Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 23
valið fyrir nokkrum árum þegar ég keypti mér sandspildu upp undir Heklu, að færa mér mál- band, og það var ekkert smá málband, það var stórtækt eins og hann sjálfur því það mælir bara í hekturum og ég geymi það í skottinu á bílnum. Ég kynntist þeim hjónum Guðnýju og Geira unglingur þegar við Guðný lentum saman í bekk í leiklistarskóla SÁL sælla minninga. Og á þeirra gjöfula heimili áttum við alltaf athvarf hvort sem var til eilífra fundarhalda, tímafrekra veislu- halda eða þess sem mikilvægast var, að seðja hungrið því þetta var fyrir tíma listrænna náms- lána. Og alveg fram á þennan dag hef ég notið gestrisni þeirra í Biskupstungunum í Örkinni hans Geira. Húsi sem á engan sinn líka í litavali, sköpulagi og staðsetn- ingu. Örkin hans sem strandaði þarna uppi á kletti við fljótið og kemur til með að vitna um hann vonandi um aldur og ævi. Hann var úr Biskupstungun- um og hann var Hollendingur. Hann var arkitekt og dans- ari, búfræðingur og listmálari, leigubílstjóri og hestamaður, fljóthuga og íhugull heimsborg- ari og sveitamaður. Ég er löngu byrjuð að sakna þess að þrefa við Geirharð næturlangt, og dansa við hann dögum saman. Hann hafði gaman af mér og ég hafði gaman af honum, þannig var það nú og nú er það búið. En fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Vinur minn, Geirharður Þor- steinsson arkitekt, er horfinn yfir móðuna miklu eftir nokkur erfið sjúkdómsár. Geirharður kom til náms í München haustið 1955, en þá hafði ég verið þar í tvö ár. Mér er enn í fersku minni haustdag- urinn þegar hann kom í fyrsta sinn inn á matsalinn þar sem við landarnir héldum til og snæddi með okkur hádegisverð. Hægur og yfirvegaður, fjall- myndarlegur, fámáll. Að venju var reynt að grínast við nýlið- ann, en hann svaraði vel fyrir sig, pollrólegur. Honum var vel tekið og féll hann strax í hóp- inn. Það varð strax góður vin- skapur með okkur og síðar með konu hans, Guðnýju, sem alltaf var kölluð Dunna á München- arárunum. Fjölskyldur okkar héldu mikið saman og ekki síð- ur börnin, eftir því sem þeim fjölgaði. Það var hugsanlega eðlilegt framhald af búfræðinámi Geir- harðs að velja sér vélaverk- fræði, en hann skipti eftir tvö ár yfir í arkitektúr. Við áttum saman margar stundir í rök- ræðum um húsagerðarlist, en ég hafði verið fyrsta árið mitt við TUM í arkitektúr. Við vor- um báðir vinnusamir í skólan- um, en við stunduðum þó báðir íþróttir; frjálsar íþróttir á sumrum undir stjórn Friðleifs Stefánssonar, landsliðsmanns í þrístökki, og eitthvað var um skíðaferðir í Ölpunum á vetrum. Þegar Geirharður kom heim frá námi var ég búinn að aðlag- ast aðstæðum hér heima og meðal annars búinn að fá bygg- ingarlóð og var það í fimm húsa raðhúsi. Varð það úr að Geir- harður teiknaði húsin. Fjögur þeirra voru teiknuð utan um innigarð, „atrium“, sem skapaði skemmtileg rými, en það fimmta var nokkuð frábrugðið. Ánægja var með þessa frum- raun arkitektsins og bjuggu flestir frumbyggjanna þar í meira en aldarfjórðung. Eftir kynni okkar Geirharðs af fjöl- breytileika í þýskum bygging- ariðnaði fannst mér skemmti- legt að reyna eitthvað slíkt í eigin húsi. Vinafólk okkar byggði húsið við hlið okkar og varð úr að láta forsteypa veg- geiningar 1. hæðar þessara tveggja húsa í verksmiðju. Sá Steinstólpi ehf. um þá fram- leiðslu. Við Geirharður höfðum mikla ánægju af þessari sér- stöku hönnun, sem tókst í alla staði mjög vel. Var þetta honum til sóma á allan hátt. Þessi tvö hús munu vera fyrstu eða með þeim allra fyrstu einbýlishúsum, sem reist voru í Reykjavík úr verksmiðju- framleiddum, steinsteyptum einingum. Nokkru