Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 30
AFP Tæknistjóri Philby Lewis, tæknistjóri óperuhússins í Sydney, staddur í vélarherbergi þar sem öllum tæknibúnaði Joan Sutherland-salarins er stýrt. Endurbætur á óperuhúsinu í Sydn- ey í Ástralíu hefjast síðar í vik- unni. Frá þessu greinir Politiken , en óperuhúsið sem byggt var árið 1973 teiknaði danski arkitektinn Jørn Utzon. Markmið endurbótanna er m.a. að bæta hljóðvist aðalsalarins sem nefndur er eftir Joan Sutherland. Í frétt Politiken kemur fram að Utzon hafi á sínum tíma ekki gef- ist færi á að klára innra byrði hússins, sem síðar rataði á lista Unesco yfir menningarverðmæti veraldar. Ástæðan var sú að byggingarframkvæmdir töfðust og þegar ný ríkisstjórn tók við lá mönnum á að koma verkefninu hratt í höfn og þá var arkitekt- inum ýtt til hliðar. Samkvæmt frétt Politiken hefur með aðstoð tölvuhermis verið staðfest að hljóðvistin hefði verið framúrskar- andi hefði Utzon fengið að ráða, en í staðinn sátu menn uppi með mun lakari hljóðvist. Áætlaður framkvæmdatími er sjö mánuðir og ráðgert er að verk- ið kosti 273 milljónir ástralskra dala sem samsvarar rúmum 21 milljarði íslenskra króna, en taka á allan tæknibúnað aðalsalarins í gegn. Hinir fimm salir óperuhúss- ins verða opnir meðan á fram- kvæmdum stendur. Alls heimsækja átta milljónir manns húsið á ári hverju og hálf önnur milljón áhorf- enda sér sýningar hússins árlega. Endurbætur að hefjast 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 2. júní Fjallað verður um sumartískuna 2017 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 29. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Umfangsmesta myndlistarhátíð heims, Feneyjatvíæringurinn, hófst í síðustu viku og á laugardaginn, 13. maí, voru aðalverðlaun tvíær- ingsins, Gullbjörninn, veitt. Þau hlaut þýski skálinn sem hýsir verk Anne Imhof og nefnist það „Faust“. Verkið þykir einkar ögrandi og óhugnanlegt en í því fremja leik- arar gjörning undir glergólfi. Verðlaunin voru veitt við hátíð- lega athöfn og vekur athygli að að- eins sex ár eru liðin frá því Þjóð- verjar hlutu verðlaunin síðast og því aðeins einn tvíæringur milli verðlauna. Í það sinn var það verk Christoph Schlingensi sem hlaut verðlaunin en listamaðurinn lést áður en tvíæringurinn hófst. „Faust“ er fimm klukkustunda langur gjörningur og leikur tónlist mikilvægt hlutverk í honum. Verk- ið hefur notið mikillar athygli og aðsóknar og hafa langar biðraðir myndast við þýska skálann allt frá opnun hátíðarinnar, að því er fram kemur á vefnum Artnews. Sýning Egils Sæbjörnssonar, fulltrúa Ís- lands, hefur einnig vakið athygli og nefnir blaðamaður Guardian m.a. að hún létti aðeins þann alvarleika sem einkenni hátíðina í ár. AFP Áhugavert Leikarar fremja gjörning undir glergólfi í verkinu „Faust“. „Faust“ hlaut Gull- björninn í Feneyjum Stjórnendur kvikmyndahátíð- arinnar í Cannes hafa ákveðið að setja Netflix stól- inn fyrir dyrnar. Áður höfðu stjórnendur sam- þykkt að kvik- myndir frá streymiþjónust- unni mættu keppa um gullpálmann þrátt fyrir að hafa ekki verið sýndar í kvik- myndahúsum. Franskir kvikmynda- húsaeigendur brugðust ókvæða við og í framhaldinu ákváðu stjórn- endur Cannes að frá og með 2018 væri skilyrði fyrir keppnisþátttöku að myndir væru sýndar í frönskum kvikmyndahúsum. Samkvæmt frönskum lögum má ekki streyma kvikmyndum á netinu fyrr en þremur árum eftir að þær fara í almenna sýningu í kvikmynda- húsum. Stjórnendur Netflix vilja geta sett myndir á netið á sama tíma og þær eru sýndar í kvikmynda- húsum. Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst á morgun. Formaður dómnefndar í ár er Pedro Almodóvar. Pedro Almodóvar Setja Netflix stólinn fyrir dyrnar Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við verðum með frumsamda efnis- skrá, enda svoleiðis hljómsveit,“ segir Jóel Pálsson, saxófónleikari hljómsveitarinnar Anness sem leik- ur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30, en að vanda er aðgangur ókeypis. Auk Jóels skipa Annes þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Guð- mundur Pétursson á gítar og Einar Scheving á trommur. „Við munum leika eitthvað eftir alla meðlimi. Um er að ræða ný eða nýleg lög sem við höfum tekið upp á plötu sem væntanleg er í haust,“ segir Jóel, en um er að ræða aðra plötu sveitarinnar sem starfað hef- ur saman sl. fjögur ár. „Eini galli þessarar hljómsveitar er að meðlimir eru svo fáránlega uppteknir að það líður oft ansi langt á milli æfinga og tónleika. Það algjör hending að allir eru á landinu á sama tíma og því gripum við tækifærið og skelltum í eina óformlega tónleika. Það er alltaf rosalega gaman þegar við hittumst og spilum saman,“ segir Jóel og bendir á að allir hljómsveitar- meðlimir vinni að sólóverkefnum samhliða spilamennsku með Annes. Kemur stundum í bakið á mér „Eiginlega má segja að Annes sé bílskúrsband, enda æfum við í bíl- skúrnum hans Eyþórs. Við komum að starfinu á jafningjagrundvelli, því það er enginn einn sem leiðir starfið eins og oft vill vera þegar maður er að vinna með sína eigin músík og fær aðra til að spila með sér heldur erum við allir saman í þessu,“ segir Jóel og viðurkennir fúslega að það flæki stundum málið þar sem allir í hópnum séu vanir að stjórna sínum eigin verkefnum. Þannig séu í reynd fimm leiðtogar í hópnum. Spurður hvernig hljóm- sveitin vinni tónlistina segir Jóel að hver og einn komi með sitt lag og síðan skapi hópurinn útsetninguna í sameiningu. „Það er dimmt yfir lögunum mínum,“ segir Jóel og tek- ur fram að annars sé breiddin í tón- list Anness mikil. „Það sem límir þetta allt saman er hljóðfæraskip- anin og mannskapurinn. Þessir spil- arar eru allir sjóaðir og hver maður með nokkuð þroskaðan hljóm á sitt hljóðfæri eftir áralangt starf, sem er auðþekkjanlegur,“ segir Jóel sem sjálfur semur sína músík yf- irleitt á píanó. „Það kemur stund- um í bakið á mér þegar ég ætla að fara að spila laglínuna á blást- urhljóðfærin,“ segir Jóel kíminn. Að lokum er ekki úr vegi að for- vitnast um nafngift sveitarinnar. „Annes er vindasamur útnári. Okk- ur fannst nafnið lýsandi fyrir það sem við erum að gera á jaðrinum.“ „Fáránlega uppteknir“  Annes leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30  Á efnisskránni eru lög af væntanlegri plötu sveitarinnar Ljósmynd/Spessi Jaðar „Annes er vindasamur útnári. Okkur fannst nafnið lýsandi fyrir það sem við erum að gera á jaðrinum,“ segir Jóel Pálsson, saxófón- og bassaklarínettuleikari hljómsveitarinnar Anness sem kemur fram á Kex hosteli í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.