Freyr - 01.10.2005, Page 15
Þýzku leiðangursmennirnir leituðu fanga víða um land. í viðtali, sem Morgunblaðið tók við
dr. Brull, kom fram að leiðangurinn hefði haldið sig á Norðurlandi en fengið fálka senda
frá öðrum landsvæðum. Þessi mynd er trúlega tekin í Laxárdal þar sem aðalrannsóknin fór
fram. Þar komu leiðangursmenn upp felustað rétt hjá fálkahreiðri með fjórum ungum í. Úr
felustaðnum fylgdust þeir náið með öllu atferli fálkanna næstu vikurnar, frá 12. júní að
telja. Tóku Ijósmyndir og kvikmyndir. Og loks, þegar ungarnir voru að því komnir að geta
flogið úr hreiðrinu, handsömuðu leiðangursmenn þá.
FÁLKAR VORU EIN VERÐMÆTASTA
ÚTFLUTNINGSAFURÐIN
Frá fornu fari hafa veiðar með tömdum rán-
fuglum verið álitnar göfugastar veiða. Eftir-
sóttasti veiðifuglinn, sem þótti hæfa kon-
ungum Evrópu, var öldum saman íslands-
fálkinn, bæði vegna þess hve stór og tignar-
legur hann er en ekki síður vegna þess hve
snjall og vægðarlaus veiðifugl hann er. Fálk-
ar voru því lengi ein verðmætasta útflutn-
ingsafurð íslands. Heimildir munu vera til
um að íslenzkir fálkar hafi strax á elleftu öld
verið orðnir þekktir meðal konunga í Evr-
ópu, sem notuðu þá við veiðar og leiki. Á
12. öld voru íslenzkir fálkar seldir til Eng-
lands, sennilega fyrir tilstilli Norðmanna,
eftir því sem fram kemur í Islandssögu a-ö
eftir Einar Laxness (I. bindi bls. 119).
Áhugi þýzkra fyrirmenna á íslenzka fálk-
anum á sér langa sögu. Einn frægasti vitnis-
burður um hæfni íslenzkra fálka sem veiði-
fugla erfrá 13. öld, I riti keisara Hins heilaga
rómverska ríkis þýzkrar þjóðar, Friðriks II. á
Sikiley, en hann var lærdómsmaður um
fugla.
Á 15.-16. öld tóku ýmsir erlendir menn -
Englendingar, Hollendingar og Þjóðverjar -
fálkaveiðar á Islandi á leigu hjá Danakon-
ungi. Árið 1675 eru fyrst nefndir íslenzkir
fálkafangarar með konungsleyfi, en á
Bessastöðum var konunglegur fulltrúi
(„ferðafálkari") til fálkakaupa. Frá því um
1690 sótti sérstakt skip fálka um Jóns-
messu. Á Bessastöðum var reist fálkahús, en
flutttil Reykjavíkur árið 1763.
Árið 1691 voru fluttir út 98 fálkar og
1706 voru þeir orðnir 129. Blómatími fálka-
veiða á fslandi var 18. öldin. Árið 1764 voru
fluttir út 210 fálkar, en það var miklu meira
en eftirspurn var eftir, enda var mörgum
þeirra lógað ytra. 1766 var fjöldi útfluttra
grárra fálka takmarkaður við 100 árlega, en
engin mörk sett um hvíta og hálfhvíta, sem
voru eftirsóttastir, en fór fækkandi. Fálka-
veiðum á vegum konungs lauk árið 1806,
er 19 fálkar voru fluttir út.
Á 19. öld aflaði enskt áhugamannafélag
um fálkaleiki fálka á íslandi. Þá urðu Þjóð-
verjar sér úti um Islenzka fálka, því að (
fransk-þýzka stríðinu 1870-71 notaði þýzki
(prússneski) herinn þá til að granda bréfdúf-
um frá París, sem þá var umsetin.
Á 19. öld færðust í aukana fálkadráp af
hálfu erlendra manna, oft undir yfirskini vís-
inda. Þeir fluttu út hami og egg í stórum
stíl. Fálkum fækkaði, svo að stofninn var í
hættu. Á Alþingi fengu þó tillögur um frið-
un fálka ekki hljómgrunn; þvert á móti voru
þeir með lögum 1885 gerðir ófriðhelgir um
allt land. Skyldi rótgróin andúð fjárbænda á
ránfuglum hafi ráðið þessari afstöðu Al-
þingis?
