Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 18
FÓÐRUN Fóðurefnagreining - kjarnfóður - NorFor 1 ■l | NorFor 1 Norrænt fóðurmatskerfi Svíþjóð, Noregur, ísland og Dan- mörk hafa tekið höndum saman um uppbyggingu á nýju fóðurmatskerfi fyrir nautgripi. í þessari grein er fjallað um efnagreiningu á fóðri og rakin nokkur dæmi um greiningu næringarefna í kjarnfóðri. Greinin er önnur af þremur þar sem fjallað er um nýja NorFor-fóðurmatskerfið fyrir jórturdýr. í fyrstu greininni, sem birtist í 1. tbl. Freys 2005, var sjónum beint að markmiðum kerfis- ins og lýsingu á því. NÆRINGAREFNIN I FÓÐRINU f NorFor-fóðurmatskerfinu er fóðrið að- greint í næringarefnin hráprótein, NDF (trefjar sem leysast upp í hlutlausri sápu- lausn), sterkju, hráfitu, gerjunarafurðir, ösku og leifar (afgang sem er aðallega syk- ur). Mynd 1. Efnagreining á fóðri í NorFor (NDF = uppleysanlegt tréni í sápulausn og CHO = kolvetna- leifar/sykur). Nákvæmari lýsing á þvl hvernig næringar- efnin brotna niður við gerjun I vömbinni krefst raunar enn frekari greiningar (mynd 1). Próteinin skiptist I þrjá hluta. I fyrsta lagi hið ómeltanlega sem finnst í saur, óháð fóðrunaraðstæðum. I öðru lagi óuppleysan- legan hluta sem brotnar niður í vömb fyrir tilstuðlan vambarörvera. Þessi hluti er nefndur niðurbrjótanlegur þar sem við ger- um ráð fyrir því fyrirfram að hann brotni all- ur niður. Umfang niðurbrotsins stjórnast hins vegar af tvennu, annarsvegar hraða niðurbrotsins (sem er táknaður með kd. og mældur í % á klst.) og dvalartíma I vömb- inni. Þriðji hlutinn er uppleysanlegur í vatni. Það einkennir þennan hluta að brotna mjög hratt niður í vömb og við það losnar prótein fyrir örverurnar. PRÓTEINEIGINLEIKAR í KJARNFÓÐRI Tafla 1 sýnir dæmi um eiginleika próteins í fáeinum völdum kjarnfóðurtegundum. Töluverður munur er milli tegundanna. Sem dæmi má nefna að 66 % af hrápróteini I baunum er leysanlegt en aðeins 16 % í sojamjöli. Það skýrir hvers vegna sojamjöl hefur hærra AAT-gildi en baunir. Prótein- eiginleikar byggs og hafra eru einnig ólíkir. Lægra AAT-gildi í höfrum stafar m.a. af hærri leysanleika próteinsins og hraðara próteinniðurbroti (kdCP). Það veldur því á hinn bóginn að minna af próteini í höfrum flæðir aftur til þarma en af próteini í byggi. Niðurbrotshraði 11,6 %/klst. í byggi þýðir að á einni klst. brotna 11,6 % af byggpró- teininu niður í vömbinni. Algengt próteinfóður sem notað er til að auka AAT-innihald í kjarnfóðurblöndu er maísglúten. Hátt próteininnihald, lítill leys- anleiki og lítill flæðihraði veldur þvf að stór hluti próteinsins flæðir til þarma og gefur þannig af sér mikið AAT. Hlutfall ómeltan- legs próteins f kjarnfóðri er venjulega lágt og því skilst lítið af því út með saur. STERKJA í KJARNFÓÐRI Sterkja er mikilvægur orkugjafi fyrir vambarörverur. Það er vel þekkt að mikið af auðmeltanlegum kolvetnum í fóðri hemur Aska Fita Afgangur (CHO -sykur) Gerjunarafurðir Sterkja Leysanlegt Niðurbrjótanlegt Óniðurbrjótanlegt Prótein NDF - Niðurbrjótanlegt - Óniðurbrjótanlegt - Uppleysanlegt - Niðurbrjótanlegt - Óleysanlegt ; ... 1 18 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.