Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 ✝ Guðjón S. Þor-valdsson fædd- ist 27. júlí 1950. Hann lést 4. maí 2017. Foreldrar hans voru Þorvaldur Guðjónsson, söðla- smíðameistari, f. 16. febrúar 1908, d. 28. mars 1996, og Elsa Dóra Guð- jónsson, húsmóðir, f. 30. janúar 1916, d. 17. mars 1992. Guðjón var næstyngstur fjögurra systkina. Þau eru Kar- ólína Hulda Þorvaldsdóttir, f. 29. nóvember 1937, Ragnar V. Þorvaldsson, f. 5. janúar 1944, og Jóhann H. Þorvaldsson, f. 19. ágúst 1951. Guðjón var ein- hleypur og barnlaus. Guðjón ólst upp í Smálönd- um í Reykjavík og bjó í for- eldrahúsum til 1984 er hann fluttist í eigin íbúð í Hraunbæ 170. Eftir grunnskól- ann fór Guðjón fljótlega að læra bifvélavirkjun og útskrifaðist í þeirri iðn frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann vann við bílaviðgerðir í mörg ár bæði hjá Vökli og síðan hjá Sambandinu. Hann starfaði einnig sem bílstjóri hjá Steypu- stöðinni og hjá flutningsfyr- irtækinu GG og síðan réð hann sig til Frumherja bifreiða- skoðun, þar sem hann starfaði sem skoðunarmaður og starf- aði þar uns hann lét af störfum vegna veikinda. Útför hans fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 16. maí 2017, klukkan 13. Við Gaui kynntumst 1983, þeg- ar ég keypti Plymmann af honum. Upp úr því myndaðist vinátta og sá hann um viðhaldið á kagganum alla tíð síðan. Vikulega snæddum við saman á laugardögum og var þá mikið rætt. Hann kvaddi þessa tilveru núna þegar drunurnar frá Kvartmílu- brautinni byrja að heyrast þetta árið, þar sem við vorum fastagest- ir í mörg ár! Kær kveðja, Gunnar Ólafur og fjölskylda, Vesturholti. Það er með trega og söknuði sem ég kveð bæði góðan vin sem og vinnufélaga. Ég kynntist þess- um góða dreng þegar ég hóf störf hjá Frumherja sem bifreiðaskoð- unarmaður árið 2006. Við áttum dýrmæta vináttu enda Guðjón ein- stakur, hvers manns hugljúfi sem og úrræðagóður og vandvirkur bifvélavirki sem vann sína vinnu af mikilli nákvæmi og sanngirni. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál en Guðjón hafði mikinn áhuga á hverskyns upptökum, hvort sem það var á filmu eða stafrænt og hafði hann gaman af að ræða þetta málefni en ég starfaði um árabil sem sýningarstjóri hér í bænum. Guðjón var húmoristi með ein- dæmum, stríðinn, glettinn í til- svörum og reytti af sér brandara sem fékk okkur til að hlæja mikið með þegar hann var að rifja upp gamla tíma. Það var mikið áfall fyrir alla sem þekktu Guðjón þegar hann greindist með illvígan sjúkdóm sem tók mikinn toll af honum og varð hann að hætta vinnu í kjölfar- ið um tíma. Honum tókst þó með ótrúlega aðdáunarverðri þraut- seigju og elju að komast aftur á fætur en hann var duglegur að ögra sjálfum sér og naut hreyfing- ar helst og útiveru mikið. Úlfars- fellið var eitt af þeim fjöllum sem hann reyndi að ganga sem oftast á, nærri í hvaða veðráttu sem var. Okkur vinnufélögunum til mik- illar ánægju náði Guðjón að hefja með okkur störf en sjúkdómurinn herjaði þó fljótt á hann aftur og kvaddi hann þetta líf eftir hetju- lega baráttu þann 4. maí síðastlið- inn. Æðruleysi Guðjóns var okkur svo sannarlega ljós í myrkri og kenndi okkur margt um hversu langt hugurinn getur borið okkur. Ættingjum og aðstandendum Guðjóns votta ég samúð mína. Hvíl í friði, kæri vinur. Kristinn Eymundsson. Guðjón S. Þorvaldsson Okkur systkinin úr Hjálmholtinu langar að minnast hans Manda frænda okkar með nokkrum orðum en þó samskiptin hafi minnkað í gegnum árin eins og oft vill ger- ast þá er Mandi órjúfanlegur hluti af okkar uppvexti. Eftir að foreldrar okkar fluttu úr Bogahlíðinni eftir fráfall Stef- áns þá bjuggum við alltaf undir sama þaki og horfðum eiginlega á okkur sem eina fjölskyldu en þar sem Svava frænka var úti- vinnandi, þá sá mamma um allan krakkaskarann. Þeir nafnar Þor- leifur Þór (Polli) og Þorleifur