Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 ✝ GeirharðurJakob Þor- steinsson fæddist á Siglufirði 14. desember 1934. Hann lést á Dval- ar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 4. maí 2017. Foreldrar hans voru Vilhelmina Theodora Tijmstra Loftsson, náttúrufræðingur frá Hol- landi, f. 26. janúar 1912, d. 28. október 1998, og Þor- steinn Bergmann Loftsson, yl- ræktarbóndi í Biskups- tungum, f. 17. febrúar 1911, d. 20. maí 1945. Bræður Geir- harðs eru: 1) Berghreinn Guðni Þorsteinsson, flugvirki, f. 17. febrúar 1936, maki Randý Sigurðardóttir. 2) Vil- hjálmur Þorsteinn Þor- steinsson, fiskifræðingur, f. 9. september 1943, d. 12. maí 2016, maki Stefanía Júl- íusdóttir. 3) Helgi Skúta Helgason, f. 21. ágúst 1953, bókaútgefandi í New York, maki Sharon Gallagher. Eig- inkona Geirharðs er Guðný Jónína Helgadóttir, leikari og kennari, f. 10. desember 1938. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík þann 18. mars 1957. Börn Geirharðs og Guð- nýjar eru: 1) Þorsteinn Geir- harðsson, arkitekt og iðn- hönnuður, f. 18. ágúst 1955. Fyrrverandi eiginkona hans sögumaður. Elsta dóttir Hall- dóru er Steiney Skúladóttir, dagskrárgerðarkona, f. 1990. Faðir hennar er Skúli Gauta- son, leikari. Börn Halldóru og Nicolasar eru: a) Flóki, f. 2003. b) Margrét Vilhelmína, f. 2006. Börn Nicolasar af fyrra hjónabandi eru: a) Niku- lás Stefán, myndlistarmaður, f. 1987. Hann á soninn Kára, f. 2014. b) Kolfinna, sviðs- listakona, f. 1990. Dóttir Kol- finnu er Unnur Oliversdóttir, f. 2016. Móðir þeirra er Hel- ena Stefánsdóttir. Geirharður lauk búfræðinámi frá Hvann- eyri 1952. Hann varð stúdent frá MA 1955. Hann lauk prófi í arkitektúr frá Tækniháskól- anum í München 1962 og starfaði sem arkitekt alla tíð. Geirharður vann að hönnun bygginga og skipulags og kom að mótun borgarsam- félags. Hann vann við undir- búning og hönnun Breiðholts- hverfa, og síðar við skipulags- hönnun efra Breiðholts, Fella- og Hólahverfis og Hjalla- hverfis. Geirharður hannaði Verkmenntaskólann á Akur- eyri og skólabyggingar og heilsugæslustöðvar víða um land. Hann var virkur félagi og formaður Arkitektafélags Ís- lands, sat í skipulagsnefnd Rvk. og tók þátt í norrænu skipulagssamstarfi. Geirharður var fyrsti for- maður Íbúasamtaka Skugga- hverfis og var í stjórn BHM um skeið. Síðustu árin vann hann hjá Skipulagi ríkisins. Útför Geirharðs fer fram frá Neskirkju í dag, 16. maí 2017, og hefst athöfnin klukk- an 13. er Dögg Káradótt- ir, félagsráðgjafi. Börn þeirra eru: a) Geirharður, líf- fræðingur, f. 1987. b) Arnrún, heilbrigðisverk- fræðingur í Sví- þjóð, f. 1989. 2) Helgi Geirharðs- son, véla- og iðn- aðarverkfræð- ingur, f. 14. desember 1960. Eiginkona hans er Kristín Helga Gunn- arsdóttir, rithöfundur. Börn þeirra eru: a) Birta Kristín, orku- og umhverfisverkfræð- ingur, f. 1988. Sonur Birtu er Ólíver Helgi Gíslason, f. 2010. b) Erla Guðný, jarðfræðingur og jöklaleiðsögumaður, f. 1993. c) Soffía Sóley, mennta- skólanemi, f. 1997. 3) Kor- mákur Geirharðsson, kaup- maður, f. 10. nóvember 1963. Eiginkona hans er Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, athafnakona. Elsta dóttir Kormáks er Kristín Sólveig, BSc í rekstr- arverkfræði, f. 1993. Móðir Kristínar er Jóna Björk Grét- arsdóttir. Börn Kormáks og Dýrleifar eru: a) Melkorka, verslunarstjóri, f. 1995. b) Hekla Björg, mennta- skólanemi, f. 2000. c) Hrafn- kell Tindur, f. 2005. 