Þegar fálkinn var tekinn upp sem skjald-
armerki Islands 1903 var hann með lögum
lýstur réttdræpur. Á Alþingi 1919 var hins
vegar samþykkt friðun fálka til 1930 (auk
arna til 1940). Eftir 10 ára ófriðhelgi var
hann að nýju friðaður til 10 ára, með lögum
1940, og friðun verið framlengd síðan.
Á tímabilinu frá sjöunda og fram á ní-
unda áratug 20. aldar sóttust erlendir
menn, einkum Þjóðverjar, eftir fálkum og
rændu bæði ungum og eggjum og smygl-
uðu úr landi. Þessir ungar, svo fremi sem
þeir lifðu hina ólöglegu flutninga af, end-
uðu gjarnan f höndum arabískra fursta sem
greiddu gríðarhátt verð fyrir. Voru nokkur
dæmi um að fálkaungaræningjar næðust
hér og hlytu refsidóma, en eflaust sluppu
mun fleiri.
VÍSINDALEIÐANGURINN SUMARIÐ
1937 HAFÐI 12 FÁLKA MEÐ SÉR ÚT
[ hinu áðurnefnda fágæta riti er að finna er-
indi sem flutt voru á ráðstefnu um rann-
sóknir á Islandsfálkanum í Braunschweig
þann 14. október 1937, haustið eftir leið-
angurinn. Hann hófst í Hamborg þann 22.
maí, er leiðangursmenn stigu um borð í
Dettifoss, skip Eimskipafélagsins, og sigldu
með honum alla leið til Akureyrar, með við-
komu í Hull, Færeyjum, Reykjavík og ísafirði.
I Reykjavík hittu leiðangursmenn, sem dr.
Heinz Brull fór fyrir, meðal annarra Magnús
Björnsson, þáverandi forstöðumann Nátt-
úrugripasafnsins, Þórodd Jónsson heildsala
og Gísla Sigurbjörnsson kaupmann, sem
gjarnan var kenndur við elliheimilið Grund.
Til Akureyrar komu leiðangursmenn þann
6. júní. Þar hittu þeir Kristján Geirmundsson
fuglafræðing, sem leiddi þá að fálkahreiðr-
um, fyrst f Glerárdal en svo í Laxárdal, þar
sem aðalrannsóknin fór fram. Þar komu
leiðangursmenn upp felustað rétt hjá fálka-
hreiðri með fjórum ungum í. Úr felustaðn-
um fylgdust þeir náið með öllu atferli fálk-
anna næstu vikurnar, frá 12. júní að telja.
Tóku Ijósmyndir og kvikmyndir. Og loks,
þegar ungarnir voru að því komnir að geta
flogið úr hreiðrinu, handsömuðu leiðang-
ursmenn þá.
Morgunblaðið birti viðtal við dr. Brull
þann 7. júlí, er leiðangursmenn voru á för-
um aftur frá íslandi. Birt er mynd af þeim dr.
Brull og aðstoðarmanninum Knoespel á þil-
fari Dettifoss í Reykjavfkurhöfn, með nokkra
af þeim tólf fálkum sem þeir höfðu með sér
út sitjandi fyrir framan sig á þar til gerðri slá.
I viðtalinu kemur fram að fálkarnir yrðu not-
aðir sem veiðifálkar á þýzkum fálkabúum
„það er að segja ef þeir þrífast þar". Brull
tjéði Morgunblaðinu að markmiðið með
förinni til (slands hefði verið að fá fálka til
rannsóknar á því hvernig þeir döfnuðu í
þýzku loftslagi. „Þessum fálkum verður
dreift á ýmis fálkabú í Þýzkalandi, í Thuring-
en, Sachsen, í veiðimannabú Hermann Gör-
ing stofnunarinnar f Braunschweig og tvo
tek jeg sjálfur með mjer á eigið bú á norð-
urströnd Þýzkaland," er haft eftir Brull.
Markmiðið sé að fá úr þvf skorið hvort lofts-
lagi sé um að kenna að íslenzkir fálkar hafi
fram til þessa ekki þrifizt suður á megin-
FREYR 10 2005
15