í ljós að
ekki var vekjaraklukka í húsinu
en amma sagði: „Hafið ekki
áhyggjur af því, ég vakna þegar
ég þarf að vakna og vek ykk-
ur.“ Mér og vini mínum fannst
þetta vægast sagt sérstök að-
ferð við að vakna á réttum
tíma. Allt gekk þetta þó eftir og
náðum við fluginu á réttum
tíma.
Í seinni tíð eftir að ég stofn-
aði til fjölskyldu fórum við ófá-
ar ferðir í heimsókn til ömmu í
Kefló þar sem börnin fengu m.a
að leika á hinu sögufræga háa-
lofti og höfðu þau gaman af.
Seint gleymist þriðjudagurinn
11. apríl, daginn fyrir andlát
hennar, þegar ég fór með syni
mína í heimsókn til ömmu og
gáfum við henni ljósmynd af
henni og barnabarnabörnunum.
Hún var heldur betur ánægð
með myndina því hún kyssti
hana tvisvar sinnum.
Amma var mikilvægur hluti
af mínu lífi og er ég mjög þakk-
látur fyrir að hafa tengst henni
sterkum böndum.
Að leiðarlokum læt ég fylgja
með kvöldsálminn sem amma
kenndi mér:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku besta amma, ég mun
geyma minningu þína um
ókomna tíð, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þinn
Halldór Már.
Í fáum orðum langar mig að
minnast systur minnar Auðar,
sem fædd var í Höfnum á
Reykjanesi en þar bjuggum við
þar til ég var 5 ára. Þá var far-
ið að reisa húsið við Sólvalla-
götu 36 í Keflavík, sem Auður
og Dóri mágur minn og for-
eldrar okkar byggðu. Húsið er
tvíbýlishús og var nefnt Höfn
eftir húsinu í Höfnum. Eftir að
foreldrar okkar létust þá
bjuggu Auður og Emil bróðir
okkar sitt á hvorri hæðinni til
apríl 2014 en þá fluttu þau á
hjúkrunarheimilið Nesvelli.
Ein ferð er okkur Láru sér-
staklega minnisstæð en það var
þegar við fórum með Auði og
Gunnu, dóttur hennar, til
Bandaríkjanna og Kanada árið
2009. Farið var á Íslendinga-
slóðir og komum við meðal ann-
ars til Lundar þar sem Guð-
björn, móðurbróðir Dóra, bjó í
Oak Point og fórum við að leiði
hans. Það hafði mikla þýðingu
fyrir Auði. Þessi ferð var okkur
öllum ógleymanleg, sérstaklega
Íslendingadagurinn í Gimli og
Mountain.
Auður var sérlega snyrtileg
og vildi hafa þrifalegt í kring-
um sig, enda fékk húsið og
garðurinn á Sólvallagötunni
viðurkenningu frá Keflavík-
urbæ. Auður var félagslynd og
glaðlynd og hafði starfsfólkið á
Nesvöllum sérstaklega orð á
því. Gunna annaðist móður sína
mjög vel eftir að hún flutti á
Nesvelli og erum við henni
þakklát fyrir það. Það voru oft
erfiðir tímar. Að lokum þökkum
við starfsfólkinu á Nesvöllum
fyrir góða umönnun.
Guðmundur Kristinn
og Lára.
Auður Þórðardóttir
✝ JarþrúðurRagnhildur
Þórarinsdóttir,
Didda, fæddist í
Reykjavík 15.
október árið 1934.
Hún lést 22. apríl
2017 á Hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Foreldrar Diddu
voru Þórarinn J.
Einarsson sem
fæddur var 3. sept-
ember 1897 að Haukabergi á
Barðaströnd. Hann lést í
Reykjavík 23. maí 1989. Móðir
Diddu var Guðný Jónsdóttir,
fædd í Kálfadal í Gufudals-
hreppi, A-Barðastrandarsýslu
4. apríl 1896. Hún lést í Reykja-
vík 12. september 1986. Af
þremur systkinum Diddu er
Gyða Sigurveig Þórarinsdóttir,
f. 11.maí 1923, ein á lífi. Hin
eru Elín Helga Þórarinsdóttir,
uppeldisfaðir hans Kristján
Sigfússon bóndi á Róðhóli í
Sléttuhlíð, síðar til heimilis á
Sauðárkróki, f. 17. janúar
1902, d. 5.maí 1982. Didda og
Stefán bjuggu fyrst við Klepps-
veg, en síðar í Mosfellsbæ að
Urriðaholti 1 og Eirhömrum.
Stefán lést 23. desember 2014.
Á uppvaxtarárunum bjó Didda
hjá foreldrum sínum á Egils-
götu 26 í Reykjavík. Hún varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1956 og hóf
nám við Háskóla Íslands. Al-
varleg veikindi bundu þó enda
á hefðbundna skólagöngu. Hún
starfaði á skrifstofu Sambands
íslenskra samvinnufélaga við
vélritun, reikningsútskrift, ým-
is bókhaldsstörf, verðlagningu
vara o.fl. til ársins 1966, en ár-
ið 1969 var hún ráðin á skrif-
stofu Reykjalundar. Þar vann
hún við bókhald, spjald-
skrárfærslu í starfsmanna-
haldi, útskrift reikninga og
fleira í áratug.