síðar var Geirharður ráðinn til Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar, FB, og hannaði húsin í 1. byggingar- áfanga, ásamt Birni Ólafs og Ólafi Sigurðssyni. Síðar hafði hann heildarumsjón með skipu- lagi Fella- og Hólahverfis í Breiðholti 3. Allt leysti hann af alúð og góðum skilningi á þessu mjög sérstæða verkefni. Áttum við þar gott samstarf. Öll verk hans, húsbyggingar eða skipulagsverkefni víðs veg- ar um landið, voru leyst af hendi með alúð og nærgætni. Við hjónin og dætur okkar, Laufey og Anna, vottum Dunnu og börnum þeirra Geirharðs okkar dýpstu samúð. Minningin um frábæran vin og góðan félaga mun búa með okkur. Gunnar Torfason og Svana Jörgensdóttir. Kynslóðin sem nam arkitekt- úr í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar var mótuð af erfiðum að- stæðum þar í landi í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Finna varð skjótvirkar lausnir á hús- næðisneyð almennings. Með nýrri tækni og aðferðafræði í skipulagi var leitast við að móta opið og lýðræðislegt samfélag á rústum eldri hugmynda. Liður í endurreisn Þýskalands var sú stefna að bjóða útlendingum nám á hagstæðum kjörum. Hópur Íslendinga nam arkitekt- úr við þýska tækniháskóla á 6. og 7. áratug 20. aldar. „Þýska kynslóðin“, sem svo hefur verið nefnd, tók að setja mark sitt á íslenska byggingarlist um og eftir 1960 og var í faglegu for- ystuhlutverki í stétt arkitekta fram undir 1990. Áberandi fulltrúi þessa hóps var Geir- harður Þorsteinsson sem nam arkitektúr við tækniháskólann í München á árunum 1957-62. Snemma á ferli sínum fékk hann það mikilvæga verkefni að skipuleggja nýtt og fjölmennt íbúðarhverfi í Efra-Breiðholti ásamt Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt en saman ráku þeir teiknistofu um árabil. Áður hafði Geirharður með þeim Birni Ólafs og Ólafi Sigurðssyni hannað fjölbýlishús fram- kvæmdanefndar byggingaráætl- unar í Bakkahverfi. Við þá framkvæmd var stálmótum og byggingarkrönum beitt í fyrsta sinn hér á landi. Með byggingu 1.250 félagslegra leiguíbúða í Breiðholti tókst að leysa úr ára- tuga uppsöfnuðum húsnæðis- vanda í Reykjavík. Geirharður er minnisstæður öllum þeim sem honum kynnt- ust, maður með sterkar skoð- anir og brennandi hugsjón um að bæta samfélagið með verk- um sínum. Hverfið sem hann lagði allan sinn metnað í að móta sætti á tímabili harðri og oft á tíðum ómaklegri gagnrýni. Arkitektinn tók því mótlæti af yfirvegun og brást við því af málefnalegri festu. Hann gerði athugasemd við undirritaðan þegar láðst hafði að nafngreina skipulagshöfunda Fellahverfis í blaðagrein. Geirharður stóð stoltur með eigin verkum og gekkst við þeim – hvað sem al- menningsáliti leið. Byggingar hans bera auðþekkt höfundar- einkenni: mjúkar línur, ávöl horn og torf á hallandi þökum í sterkum samhljóm við íslenska náttúru. Helsta samkenni þeirra er viðleitni höfundarins að gefa nútímaarkitektúr mann- eskjulegt yfirbragð þar sem virðing fyrir þörfum notandans og félagslegri virkni bygginga og umhverfis var sett í öndvegi. Sagt er að tíminn sé hinn endanlegi dómari á ágæti hug- mynda í arkitektúr og skipu- lagi. Skoðanir fólks á Efra- Breiðholtinu hafa mildast með árunum. Hverfið er orðið gróið og kostir skipulagsins hafa komið betur í ljós. Í nýlegum útvarpsþætti kom fram að kyn- slóðin sem ólst upp í Efra- Breiðholti nýbyggðu og lagði þar grunn að merkum kafla í reykvísku listalífi ber sterkar og jákvæðar tilfinningar til þess umhverfis sem Geirharður átti drjúgan þátt í að móta. Að leið- arlokum getur hann sem arki- tekt litið stoltur um öxl. Honum og hans kynslóð tókst að setja fram hagkvæmar og raunhæfar lausnir