Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 20
Rannsóknarnefnd Alþingis – vinnubrögð og málsmeðferð Meginniðurstaða rannsóknarnefndar Al- þingis, sem skipuð var einum manni, til þess að rannsaka þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á tæplega 46% hlut rík- isins í Búnaðarbanka Ís- lands hf. á árinu 2003, var að Ólafur Ólafsson hefði blekkt íslenska ríkið um þátttöku téðs þýsks banka. Nefndin kynnti þetta í beinni útsend- ingu, án þess að Ólafi hefði verið kynnt skýrslan fyrst. Allt frá því að nefndin var skipuð lá leynt og ljóst fyrir að skýrslan var gerð í þessum tilgangi, það var beinlínis tilefnið fyr- ir skipun nefndarinnar. Við málsmeðferð nefndarinnar setti Ólafur fram ítrekaðar óskir um aðgang að gögnum nefndarinnar og að hann fengi andmælarétt. Nefndin hirti ekkert um þessar óskir og naut Ólafur því ekki réttlátrar máls- meðferðar. Markmið stjórnsýslu- og réttar- farslaga er að tryggja réttarör- yggi Á árinu 1993 voru sett stjórn- sýslulög hér á landi. Þau hafa að geyma almennar reglur um rannsókn og málsmeðferð í stjórnsýslunni, svo sem reglur um rétt málsaðila til að- gangs að gögnum máls, andmælarétt og rannsóknarregluna. Allt eru þetta grundvallarreglur er snerta réttarör- yggi borgaranna og þær hafa inn- byrðis tengsl. Aðgangur að gögnum er forsenda fyrir andmælarétti, og mál getur ekki talist nægilega upp- lýst samkvæmt rannsóknarreglu án þess að sjónarmið málsaðila liggi skýr fyrir. Ekki er úr vegi að rifja upp tilurð og markmið stjórnsýslulaganna. Færðar voru í letur meginreglur, sem höfðu mótast í stjórnsýslunni án þess að vera skráðar. Í athugasemd- um með frumvarpi að lögunum kem- ur fram að meginmarkmið þeirra sé að koma á festu í stjórnsýslufram- kvæmd og treysta rétt- aröryggi þeirra, sem þurfa að reiða sig á stjórnvöld. Ennfremur að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald með skýrum máls- meðferðarreglum. Vönduð stjórnsýsla er til þess fallin að leiða til upplýstra og vel ígrundaðra ákvarðana. Í stjórnsýslurétti er kennt að ákveðin fylgni sé milli geð- þóttaákvarðana og skeytingarleysis um vandaða málsmeðferð. Augljós brot gegn málsmeðferðarreglum eru vísbending um ómálefnalega stjórn- sýslu. Vönduð stjórnsýsla skapar aft- ur á móti traust málsaðila til þess er fer með stjórnsýsluvald. Við meðferð mála fyrir dómstólum gilda ennþá ítarlegri málsmeðferð- arreglur, þar sem grundvallarmann- réttindi sem felast í réttaröryggi eru tryggð. Þessum reglum öllum er ætl- að að samrýmast 70. gr. stjórn- arskrárinnar. Þar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með rétt- látri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óhlutdrægum dómstóli. Hið sama kemur fram í 6. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu, en þar seg- ir að þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns, eða um sök sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sett lög um rannsóknarnefndir Árið 2011 voru sett lög um rann- sóknarnefndir, nr. 68/2011, sem fela í sér heimild Alþingis til að setja á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka til- tekin mál. Í 10. gr. laganna er ákvæði með fyrirsögninni Réttarstaða ein- staklinga fyrir rannsóknarnefnd. Ef verkefni rannsóknarnefndar er að „gefa álit sitt á því, hvort til staðar kunni að vera lögfræðileg atriði sem gætu varpað ljósi á hvort tilefni sé til þess að þar til bær stjórnvöld kanni grundvöll ábyrgðar einstaklinga eða lögaðila“ á sá, sem til rannsóknar er, rétt á