4) Hall- dóra Geirharðsdóttir, leikari, f. 12. ágúst 1968. Eiginmaður Halldóru er Nicolas Pétur Blin, líffræðingur og leið- Segðu mér það að morgni. Ég gleymi því oftar sem sagt er síðdegis, sagði tengdafaðir minn þegar hann fór að finna fyrir gleymskunni sem hafði hann hægt og bítandi undir. Hann var hugrakkur bardagamaður, einbeittur og alvörugefinn, ná- kvæmur, skapandi, fylginn sér og þrjóskufullur á stundum. Þannig tókst hann á við lífið og verkefnin, líka þetta síðasta. Lítil svört minnisbók varð líf- lína í brjóstvasa. Þar var allt skrifað og skráð sem annars gæti horfið. Próf í leigubíla- akstri, eftir að formlegum ferli arkitektsins lauk, var tilraun til að þjálfa hugann og málaralistin varð mikilvæg leið til tjáningar. Geirharður fæddist á Siglu- firði millistríðsáranna. Móðir hans, Vilhelmína, var hollensk landstjóradóttir. Hún gekk í barnaskóla á kóralrifi í Karíba- hafi, tók háskólapróf í náttúru- fræði og lagði svo í afdrifaríka útskriftarför til Íslands. Þar varð hún ástfangin af ungum eldhuga úr Dölum. Vilhelmína var náttúrubarn sem skákaði hefðum evrópska aðalsins. Hann var hreystimenni með stóra drauma. Þar var kominn efniviður í synina þrjá. Þor- steinn féll sviplega frá þegar synir hans voru á barnsaldri, lífsreynsla sem mótaði drengi. Eftir próf í búfræði frá Hvanneyri lá leiðin norður en móðir Geira hafði sest að í Lax- árdal. Þar fæddist hálfbróðir Geirharðs. Geiri fann ástina í mennta- skólanum á Akureyri. Ástin eina og unga var hún Dunna af Langanesi og fljótlega fæddist þeim Steini. Nýgift með soninn héldu þau til Þýskalands þar sem Helgi fæddist. Geira gekk námið létt með brennandi áhuga á byggingalist og skipu- lagi. Þegar heim kom hófst brauðstritið og félagsmála- vafstrið. Kommi mætti í veröld- ina og svo Dóra. Sex manna fjölskylda í Fossvogi með sí- amsketti. Ég hitti Geirharð fyrst þegar fjölskyldan var nýflutt á Lind- argötu. Ástfangin af stráknum sem fæddist í München vandi ég komur mínar í þá alþjóðlegu félagsmiðstöð sem heimili þeirra hjóna var. Dunna vann í Kramhúsinu og þau skutu oft skjólshúsi yfir erlenda farand- listamenn. Bandarískar djass- ballerínur, argentínskir tangó- dansarar og afrískir trommarar mættu manni á brókinni í eld- húsinu á Lindó. Hann var töff, þessi tengdapabbi, arkitekt á indverskum kufli sem dansaði afró og tangó í Kramhúsinu á milli þess sem hann teiknaði heilsugæslur og skólahús. Hringborðsumræður á Lindó tóku á öllu mannlegu. Þar kom allskonar fólk á ólíkum ferða- lögum og lífið var ljúft. Geiri var réttsýnn félagshyggjumað- ur, flaug oft hátt og hugsaði út fyrir alla rammana. Þau Dunna reistu sér draumakastala á æskuslóðum í Tungum og barnabörnin riðu með þeim um sveitir. Hús á hamri, hestar í mýri og Geiri sýslaði í ríkidæminu. Ég er þakklát fyrir samferð- ina og eilífa lífið hans Geira sem býr í mínum elskaða eigin- manni, dætrum og barnabarni. Þannig vefur lífið áfram sinn ei- lífðarþráð. Tengdafaðir minn hefur beislað sína gæðinga í hinsta sinn. Þá er gott að hugsa til þess að golan kyssi kinn á harðaspretti í annarri vídd. Elsku Dunna, dansinn var ykkar og ástríku minningarnar líka. Blessuð sé minning Geir- harðs Þorsteinssonar. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Elsku afi Geiri skilur eftir sig gjafir sem við systur þökkum á kveðjustund. Ævintýrin á Minni-Ólafsvöllum eru umvafin ljósi í huganum. Hross í haga og við að bjástra með afa. Garp- ur og hestarnir sem við elsk- uðum og Dymbill að sníkja brauð inn um eldhúsglugga. Hafragrautur með sólberjasaft í afahúsinu þegar það reis á hamrinum, músíkin og morgun- stundirnar fallegu. Við munum sundferðir og froskalappir og ótal kennslustundir í allskonar. Við finnum líka alltaf fyrir kraftinum, þrautseigjunni og eljuseminni sem hvetur okkur áfram löngu eftir að leiðir skilja. Lengst inní dal, djúpum dal inn í háum himinsal frelsi ég finn er ég ríð mína leið, yfir Hreppa, Holt og Skeið frelsi ég finn. Ég ætla að ríða í austur til Eyjafjalla því undurbjart er tunglskinið á jökul- skalla leysist sérhver vandi og allir