Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 26
STEINSMÍÐ I Steinsmíði Unnt er að nota náttúrulega steina víða sem kantsteina og í stoðveggi. Hleðslumenn hafa þar mikið svig- rúm til að skipuleggja og úthugsa góðar lausnir og vanda til þess sem vel á að standa. Það er sem fyrr norski blaðamaðurinn Helge Haug- en sem skrifar um steinsmíðina en viðmælandi hans er Erik T. Skrett- ing, fyrrverandi bóndi. Mikilvægt er að nýta steina úr nágrenninu en það styrkir heildaráhrif verksins í um- hverfi sínu. Gott er að byrja á að safna sam- an sem mestu af steinum og dreifa þeim um vinnusvæðið, þannig að auðvelt sé að velja rétta steina eftir því sem vinnunni vind- ur fram. KANTSTEINAR Eðlilegt er að afmarka hlöð og heimreiðar á bæjum með kantsteinaröð. Framhlið kant- steinanna á að vera 35-50 sm há og helst einn metri eða meira á lengd. Fyrst er grafin renna þar sem kanturinn á að liggja. Lausa efnið er fjarlægt og botninn jafnaður. Lag af púkki eða möl í rennunni auðveldar að koma steinunum fyrir. Þar sem kantsteinarnir eru lagðir í halla er hag- kvæmt að leggja drenlögn á bak við þá til að koma í veg fyrir úrrennsli og frosthreyf- ingar. Drenlögnin stuðlar einnig að því að halda umferðarsvæðinu þurru. Hæð kantsins fer eftir aðstæðum en hann verður að vera það hár að enginn freistist til að aka upp á hann. Til að gegna Steinunum hnikað á sinn stað. Það er mikil- vægt að fyrirfram ákveðinni línu sé haldið. - Kantsteinar og þessu hlutverki þurfa steinarnir að vera grafnir 15-20 sm íjörðu. Eftir að steinarnir eru komnir á staðinn og dreift hefur verið úr þeim velur hleðslumað- urinn steina sem falla vel saman, e.t.v. með því að höggva þá svolítið til. Þar sem sveig- ur er á veggnum er gott að nota sér eðlilega sveigju á steinunum eða þá að þar eru not- aðir styttri steinar. Steinar sem einungis passa á sérstökum stað eru lagðir fyrst. Því næst eru valdir steinar sem falla eðlilega að framhaldinu. Neðsta steinaröðin þarf ekki að vera endanleg í fyrstu og hleðslumaður- inn þarf að vera viðbúinn því að flytja þar til steina. Orðtakið segir að það þurfi að flytja stein sjö sinnum áður en hann er kominn á réttan stað. Sléttasta og fallegasta hliðin á steinunum er látin snúa fram þannig að sem minnst þurfi að fínhöggva. Minna máli skiptir hvort hliðin sem snýr inn sé ólöguleg, hún hverf- ur. Óklofnir steinar úr náttúrunni eru oft mjög breytilegir að stærð og lögun. Það getur því verið erfitt að hlaða áferðarfalleg- an vegg úr þessu efni. Steinarnir þurfa að vera sem einsleitastir, en að öðru leyti er verkið hið sama og úr tilhöggnu grjóti. Gæta þarf þess að fylgja þeirri línu, sem val- in hefur verið, bæði framhlið og að ofan. STOÐVEGGUR Þetta er veggur sem byggður er í halla til að fá láréttan flöt. Ef veggurinn er hár þarf að vanda til hans sérstaklega vel og þá einkum ef þung umferð er ofan á honum. Traustir stoðveggir verða að þola þunga umferð og titring frá henni. Við innkeyrsluna eru steinarnir lagðir í sveig. Þar er gott að nota steina með bogalínu. stoðveggir 3. þáttur Tilgangurinn með stoðvegg er, auk þess að móta framhliðina, að stækka lárétta flöt- inn frá veggnum og inn á við. f reynd er því veggurinn hafður brattari en hallinn sem hann stendur við. Af því leiðir að töluvert meira efni fer í það að fylla upp á bak við vegginn en í fljótu bragði er séð. Ef stoðveggur á að vera frambærilegur er gott að nota klofinn stein í hann. Þar sem skriðjöklar hafa farið um er þó oft unnt að finna flata náttúrulega steina sem eru góð- ir í svona hleðslu. Byrjað er á að fjarlægja alla mold þar sem veggurinn á að standa og helst grafa niður fyrir frost. Botninn er síðan jafnaður með smásteinum eða púkki. Fyrsta steinaröðin á að liggja minnst 15-20 sm undir yfirborð- inu. Undir eða bak við botnröðina er mælt með því að leggja drenlögn. Stærstu undir- stöðusteinarnir eru alltaf lagðir með lang- hliðina inn í vegginn. Gæta þarf þess að grunnur hleðslunnar sé hornréttur á úthlið veggjarins, til þess að koma I veg fyrir að hann skríði fram (hlaupi). Þrýstingur á yfirborðið bak við stoðvegg getur orðið afar mikill. Ef veggurinn á að þola umferð verður að „binda" hann. Það gerist með því að hluti steinanna er látinn ná langt inn í uppfylling- una aftan við vegginn. Hversu margir stein- ar það eru fer eftir aðstæðum en þeir verða vart of margir. Ef það er ber klettaveggur á bak við eða óstöðugt lausaefni, þarf að huga sérstaklega að þvf að leggja steina og fylliefni þannig að það skríði ekki á undir- laginu og þrýsti múrnum fram. Til að tryggja sig er unnt að bora holur fyrir steypustyrktarjárn eða sprengja burt pláss fyrir stóra hleðslusteina. Gætið þess að ekki séu settir steinar (uppfyllinguna sem mynda Við blómabeð er gott að nota steina með 20x20 sm þversnið. □ FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.