Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 13
Í lest Otis í lestinni til Harlem eftir fund með félagsráðgjafa. un á því að Otis væri saklaus. Otis er með mikið af skjölunum úr málinu sínu og sönnunargögnin gegn honum eru bæði fá og léleg. Ég hef farið í gegnum þau nokkrum sinnum og í raun skipti engu máli hvað Otis hafði að segja. Hann átti aldrei séns.“ Bjó hjá munkum í 11 ár „Otis sat inni í tæp 40 ár og hann kom að ýmsum góðgerðarmálum innan þeirra tólf fangelsa sem hann sat í. Hann stofnaði hugleiðslu- samtök, jók á samskipti milli fanga og var ritari réttindafélags svartra (NAACP). Hann stofnaði sitt eigið góðgerðarfélag árið 1993 sem opnaði skýli fyrir heimilislausa í Queens 1996 og rak það úr fangelsinu þangað til að fangelsismálastjórinn skipaði honum að hætta starfseminni, en Ot- is vinnur nú hörðum höndum að því að enduropna það. Otis er einstaklega góður mað- ur og vill alltaf hjálpa öðrum. Þegar hann var 14 ára, var hann ítrekað að lenda í slagsmálum, því hann varði oft fórnarlömb eineltis og lenti gjarnan í slagsmálum við gerendur fyrir vikið. Þá sendi pabbi hans hann til Hong Kong til að búa með munk- um og læra hugleiðslu og sjálfsvörn, en pabbi hans hafði verið á herstöð í Hong Kong í Kóreustríðinu. Þar bjó Otis í 11 ár. Hann hataði fyrsta árið, en um leið og hann skildi tilgang hugleiðslu og Kung Fu, varð hann fastur í þessum heimi. Hann vakn- ar á hverjum degi og byrjar á að fara út í garð að hugleiða og æfa.“ Er að opna skýli fyrir heimilis- lausa „Söfnunin sem við erum með í gangi á gofundme.com var í upphafi fyrir stúdíó- íbúð í eitt ár handa Otis, en mánuði eftir að við hófum söfnina fékk hann íbúð í skýli fyrir fyrrver- andi fanga og því hefur peningurinn sem safnast, farið í að kaupa húsgögn handa honum og ísskáp sem hann hefur ekki átt í mörg ár. Við höfum líka keypt skrifstofubúnað því hann ætlar að reka góðgerðarsamtökin sín þaðan. Hann hefur mikinn áhuga á heimilislausa fólkinu í hverfinu sínu, Harlem, og stefnir að því að hjálpa því sem mest. Sérstaklega fólki sem er aldrað, með geðsjúkdóma eða að flýja ofbeldissambönd. Hann er að einbeita sér að því að opna skýlið núna og um leið er hann að vinna í að fá sínu eigin máli áfrýjað, en það skiptir hann minna máli en skýlið. Það segir rosalega mikið um hvernig manneskja hann er að það skipti hann minna máli að fá uppreisn æru en að hjálpa öðru fólki. Hann tekur alltaf aðra fram yfir sjálfan sig sem er bæði kostur og galli. Í erfiðum að- stæðum getur það orðið til þess að traðkað er á honum. Gefandi og erfitt verkefni „Verkefnið mitt um Otis er í raun þríþætt: það er mitt sjónarhorn á Otis og hans sögu, svo er dagbókin sem hann ritar, með hans eigin ljós- myndum, og þriðja hliðin er svo hvernig þessar tvær sögur tengjast stóru myndinni, bæði í sögulegu samhengi og nútíðinni, sem eru þess- ir gífurlegu fordómar og einstaklega ósanngjarna réttarkerfi sem við- gengst hérna í Bandaríkjunum. Þetta er mjög gefandi verkefni, en það er oft mjög erfitt líka, sér- staklega þegar Otis fær bakslög í sinni baráttu. Reyndar trúi ég því að það sé svo með alla listræna sköpun að maður þurfi alltaf að taka sér frí inn á milli. Í fyrra fór ég t.d. til Ís- lands í nokkra mánuði. Það setur mann í annað umhverfi og maður nær að hugsa hreinna og beinna um þetta,“ segir Kári Björn sem hefur unnið að verkefninu núna í tvö ár, en lokaútkoman verður bók um Otis. – Hvert stefnir þú svo að námi loknu? „Það lítur í sannleika sagt ekki út fyrir að við verðum á Íslandi í framtíðinni. Mér finnst markaðurinn heima fyrir ljósmyndara ekki mjög stór. Hér í New York eru mjög mörg tækifæri og skólinn minn er bein- tengdur inn í stærsta og breiðasta ljósmyndabransann í Bandaríkj- unum og mögulega heiminum. Við Kolbrún Ýrr ætlum alla vega að gefa því tvö ár og sjá hvað gerist.“ F.v. Otis notar tímann til að fara yfir málið sitt, miðjumyndin er frá moskunni sem Otis sækir, en t.h. er mynd sem Kári Björn tók af manni sem reynir að komast hjá handtöku á Manhattan. 1978 Fyrsta og eina af- mæliskortið sem Otis hef- ur fengið var frá vini hans árið 1978. karibjorn.com www.gofundme.com/otis- johnsons-home-fund @karibjtho DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi og þjónustu ÖBÍ og viðtali við formann og framkvæmdastjóra auk forsvarsmannamálefnahópa Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 í þættinum Atvinnulífið - fyrri hluti sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld • Stærstu heildarsamtök fatlaðs fólks, öryrkja, langveikra og aðstandenda á Íslandi • 41 aðildarfélag - um 30 þúsund félagsmenn • Tekjur til fjölbreyttrar starfsemi koma frá Íslenskri getspá • Ýmsir málefnahópar um helstu baráttumál Heimsókn til Öryrkjabandalags Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.