Morgunblaðið - 16.05.2017, Side 8

Morgunblaðið - 16.05.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2017, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2017 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2017, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2017 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Rauður þráður síðustu kosninga íEvrópu er slök útkoma sósíal- demókrata og jafnvel hrun. Ísland hefur ekki skorið sig úr.    Þjóðverjar kjósatil ríkisþings 24. september nk. Þótt langt sé þangað til eru vísbendingar teknar að berast.    Þýskir kratar sitjasem minni flokkur í stjórn frú Merkel. Þeir skiptu nýverið um for- mann, kusu sér Martin Schulz, sem lengi hefur puðað í Brussel.    Virtist hagur flokksins vænkastmjög og bentu spár til að krat- ar kynnu að velta Merkel úr stóli kanslara. En stríðsgæfan stóð stutt.    Í nokkrum síðustu fylkiskosn-ingum hefur fylgið lekið og loks hrunið af krötum. Nú síðast í fjöl- mennasta fylki Þýskalands, Nord- rhein Westfalen, þar sem 18 millj- ónir búa. Kratar voru langstærsti flokkur fylkisins og áttu forsætis- ráðherrann.    Nú fóru þeir úr 39,1% fylgi niðurí 31,2%. Töpuðu 7,9 prósentu- stigum. Flokkur Merkel bætti við sig 6,7 og varð stærstur. AfD, Nýr kost- ur fyrir Þýskaland, fékk 7,4%. Þann- ig fylgi dugar flokknum til að kom- ast á ríkisþingið í Berlín. En 7,4 % sýna líka að vindurinn er úr seglum AfD.    Þýskt stórblað sagði í gær, að„sósíalistinn“ Macron hefði gert fulltrúa hægriflokks Frakka að for- sætisráðherra sínum. Þýska stór- blaðið gleymdi því að Macron forseti er nýbakaður fyrrverandi sósíalisti. Angela Merkel Rauður þráður trosnar STAKSTEINAR Martin Schulz Veður víða um heim 15.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 12 alskýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 12 rigning Kaupmannahöfn 14 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 20 rigning Dublin 18 skýjað Glasgow 15 alskýjað London 17 alskýjað París 24 heiðskírt Amsterdam 18 súld Hamborg 19 heiðskírt Berlín 19 heiðskírt Vín 19 skýjað Moskva 16 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Róm 23 þrumuveður Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 19 alskýjað Montreal 16 skýjað New York 15 léttskýjað Chicago 20 heiðskírt Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:08 22:41 ÍSAFJÖRÐUR 3:47 23:12 SIGLUFJÖRÐUR 3:29 22:56 DJÚPIVOGUR 3:32 22:17 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar- dóttir, hefur auglýst laust til um- sóknar embætti sóknarprests í Dómkirkjunni í Reykjavík, Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. Skipað er í embættið frá 1. júlí næstkom- andi til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní nk. Embætti sóknarprests Dómkirkj- unnar telst til höfuðembætta þjóð- kirkjunnar. Séra Hjálmar Jónsson hefur gegnt embættinu frá árinu 2001. Hann lætur af störfum að eig- in ósk um næstu mánaðamót. Séra Sveinn Valgeirsson gegnir embætti prests við Dómkirkjuna. Dómkirkjan í Reykjavík er emb- ættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknar- kirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er við Austurvöll og var vígð árið 1796. Pretsembætti á Akureyri Þá hefur biskup Íslands auglýst laust til umsóknar embætti prests við Glerárkirkju á Akureyri, sem er í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi. Skipað er í embættið frá 1. júlí nk. til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní nk. Séra Jón Ómar Gunnarsson hef- ur gegnt embættinu en hann hefur tekið við embætti prests í Fella- og Hólaprestakalli í Efra Breiðholti. Sóknarprestur Glerárkirkju er séra Gunnlaugur Garðarsson. sisi@mbl.is Laust emb- ætti við Dómkirkju Morgunblaðið/Jim Smart Dómkirkjan Höfuðkirkja landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.