Freyr - 01.10.2005, Page 28
VIÐTAL
Ofbauð áherslan á
fjöldaframleiðslu og
hámarksafköst í
nútímalandbúnaði
Franskur dýralæknir hætti í faginu
og starfar nú á íslenskum leikskóla
I Vesturbæ Reykjavíkur býr og starf-
ar glaðlegur maður á miðjum aldri,
Benjamin Allemand. Hann er eins
og nafnið bendir til franskur að
uppruna, en hefur búið á íslandi um
árabil og reyndar komið víða við
um dagana. Eftir að hafa fengist við
dýralækningar í frönskum land-
búnaðarhéruðum snéri hann sér að
djassmússík, leik- og myndlist en
starfar nú sem leikskólakennari á
Marargötunni. Hans féllst á að
segja blaðamönnum Freys af sínum
sérstaka ferli.
„Ég er fæddur á sjötta áratugnum í Mið-
Frakklandi, héraði sem nefnist Le Puy en
Velais, í Haute Loire sýslu. Það er mjög
fallegt hérað, fjalllent og landbúnaður því í
fremur smáum stíl. Afi minn var kaupmað-
ur með korn, kol o.fl. Hann var bóndason-
ur, átti jarðarskika sem hann leigði bændum
til afnota, en var ekki sjálfur með skepnur.
Mér líkaði að umgangast dýrin sem strákur
og er það ein ástæða þess að ég fékk síðar
áhuga á að gerast dýralæknir. Auk þess
freistaði mín að sameina vísindi og líkam-
lega vinnu. Það leið svo um það bil hálfur
annar áratugur á milli þessa „innblásturs"
og þess að ég loks innritaðist í dýralækning-
ar í Lyon árið 1979. Ég náði erfiðu inntöku-
prófi í þriðju tilraun sem sýnir a.m.k. að ég
hafði mikinn áhuga á starfinu."
BURÐARERFIÐLEIKAR
OG ÞRAUTPÍNDIR GRIPIR
„Þegar ég hóf dýralæknastörfin á níunda
áratugnum eftir fjögurra ára nám kynntist ég
annars konar landbúnaði, landbúnaði sem
lagði áherslu á fjöldaframleiðslu og hámarks-
afköst. Fyrst var ég hálft ár á Bretanníuskaga
og síðan í Charolais í Mið-Frakklandi. í Char-
olais eru ræktaðar hvítar kýr til kjötfram-
leiðslu sem bera nafn héraðsins. Þar kynntist
FREYR 10 2005
ég öfgum í ræktun sem vöktu bæði undrun
mína og hneykslan. Kýrnar voru sæddar með
sæði úr völdum nautum til að kálfarnir yrðu
sem stærstir og kjötmestir. Vandamálin byrj-
uðu oft þegar kýrin átti að bera en þá gat
verið miklum erfiðleikum bundið að ná kálf-
inum út. Stundum var það gert með keisara-
skurði en oft brást að ná afkvæminu lifandi.
Og jafnvel eftir heppnaðan burð var kálfur-
inn eftir eina eða tvær vikur að sligast undan
eigin þyngd, með of veikt hjarta eða tauga-
bilun. Ég var kallaður út til að sinna mjókur-
kúm sem áttu við sömu sjúkdómseinkenni
að stríða ár eftir ár þar til að á endanum
þurfti að slátra þeim. Þá voru þær gjörsam-
lega á þrotum líkamlega og lifrin orðin ofvax-
in af offóðrun. Ég rek þessa sjúkdóma nær
eingöngu til þess að kýrnar voru keyrðar
áfram í stöðugri og mikilli mjólkurfram-
leiðslu. Dýralækninum er hægt að líkja við
slökkviliðsmann sem er kallaður út til þess að
slökkva elda. Hann mætir á staðinn og slekk-
ur eldinn en næsta dag kviknai í annars
staðar í fjósinu, slökkviliðið kallað út, slekkur
eldinn o.s.frv. Ekki einungis skepnurnar eru
blóðmjólkaðar heldur líka jörðin ef svo má
segja. Ég hef séð svæði í dalbotnum illa farin
af áburði sem þar safnast saman með rign-
ingarvatninu. Þeir verða að hálfgerðri eyði-
mörk í þurrkum."
BÚIN STÆKKA
OG SKULDIR BÆNDA VAXA
Aðspurður segir Benjamin að búin hafi
stækkað mikið á síðustu áratugum en ekki
svo gríðarlega síðustu ár. Mestu viðbrigðin
gengu yfir fyrir tveimur til þremur áratug-
um. „Bændurnir eru sjálfir heftir í þessu
kerfi sem heimtar stöðugt meiri framleiðslu
og framleiðni. Útibússtjórinn í Credit Agric-
ole („Búnaðarbankanum", sem til skamms
tíma hafði einkaleyfi á lánum til bænda) [
þorpinu kemur kannski að máli við bónd-
ann þegar sonurinn er væntanlegur heim úr
herþjónustu: „Nú líður að því að sonurinn
kvænist, er ekki þörf á að stækka búið? Ég
get útvegað þér lán og í framtíðinni gætir
þú verið með sextfu skepnur í staðinn fyrir
tuttugu." Þannig stofna bændur til skulda
um leið og þeir stækka við sig. Þeir eru svo
fjötraðir á höndum og fótum og gera hvað
þeir geta til að auka framleiðsluna. Annars
eiga þeir á hættu að tapa öllu."
Franskir bændur eru þekktir fyrir að
standa upp og mótmæla ef þeim finnst
á sér troðið. Er óánægja með þróun
tandbúnaðarins meðal bænda í Frakk-
landi?
„Margir bændur vilja geta haldið áfram
hefðbundinni framleiðslu. T.d. er hefð fyrir því
að framleiða osta heima á búinu og selja á
staðnum eða í nálægum bæjum. Þannig er
framleiðandinn í beinum tengslum við neyt-
andann. Sífellt strangari reglur Evrópusam-
bandsins, t.d. um sótthreinsun, gera mörgum
erfitt fyrir. Reglurnar eiga auðvitað einhvern
rétt á sér en vara sem seld er í heimahéraði
framleiðenda og þarf hvorki langan flutning
né mikla geymslu þarf ekki sömu meðferð og
fjöldaframleidda varan að mínu mati."
GJÁ MILLI DÝRALÆKNA OG BÆNDA
„Ég vann við dýralækningar í sjö ár en á
endanum var ég ekki lengur stoltur af því
sem krafist var af mér. Ég veit um fleiri sem
leið eins en ég var það heppinn að vera ekki
orðinn of háður starfinu fjárhagslega, t.d.