Útför Diddu fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, 28. apríl
2017, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
f. 2. apríl 1925, d.
24. ágúst 2013, og
Jón Arnfinnur Þór-
arinsson, f. 28. des-
ember 1926, d. 30.
júlí 2015. Didda
giftist 13. maí 1969
Sigurjóni Sig-
urjónssyni, sem
fæddur var 12. maí
1915. Foreldrar
hans voru Sigurjón
Guðmundsson og
Snjáfríður Árnadóttir. Þau áttu
heima á Reykjalundi og störf-
uðu þar bæði, en Sigurjón lést
5. september 1979. Árið 1988
hófu Didda og Stefán Karl
Stefánsson, f. 14. janúar 1928
að Bæ á Höfðaströnd, sambúð.
Foreldrar Stefáns voru Jóna
Guðný Franzdóttir húsfreyja á
Róðhóli í Sléttuhlíð, síðar til
heimilis á Sauðárkróki, f. 16.
mars 1898, d. 2. mars 2000, og
Móðursystir mín Ragnhildur
Þórarinsdóttir lést í kjölfar lang-
vinnra veikinda þann 22. apríl síð-
astliðinn á 83. aldursári. Ragn-
hildur var aldrei kölluð annað en
Didda í daglegu tali, en síðustu ár-
in dvaldi hún á Hjúkrunarheim-
ilinu Eiri þar sem hún naut góðrar
umönnunar.
Didda var langyngst í fjögurra
barna hópi ömmu og afa, en þau
bjuggu lengst af á Egilsgötu 26 í
Reykjavík. Amma og afi voru um
margt dæmigerðir Reykjavík-
urbúar í byrjun síðustu aldar. Þau
voru bæði fædd á Barðaströnd og
höfðu flutt suður í leit að betra lífs-
viðurværi. Amma og afi litu lík-
lega aldrei á sig sem Reykvíkinga
– þótt bæði lifðu þau þar fram á tí-
ræðisaldur. Hugurinn var öllum
stundum „fyrir vestan“ og um-
ræðan snerist um örnefni og ætt-
fræði.
Didda var augasteinninn; falleg
og lífsglöð, stundaði nám í
Menntaskólanum í Reykjavík,
varð stúdent árið 1956 og hóf nám
í Háskólanum. Í apríl 1957 veiktist
hún lífshættulega og reyndist
vera með gúl á heilaæð sem
blæddi frá. Á þessum tíma var
ekki möguleiki á lækningu á Ís-
landi. Stór-fjölskyldan safnaðist í
skyndingu á Egilsgötuna og mér
er enn þá ljóslifandi minningin um
það þegar sjúkraflutningamenn-
irnir báru frænku mína á börum
út úr húsinu. Flogið var til Kaup-
mannahafnar þar sem dr. Buch
tókst að stöðva blæðinguna.
Amma og afi fylgdu með. „Ekkert
mál,“ sagði afi, enda hagvanur í
Kaupmannahöfn frá námsárum
sínum þar. Nú 50 árum síðar verð-
ur manni hugsað til þeirra lækna
sem með snarræði björguðu lífi
Diddu. Það var ekki efnt til rit-
gerðarsamkeppni, heldur gert það
sem þurfti.
Didda náði sér vel líkamlega, en
vafalaust sat eftir viss ótti – góð
heilsa var ekki lengur sjálfsagður
hlutur og líf hennar markaðist um
margt af þessum veikindum. Sjálf
ákvað hún að eignast ekki börn, en
tók miklu ástfóstri við okkur syst-
kinabörnin, sem vorum hennar
fjölskylda. Hún hugsaði ekki bara
um okkur. Sigurð, son Sigurjóns
Sigurjónssonar, sem Didda giftist
árið 1969, þótti henni mjög vænt
um og hefur hann reynst henni af-
bragðsvel.
Didda frænka vakti yfir öllu
sínu fólki. Hún fylgdist mjög vel
með okkur öllum og var umhyggja
hennar okkur mikils virði. Didda
frænka gæddi líf okkar gleði og
samkennd og ekki síður þá sem
voru í kringum okkur. Það var
ekkert létt að koma inn í nýja fjöl-
skyldu sagði Bryndís kona mín
nýverið. Hún Didda frænka þín
var sú sem virkilega tók á móti
manni.
Didda var nákvæm og vand-
virk. Hún var einstaklega ljúf og
góð, svona mömmulega næstum
gamaldags góð. Lagði aldrei illt
orð í umræðu. Vildi að við öll vær-
um vinir. Í fórum hennar fundum
við þessa vísu eftir Steingrím
Thorsteinsson; hafði Didda haft
hana eftir föður sínum og skrifað
niður:
Hefna þín aldrei þú átt
gegn illindum verstu með dyggðum.
Hefndin er heimskunnar fró.
Hún grípur ætíð í tómt.
Blessuð sé minningin um
Diddu frænku
Fyrir hönd „frænkubarna“
Diddu,
Þórarinn Gíslason.
Ragnhildur
Þórarinsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Formáli | Minning-
argreinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda inn.
Þar koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar