Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 4
Umhverfis landbúnaðinn:
Breyttar þarfir -
breyttar leiðir?
IBjarni Guðmundsson,
Landbúnaðarháskóla
íslands
Landbúnaður er ein elsta atvinnugrein mannkyns, rak-
in til þess tíma er maðurinn tók sér fasta búsetu og
hóf skipulega ræktun nytjajurta og kvikfjár. Framan af
fólst iðjan einkum í því að samræma daglegar lífs-
þarfir og þá möguleika sem verkkunnátta og kostir
umhverfisins veittu. Hvort setti hinu skorður. Um
langan aldur komu kynslóðirnar og fóru án þess að
byltingarkenndar breytingar ættu sér stað. ísland var
þar engin undantekning. Framleiðslumarkmið bænda-
samfélaga fyrr á öldum voru sjaldnast beinlínis tengd
gróða heldur ákveðnu jafnvægi á milli vinnuframlags
og uppfyllingar daglegra þarfa. Hins vegar hefur ver-
ið á það bent að neysluhyggja hafi unnið hugmynda-
fræðistríð tuttugustu aldar; að neysluþörfin gagntaki
nú huga margra í stað trúar, fjölskyldu og samfélags.
Einnig að neysla sé mörgum lífsfylling, jafnvel svo að
ráf um verslunarmiðstöðvar komi nú í stað kirkju-
göngu fyrri tíðar.
Stuðningur ríkis við ræktun varð til þess að bændur gátu mætt þörfum markaðarins fyrir
mat og hráefni til klæða. Hér plægja bændur, líklega í Mosfellssveit.
Ljósm.: Árni G. Eylands.
Þarfir manna eru misjafnar; sumar með-
fæddar en aðrar áunnar ellegar til orðnar
fyrir áhrif umhverfisins. Þeim hefur m.a. ver-
ið skipað í forgangsröð, raðað í pýramída,
frá sameiginlegum frumþörfum allra, er
grunninn mynda, til æðstu þarfa á toppi
hans:
• líkamlegar þarfir
• öryggi og vernd
• félagslegar þarfir
• þarfir sjálfsins
• sjálfstjáning
ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR
í ALDANNA RÁS
Landbúnaður er framleiðsla verðmæta.
Haldbær verður framleiðslan því aðeins að
hún eigi sér markað; eftirspurn er byggist á
þörf sem leitast er við að uppfylla. Með mik-
illi einföldun má skipta íslenskum landbún-
aði á sögulegum tíma I þrjú skeið:
• Hin einfalda samfélag - framleiðsla eink-
um til daglegra nauðþurfta innan ársins
.... 9.-19. öld.
• Landbúnaður sem mætir þörf vaxandi
markaða I verkaskiptu samfélagi .... 20.
öld.
• Landbúnaður á krossgötum .... I upphafi
21. aldar.
Með styrkingu ríkisvaldsins á efstu árum
19. aldar hófst samræmt átak til eflingar
landbúnaðinum til þess að mæta frumþörf-
um þjóðarinnar - þörfum fyrir mat og klæði,
sem brýnastar höfðu verið. Eftir hætti ríkti
sátt um framleiðslumarkmið landbúnaðar-
ins og Alþingi lagði honum til fé úr sameig-
inlegum sjóðum svo hann gæti mætt þörf-
unum hvað snerti bæði framleiðslumagn og
hraða, enda talið að þær væru sameiginleg-
ar öllum þorra landsmanna. Hvatningin
hreif svo sem til var ætlast og gott betur.
Framleiðsla varð umfram brýnustu þarfir og
úfar tóku að rísa með mönnum vegna ráð-
stöfunar opinberra fjármuna í þessu skyni.
Misræmi skapaðist á milli framboðs og
þarfa. Framvindan varð ekki séríslenskt fyr-
irbæri heldur eitt einkenni hins vestræna
heims. ! landbúnaðarumræðunni hefur
spurningin um fjárhagslegan stuðning sam-
félagsins verið miðlæg. Að hætti markaðar-
ins spyrja skattgreiðendur hvað þeir fá fyrir
peninginn, og mundiþá kreppa landbúnað-
arins ekki liggja í því að stórum hópum sam-
félagsins þykir sem þeir greiði fyrir nokkuð
sem þeir ekki fá - að þörfum þeirra sé ekki
fullnægt?
SVEITIRNAR BREYTA UM SVIP
Landbúnaðurinn býr við vaxandi sam-
keppni, markaðsmisræmi og breytt álit ým-
issa samfélagshópa. Athygli beinist að um-
hverfisáhrifum hans í víðum skilningi, allt
frá efnamengun, dýravelferð og til félags-
legra áhrifa í byggðum. Landbúnaðarstefna
flestra þróaðra þjóða miðar þó að sjálfbær-
um búskap þar sem hagkvæm, vistþekk,
dýravæn og arðgæf framleiðsla skal höfð
að markmiði.
Matvælaframleiðsla íslensks landbúnaðar
krefst nú minna landrýmis en áður og æ
stærri landssvæði liggja utan daglegrar um-
sjár bænda. Þótt gríðarlegar breytingar hafi
orðið í sveitum mótar búskapur þó enn stór
svæði landsins.
FREYR 10 2005