á húsnæðisvanda al- mennings á Íslandi – viðfangs- efni sem okkar samtíð virðist standa ráðþrota andspænis. Fjölskyldu Geirharðs Þor- steinssonar votta ég innilega samúð. Pétur Hrafn Ármannsson. Andlát Geirharðs minnir á að af 20 manna hópi sem útskrif- aðist úr stærðfræðideild MA vorið 1955 hefur nú helmingur horfið á braut. Geirharður kom í skólann í 4. bekk lífsreyndari en mörg okkar sem fyrir vor- um, útskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri og hafði unnið hörðum höndum á skurðgröfu um sumarið. Barnsskónum hafði hann slitið í Biskupstung- um en síðan sótt skóla í höf- uðstaðnum. Við vorum á sama gangi í Nýjuvist þennan fyrsta vetur hans nyrðra, bárum oft saman bækur og varð vel til vina. Hann var alvörugefinn en þó glettinn og sagði skemmti- lega frá mönnum og málefnum. Geirharðs-nafnið sótti hann í móðurætt sína frá Hollandi og mig minnir hann vera fullfær í þeirri tungu, sem greiddi göt- una þegar kom að þýskunámi. Þetta var vinnusamur hópur, yfirgnæfandi af karlkyni öfugt við máladeildina, sambland Ak- ureyringa og ungmenna úr öðr- um landshlutum, sem löngum hefur verið einkenni MA. Áður en leiðir okkar skildu við stúd- entspróf hafði Geirharður fund- ið sinn lífsförunaut. Við héldum brátt til Þýskalands, hvor sín- um megin járntjaldsins, og leið- ir lágu ekki saman fyrr en á 10 ára útskriftarafmælinu. Hann var þá orðinn ráðsettur þriggja barna faðir og heimili þeirra Guðnýjar í hjarta Reykjavíkur. Stækkandi borg varð hans starfsvettvangur sem arkitekts og skipulagsfræðings. Lengi býr að því svipmóti sem hann setti á ný hverfi borgarinnar og nágrannabyggða, framsýnn og útsjónarsamur með endingar- gott vegarnestið frá München. Á fjörutíu ára samkomu bekkj- arins nyrðra 1995 skoðuðum við nýbyggingu Verkmenntaskól- ans undir leiðsögn arkitektsins Geirharðs, heildstæð og glæsi- leg húsakynni. Um það leyti var hann kominn til starfa hjá Skipulagi ríkisins og þar gat hann lagt gott til mála af langri reynslu. Fyrir um áratug kom hann okkur bekkjarfélögum á óvart þegar hann birtist sem frístundamálari og bauð til sýn- ingar á verkum sínum. Við viss- um að byrjað var að halla und- an, en glöddumst með honum yfir fallegum málverkum. Há- punktur samverustunda varð síðan um miðjan júlí 2011, þeg- ar hópur bekkjarsystkina lagði leið sína ásamt mökum um Þingvöll og uppsveitir Suður- lands í einmunablíðu. Við kom- um að kvöldi á æskustöðvar Geirharðs að Stóra-Fljóti og áttum ógleymanlega stund með honum og Guðnýju að Fljóts- hömrum, sérhönnuðu sumar- setri þaðan sem sá vítt um ná- grennið. Þótt óminnið leyndi sér ekki, ljómaði hann á þessu kvöldi og birtist okkur skemmtinn og fræðandi. Arf- leifð þeirra hjóna mun lengi lifa í góðum verkum og afkomend- um sem hlotið hafa góðan heim- anmund. Hjörleifur Guttormsson. Á fjörukambinum syðst á Skildinganesinu í Reykjavík stendur einbýlishús sem Geir- harður Þorsteinsson hannaði í upphafi ferils síns. Húsið er hvítt, ávalt í formi, gras á þaki, í senn traustlegt og mjúkt, tilbúið í hvers kyns Íslandsveð- ur og jarðskjálfta. Í þanghafinu fram undan stendur geirfugl Ólafar Nordal og horfir út yfir sjó og land eins og húsið hans Geirharðs. Það varð frægt á sínum tíma. Myndir af því birt- ust í alþjóðlegum tímaritum um arkitektúr. Hefði Geiri haft á því áhuga hefði hann getað var- ið starfsævinni í að hanna ýmiss konar útgáfur af þessu eina húsi víðs vegar um Evrópu. Hann hafði ekki áhuga. Hann vildi að sín evrópska menntun nýttist á Íslandi. Hér var svo sannarlega þörf fyrir vandvirka pælara eins og Geira. Fé og frægð voru ekki á hans áhuga- sviði. Hann lét í staðinn til sín taka á sviði