Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 04.06.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 04.06.2017, Blaðsíða 5
Myndir: Jóhanna Andrésdóttir Andrés Andrésson er áhugamálsforeldri. Andrés Ásgeir Andrésson er þriggja barna faðir og titlar sjálfan sig sem áhugamálsforeldri. Hann hefur mikinn áhuga á því hvað foreldrar gera með börnunum sínum og hefur komið upp heimasíðunni Krakka- kort.net sem er ætlað að auðvelda fjölskyldum að finna sér skemmtilega afþreyingu. Á síðunni er fjöldinn allur af hugmyndum af nýjum stöðum sem hægt er að heimsækja. Hvernig varð hugmyndin til? „Krakkarnir mínir voru að horfa á sjónvarpið einn laugardaginn þegar mér datt þetta í hug. Mann vantar stundum hugmyndir til að koma sér af stað og standa upp frá sjónvarp- inu eða tölvunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, heldur skiptir samveran mestu máli.“ Síðan Krakkanet.net er ætluð foreldrum til að skiptast á hugmyndum. „Þetta var í grunninn gert til að einfalda mér lífið,“ segir Andrés og hlær. „Ég er þó enginn einráður þarna og allar ábendingar vel þegnar. Hugmyndin er að foreldrar, krakkar, afar og ömmur bæti inn nokkrum stöðum og deili sýnum uppáhalds. Það er ekkert mál að bæta inn nýjum stöðum og tekur það bara nokkrar mínútur. Á síðunni er einfaldlega kort af Íslandi með um 80 atriðum í dag. Hægt er að leita eftir flokkum eða landsvæðum. Þarna eru t.d. gönguleiðir, sundlaugar, bóndabæir, leiksvæði og fleira.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Þau hafa verið mjög fín og fólk virð- ist ánægt með þetta. Það þarf ekki endilega að fara til útlanda til að upplifa eitthvað nýtt. Þetta er mjög einföld aðgerð að smella einhverri afþreyingu á kortið. Engin innskráning eða slíkt. Svo er líka hægt að finna hóp á face- book undir sama nafni en þar hafa ýmsar hugmyndir fæðst.“ Hefur þú gert eitthvað í líkingu við þetta áður? „Ég og bróðir minn gerðum á sínum tíma kirkjukort.net. Þar eru um 400 kirkjur landsins á korti. Þar er að finna helstu upp- lýsingar og myndir. Þú ert hrifinn af .net? „Já, er þetta ekki svona fjölskyldunet? eða krakkanet?“ Og hvernig sérðu fyrir þér framhaldið? „Að fólk haldi áfram að benda á skemmtilega hluti og upplifa landið upp á nýtt. Allar hugmyndir vel þegnar. Svo er jafnvel hugmynd um að þróa þetta eitthvað lengra þannig að fólk geti sett inn afþreyingu innandyra. T.d. skemmtilega leiki eða spil. Þetta snýst fyrst og fremst um að verja tímanum saman með fjölskyldunni og ekki hanga í símanum. Losa okkur und- an stöðugu áreiti frá tölvum, sjónvörpum og símum. Ég keypti mér einmitt gamlan takkasíma um daginn. Hann virkar fínt.“ GERT TIL AÐ AUÐVELDA FORELDRUM „Það þarf ekki endilega að fara til útlanda til að upplifa eitthvað nýtt.“ Andrés hvetur fólk til að skiptast á hugmyndum

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.