aðstoðarmanni, sbr. 1. mgr. 10. gr., hann skal eiga aðgang að gögnum málsins, sbr. 2. mgr. 10. gr. og and- mælarétt, sem í 3. mgr. 10. gr. er út- færður þannig að þeim, sem til rann- sóknar er, „skuli, innan hæfilegs frests, gert kleift að tjá sig um þá málavexti og lagatúlkun sem rann- sóknarnefnd íhugar að fjalla um í skýrslu sinni“. Ef verkefni nefnd- arinnar er skilgreint öðruvísi, nánar tiltekið að það sé eingöngu að „afla upplýsinga og gera grein fyrir máls- atvikum í máli“, eiga þessi réttinda- ákvæði ekki við samkvæmt orðum sínum og ef gagnályktað er frá þeim. Lögin segja ekkert um réttarstöðuna í því tilviki. Í frumvarpi með lögunum um rannsóknarnefndir er fjallað um rétt- aröryggissjónarmið, og að rannsókn- arnefnd megi ekki fela dómsvald. Niðurstaða Í tilvikinu sem hér er til umfjöll- unar var réttaröryggi Ólafs ekki tryggt með nokkrum hætti, þrátt fyr- ir að hagsmunir hans af því hvernig um hann yrði skrifað hafi verið aug- ljósir. Svona málsmeðferð verður ekki lýst öðruvísi en sem pólitískum skrípaleik, sem skrifa verður bæði á ófullkomna lagasetningu og afstöðu þess sem fór með rannsóknarvaldið í umrætt sinn. Eftir Gísla Guðna Hall » Vinnubrögð við gerð skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um þátttöku þýsks banka í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. voru óforsvaranleg. Gísli Guðni Hall Höfundur er hæstaréttarlögmaður og setti fram ítrekuð erindi f.h. Ólafs Ólafssonar til rannsóknarnefndar Al- þingis meðan skýrslugerðin stóð yfir. ggh@law.is 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Á undanförnum ár- um hefur orðið mikil umræða um kvótakerf- ið og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrir- tækja. Að mörgu leyti hefur umræðan oft ver- ið um aukaatriði í stað aðalatriða. Frá því að kvótakerfið var sett á hafa ný vinnubrögð hjá forystusveit fyrirtækja í íslenskum sjávar- útvegi vakið athygli þar sem stjórn- un og stefnumörkun tekur í sífellt meira mæli á lögmálum markaðar- ins. Þessi fyrirtæki eiga það sam- merkt að hafa hæfa stjórnendur og betri fjárhagsstöðu. Stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin Samherji og HB Grandi hafa sýnt að þau eru með framúrskarandi rekstur. Þau hafa staðið vaktina oft við mjög erf- iðar aðstæður en hátt vaxtastig, sveiflur í gjaldmiðlum, sveiflur í olíuverði og fiskverði gera flestum það ljóst að mikil áhætta er í rekstri slíkra fyrirtækja. Stjórnendur þurfa að vera stöðugt á tánum þar sem miklir fjármunir eru bundnir í fasta- fjármunum og mikil óvissa er í fisk- veiðum auk þess sem sveiflur geta verið miklar í fiskverði. Óvissuþættir í rekstri sjávarútvegsfyrirtækis eru fjölmargir og ekki fyrir alla að stýra slíkum áhætturekstri af myndarskap eins og Samherji og HB Grandi hafa gert síðustu 25 árin enda fyrirtækin vaxið mikið og bætt rekstur sinn verulega. Samherji er íslenskt al- þjóðlegt fyrirtæki í fremstu röð og leitun að slíku fyrirtæki á heims- vísu sem hefur sýnt slíka framúrskarandi forystu og rekstrar- hæfni í áhætturekstri en eigendur og stjórn- endur hafa verið stöð- ugt á tánum og sýnt fá- dæma útsjónarsemi í sínum rekstri. Ég tel að flestir vilji svo öflug sjávarútvegsfyrirtæki til að nýta þessa mikilvægu auðlind okkar Íslendinga frekar en að hafa 15-20 sjávarútvegsfyrirtæki á framfæri Byggðastofnunar eins og var reynd- in í kringum 1990. Markaðsvæðing sjávarútvegsins og framsýni stjórn- enda Samherja og HB Granda hafa lagt grunn að framúrskarandi sjáv- arútvegi sem er