Alþýðublaðið - 18.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1919, Blaðsíða 2
AlÞýðublaðið Dagsbrúnarmenn! Frumvarp til laga fyrir Verkamannafélagið Dagsbrún geta félags- menn fengið á afgreiðslu Alþýðublaðsins, Laugaveg 18 B, alla þessa viku. Félagsstjórnin. ð lagði mikla áherslu á það, að vís- indin hefðu staðreynt það, að fiamleiðslan ykist við 8 tíma vinnu og að nú væri ekki svo mikil þörf langrar vinnu, heldur að menn veittu athygli því, að hráefni væri ekki látið spillast svo, sem áður, og þvi, hve geysi- lega atvinnuleysi færi í vöxt. Tom Shaw frá Englandi studdi frumvarpið og gat þess, að það væri skref í þá átt að minka nær- i ngarskortinn, menningarleysi, saur og eymd, sem hingað til hefði verið hlutskifti verkamanna. Fulltrúi atvinnurekenda í Can- ada, Parson, mælti eindregið móti frumvarpinu, en þó ekki af sömu heimsku og gingleiði pokaprestur- inn hór í sumar, til þess var maðurinn of skynsamur. Varaforseti Bandaríkjanna Tho~ mas R. Marshall, hélt tölu og sagði meðal annars: BTakið ekki þessum vandamál- um með andúð. Verið þolinmóðir. Setjið ykkur í spor verkamanna, eg biö yður þess og vildi biðja sérhvern atvinnurekanda í víðri veröld um það; setjið yður í spor þeirra manna, sem eiga að gæta vólanna eða fara niður í nám- urnar. Mætti guð þjóðanna, sem hefir komið oss út úr þessum ófriði, halda okkur á braut friðar- ius og halda uppi friði og góðri reglusemi í iðnaði vorum“. + Strand. Seglskip strandaði í nótt á Löngu- skerjum í Skerjafirði. Þegar blaðið fór í pressuna var ófrétt um nán- ari atvik. Skipið er mastralaust og liggur út undan Bessastöðum. Daglegni‘ sjómaður, van- ur línu, ósbast á mótorbát í vetur. Ráðning samkv. reglum Háseta- félagsins. Afgr. v. á. Skemtlbóhin „Fanney“ fæst í Bókav. Sigurjóns Jónssonar (Laugaveg 19), og hjá Sig. Jónssyni, Lindarg. 1, Gramla Bíö. í gær fór eg að sjá „Byltinga- konuna". Fólkið var ákaflega „spent“. Eg var það líka. Eg hélt eg myndi sjá fölleita, kinnfiska- sogna konu, með flaksandi hár og djúp, brennandi augu. En byltingakonan var alveg eins og fólk er fiest. Hún vildi ekki aðra byltingu, en koma „Lása“ frá völdum. Þegar því er lokið, giftist hún amerískum „miljarð- era“. „Skárri er það nú „anarkist- inn“, hugsaði eg. „Svona fer að lokum fyrir öll- um helvítis Bolsi víkaforingj unum “, heyrði eg vinnukonu, sem er hjá heildsala, tauta, er foringi bylt- ingaflokksins var tekinn. Yinnukonan sat fyrir aftan mig, við hliðina á frúnni. Frúin sam- þykti með „penu“ „nikki“. Vinnukonan verður áreiðanlega í vistinni árið út, og kaupið hækkar. En ætli það nú annars? En hvað vil eg annars vera að skensa heiðarlega heildsala og Bolsivíkaféndur ? Eg, sem var að enda við að láta heildsala skrifa upp á víxil fyrir mig. Biófiflið. Slúður. (Aðsent). í næstum því hverjum bæ í heimi kvarta menn yfir því, hve mikið só slúðrað og álíta, að hvergi muni eins og í þeirra, eig- in umhverfi. Svo mun líka vera, að minsta kosti þar sem eru tvær sextugar piparmeyjar og einn rak- ari. Þessar persónur eru nokkurs- konar lifandi annálar og höfðu einkum mikið að starfa, áður en „Pathé Freres“ tóku að sýna lif- andi fróttablað. Það er e.ns og að þeim streymi allar þær fréttir, §em ekki eru þeas verðar, að blöðin (eins og t. d. „Moggi" hérna) hlaupi með þær. Venjulega eru þessar fréttir þess eðlis, að þær smánarta æru og mannorð náungans, gera hann grunsamleg- an og að síðustu eyðileggja hann. Allir fyrirlítæ þetta, einkum þó þeir, sem helzt starfa að því. Hugsum okkur nú t. d., að eg færi á „Bio“ með henni Guddu, sem býr í vestur-herberginu (uppi) í húsinu beint á móti mér. Já, þá liði ekki á löngu, áður en ail- ar kerlingar, sem búa hór í ná- grenninu væru farnar að „splejsa“ okkur saman (að eg ekki tali um fjórðubekkjarskáldin á Uppsölum). Nú, mér þætti í sjálfu sér ekkert að þessu, ef eg svo héldi æru minni óskertri. Nei, nokkru síðar myndi slúðrið hafa gert Guddu þungaða og mig að tilvonandi pabba. Eg þekki laglega stúlku. Hún kyntist dönskum sjómanni og var með honum nokkur kvöld. Þá fengu kjaftakerlingarnar þar í húí- unum nóg að starfa. Sú fyrsta sagðist hafa sóð hann leiða hana kl. 11 um kvöldið, sú næsta, að hann hefði kyst hana kl. 12 o. s. frv. Nú getur enginn tekið ofan fyrir henni í björtu. Kjaftakind- urnar hafa unnið sitt verk. Svona er slúðrið. Ulviljaðar smá- sálir, sem ekki hafa tímt að Djóta lífsins, leggjast eins og náhrafnar á menn sem sjá hve margt er fagurt í náttúrunni og vilja njóta lífsins — þær eru að, þar til þær hafa svift þá mannorðinu — kom- ið þeim út úr húsi hjá mörgu fólki og oft gert þeim þann miska, er aldrei verður bættur. Mörður greyið var þó það skárri, að hann vann sitt svívirðilega verk í á- kveðnum tilgangi, en þessar per- sónur gera það af ástæðulausri fúlmensku. Margir eru þeir „hínir góðu og réttlátu", þeir er strjúka gljáandi ietijnagann í skelflngu yfir laus- iæti unga fólksins. Þessir eru þeir, er heíí'.t vilja nefnast heiðarlegir borgsrar og svívirða alla þá ei’ W' f'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.