Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulífið MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Verð frá kr. 3.612 Pinnamatur 12 tegundirVörunúmer 25123 Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. 16. maí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.56 105.06 104.81 Sterlingspund 134.52 135.18 134.85 Kanadadalur 76.14 76.58 76.36 Dönsk króna 15.271 15.361 15.316 Norsk króna 12.154 12.226 12.19 Sænsk króna 11.748 11.816 11.782 Svissn. franki 103.73 104.31 104.02 Japanskt jen 0.9183 0.9237 0.921 SDR 142.69 143.55 143.12 Evra 113.63 114.27 113.95 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 144.4971 Hrávöruverð Gull 1231.5 ($/únsa) Ál 1879.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.76 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eimskipafélag Íslands hefur fengið nýtt gáma- flutningaskip af- hent, og mun það sigla undir fær- eyskum fána, að sögn Ólafs W. Hand, upplýsinga- fulltrúa félagsins. Skipið, sem upp- haflega hét Sophia, hefur fengið nafn- ið Selfoss. Eldra skip með sama nafni var selt fyrir nokkrum misserum. Í febrúar sl. tilkynnti Eimskipa- félagið um sölu á skipi sínu Brúar- fossi, sem var smíðað árið 1992. Sel- foss, sem er smíðaður árið 2008, mun leysa það skip af hólmi. Selfoss er 700-gámaeiningaskip og er með svipaða burðargetu og Brúarfoss, en er öflugra skip að öðru leyti, að sögn Ólafs. Eimskip rekur núna 21 skip eftir þessar breytingar. tobj@mbl.is Nýr Selfoss til Eimskips STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þrjú hundruð rúmmetrar af vatni á dag renna í gegnum nýja vatns- hreinsistöð Coca Cola á Íslandi, sem er sögð sú fullkomnasta hér á landi. Fyrirtækið notar 3,9 lítra af vatni til að framleiða hvern lítra af drykk, en vatnið sem um ræðir er notað til hreinsunar, kælingar og fleira. Stöðin skilar vatninu frá sér í nær sama ástandi og það var í þegar tekið var á móti því til drykkjargerðar, eða tíu sinnum hreinna en krafist er sam- kvæmt lögum. Allt vatn, þar á meðal skolp, fer um stöðina sem kostaði um 350 milljónir króna og árlegur rekstur kostar 30-40 millj- ónir. Stöðin er hluti af sjálfbærni Coca Cola á Íslandi, sem félagið tekur mjög alvarlega. „Sjálfbærni snýst um hvað þú gerir í dag til að viðhalda framtíðinni,“ segir Carlos Cruz, forstjóri félagsins, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að sjálfbærnin sé þrískipt; samfélags- leg, hagræn og umhverfisleg. Öryggi og heilsa Í hagræna hlutanum er öryggi starfsfólks og heilsa í fyrirrúmi að sögn Carlosar. „Þar erum við vottuð samkvæmt ISO 18001 gæðastaðlin- um, og stuðlum að auki markvisst að heilsusamlegu lífi starfsmanna til að líf þeirra verði gott í framtíðinni,“ segir Carlos. Hann segir að enginn sé fullkominn og nokkur slys hafi orðið á síðasta ári .„Það urðu til dæmis slys í dreifing- unni vegna þess að bílstjórarnir voru einir að flytja bjór við erfiðar aðstæð- ur. Nú eru alltaf tveir menn í öllum bílum.“ Hluti af hagræna hlutanum er fjölbreytni og jafnrétti. „Við erum ekki jafnlaunavottuð ennþá, en við stefnum þangað og stjórnendateymið okkar er nú þegar tveir karlar og tvær konur.“ Hlutfall kvenna í verk- smiðjustörfum er þó enn aðeins 30%, en Carlos segir stefnt að jöfnu hlut- falli kynjanna þar líka. Starfsfólk fé- lagsins er af 15 þjóðernum og for- stjórinn er stoltur af því. Hluti af sjálfbærninni er kröfur sem gerðar eru til samstarfsaðila. „Við hættum til dæmis viðskiptum við vínheildsala í Afríku þegar fréttist að hann færi ekki nógu vel með sitt starfsfólk.“ Carlos segir fyrirtækið meðvitað um þátt sykurs og áfengis í ýmsum nútímasjúkdómum, og bjóði því fjöl- breytta og vel merkta valkosti hvað stærðir og sykurmagn varðar. Þá sé endurgjöf til samfélagsins í formi styrkja einnig hluti af sjálfbærninni. Í umhverfismálunum er félagið með ISO 14001 vottun, en hluti af henni er að allar vörurnar eru endurvinnan- legar. „Við höfum sett okkur ný markmið í orkusparnaði og munum slökkva á vélum okkar um helgar.“ Skila vatninu jafn hreinu til baka og það var í byrjun Morgunblaðið/Eggert Umhverfi Skrautfiskarnir í vatnshreinsistöðinni þurfa að geta lifað góðu lífi í hreinsuðu vatninu í fiskabúrinu. Sjálfbærni » Fyrirtækið hefur gefið út ítarlega sjálfbærniskýrslu, annað árið í röð. » Móðurfélagið CCEP er skráð á markað sem leggur enn ríkari kröfur á íslenska félagið. » 1% af veltu fer í samfélags- styrki, um ein milljón evra. » Verksmiðjan hér verður í lok árs fyrsta Coca Cola-verk- smiðjan í heiminum með eng- an útblástur koltvísýrings.  Áhersla á sjálfbærni hjá Coca Cola á Íslandi  Samfélagsstyrkir 1% af veltu Carlos Cruz Hagar skiluðu 4.036 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári, en því auk 28. febrúar síðastliðinn. Hagn- aðurinn svarar til 5,0% af veltu félagsins. Vörusala Haga á síðasta rekstrar- ári, frá mars 2016 til febrúar 2017, nam 80,5 milljörðum króna og jókst um 2,7% frá rekstrarárinu á undan. Þess má geta að meðaltal vísitölu neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,40% á milli sömu tímabila. Framlegðin hjá Högum nam 20,0 milljörðum króna og reyndist 24,8% á rekstrarárinu, en hún var 24,4% árið á undan. Afkoma fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta (EBITDA) nam 6,0 milljörðum króna, en var 5,7 millj- arðar króna árið áður. EBITDA- hlutfall var 7,5%, en var 7,2% rek- starárið á undan. Handbært fé frá rekstri á rekstr- arárinu nam 5,8 milljörðum króna og jókst lítillega á milli ára. Handbært fé í lok febrúar var 2,5 milljarðar króna og lækkaði um 1,3 milljarða á rekstrarárinu. Heildareignir samstæðu Haga námu 30,1 milljarði króna í lok rekstrarársins. Eigið fé var 17,4 milljarðar og eiginfjárhlutfall 57,8% í lok febrúar. Stefna Haga er að greiða hluthöf- um arð sem nemur að lágmarki 50% hagnaðar, auk kaupa á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka hlutafé. Sam- hliða kaupum félagsins á Lyfju og Olís hefur stjórn Haga hins vegar ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu og leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur út arður til hluthafa árið 2017. sn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslun Finnur Árnason er forstjóri Haga sem á gott rekstrarár að baki. Hagnaður Haga var 4 milljarðar  Vörusala jókst um 2,7% á nýliðnu rekstrarári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.