Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Janúar Austanlands þótti tíð víða nokkuð stirð en annars var hún víðast talin í góðu meðallagi. Fyrstu fimm daga mánaðarins var austan- og norðaustanátt ríkjandi. Lægðir hreyfðust frá írlandi og norðaustur í átt til Noregs. Vindur var hægur 1. og 2. en nokkur strekkingur var 3. og 4. Lengst af var þurrt og léttskýjað syðra, en úrkoma, ýmist rigning, slydda eða snjór á Norður- og Austurlandi. Þ.5. var hæðarhryggur yfir landinu, vindur hægur með smáéljum norðaustanlands. Daginn eftir var lægðardrag undan Suðvesturlandi og olli nokkurri snjókomu um tíma. Lægðardragið var enn á svipuðum slóðum 7., en þá var einnig vaxandi lægð á suðvestanverðu Grænlandshafi. Hluti hennar fór austsuðaustur til Bretlands daginn eftir. Hér á landi var vindur víðast hægur. Suðvestanlands var þá léttskýjað. Þ.8. fór veikt lægðardrag yfir landið úr suðvestri. Víða voru dálítil él. Talsvert frost var inn til landsins. Að kvöldi 9. hvessti af suðaustri er lægðardrag nálgaðist landið úr vestri. Á Suður- og Vesturlandi rigndi. Að morgni 10. komu kuldaskil inn á landið. Þá snerist vindur í hæga suðvestanátt með smáéljum. Allkröpp lægð kom inn á Grænlandshaf aðfaranótt 11. og um morguninn gerði suðaustan hvassviðri með rigningu eða slyddu. Á Vestfjörðum snjóaði, en norðaustanlands var þurrt að kalla. Um kvöldið var lægðin við suðvesturströndina og var veður þá skaplegt um mikinn hluta landsins, þó austast á landinu væri enn allhvass sunnan með rigningu. Lægðarmiðjan þokaðist nú austur með Suðurlandi og síðan norður með Austurlandi þ. 12. Hvass vindstrengur var vestan megin í lægðinni og varð mjög hvasst af vestri um tíma á Suðvesturlandi og af norðri sums staðar vestanlands. Vindátt var breytileg og lengst af hæg um landið austanvert. . Dagana 13. og 14. var vindátt breytileg og lægðarmiðjur undan ströndum landsins. Sums staðar voru él. Óvenjulangvinnt þrumuveður gerði á Snæfellsnesi utanverðu 14. Frost varð talsvert inn til landsins. Aðfaranótt 15. dýpkaði lægð snögglega fyrir sunnan land og un morguninn fór að hvessa af norðaustri á landinu, fyrst suðaustanlands. Um miðjan dag var lægðarmiðjan um 925mb djúp vestur af Færeyjum. Um kvöldið 15. og aðfaranótt 16. gerði mikið hríðarveður um landið norðanvert, en á Austurlandi rigndi. Rokhvasst var um land allt. Lægðin grynntist fyrir austan land og var veðrið að mestu gengið niður að morgni 17. vestanlands og síðar um daginn austar. Dagana 17. til 21. voru norðlægar áttir ríkjandi, lengst af var úrkomulítið suðvestanlands. Þessa daga var þrálát snjókoma eða éljagangur norðaustanlands. Skarpt lægðardrag var við Norðurland 20. og olli það um tíma vestlægri vindátt á Norðurlandi. Talsvert frost var inn til landsins. Dagana 21. til 25. var lægð sunnarlega á Grænlandshafi og lægðardrag til austurs fyrir sunnan land.. Vindátt var austlæg. Stundum rigndi eða snjóaði sunnantil á landinu, él voru um landið austan- og norðaustanvert, en annar var úrkomulítið. Allkröpp lægð kom að Suðvesturlandi að kvöldi 26 og olli nokkrum vindi og snjókomu þá um nóttina. Daginn eftir var minnkandi lægðardrag yfir landinu. Víða voru smáskúrir eða slydduél og vindur hægur. Síðan létti til um mikinn hluta landsins. Aðfaranótt 29. gekk í allhvassa sunnanátt með hlýindum og rigningu um mikinn hluta landsins. Kuldaskil voru komin langleiðina austur af landinu um hádegi. Þá kólnaði heldur og síðdegis voru skúrir eða slydduél um landið vestanvert, en eystra létti til. Svipað veður var 30. en undiri kvöld hlýnaði aftur með sunnan strekkingsvindi. Þ. 31. var suðlæg átt, hlýtt í veðri og rigning sunnanlands, en úrkomulítið fyrir norðan. Loftvægi var 6,9mb undir meðalagi, frá 5,0mb undir í Bol. að 9,0mb undir á Kbkl. Lægst stóð loftvog í Anes þ. 15. kl. 21, 936,2mb, en hæst 1017,3 á Rfh þ.5. kl. 21 og á Skjl og í Kll þ.9. kl.18. Vindur náði 12 vindstigum þ. 15 á Mnbk, Fghm (40,2m/s) og á Vtns og þ. 16. á Mnbk, Grst, í Anes (34,5m/s), Hól, á Fghm (39,lm/s), í Vm (38,6m/s) og á íraf. Vindáttir: Norðan- og norðaustanáttir voru nokkru tíðari en að meðallagi, en aðrar ívið sjaldnar. Snjódýpt var mæld á 85 stöðvum á morgna sem alhvítt var. Mest snjódýpt í mánuðinum mældist í Lrh þ. 21, 143 cm. Mest meðalsnjódýpt var við Skðf, 104 cm. Á 6 stöðvum öðrum var meðalsnjódýpt yfir 60 cm, á 5 stöðvum á bilinu 31-50 cm, 21-30 cm á 12 stöðvum, 11-20 cm á 21 stöð en annars 10 cm eða minna. (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.