Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Síða 16

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Síða 16
16 SKÁTABLAÐIÐ Ævintýrið um ST. Georg Einu sinni var kóngur, sem ríkti yfir stóru og víðlendu ríki. Á stórum ökrunum bylgjaðist þroskað kornið í mildum sumarblænum, og rauðskjöldóttar, fagurhyrndar kýr slöfruðu í sig safaríkt grasið á rennsléttum engjunum. Borgirnar voru hinar glæsilegustu, með hvítum marmaraveggjum og breiðum götum, en í úthverfunum og smærri bæjum var aragrúi af ýmiskonar verksmiðjum. En við landamærin í norðri gnæfðu há og hrikaleg fjöll og heiðar. Þar voru engir vegir og engar götur, engir mannabústaðir. Þar voru engir á ferð nema útlagar og ræn- ingjar. Djúpt vatn lá á milli fjallana. Engin vissi hve djúpt það var, því engin hafði vogað sér að mæla dýpi þess. I vatninu bjó dreki, sem var svo ógurlegur, að orð fá varla lýst. Slímugur búkurinn var þakin skeljum, en langur og sterkur halinn var brynjaður beinplötum. Gulleit augun stóðu langt út úr tröllslegu höfðinu. Ur nösunum hans stóðu reykjarstrókar, en þegar hann opnaði sitt ferlega gin, stóðu eldtungurnar út úr því. Einu sinni á ári hverju steig drekinn upp úr djúpum fjallavatnsins og ílaug á hinum geysistóru vængjum yfir friðsælar byggðir og borgir konungsríkisins og spúði eldi og eimyrju yfir mannfólkið. Til þess að friða drekann og fiira landið eyðileggingu, varð konungurinn að fórna fegurstu stúlkunni í landinu til drekans. Á hverju vori í síðari hluta aprflmá- naðar, er landið tók að íklæðast vorsins skrúða og drekinn vaknaði af dvala sínum, var fegursta ungmeyjan í landinu flutt af sorgbitnum ættingjum upp til fjallanna og bundin við tré á vatnsbakkanum. þar varð hún að bíða hins eldspúandi dreka, verða ófreskjunni að bráð. Þannig gekk það ár eftir ár, þar til dóttir konungsins óx upp og varð fríðasta mey- jan í landinu. Bauð konungur þá hverjum þeim, sem sigrað gæti drekann, hálfl konungsríkið og dóttur sína fyrir konu. En engin gaf sig fram, og svo fór að konungur neyddist til að fyrirskipa að konungsdót- tirin skyldi færð til fjalla og bundin við tré. Og þama stóð hún bundin og beið dauða síns. Hún starði skelfd út á vatnið. Allt í einu sá hún eitthvað dökkleitt koma í ljós úti á miðju vatninu, það var drekinn. Það glitti í blóðhlaupin, illskuleg, gulleit augun, er þau störðu á hana. Hann syndir í áltina til lands. Hún æpir af skelfingu á hjálp, en eina svarið er dauðalegt bergmál, sem hljómar draugalega frá fjöllunum. En hvað er þetta? Heyrir hún ekki horn- ablástur og hófadyn í fjarska? Nei, líklega er það ímyndun. Máttvana af hræðslu sér hún drekann skríða upp úr vatninu. Blásvört tungan lafir út úr eldspúandi hvoftinum og augun ranghvolfast af ill- sku. En allt í einu staðnæmist drekinn. Ofan úr gilinu fyrir ofan kernur brynjuklæddur riddari á föngulegum hesti. Á blikandi spjóti hans er græn veifa með gylltri lilju, en við hlið sér ber hann langt, biturlegt sverð. Loftið titrar af æðisgengnu öskri drekans, en riddarinn lætur það ekki á sig fá, heldur keyrir hest sinn sporum í áttina til drekans. Það gneistar undan hófum hestsins er hann þýtur yfir urðirnar, en eldspúandi drekinn lemur jörðina með halanum, svo að fjöllin titra. Það er eins og eldingu hafi slegið niður, er blikandi spjótsoddurinn þýtur inn í gap drekans og stendur út um hnakkann. Hvæsandi eld- tungur blossa út úr sárinu, spjótsoddurinn verður hvítglóandi, og brátt renna bráðnir járndropar niður háls drekans. Umbrot drekans eru ægileg, jörðin nötrar. Riddarinn kastast af baki, en þegar drekinn ætlar að reyna að hefja sig til flugs, þrífur riddarinn sverð sitt, reiðir hátt og heggur með einu höggi annan vænginn af drekanum. Drekinn lemur jörðina með hinum vængnum og blæs eldi og eimyrju á riddarann, sem enn reiðir sverðið bitra og heggur á háls drekans og sníður höfuðið af. Bardaganum er lokið. Riddari og hestur eru sviðnir og sótugir og titra af áreynslu. Riddarinn hleypur að trénu, heggur böndin af kóngsdótturinni, sem hnígur meðvitun- darlaus til jarðar. Niðri við fjallsræturnar hafði kóngurinn og hirðin og þúsundir landsmanna, sem safnast höfðu saman til þess að syrgja kóngsdótturina, heyrt skruðninga og ólæti ofan úr fjöllunum, og allir héldu, að nú væri drekinn að gleypa kóngsdótturina. En hvað var þetta? Ut úr fjallsgljúfrinu kemur riddari á föngulegum hesti, og kóngur þorir varla að trúa sínum eigin augum, er hann sér dóttur sína sitja á hnakksnefinu heila á húfi. Með gleðitár í augum segir kóngsdót- tirin föður sínum og hirðinni frá því, hvernig hinn hugprúði riddari sigraði drekann. “ Hann er farandriddari “, sagði hún, “ sem ferðast um löndin og hjálpar bágstöddum, hvar sem hann kemur. Hann heitir Georg “ Hvar er hann “ hrópaði kóngurinn, “ Hann skal fá dóttur mína fyrir konu og hálft kóngsríkið með “ Já hvar er hann? Allir horfa í kringum sig. Hann er horfinn. Skyldi hann vera móðgaður yfir móttökunum? Nei. Hann er enn kominn milli fjallana í leit að nýjum verkefnum. Hann tekur horn sitt og gjal- landi homablástur hljómar og bergmálar í fjöllunum. Hann brosir. Hann er ham- ingjusamur, því að hann hefur gert gott verk - góðverk - , sem glatt hefur fjölda manns. Fyrir þetta verk þarf hann engin laun, ekkert konungsríki. Launin voru fól- gin í verkefninu, þeim verknaði, að láta gott af sér leiða.

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.