Valdimar (Mandi) eiga líka heið- urinn af gælunöfnum hvor ann- ars. Sagan segir allavega að þeg- ar þeir voru litlir gat Mandi ekki sagt Þorleifur og sagði Pollivur og Polli gat ekki sagt Valdimar og sagði Mandivar og hafa þessi gælunöfn fylgt þeim ætíð síðan. Þorleifur V. Stefánsson ✝ Þorleifur V.Stefánsson fæddist 4. sept- ember 1959. Hann lést 5. maí 2017. Útför Þorleifs fór fram 15. maí 2017. Mandi frændi var nær okkur í aldri og fylgdi hann því með í flest ferðalög og útileg- ur, fór með á Mýr- arnar og austur á Borgarfjörð. En eins og gengur og gerist breikkaði bil- ið á milli okkar eft- ir því sem við elt- umst og samgangurinn minnkaði en samt er það svo, í okkar tilfelli að minnsta kosti, að fjölskyldu- tengslin eru ríkari en margt annað og fengum við þannig fylgjast með þegar hann kynnt- ist Önnu sinni og skröltum sam- an í Skagafjörðinn í brúðkaupið þeirra. Við fengum líka að kynn- ast flottu drengjunum þeirra, Stefáni Óla og Magnúsi Smára, og verða þeir vonandi áfram hluti af stórfjölskyldunni. Það er stórt skarð hoggið í okkar rann með allt of ótímabæru fráfalli þessa góða drengs. Við vottum Önnu og strákun- um innilega samúð okkar og megi minning Manda lifa með okkur um ókomna tíð. Þorleifur, Stefanía, Jóhann og Bergrún Jónsbörn. ✝ Árni Ingi-mundarson, múrari, fæddist 10. júlí 1935 á Melhóli í Meðallandi. Hann lést á Landakots- spítala 6. maí 2017. Foreldrar hans voru Ingimundur Sveinsson bóndi, f. 2. febrúar 1893, d. 6. maí 1982, og Val- gerður Ingibergs- dóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1905, d. 8. ágúst 1994. Systkini Árna: Guðjón, látinn, Sveinbjörg Gróa og Bergur. Eiginkona hans er Guðrún Káradóttir og börn þeirra: Helgi Valur, f. 1966, og Ingvar Kári, f. 1968. Barnabörn Árna eru Andri Már Helgason, f. 1994, og Ævar Þór Helgason, f. 2000. Árni lauk sveins- prófi í múraraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1971 og starfaði við iðn sína alla tíð þar til starfsævi hans lauk. Útför hans fer fram frá Selja- kirkju í dag, 16. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku Árni. Ég kallaði þig reyndar oft afa og börnin mín þig langafa og þér leiddist það ekki. Þú hafðir skemmtilegan húmor, talaðir ekki af þér en bættir oft einhverj- um gullkornum í umræðuna og þá gjarnan í hnyttnari kantinum. Það var alltaf svo rólegt yfir þér, yfirvegaður og sóttist ekki eftir athygli. Þú varst hagleiksmaður sem tókst þér ýmislegt fyrir hendur, allt frá því að mála trjá- greinar upp í að smíða sumarbú- stað. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég set upp greinar um jól og páska. Þrátt fyrir að manna- mót væru ekki í neinu uppáhaldi þá lést þú þig ekki vanta á stór- viðburði hjá okkur í fjölskyldunni og þykir mér ótrúlega vænt um það. Á síðustu misserum fjaraði smátt og smátt undan en amma hélt ótrauð áfram að annast þig af mestu kostgæfni. En nú er kallið komið og lúnir leggir eflaust hvíldinni fegnir. Við fjölskyldan kveðjum þig með þessu ljóðbroti: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Perla Lund, Högni, Salka Heiður og Katla Móey. Árni Ingimundarson ✝ Dagmar Þor-bergsdóttir, Dæja, fæddist á Vopnafirði 26. maí 1939. Hún lést 24. apríl 2017. Hún var elsta barn hjónanna Þorbergs Ágústs Jónssonar frá Arnarnúpi í Dýra- firði og Guðrúnar Sigurjónsdóttur frá Skálum í Vopnafirði. Al- systkin Dagmars eru Sigur- björn Eðvald, f. 4. febrúar 1943, d. 2. ágúst árið 2016, Halldór Hilmar, f. 21. júní 1944, Hörður Steinar, f. 13. nóv- ember 1947, Rannveig Guð- björg Birgitta, f. 29. júní 1950, og Ágúst Rúnar, f. 26. sept- ember 1956. Hálfsystkin henn- ar sammæðra eru Gísli Vilberg Sigurbjörnsson, fæddur 2. júní 1936, d. 17. apríl 2011, og Erna Nilsen, fædd 29. desember 1934, en hún ólst ekki upp hjá móður sinni. Dagmar giftist Guðmundi Stefánssyni, skipstjóra, stýri- manni og vélstjóra, frá Karls- skála við Reyðarfjörð 4. nóv- ember 1961. Þau eignuðust þrjú börn saman, en fyrir átti Dagmar dótturina Margréti Kristínu sem Guðmundur ættleiddi og eru því börnin fjögur. Þau eru: 1) Mar- grét Kristín Guð- mundsdóttir, f. 6. apríl 1959. Hennar maki er Björn Ingi Sverrisson og börn þeirra eru: Anna Þorbjörg, Berglind Elva og Bryndís Kristína. Anna Þorbjörg á tvö börn, þau eru Funi Víborg og Íris Máney. 