Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Guardians of the Galaxy Vol. 2
Framhald kvikmyndarinnar Guardi-
ans of the Galaxy sem byggð var á
samnefndum teiknimyndasögum
Marvel-útgáfunnar. Að þessu sinni
þurfa útverðir alheimsins, Peter
Quill sem kallar sig Starlord og fé-
lagar hans, að leysa ráðgátuna um
foreldra Quill. Gamlir óvinir gerast
bandamenn þeirra og þekktar per-
sónur úr heimi Marvel koma hetj-
unum til bjargar. Leikstjóri er
James Gunn og með helstu hlutverk
fara Chris Pratt, Zoe Saldana og
Dave Bautista. Metacritic: 66/100
The Circle
Ung kona er ráðin til starfa hjá há-
tæknifyrirtækinu The Circle. Fljót-
lega renna á hana tvær grímur þeg-
ar hún uppgötvar að nýjasta afurð
fyrirtækisins er hátæknibúnaður
sem gerir hverjum sem er kleift að
fylgjast með hverjum sem er, hvar
og hvenær sem er. Leikstjóri er
James Ponsold og með aðal-
hlutverk fara Emma Watson og
Tom Hanks. Enga samantekt á
gagnrýni að finna.
Eisheimat
Þýsk heimildarmynd sem fjallar um
þýskar konur sem fluttust til Ís-
lands eftir að óskað var eftir konum
til starfa á íslenskum bóndabæjum í
noðurþýskum dagblöðum árið
1949. 238 þýskar konur fluttu hing-
að til lands og í myndinni er rakin
saga sex þeirra. Leikstjóri er Heike
Fink.
Under Sandet
Dönsk/þýsk kvikmynd sem byggist
á sönnum atburðum. Þegar seinni
heimsstyrjöldin líður undir lok
þvingar danski herinn hóp þýskra
stríðsfanga, sem vart eru komnir af
barnsaldri, til að sinna lífs-
hættulegu verkefni; að fjarlægja
jarðsprengjur af strönd Danmerk-
ur og gera þær óvirkar. Leikstjóri
er Martin Zandvliet og með aðal-
hlutverk fara Roland Møller, Mikk-
el Boe Følsgaard, Louis Hofmann,
Joel Basman. Metacritic: 75/100
The Sea of Trees
Bandaríkjamaður í sjálfsvígs-
hugleiðingum vingast við Japana
sem er týndur í skógi nærri Fuji-
fjalli. Saman leita þeir lausna á
vandamálum sínum. Leikstjóri er
Gus Van Sant og með aðalhlutverk
fara Ken Watanabe, Matthew
McConaughey og Naomi Watts. Me-
tacritic: 23/100
Mamma Mia! og leikhús
Bíó Paradís sýnir í kvöld söngva-
myndina Mamma Mia! og er bíó-
gestum velkomið að syngja með þar
sem um sk. „singalong“-sýningu er
að ræða. Kvikmyndin er byggð á
samnefndum söngleik, leikstjóri
hennar er Phyllida Lloyd og með
aðalhlutverk fara m.a. Meryl
Streep og Pierce Brosnan.
Bíó Paradís sýnir um helgina upp-
færslu Breska þjóðleikhússins á
leikritinu No Mańs Land með Ian
McKellen og Patrick Stewart í aðal-
hlutverkum. Tveir rithöfundar hitt-
ast á sumarkvöldi á knæpu einni í
Hampstead og fara svo í hús annars
þeirra þar sem þeir sitja áfram að
sumbli. Samtal þeirra verður sífellt
ótrúverðugra og snýst upp í valda-
leik sem verður flóknari eftir heim-
komu tveggja illa innrættra ungra
manna, skv. vef bíósins.
Bíófrumsýningar
Útverðir alheims-
ins snúa aftur
Furðuverur Úr kvikmyndinni
Guardians of the Galaxy Vol. 2.
Fast and Furious 8 12
Nú reynir á vini okkar sem
aldrei fyrr! Hópurinn ferðast
heimshornana milli.
Metacritic 61/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 19.00, 22.00
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 19.40, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 17.10, 19.30, 19.50, 22.20, 22.40
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40
Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram
að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að
passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um
foreldra Peter Quill.
Metacritic 66/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 15.10, 16.00, 17.00,
18.00, 20.00, 21.00, 22.50, 23.50
Sambíóin Egilshöll 16.50, 19.40, 21.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.00, 17.00, 19.00, 20.00, 22.00,
22.50
Sambíóin Akureyri 17.10, 20.00, 22.10, 22.50
Sambíóin Keflavík 17.10, 20.00, 22.50
Guardians of the Galaxy
Vol. 2 12
Beauty and the Beast
Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki aflétt nema
stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í
höll hans deyr. Bönnuð
börnum yngri en 9 ára.
Metacritic 65/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka
15.00, 17.30
Sambíóin Egilshöll
17.00
Sambíóin Kringlunni
20.00
Sambíóin Akureyri 17.20
The Circle 12
Ung kona fær vinnu hjá
stóru hugbúnaðarfyrirtæki
sem kallast Circle. Þar hittir
hún dularfullan mann.
