Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Qupperneq 12
Halastjörnur
Við erum Halastjörnur og í flokknum
eru: Arna Hrund, Ema og Þóra Birgit.
Flokksforingjar eru Sara Björg og Jessý.
Við eigum söng sem er svona:
/ Halastjörnuflokknum gaman ei;
komdu bara og vertu með.
Ævintýri þar leyna sér
1,2,3-4,5,6-7,8-9,10.
Allir í röð það líkar mér.
Það sem okkur finnst skemmtilegast
að gera eru verkefnin. Á myndinni af
flokknum, sem tekin var í innilegunni,
vantar meirihlutann af flokknum þ.e.
Söm Björg, Jessý og Örnu Hrund sem
komust ekki. Þess vegna tóku María Sif
og Adda við stjórn og Sandra og Elísa
fengu að fljóta með.
Halastjörnur
Dögun
í skátafélaginu Faxa eru fjórar sveitir.
Ein þeirra er ylfingasveitinn Dögun. I
henni eru 7 flokkar. Sveitinn hefur haft
svokallað samfundarkerfi, er það þá
þannig að öll sveitin mæta á fund á sama
tíma og setja fundinn og slíta honum
saman. Flokkarnir halda svo sinn skáta-
fund þess á milli. Oft er farið í leiki og
sungið saman. Við erum búin að fara í
póstaleik, innilegur (gist í skátaheimil-
inu) og ætlum að gera margt annað
okkur til gagns og gamans. Á jólafund-
inum næstkomandi stendur til að vígja
nokkra ylfinga.
Júlía Ólafsdóttir og
Sif Hjaltdal Pálsdóttir
sveitarforingjar
Dropar
Við erum ylfingaflokkurinn Dropar. í
þessum flokki eru: Anna Guðrún, Anna
Margrét, Anna Eir, Kristín Sjöfn,
Kristín Ósk, Theodóra, Viktoría, Hildur
Björk, Katrín Björg og Jóna Heiða. Við
erum búnar að gera margt skemmtileg í
vetur til dæmis fórum við í innilegu,
gerðum fullt af verkefnum, fóruin í
póstaleik (sem við unnum). Stelpurnar
sem eiga eftir að vígjast sem ylfingar
vígjast núna um jólin. Við erum búnar
að búa til hróp og er það svona: “Drippi,
drippi, dropp, dropp, Búmm”. Eftir
áramót göngum við upp í skátasveit sem
heitir Fífill. Takk fyrir okkur
Anna Brynja,
Guðrún Lilja og Nína,
flokksforingar Dropa
m
SKÁTABLAÐIÐ FAXI