Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Page 2
jfc Jólavaka
Uppeldisaðferð skátahreyfingarinnar
virkar! Hún er lífseig og sveigjanleg,
stendur af sér breytingar og byltingar
jafnt í stórborgum sem á ysta hjara.
Aðferðin er svo sjálfsagður og eðlilegur
hluti af nútímalífi að einstökum hlutum
hennar er beitt utan skátahreyfingar-
innar án þess að nokkur taki eftir því.
Fólki finnst skringilegt til þess að hugsa
að einhver hafi þurft að finna aðferðina
upp eða að hún sé eitthvað sérstök. Það
er eins og hún hafi alltaf verið til.
Aðferðin byggist á því að börn og
unglingar spjara sig ágætlega í litlum
sjálfstæðum hópum ef öllum er leyft að
spreyta sig á verkefnum við hæfi. Þá
læra þau hvert af öðru og hver og einn
hefur einhverju að miðla. Galdur stofn-
anda skátahreyfingarinnar, Baden-
Powells, var að sjá þessi sannindi og
finna þeim vettvang í ævintýraheimi úti-
legunnar, þar sem reynir á samvinnu og
samkeppni við hæfilega ögrandi
aðstæður í náttúrunni. Hefðbundin gildi,
heiðarleiki, drengskapur og glaðværð,
eru leiðarljós. Allir vaxa að ráðum og
dáð.
Skátastarf er ekki óheft frelsi barna í
eigin heimi heldur þrautreynd og skipu-
leg aðferð til skapa börnum spennandi
vettvang til samvinnu, til að spreyta sig
og læra af því, án yfirþyrmandi afskipta
þeirra sem eldri eru. Slíkt skipulag
fæðist ekki af sjálfu sér heldur er það
afrakstur vinnu skátaforingja á öllum
aldri, vinnu sem aldrei stöðvast.
Skátahreyfingin á íslandi leggur því
mikla áherslu á þjálfun foringja sinna og
vandar þar til verka. Mikilvægasta
foringjaþjálfunin fer auðvitað fram í
daglegu skátastarfi en árlega eru líka
haldin fjölmörg námskeið
fyrir foringja á ólíkum aldri
um allt land.
Gilwell-námskeið eru
lokastig foringjaþjálfunar
skátahreyfingarinnar. Þar er
byggt á þjálfunarkerfi sem
upphaflega var skipulagt á
alþjóðavettvangi árið 1919
með miðstöð við skáta-
skólann í Gilwell Park á
Englandi. Á íslandi var slíkt
námskeið fyrst haldið 1959
og síðan hafa verið haldin
um 30 námskeið, langflest að
Úlfljótsvatni. Þátttakendur
hverju sinni eru 20-30 ung-
menni sem eru virk í skáta-
hreyfingunni. Flestir eru um
tvítugt, en lágmarksaldur er
18 ár.
Fjöldi þeirra, karla og
kvenna, sem lokið hafa
þjálfuninni skiptir hundruðum. Björgvin
Magnússon, kennari hefur stjórnað
flestum námskeiðum, en auk hans hafa
tugir skáta og sérfræðinga leiðbeint þar
og kennt.
Námskeiðin hefjast á átta daga dvöl í
tjaldbúð eða skála þar sem þátttak-
endum er skipt í flokka og áhersla lögð
á skáta- og uppeldisstarf í verki. Þá
tekur við raunhæft verkefni heima í
héraði þar sem þátttakendur taka að sér
að skipuleggja og hrinda í framkvæmd
tilteknu starfsverkefni fyrir skátafélag.
Þriðji hluti felst síðan í bóklegri vinnu
við skrif nokkurra ritgerða um skáta-
starf, baksvið þess og þróun. Flestir
ljúka náminu á einu ári í frístundum
sínum.
Greinarhöfundur er með sólgleraugun við
hliðina á Björgvini Magnússyni D.C.C.
Gilwell-þjálfun gerir gagn. Þátt-
takendum sem þjálfast þar í mikilvægri
færni og flétta ný og traust vináttubönd
eftir einstaka reynslu, skátahreyfingunni
sem eflir þannig forystusveit sína, og
samfélaginu öllu sem nýtur öflugrar
skátahreyfingar. Þjálfunin hefur einnig
verið ágæt skemmtun þeim sem nálægt
henni koma. Hún laðar fram góða eigin-
leika með fólki. Henni ljúka menn með
bros á vör albúnir að gera uppeldis-
hugsjón og mannlegu samfélagi gagn.
Það verður að teljast góður skóli.
Sigurður J. Grétarsson
Skólastjóri
Gihvellskólans á Islandi
Útgefið í desember 1997
Útgefandi: Skátafélagið Faxi
Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson
Ritstjóri: Einar Örn Arnarsson
Auglýsingar: Sigríður
Prófarkalestur: Einar Örn og Freydís
Prentvinna: Prentsm. Eyrún hf.
Ritnefnd:
Einar Örn Arnarsson
Sif Hjaltdal Pálsdóttir
Júlía Ólafsdóttir
Guðmundur Vigfússon
Freydís Vigfúsdóttir
Páll Zóphóníasson
Rósa Sigurjónsdóttir (Rósa mamma)
0
SKÁTABLAÐIÐ FAXI