Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
Verð
kr. 1.370
Lágmark 3 bakkar
+ sendingargjald
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi
Ég er núna staddur í fiskiðjuverinu hjá Síldarvinnslunni, er aðsetja upp nýjar stýringar og betrumbæta,“ segir Daði Bene-diktsson, rafmagnstæknifræðingur hjá EFLU, en hann á 40
ára afmæli í dag.
Daði er Norðfirðingur og hefur alla tíð búið í Neskaupstað fyrir ut-
an námsárin þegar hann bjó í Reykjavík og Sönderborg á Jótlandi.
Hann hefur starfað hjá EFLU á Austurlandi síðan 2005.
Áhugamál Daða eru fjölskyldan, útivist, veiðar og skíði. „Ég er
einnig í björgunarsveitinni og hef verið í henni síðan ég byrjaði í ung-
lingadeildinni 14 ára. Þótt við höfum orðið vör við meiri traffík ferða-
manna í Neskaupstað þá hefur útköllum blessunarlega ekki fjölgað
hjá okkur.“
Daði stundar aðallega skotveiði, þá hreindýra- og gæsaveiði. „Við
erum fjórir félagar í hóp og fengum þrjú hreindýr í útdrættinum. Það
verður því nóg að gera hjá okkur í sumar. Öll dýrin eru á svæði 5, sem
er Sandvíkursvæðið svokallaða og nær frá Norðfirði og suður í
Reyðarfjörð.
Ég held ekkert stórt upp á afmælið, það verður kökuveisla fyrir
fjölskyldu og vini eftir hefðbundinn vinnudag. Svo verður stefnt á
fjallaskíðaferð um helgina, en það fer eftir veðri og vindum. Fjöl-
skyldan er mikið á skíðum og erum við nýkomin af Andrésar Andar-
leikunum á Akureyri.“
Eiginkona Daða er Auður Þorgeirsdóttir, þroskaþjálfi hjá Verk-
menntaskóla Austurlands, og börn þeirra eru Dagbjartur, f. 2005,
Jóhanna Dagrún, f. 2007 og Bjartmar Kári, f. 2014.
Úti í Urðum Daði í göngutúr ásamt móðurafa sínum, Ara Sigurjóns-
syni, fyrrverandi skipstjóra, í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Hlakkar til hreindýra-
veiðanna í sumar
Daði Benediktsson er fertugur í dag
Þ
uríður Kristjánsdóttir
fæddist á Steinum í
Stafholtstungum 28.4.
1927. Í uppvexti hennar
var heimilið á Steinum
mannmargt og þar náði hún að
kynnast baðstofulífinu eins og það
gekk fyrir sig á árum áður, en bað-
stofan á Steinum var stórt herbergi
í risi, undir súð.
Þuríður stundaði nám í farskóla
en þá hófst skólaskylda í farskóla
við tíu ára aldur. Að loknu skyldu-
námi stundaði Þuríður nám í Hér-
aðsskólanum í Reykholti, lauk
kennaraprófi frá KÍ 1948, stundaði
framhaldsnám erlendis á næstu ár-
um og lauk síðar m.a. BSc-prófi í
sálarfræði frá Ríkisháskólanum í
Illinois í Bandaríkjunum 1968 og
M.Ed. í menntasálarfræði frá sama
skóla ári síðar. Hún lauk síðan
doktorsprófi þaðan árið 1971.
Þuríður kenndi í tvo vetur við
gagnfræðaskólann í Stykkishólmi
1948-50 og einn vetur við Héraðs-
skólann í Skógum 1952-53. Hún var
kennari við Hagaskólann í Reykja-
vík 1953-66, kennari við Kennara-
háskóla Íslands 1971-73 en það ár
var hún skipuð fyrsti prófessor
Kennaraháskólans og varð jafn-
framt fyrsta konan sem gegndi
prófessorsembætti í sálarfræði við
íslenskan háskóla.
Þuríður gegndi stöðu sinni til
1989 en á árunum 1983-87 var hún
konrektor við skólann. Eftir að hún
sagði stöðu sinni lausri var hún
stundakennari við skólann í nokkur
ár og hafði auk þess verið stunda-
kennari m.a. við HÍ og Fósturskóla
Sumargjafar og var jafnframt í eitt
ár skólastjóri í hlutastarfi við
skólann. Hún starfaði auk þess í
eitt ár í hlutastarfi við Skólarann-
sóknadeild menntamálaráðuneyt-
isins og skipulagði og stjórnaði
fjarnámi við KHÍ 1979-83 og aftur
1987-1991.
Þuríður hefur skrifað töluvert í
blöð, tímarit og bækur um málefni
er tengdust námi hennar og starfi,
en hún hefur auk þess unnið ötul-
lega að framgangi Sögufélags
Borgarfjarðar síðustu ár, var rit-
stjóri og meðhöfundur Borgfirskra
æviskráa frá áttunda bindi og lauk
því mikla ritverki um ævi og störf
Borgfirðinga en bindin eru alls 14
talsins.
Þuríður hafði einnig umsjón með
Íbúatali Borgarfjarðarsýslu, Mýra-
sýslu og Akraness árin 1991 og
1996, en Sögufélag Borgarfjarðar
gefur það að jafnaði út fimmta
hvert ár. Þá hefur Þuríður sinnt
nokkuð þýðingum og þýddi hún
m.a. ævisögu Margrétar Þórhildar
Þuríður Kristjánsdóttir, prófessor emeritus – 90 ára
Fjölskyldan frá Steinum Þuríður með foreldrum sínum og öðrum börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum.
Myndin var tekin á gullbrúðkaupsdegi Rannveigar Oddsdóttur og Kristjáns Franklíns Björnssonar í Steinum.
Fyrsti kvenprófessor
í sálfræði hér á landi
Anna Þóra Steinþórsdóttir er
100 ára í dag, fædd á Hala í
Suðursveit, dóttir Stein-
unnar Guðmundsdóttur og
Steinþórs Þórðarsonar,
bænda þar.
Anna Þóra var í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni og lærði
saumaskap en vann lengst
af við símavörslu hjá Olíu-
verslun Íslands.
Eiginmaður Önnu Þóru var
Ólafur Sigurgeir Guðjónsson,
húsgagnasmiður og verk-
stjóri, f. 1911, d.1993, en
börn þeirra eru Óskar Már
Ólafsson og Guðrún Ólafs-
dóttir.
Anna Þóra hefur dvalið á
Hrafnistu við Brúnaveg í
Reykjavík undanfarin ár, hún
heldur upp á daginn með
fjölskyldunni.
Árnað heilla
100 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is