Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 8. maí
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Heimili &
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 12. maí
Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem
vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið.
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir
og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og
lýsing ásamt mörgu öðru.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndatónskáldið Atli Örv-
arsson stjórnar flutningi Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands á eigin
tónverkum í Hofi á Akureyri á
sunnudaginn kl. 20. Atli á að baki
um 18 ára feril sem kvikmynda- og
sjónvarpsþáttatónskáld, starfaði
lengst af í Los Angeles en flutti í
fyrra aftur til síns gamla heima-
bæjar, Akureyrar.
Á tónleikunum mun Kammerkór
Norðurlands koma fram með sin-
fóníuhljómsveitinni, einnig söng-
konan Þórhildur Örvarsdóttir, syst-
ir Atla, og einleikarar verða hin
enska Caroline Dale á selló og
Greta Salóme á fiðlu. Atli hefur
samið tónlist við yfir 40 kvikmyndir
og hundruð sjónvarpsþátta og má af
þeim nefna kvikmyndirnar Stuart
Little, Hansel & Gretel: Witch
Hunters, The Eagle, Vantage Point,
The Perfect Guy og Hrúta og sjón-
varpsþætti NBC-sjónvarpsstöðv-
arinnar sem kenndir eru við Chi-
cago-borg, m.a. Chicago Fire sem
sýndir eru á RÚV. Atli var á tíma-
bili í teymi eins virtasta kvikmynda-
tónskálds heims, Hans Zimmer, og
kom að gerð tónlistar við kvik-
myndirnar The Holiday, Pirates of
the Caribbean, The Simpsons Mo-
vie, Angels & Demons og Man of
Steel.
Með tónlistina í blóðinu
„Ég byrjaði í tónlistarskóla þegar
ég var fimm, sex ára. Faðir minn
var tónlistarmaður, Örvar Krist-
jánsson harmonikkuleikari, móðir
mín syngur í kórum og afabróðir
minn er kórstjóri á Akureyri þannig
að þetta er svolítið í blóðinu,“ segir
Atli þegar hann er spurður að því
hvenær áhugi hans á tónlist hafi
kviknað. „Ég man ekki nákvæmlega
hvernig það vildi til en allt í einu
var ég kominn í tónlistarskóla og
hef verið í músík upp frá því,“ segir
hann kíminn. Í sínum fyrstu tónlist-
artímum hafi hann fengið að leika á
orgel hjá afabróður sínum, Áskeli
Jónssyni, fært sig þaðan yfir á
blokkflautu og endað með því að
leika á trompet fram á unglingsár.
„Þá ákvað ég að spila meira rokk og
ról,“ segir hann.
Rokkarinn Atli lék með mörgum
hljómsveitum á sínum tíma, var
fyrst í Stuðkompaníinu með bróður
sínum Karli, síðan lá leiðin í Todmo-
bile sem hann lék með í stuttan
tíma, þá Sálina hans Jóns míns og
loks SSSól. Atli segist hafa verið
byrjaður í námi þegar hann lék með
SSSól en hann nam tónsmíðar í
Berklee College of Music í Boston í
Bandaríkjunum. „Ég var ekkert
ákveðinn í að fara í tónsmíðanám
þegar ég fór þangað, ég var svolítið
leitandi, jafnvel að spá í að læra
djasspíanóleik en svo fékk ég eig-
inlega vitrun þegar ég var í náminu.
Það er kröftug kvikmyndatónlist-
ardeild í Berklee og ég ákvað að
prófa einn kynningarkúrs þar og
fann fjölina mína,“ segir Atli. Þessi
samruni myndar og tónlistar hafi
heillað hann.
–Þetta er eftirsóknarvert starf,
að semja tónlist við kvikmyndir og
sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum.
Hvernig tókst þér að komast inn
um þær dyr?
„Ég sendi verk í tónsmíða-
samkeppni þegar ég var um það bil
að klára námið, komst í þriggja
manna úrtak og fór í læri hjá læri-
meistara í L.A. sem heitir Mike
Post. Eins og í öllum öðrum grein-
um og brönsum snýst þetta mikið
um hvern maður þekkir. Auðvitað
kom tónlistin mér inn en svo var
það bara að fara inn um réttu dyrn-
ar og kynnast rétta fólkinu.“
–Og svo stækka verkefnin eftir
því sem á líður, þ.e. ef menn eru
ánægðir með það sem þú gerir?
„Jú, þau gera það náttúrlega.
Þetta er langt ferli og mjög margir
um hituna. Maður er óþolinmóður
þegar maður er ungur en lærir
seinna að það er ástæða fyrir því að
þetta þarf að taka langan tíma. Það
tekur langan tíma að verða sæmi-
lega góður í að tengja tónlist við
mynd og kalla fram réttu tilfinning-
arnar og stemninguna,“ svarar Atli.
–Hvað einkennir þig sem kvik-
myndatónskáld?
