Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 18.06.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 18.06.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir krakka- fréttakona á RÚV er komin í sum- arfrí og ætlar að njóta þess að vera í sumarbústað í fríinu. Hún segir að sumir haldi að hún sé Dótadreifarinn, en það sé alls ekki rétt. Í hvaða skólum hefurðu verið? „Ég var fyrst í Melaskóla en svo fluttum við til Los Angeles þegar ég var 9 ára og þá fór ég í tvo skóla þar, fyrst Victor Elementary og svo Bert Lynn Middle school áður en við fluttum heim. Þá fór ég í Hagaskóla og svo Verzló.“ Manstu hvað þig langaði að verða þegar þú varst lítil? „Mig langaði á tímabili að verða tungumála- fræðingur, held það hafi verið af því við fluttum út. Mér fannst nefnilega svo skemmtilegt að læra mismunandi hreima í enskunni. Svo fór ég í leiklistarnám í London þar sem hreimar spiluðu stórt hlutverk í öllu sem við vorum að gera svo ég vil meina að ég hafi eiginlega látið þetta markmið rætast að vissu leyti þar.“ Ísgerður er fallegt nafn. Veistu af hverju mamma þín og pabbi skírðu þig Ísgerði? „Takk fyrir það, langamma mín hét þessu nafni og afa minn og bræður hans langaði víst alla til að skíra í höfuðið á henni. Afi minn var dáinn þegar ég fæddist þannig að ég er skírð í höfuðið á mömmu hans en honum til heiðurs. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þetta nafn og er víst fyrsta sem ber það sem læt kalla mig Ísgerði en ekki einhverju gælunafni. Ég var alltaf langyngst en nú er ég orðin elsta Ísgerðurin og alveg 20 árum eldri en næsta. Held ég sé eina sem var gefið þetta nafn á u.þ.b. 60 ára tímabili.“ Er skemmtilegt að vinna við Krakkafréttir? „Já, það er mjög skemmtilegt. Mér finnst sérstaklega gaman þegar við förum og hitt- um krakka sem eru að gera eitthvað sniðugt. Annars er líka bara svo gaman hvað okkur er vel tekið, og hvað fólk virðist almennt vera ánægt með það sem við erum að gera. Það skiptir máli að skilja hvað er að gerast í kringum sig nær og fjær og krakkar eiga fullan rétt á því að vera upplýst um menn og málefni.“ Nú er að koma sumar og Krakkafréttir fara í frí. Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Ég er voða lítið búin að skipuleggja það. Fer reyndar í smá frí með vinkonum mínum til Spán- ar í nokkra daga og svo ætla ég bara að verja tíma með fjölskyldu og vinum og njóta íslenska sumarsins og birtunnar. Fjölskyldan mín á bú- stað sem er yndislegt að vera í svo ég nýti mér það eflaust mikið.“ Heldurðu að þú lesir einhverjar bækur í sumar- fríinu og hvaða bækur langar þig að lesa? „Já, alveg pottþétt. Ég elska að lesa og hef alltaf gert. Lærði m.a.s. að lesa þegar ég var 4 ára í „pabba-skóla“ því ég gat ekki beðið eftir að byrja í skóla. Þriðja bókin eftir Khaled Hosseini, sem skrifaði Flugdrekahlauparann, And the mounta- ins echoed, er á listanum. Svo er mig farið að langa að lesa Dalalíf aftur eftir Guðrúnu frá LÆRÐI AÐ LESA Í „PABBA- SKÓLA“ Ísgerður Elfa kemur aftur í Krakkafréttir í haust Ísgerður Elfa hefur sagt margar fréttir í Krakkafréttum og henni finnst mjög gaman í vinnunni.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.