ekki sjálfsagður eins og margir halda sem leggja eingöngu til aukna skattlagningu og ríkisvæð- ingu sem hefur aldrei verið vænleg þegar um áhætturekstur er að ræða og dæmin sanna. Fiskveiðistjórnun sem tekur mið af markaðslögmálum Á síðustu árum hafa myndast markaðir sem gera sjávarútvegsfyr- irtækjum kleift að beita nútíma- stjórnunaraðferðum til að hámarka arð sinn af auðlindinni. Vegna áherslu sjávarútvegsfyrirtækja á að hámarka tekjur af starfsemi sinni hefur hlutverk stjórnenda fyrir- tækjanna breyst þannig að vægi framleiðslustýringar og markaðs- mála hefur aukist. Framleiðslustýr- ingin er fólgin í nýtingu kvóta við- komandi fyrirtækja, en í dag er kvótaeign stærsta einstaka eign sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórn- endur laga framleiðsluskipulag og kvótasamsetningu að arðsemi mis- munandi valkosta í veiðum og vinnslu. Þannig er stýring kvótans til að ná hámarkstekjum orðin eitt af mikilvægustu stjórntækjum hvers sjávarútvegsfyrirtækis. Með tilkomu frystitogara hófu útgerðir þeirra að selja afurðir sínar undir eigin vörumerki á erlendum mörk- uðum í stað þess að nota sölusamtök sem söluaðila og komust þannig nær neytendum á helstu afurðamörk- uðum, en þannig fá þau betri tilfinn- ingu fyrir markaðinum og geta stýrt veiðum og vinnslu með skipulegri hætti og hámarkað þannig arð sinn af auðlindinni. Stjórnendur fyrir- tækjanna fylgjast einnig betur með verðbreytingum á afurðum og tíma- setja betur sölu afurða sinna. Á síðustu tveimur áratugum hafa komið fram verkfæri við stjórnun sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa gert stjórnendum kleift að stjórna á mun nútímalegri hátt en áður. Þessi nýju verkfæri eru kvótamarkaður, fiskmarkaður og hlutabréfamark- aður. Kvótamarkaður og fiskmark- aður gera fyrirtækjunum kleift að sérhæfa sig í veiðum og vinnslu ákveðinna fisktegunda með við- skiptum á fyrrgreindum mörkuðum. Hlutabréfamarkaðurinn hefur gert fyrirtækjum kleift að sækja fjár- magn á almennan markað til að styrkja eiginfjárstöðu og samkeppn- ishæfni þeirra eða til að kaupa á var- anlegum kvóta á markaði til að styrkja stöðu þeirra til lengri tíma. HB Grandi hf., er eina sjávarútvegs- fyrirtækið sem er skráð í Kauphöll Íslands en frá 1990-2000 voru nokkur fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkað sem hjálpaði mörgum fyrirtækjum til að ná hámarksárangri. Með auknu sjálfstæði fyrirtækj- anna í sölumálum hefur markviss starfsemi þeirra á erlendum af- urðamörkuðum samhliða fram- leiðslustýringu þeirra skapa fyr- irtækjunum möguleika á því að hámarka arðsemi. Hlutverk stjórn- anda sjávarútvegsfyrirtækis hefur því breyst úr því að vera að nokkrum hluta fyrirgreiðslustjórnandi sem sækir fjármagn til opinberra sjóða, í stjórnanda sem þarf að viðhalda tiltrú fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Á slíkum markaði refsa fjárfestar fyrirtækjum ef þau skila ekki við- unandi arðsemi. Markaðsvæðing sjávarútvegs- ins er nýr hugsunarháttur Markaðsvæðing sjávarútvegsfyr- irtækja er nýr hugsunarháttur við rekstur sjávarútvegsfyrirtækja þar sem notuð eru ný verkfæri sem lúta markaðslögmálum við stjórnun fyrir- tækjanna. Rétt beiting verkfæra og hæfni stjórnenda fyrirtækjanna til að beita þeim verður mikilvægasti þátturinn í rekstri slíkra fyrirtækja. Þessi verkfæri eru kvótamarkaður, fiskmarkaður, hlutabréfamarkaður, afurðamarkaðir, framtíðarmarkaður og gjaldeyrismarkaður. Sjávar- útvegsfyrirtæki sem tileinka sér ekki þessi nýju verkfæri verða