Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 9

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Tengsl geta verið milli aukinnar neyslu á sushi á Vesturlöndum og fjölgun sýkinga af völdum sníkla að því er kemur fram í grein í lækna- tímaritinu British Medical Journal. Sníklar sem þessir þrífast í hráum fiski og geta valdið hita, magaverkjum og uppköstum. Hing- að til hafa flest tilfelli greinst í Jap- an en í greininni kemur fram að til- fellum fjölgar stöðugt í Evrópu. Í blaðinu er rakin saga Portúgala, sem reyndist vera með orma í magavegg og var það rakið til sushi-neyslu. Vitað er að þessir sníklar finnast í laxi og sjóbirtingi en þeir drepast með réttri meðferð. Árni Kristmundsson hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir mikla neyslu á sjávar- afurðum hér á landi hafi þetta aldr- ei verið til vandræða og engin aukning í smiti undanfarin misseri. Hann sagði það algjöra undantekn- ingu ef fólk hér á landi sýktist af neyslu sjávarfangs. Davíð Tho Van Duong hjá veit- ingahúsinu Osushi tók í svipaðan streng og sagðist ekki vita nein dæmi um slíkt. Engin smit vegna sushi Morgunblaðið/Kristinn Sushi Ekki er vitað til að sushi- neysla hér hafi valdið veikindum. Héraðsnefndir Rangæinga og Vest- ur-Skaftafellssýslu hafa fyrir sitt leyti heimilað Skógasafni að kaupa húsnæði gamla héraðsskólans í Skógum. Heimildin er háð samþykki sveitarfélaganna fimm sem standa að nefndunum. Verði af kaupum er fyrirhugað að selja húsin aftur undir ferðaþjónustu eða rekstur sem fellur vel að starfsemi safnsins. Ríkið á Skógaskóla. Honum til- heyra tvö hús, gamla héraðsskóla- húsið og yngri heimavistarbygging. Eddu-hótel hefur verið rekið í hús- unum og Skógasafn hefur einnig haft aðstöðu á heimvistinni fyrir starfsmenn. Egill Sigurðsson, formaður hér- aðsnefndar Rangæinga, segir að málefni Skógaskóla hafi lengi verið í lausu lofti. Héraðsnefndirnar vilji hafa vald á þessum eignum og reyna að tryggja að þær drabbist ekki frekar niður en orðið er. Hann segir að nú sé komið að end- urbótum húsnæðis og viðhaldi. Nefnir hann að ekki séu snyrtingar inni á gistiherbergjum eins og ferða- menn geri nú kröfu um. Þess má geta að Guðjón Samúelsson húsa- meistari teiknaði hús héraðsskólans og er útlit þess friðað. Kaupverð húsanna er 150 millj- ónir samkvæmt verðmati sem gert var í vetur. Egill segir að Skógasafn hafi ekki hug á að fara út í ferða- þjónustu. Það muni hins vegar reyna að koma eignunum í rekstur og tryggja að viðhaldi þeirra verði sinnt. Skógar eru eftirsóttur staður og á hann ekki von á öðru en það gangi vel. helgi@mbl.is Skógasafn kaupir skólahús Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Forn frægð Héraðsskóli og framhaldsskóli voru í Skógum í fimmtíu ár.  Áfram rekin ferðaþjónusta í héraðsskólanum Skógarmítlar finnast á Höfn Skógarmítill Fannst á ketti á Höfn. Nokkrir skógarmítlar hafa fundist á Höfn í Hornafirði í vor, líkt og á síð- asta ári. Skógarmítill er blóðsuga sem leggst á fugla, ketti, hunda og menn, en talið er að þeir berist til landsins með fuglum, segir á heima- síðu Náttúrustofu Suðausturlands. Skógarmítill fannst m.a. á ketti á Höfn í byrjun mánaðarins, en þeir eru enn sem komið er fágætir hér á landi. Á heimasíðunni segir að ef mítill hefur sogið sig fastan sé rétt að fara að öllu með gát þegar hann er fjarlægður. Það sé best gert með því að klemma pinsettuodda um munnhluta mítilsins og lyfta honum beint upp frá húðinni. Ljósmynd/Erling Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.