„Það er kannski fjölhæfni að
vissu leyti og ég er frekar mel-
ódískur tónsmiður. Það er minn út-
gangspunktur oftast nær eða alla
vega þar sem við á.“
Víða komið við
–Var ekkert erfitt að velja verk á
efnisskrá tónleikanna í Hofi? Þú
hlýtur að hafa samið þau ansi mörg
á 18 árum …
„Jú, jú, það var snúið en gaman
líka, áhugavert að fara í gegnum
katalóginn og lærdómsríkt en þegar
allt kemur til alls þarf maður að
velja verk sem spilast vel á tón-
leikum, það er ekki það sama og að
semja „score“ fyrir kvikmynd,“ seg-
ir Atli. Stef og tónlist við mikilvæg
augnablik úr völdum kvikmyndum
verði því á efnisskránni, tónlist úr
ólíkum kvikmyndum á borð við
Hrúta og Mortal Instruments. „Svo
flytjum við tónlist úr tveimur kvik-
myndum sem ég tók upp hér á Ak-
ureyri með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands, amerískri mynd sem
heitir The Perfect Guy og Fyrir
framan annað fólk,“ segir Atli og
nefnir einnig The Eagle. „Það er
komið víða við, tónlistarlega er
þetta allt frá stórum, epískum kór-
og hljómsveitarverkum yfir í þjóð-
lagatónlist.“
Skemmtilegir Hrútar
og frábær Zimmer
Atli er beðinn um að líta yfir fer-
ilinn og nefna verkefni sem honum
hafi þótt sérstaklega skemmtileg og
gefandi. „Það var æðislegt að vera
hluti af Hrúta-ævintýrinu. Það var
mjög óvænt og skemmtilegt og í
rauninni fyrsta verkefnið sem ég
gerði hér heima. En það má nefna
margt, The Eagle var mjög
skemmtilegt verkefni, þá fór ég til
Skotlands og vann með skoskum
tónlistarmönnum sem hafa sérhæft
sig í því að endurgera forna, skoska
tónlist, var í kirkju í Edinborg með
gömlum körlum sem hafa verið að
spá í bronsaldarlúðra alla sína ævi,“
segir Atli sposkur. Góðu stundirnar
séu margar, m.a. þegar hann stjórn-
aði stórri hljómsveit í hljóðverinu
Abbey Road. „Svo var frábært að fá
að vinna með Hans Zimmer, hann
er snillingur og gaman að vera inn-
an um svoleiðis fólk.“
Atli hefur nóg að gera á Akur-
eyri, er þessa dagana að semja tón-
list við Hollywood-myndina The
Hitman’s Bodyguard sem Patrick
Hughes leikstýrir og er með Ryan
Reynolds og Samuel L. Jackson í
aðalhlutverkum. „Þetta er svona
spennu-aksjón-kómedía,“ segir Atli
um myndina og að þó hún sé popp-
kornsræma vilji leikstjórinn hafa
sál í henni. „Ég held að við séum að
gera skemmtilega hluti þarna,“ seg-
ir Atli um verkefnið en leikstjórinn
heimsótti hann norður fyrir nokkr-
um vikum. „Við vorum að taka upp
slatta af trommum og hinu og
þessu, söng og munnhörpu og guð
má vita hvað,“ segir Atli að lokum.
Melódískur og fjölhæfur
Atli Örvarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í flutningi á eigin tónsmíðum „Allt frá
stórum, epískum kór- og hljómsveitarverkum yfir í þjóðlagatónlist,“ segir Atli um efnisskrána
Morgunblaðið/Skapti
Afkastamikill Atli Örvarsson hefur samið tónlist við tugi kvikmynda og hundruð sjónvarpsþátta á ferli sínum.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Emil-
íana Torrini eru tilnefnd fyrir Ís-
lands hönd til tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs árið 2017. Tilnefn-
ingarnar voru kynntar á upphafs-
tónleikum AprilJazz-hátíðarinnar í
Helsinki í fyrrakvöld. Verðlaunin
eru annað hvert ár veitt núlifandi
tónskáldi og hitt árið flytjendum.
Frá Svíþjóð eru tilnefnd Martin
Fröst og Seinabo Sey; frá Dan-
mörku FIGURA Ensemble og The
Danish String Quartet; frá Finn-
landi Susanna Mälkki og Iiro Ran-
tala; frá Noregi eru Supersilent og
Lise Davidsen; frá Færeyjum
Yggdrasil; frá Grænlandi Nanook
og frá Álandseyjum Jenny Carl-
stedt.
Norræn dómnefnd útnefnir verð-
launahafann og verða úrslit tilkynnt
við hátíðlega athöfn 1. nóvember nk.
í Finlandia-húsinu í Helsinki í
tengslum við Norðurlandaráðsþing.
Í verðlaun eru 350 þúsund danskar
krónur. Við sama tækifæri verða
fern önnur verðlaun Norður-
landaráðs afhent.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ánægð Emilíana og Víkingur Heiðar á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær.
Víkingur Heiðar og Emilíana tilnefnd