undir í samkeppni við framsýn, markaðs- vædd sjávarútvegsfyrirtæki sem mun væntanlega hafa betra aðgengi að fjármagni á markaðinum í krafti betri afkomu. Á undaförnum árum hafa framsækin sjávarútvegsfyrir- tæki með framsýna stjórnendur náð afburðagóðum árangri í sínum rekstri sem hefur leitt til neikvæðrar umræðu frá aðilum sem aðhyllast aukna ríkisvæðingu og skattlagningu auðlinda. Mikilvægt er halda öllum staðreyndum til haga við slíka um- ræðu því sjávarútvegur er í eðli sínu mjög áhættusamur rekstur og marg- ir óvissuþættir sem þarf að taka tillit til við stjórnun slíkra fyrirtækja. Íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð Eftir Albert Þór Jónsson »Markaðsvæðing sjávarútvegsins og framsýni stjórnenda Samherja og HB Granda hafa lagt grunn að framúrskarandi sjávarútvegi sem er ekki sjálfsagður. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynsla á fjármálamarkaði. Barneignir hafa já- kvæð áhrif á laun karla en neikvæð áhrif á laun kvenna. Þetta sýna rannsóknir en þessu má breyta. Með því að auka dagvistunar- þjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólavist hefst má jafna stöðu kynjanna á vinnu- markaði. Einnig yrði þetta til að draga úr launamun kynjanna, auka hlut kvenna í stjórn- unarstöðum og gera þeim kleift að sækja fram á fleiri sviðum en nú er. Forgangsraðað í þágu jafnréttis? Á undanförnum árum hafa Sam- tök atvinnulífsins lagt mikið kapp á að tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Einna mikilvægast í því skyni er að bjóða börnum upp á pláss á leikskóla frá níu mánaða aldri. SA hafa áður lagt til að grunn- skólaganga hefjist við fimm ára ald- ur. Það myndi samhliða skapa svig- rúm til lækkunar á dagvistunaraldri og tryggja öllum börnum viðeigandi dagvistun frá því fæðingarorlofi for- eldra lýkur þar til skólaskyldu barnsins lýkur. Til að brúa bilið sem nú er til staðar neyðast foreldrar oft til að taka launalaust leyfi frá störf- um. Reynslan sýnir að sú byrði lend- ir oftar á konum sem þar af leiðandi verða af tækifærum á vinnumarkaði og dragast aftur úr varðandi starfs- framvindu og laun samanborið við karlmenn. Það eru því raunveruleg tækifæri til staðar til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þetta úrræði gerir hins vegar þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir skeri niður til ann- arra málaflokka og for- gangsraði í fjármálum hins opinbera. Að þessu verki þurfa bæði að koma sveitarfélög og ríki. Áhrifaríkasta leiðin? Nú liggur fyrir að jafnlaunavottun verður að öllum líkindum lög- fest. Eftir stendur spurningin hvort lögfesting sé áhrifaríkasta leiðin til að draga úr aðstöðumun kynjanna á vinnumarkaði. Það er auðvelt fyrir stjórnmálamenn að slá sig til ridd- ara með því að setja fram lög um jafnlaunavottun og láta fyrirtækin bera kostnaðinn. Jafnvel þótt það taki mörg ár að innleiða lögin og að erfitt verði að meta árangurinn af lagasetningunni fyrr en að löngum tíma liðnum. Samtök atvinnulífsins munu ekki láta sitt eftir liggja ef vilji er til að stíga alvöru skref til að auka jafn- rétti kynjanna. Örugg dagvistunar- úrræði frá níu mánaða aldri eru sennilega öflugasta verkfæri sam- félagsins gegn launamun kynjanna. Yfir til ykkar, stjórnmálamenn. Leikskóli frá níu mánaða aldri Halldór Benjamín Þorbergsson Halldór Benjamín Þorbergsson » Örugg dagvistunar- úrræði frá níu mán- aða aldri eru sennilega öflugasta verkfæri sam- félagsins gegn launa- mun kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.