2) Guðrún Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 3. maí 1962, hún var gift Árnþóri Magnússyni og átti með honum börnin Guðmund Daða og Elínu Láru, drenginn Guðmar eignaðist hún með Ágústi Kárasyni. Guðmundur Daði á Indriða Örn og Elín Lára á Dagmar Júlíu, Rúnar Leó og stjúpdótturina Sigurrós. 3) Elín Ágústa Guðmundsdóttir, f. 11. maí 1963, gift Jóni Guð- mundssyni og þeirra börn eru Dagrún Malmquist og Guð- mundur. 4) Guðmar Guðmunds- son, f. 28. ágúst 1966, d. 28. nóvember 1987. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson.) Elsku mamma, það er skrítið að hafa þig ekki lengur hjá okk- ur í þessu lífi. Við erum búnar að eiga ljúfsárar stundir hjá pabba í Dagsbrún síðustu daga og margar minningar hafa kom- ið upp í huga okkar. Ef við för- um aftur í tíma þá yljar það okkar hjörtum hversu mikla umhyggju þú gafst okkur í æsku með öllum sögunum þín- um og ljúfum söngvum sem við fengum að heyra. Fallegu föt- unum sem þú bæði saumaðir og prjónaðir á okkur. Þú varst sjó- mannskona og þurftir að gera flestallt sjálf í fjarveru pabba og þú gerðir það að okkur virt- ist áreynslulaust. En í dag vit- um við betur og það er kannski það sem þú kenndir okkur mest og best, að vera sjálfstæðar og sterkar konur. Síðustu ár hafa verið þér erfið vegna veikinda þinna en í þeim veikindum sást vel hversu sterk manneskja þú varst. Það var góð tilfinning að vita að þú varst tilbúin að kveðja þetta líf og við vitum að þú ert komin á góðan stað með Guðmari bróður og fleiri ástvin- um. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þínar dætur Margrét, Guðrún og Elín (Magga, Gunna og Ella.). Dagmar Þorbergsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar dóttur minnar, ERLU LÓU ÁSTVALDSDÓTTUR. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ástvaldur Eiríksson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, TORFI GEIRMUNDSSON hárgreiðslu- og hárskerameistari, Hárhorninu við Hlemm, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 18. maí klukkan 13. Ingvi Reynir Berndsen Helga Hjaltadóttir Mikael Torfason Elma Stefanía Ágústsdóttir Lilja Torfadóttir Guðbjörg Árnadóttir Knútur Rafn Ármann Helena Hermundardóttir Bashir Geirmundsson Gemma Crockford Tryggvi Geir Torfason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI ÓSKAR GESTSSON, bifvélavirki og langflutningabílstjóri, Boðaþingi 22, frá Vík í Mýrdal, lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir Guðrún Dröfn Guðnadóttir Sigþór Ingvarsson Sigrún Harpa Guðnadóttir Guðmundur Þ. Ragnarsson Ögmundur Jón Guðnason Elísabet G. Þorsteinsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 32, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. maí klukkan 13. Ómar Sigurðsson Sigurbjörg Karlsdóttir Bára Sigurðardóttir Kristján O. Þorgeirsson Erla Sigurðardóttir Jón Arnar Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA STEFANÍA ÓLAFSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést laugardaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 31. maí klukkan 13. Ólafía G. Kristmundsdóttir Kristmundur Kristmundsson Ólafur Sörli Kristmundsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður, faðir og afi, GUNNAR RAFN GUÐMUNDSSON járnsmiður, Hálsaseli 37, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. maí. Guðrún Jónsdóttir Jóhanna og Jón og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.