félags- og skipu- lagsmála. Skipulag Breiðholts- ins í Reykjavík varð hans að- alsmerki í samvinnu við nokkra helstu arkitekta þeirrar tíðar auk fjölda stofnana og stórhýsa sem hann hannaði víða um land. Það má nefna apótek í Borg- arnesi, skóla á Þelamörk í Hörgárdal sem hann tók við af Sigvalda Thordarson eins og reyndar hönnun sjúkrahússins á Húsavík. Um þetta leyti kynntumst við Geira og hans heillandi fjöl- skyldu, Dunnu og krökkunum fræknu. Þetta var tími malar- veganna, yfirgengilegrar sauð- fjárræktar og verslunarhafta. Maður þurfti yfir hafið til að fá sér bjór. Ekki að undra þótt út- lönd hafi heillað. Atvinnuleysið í gjaldþrota grútarbræðslulandi varð útflutningsvara. Þeir sem gátu forðuðu sér. En Geirharð- ur var kominn heim til að búa til nýtt Ísland. Langar samræð- ur við hann hvöttu okkur til há- skólavistar erlendis. Hann benti á þýðingu vitrænnar umræðu og nákvæmni í félagsgreiningu. Byggingar hans bera höfundi sínum vitni; ávalir kantar, sterklegar en samt mjúkar ein- ingar, leitandi línur. Kannski er það orðið sem lýsir Geirharði best – leitandi. Hann var alla tíð leitandi að lausnum, leitandi að afstöðu, óþreytandi í um- ræðum um stjórnmál og sam- félagsgerð. Hina pólitísku afstöðu drakk hann í sig með móðurmjólkinni; sonur merkiskonunnar Vilhelm- ínu Thymstra, dóttur landstjóra Hollendinga í fjarlægum ný- lendum, og Þorsteins Loftsson- ar, glæsimennis úr Dölunum sem gat gengið á höndum jafnt sem fótum. Þorsteinn og Vil- helmína stofnuðu gróðrarstöð að Stóra-Fljóti í Biskupstung- um og þar ólst Geiri upp. Undir lok ferils síns hannaði hann og byggði hús yfir þau Guðnýju og fjölskylduna í Reykholti þannig að eftir er tekið. Það er höll vindanna, stendur í klettaskarði ofan við byggðina þar sem heit- ir Fljótshólar, punkturinn yfir i- ið á glæsilegum ferli mikils arkitekts. Við söknum hans mikið. Gunnar og Hildur. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 14. maí. Jarðarför fer fram frá Kópavogskirkju laugardaginn 20. maí klukkan 11. Guðríður Magnúsdóttir Óskar Á. Sigurðsson Rebekka Alvarsdóttir Karen Rakel Óskarsdóttir Stefán Þór Helgason Guðríður Svava Óskarsdóttir Halldór Benjamín Guðjónsson Alvar Óskarsson Eydís Örk Sævarsdóttir Edith Ósk Óskarsdóttir Kristinn Dan Guðmundsson Kristín Eva Óskarsdóttir Ágúst Birgisson barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR aðalbókari, Skógarhjalla 8, Kópavogi, lést á University Clinical Hospital í Ljubliana 1. maí. Útförin fer fram í Kópavogskirkju föstudaginn 19. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Hallur Albertsson Harpa Hallsdóttir Bárður Steinn Róbertsson Svanhildur Björg, Hallur Breki og Orri Steinn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, mágkona, amma og langamma, HELGA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis að Löngumýri 19, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar á öldrunar- heimilinu Lögmannshlíð 11. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. maí klukkan 13.30. Guðfinna Ásdís Arnardóttir Þorsteinn K. Björnsson S. Inga Arnar Guðmundur Pétursson Erna S. Arnardóttir Haraldur Ólafsson Magnús Þór Arnarson Margrét Cela Bryndís Steinþórsdóttir ömmu og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Flögu, Skaftártungu, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 20. maí klukkan 14. Ásta Sigrún Gísladóttir Vigfús Gunnar Gíslason Lydía Pálmarsdóttir Sigurður Ómar Gíslason Þórgunnur María Guðgeirsd. Jóna Lísa Gísladóttir Örn Guðmundsson Sigurgeir Bjarni Gíslason Jóhanna Lind Elíasdóttir Sverrir Gíslason Fanney Ólöf Lárusdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.