Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 04.06.2017, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 04.06.2017, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn VÍS INDAVEFURINN Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg? Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höf uðhá- tíðum kristinnar kirkju. Há tíðin markaði upphaflega lok p áska- tímans sem stóð í 50 dag a, en varð síðar að sjálfstæðum minn- ingardegi um það sem ka llað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þre mur persónum hins þríeina Gu ðs sem kristnir menn trúa á. Hinar persónurnar tvær eru Guð faðir og Jesús Kristur. Hlutverk föðurins felst í sköpuninni, en hlutv erk sonarins í endurlausninni und- an veldi syndarinnar. Hlutv erk heilags anda er aftur á mó ti að upplýsa sérhvern mann og endur- nýja gjörvalla sköpun Guð s. Hann er því sagður vera sá ums kapandi kraftur sem kemur öllu gó ðu til leiðar í mannlífi og náttúru . Meðal annars af þessum ástæðu m er litið á hvítasunnudaginn s em stofndag kirkjunnar. Eins og páskarnir tengist h víta- sunnan fornri ísraelskri og síðar gyðinglegri hátíð. Hátíðin v ar upphaflega uppskeruhátíð sen haldin var á fimmtugasta degi eftir páska, en var síðar ha ldin til minningar um sáttmála D rottins við Ísraelsþjóðina á fjallinu Sínaí þegar boðorðin 10 voru se tt. Nú á dögum hefur hvítasu nnan misst mikið af heilagleika sínum í huga fólks og er orðin að langri helgi og fyrstu ferðahelgi á rsins ef vel viðrar. Sums staðar er hún þó enn notuð til fermi nga. Ástæður þess að hvítasun nan hefur gleymst á þennan h átt eru ugglaust þær að tilefni he nnar er huglægara og afstæðara e n tilefni jóla og páska. Um hvítasunnuna og aðra r hátíðir kirkjunnar má meðal anna rs lesa í riti Árna Björnssonar þjóð hátta- fræðings Saga daganna. Svarið er af Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi Vísind avefsins. FINNDU 15 VILLUR Getur þú fundið út úr þessu stafarugli? Hvað heitir strákurinn?

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.