Metacritic 53/100
IMDb 7,7/10
Smárabíó 17.30, 19.50,
22.20
The Shack 12
Metacritic 32/100
IMDb 6,5/10
Sambíóin Kringlunni 17.20
Unforgettable 16
Eftir skilnað við eiginmann
sinn David hefur Tessa borið
þá von í brjósti að hann muni
snúa til hennar og dóttur
þeirra aftur.
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.10
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.45
Going in Style 12
Metacritic 50/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Sambíóin Kringlunni 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00
Land of Mine 12
Þegar seinni heimsstyrjöldin
líður undir lok þvingar
danski herinn hóp þýskra
stríðsfanga, sem vart eru
komnir af barnsaldri, til að
sinna lífshættulegu verkefni;
að fjarlægja jarðsprengjur af
strönd Danmerkur og gera
þær óvirkar.
Metacritic 75/100
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 18.00, 21.10
Undirheimar 16
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 17.45, 20.00
Háskólabíó 21.00
Ghost in the Shell 12
Metacritic 53/100
IMDb 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
Hidden Figures Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 21.10
Get Out 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 83/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 22.25
Hjartasteinn
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.00
Bíó Paradís 22.00
Life 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 54/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.00, 22.20
Logan 16
Metacritic 75/100
IMDb 9,0/10
Smárabíó 22.10
Stubbur stjóri Metacritic 50/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 16.00, 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.30
Smárabíó 15.15, 17.30,
20.00
Háskólabíó 17.50, 18.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Dýrin í Hálsaskógi Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 16.00
Smárabíó 15.30
Strumparnir:
Gleymda þorpið Metacritic 45/100
IMDb 5,9/10
Smárabíó 15.15, 17.30
Stóra stökkið IMDb 6,9/10
Smárabíó 15.10
Rock Dog Metacritic 49/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 15.50
I, Daniel Blake
Metacritic 78/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 22.30
Velkomin til Noregs
Petter Primus er maður með
stóra drauma, sem verða
sjaldnast að veruleika.
IMDb 6,3/10
Bíó Paradís 18.00, 22.30
Souvenir
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 20.00
Genius
Metacritic 56/100
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 22.00
The sea of trees
Metacritic 23/100
IMDb 5,9/10
Bíó Paradís 17.30
MAMMA MIA!
Sing along sýning
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Jon Stephensen, leikhússtjóri
Aveny-T í Kaupmannahöfn, hefur
tryggt sér sýningarréttinn á sviðs-
aðlögun á norsku sjónvarpsseríunni
Skam sem nýtur mikilla vinsælda
um þessar mundir. Frumsýning á
leikriti byggðu á fyrstu seríunni
verður í september og leikrit byggt
á annarri seríunni verður frumsýnt í
apríl 2018. Alls verða leiksýning-
arnar fjórar eins og þátttaraðirnar
og frumsýndar fram til ársins 2021.
„Okkur er sýnt óhemjumikið
traust að sitja ein leikhúsa í heim-
inum að sýningarréttinum,“ segir
Stephensen í samtali við Politiken.
Þar kemur fram að Stephensen hafi
fengið hugmyndina að því að svið-
setja sjónvarpsseríuna þegar hann
hafði lokið við að sjá fyrstu þáttaröð-
ina, sökum þess hversu leikvænar
margar senurnar voru. „Ég sá Skam
strax fyrir mér á leiksviði,“ segir
Stephensen sem í framhaldinu ving-
aðist við Julie Andem, höfund og
leikstjóra sjónvarpsþáttanna, á
Facebook og þaðan fór boltinn að
rúlla. Í samtali við Politiken segir
Håkon Moslet, yfirmaður hjá NRK
P3, að ástríða Stephensen hafi sann-
fært þá sem stóðu að Skam um að
hann væri rétti maðurinn til að fá
sýningarréttinn.
„Boðskapurinn er frábær. Þetta
er sería sem hefur trú á samstöðu.
Boðskapur seríunnar er að í samein-
ingu erum við sterkari en sem ein-
staklingar og ef einn hrasar eigi hin-
ir að hjálpa viðkomandi upp. Þetta
er sterkur boðskapur,“ segir Steph-
ensen. Hann telur mikilvægt að
sviðsleikararnir verði ungir eins og
sjónvarpsleikararnir, enda mik-
ilvægt að leikararnir „muni ennþá
hvernig var að kyssa í fyrsta skipt-
ið,“ segir Stephensen. Tekur hann
fram að uppfærslurnar fjórar muni
fylgja forskrift sjónvarpsþáttanna
þar sem ein persóna er í forgrunni
hverju sinni. Í fyrstu uppfærslunni
verður Eva því í aðalhlutverki, en
upplýst hefur verið að hin 17 ára
gamla Frieda Joanna Krøgholt muni
leika Evu.
Skam ratar á leiksvið
Í blíðu og stríðu Stúlkurnar í norsku sjónvarpsþáttunum Skam.