fjötrar falla frelsi ég finn, já, frelsi ég finn. (Ragnheiður Á. Pétursdóttir) Kærleikur og þakklæti, Birta Kristín, Erla Guðný og Soffía Sóley Helgadætur. Geiri strákur. Ég held að glæsilegastan muni ég hann þar sem hann þeysti burt frá okkur á úlfald- anum eitthvað út í eyðimörkina við píramídana í Kaíró, þrjósk- ufullur og vel fær. Og hann hleypti honum á skeið. Það hafði kostað alvar- legt stapp að fá úlfaldahirðana til að láta eftir tauminn til blá- ókunnugs útlendings sem tók ekki í mál að láta teyma undir sér. Til þess var hann ekki kominn þessa löngu leið, heldur til þess að halda sjálfur um taumana og komast að því hvort hann réði við þessar stóru skepnur, og það gerði hann. 14. desember. Ég var rétt nýkomin inn í rúm á Landspítalanum með mitt fyrsta nýfædda barn eld- snemma morguns og dyrnar opnuðust varlega og stóð þar ekki Geirharður Þorsteinsson, örugglega í grænni skyrtu og rústrauðum buxum með fjórtán fjólubláa túlípana, hann átti sjálfur afmæli þennan dag eins og sá nýfæddi og fannst tilvalið að við héldum upp á þetta sam- an með fallegum túlípönum. Al- veg eins og honum fannst til- Geirharður Þorsteinsson ✝ Sigurður Jón-as Sigurðsson fæddist 5. mars 1939 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 7. maí 2017. Sigurður var sonur hjónanna Sigurðar Jónas- sonar, f. 24. des- ember 1901, d. 19. febrúar 1975, og Júlíu Óskar Guðnadóttur, f. 30. júlí 1907, d. 3. maí 1996. Systkini Sigurðar eru Helgi Hreiðar, f. 1934, og Jóhanna Guðný, f. 1940, d. 2013. Þann 24. júlí 1971 kvæntist Sig- urður Steinunni Bergljótu Árnadóttur, f. 29. okóber 1945. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 20. desember 1973. Maki Svanur Þorvaldsson, f. 1972. Synir Hildar eru Daníel Magnús, f. 1993, d. 1993, Daníel Arnar, f. 1994, og Gísli Aron, f. 1996. Börn Hildar og Svans eru Art- húr Darri, f. 2014, og Elísabet Eva, f. 2015. Börn Svans eru Viktor Ingi, f. 1999, og Isabella Nótt, f. 2006. 2) Arnar, f. 2. júlí 1975. Maki Margrét Sigrún Höskuldsdóttir, f. 1972. Synir þeirra eru Elvar Orri Palash, f. 2003, og Haukur Máni, Somdip, f. 2007. 3) Árni Fannar, f. 24. júlí 1980. Maki Giada Pezzini, f. 1981. Sigurður vann mestan sinn starfsaldur hjá Landssíman- um, einnig um nokkurra ára- bil hjá Olíufélaginu hf. og heildsölunni John Lindsey hf. Útför Sigurðar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 16. maí 2017, klukkan 13. Pabbi fæddist agnarsmár, stuttu fyrir upphaf seinni heims- styrjaldar. Hann var fyrirburi, rétt náði sex mörkum og „alveg sítrónugulur“ sagði amma Dúlla, mamma pabba, þegar hún rifjaði þetta upp. Það má teljast kraftaverk að hann skyldi braggast á þeim tíma þrátt fyrir þetta upphaf, en pabbi hafði sterkt hjarta. Í uppvextinum var pabbi alltaf kallaður Síjó en í hans fjölskyldu var sérstök nafnahefð. Afi var kallaður fullu nafni; Sigurður Jónasson. Amma var hinsvegar ekki þekkt undir öðru nafni en Dúlla og svo voru systkinin; Dassi, Síjó og Dúttí. Pabbi var litríkur karakter. Hann elskaði að vera á ferðinni, vera í bílstjórasætinu á sínum R 1165, hlusta á vínartónlist af kassettu, tralla með og hitta fólk hér og þar. Hann var húmorískur og stríðinn og lét gamminn geisa við gesti og gangandi. Pabbi var afar viljasterkur og ef hann beit eitthvað í sig var því ekki auðveldlega viðsnúið. Hann var reglufastur og hugsaði vel um allt sitt. Hann talaði gegn því að taka lán, við áttum að safna fyrir hlutunum og vera nægju- söm. Hann vildi sjálfur endur- nýta og ef eitthvað þurfti við- gerðar við var pabbi fljótur að bregðast við og bílaviðgerðir voru alveg hans ær og kýr. Pabbi var hamhleypa til verka í flutn- ingum og öðrum framkvæmdum. Maður mátti hafa sig allan við að fylgja honum eftir og hann mátti engan tíma missa. Fyrir rúmlega ári vorum við Beta mín að heim- sækja pabba á Eir, sem hafði þá hrakað mikið og ég var ekki viss um að hann þekkti mig ennþá. Ég sagði honum að ég ætti nú orðið aftur tvö lítil börn. „Ja hérna, þú sem ert alltaf í þessum hægagangi,“ sagði pabbi og dæsti aðeins með bros í augun- um. Ég vissi þá að hann var svo sannarlega ekki alveg farinn frá okkur. Við pabbi vorum ekki alltaf í sama takti og þar mættust stundum stálin stinn. Hann erfði hinsvegar aldrei neitt við mig og var mættur strax ef hann vissi af því að mig vantaði aðstoð. Hann var endalaust að hjálpa með Danna og Gísla þegar þeir voru yngri. Ef þeir voru veikir stóð ekki á því að pabbi mætti með kók og passaði að það væri örugglega með rauða miðanum. Pabbi greindist með Alzheim- ers-sjúkdóminn árið 2011 og hafði þá borið einkennin í tvö ár. Hann missti hinsvegar aldrei húmorinn og var ávallt léttur í lund þó að veikindin ágerðust. Síðustu vikuna varð okkur ljóst að pabbi var ekki á því að yfir- gefa okkur strax þó að líkaminn vildi hvíld. Pabbi var með sterkt hjarta alveg fram á síðustu stundu. Elsku pabbi, ég hugsa oft til heilræðanna þinna, þetta tók bara langan tíma að síast inn. Þegar ég kveð þig núna er mér efst í huga þakklæti fyrir þig og öll þau mikilvægu gildi sem þú stóðst fyrir. Takk fyrir öryggið, takk fyrir tryggðina, takk fyrir umhyggjuna, takk fyrir að setja fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti. Ég veit að það verður ekki lognmollan í kringum þig í Sum- arlandinu heldur og þú munt passa vel upp á okkur öll. Það er og verður alltaf bara einn Síjó. Þín Hildur. Ég á margar góðar minningar um hann afa minn en þegar ég minnist afa Síjó er það sem stendur fyrst og fremst upp úr hvað honum fannst mikilvægt að vera alltaf léttlyndur í lífinu. Þetta predikaði hann við mig í hvert einasta skipti sem við hitt- umst og ég sem barn og ungling- ur var aldrei neitt mikið að spá í þessum orðum. Það var hans mottó í lífinu að vera léttur í lundu og smitaði hann því frá sér af mikilli list. Þegar ég var á hæsta stigi ung- lingaveikinnar og oft erfiður í samskiptum var hann aldrei að gera neitt veður út af því og hélt áfram að vera hressi, hjálpsami og skemmtilegi grallarinn sem hann var. Afi var alltaf reiðubúinn að hjálpa manni við allt milli himins og jarðar. Hann var endalaust tilbúinn að skutla okkur Gísla hvert sem við þurftum að kom- ast, þar sem okkur bræðrum þótti nú strætó ekki nægilega góður fyrir okkur á þeim tíma. Ég vona það svo innilega að hann viti í dag hversu þakklátur mað- ur er honum fyrir alla þessa hjálp og visku sem hann miðlaði til manns sem ungs manns. Nú að leiðarlokum átta ég mig á því meir og meir hversu mikið þessi orð um léttlyndi hafa fylgt mér og hvernig ég hef ómeðvitað haft þau í huga gegnum árin. Að taka sjálfan sig ekki of alvarlega og passa upp á það að vera já- kvæður í lífinu almennt. Einu get ég lofað, ég mun halda áfram að fylgja þessu þangað til ég hitti hann næst. Daníel Arnar Magnússon. Sigurður Jónas Sigurðsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR WÍUM, Hraunbæ 13, Hveragerði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Hjördís E. Jónsdóttir Katrín Guðlaugsdóttir Kristján U. Nikulásson Hjörtfríður Guðlaugsdóttir Stefán Þór Sveinbjörnsson Hjördís Harpa Guðlaugsd. Tryggvi Hofland Sigurðsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFRÍÐUR MÖLLER GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalshrauni 5, Hafnarfirði, varð bráðkvödd aðfaranótt 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björn Möller Magnús Möller Bergljót Hreinsdóttir Guðmundur Möller Ingibjörg Þórisdóttir Þórður Möller Þóra Möller Halldór P. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.