Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Mars Tíðarfarið var talið þokkalegt sunnan til á landinu þrátt fyrir nokkum kulda en fyrir norðan var veðráttan rysjótt en lítið um stórviðri. Talsvert bætti á snjóalög á Norður- og Norðausturlandi og jarðbönn vom um allt land. í byrjun mánaðarins var norðaustanátt á landinu og víða éljagangur með snjókomu fyrir norðan en léttskýjað var um sunnanvert landið. Lægð var austur við Noreg og hæð yfir Grænlandi. Aðfaranótt þ. 2. herti vind um leið og lægð fór austur fyrir sunnan land og snerist til norðanáttar með éljagangi um allt norðanvert landið og kólnaði. Þ. 4. dró úr veðurhæðinni um leið og hæðarhryggur þokaðist austur yfir landið nema við norðausturströndina, þar var norðvestan strekkingur og éljagangur. Dagana 5.-8. var aðgerðarlítið veður. Smá lægðardrag var við suður- og vesturströndina og snjóaði þar þ. 6. og einnig næsta dag við suðurströndina, en annars staðar var þurrt að mestu og kalt. Aðfaranótt þ. 9. dýpkaði lægð á Grænlandssundi og hreyfðist suðaustur um land og myndaði allvíðáttumikla kyrrstæða lægð fyrir austan og suðaustan land. Sunnanátt var og slydda eða snjókoma á sunnan- og vestanverðu landinu en úrkomulítið norðan-og austanlands þar til þ. 10. að hvessti að austan með snjókomu og slyddu við norðurströndina og var vonsku veður á Vestfjörðum aðfaranótt þ. 11. Dagana 11. og 12. var hlýjast að tiltölu í mánuðinum. Hvöss austanátt og snjókoma eða slydda var um norðanvert landið og sums staðar éljagangur suðaustanlands. Síðdegis þ. 12. snerist vindátt til norðurs og létti til á sunnaverðu landinu en snjókoma var áfram norðan til. Næstu daga fóru lægðir norðaustur milli Islands og Bretlandseyja og náði úrkomusvæði frá einni þeirra inn á land þ. 14 með snjókomu og slyddu um tíma syðst, en éljagangur var á norðanverðu landinu. Næstu nótt gekk norðanáttin niður og létti víðast hvar til. Þ. 16. var léttskýjað og hæg suðlæg átt á landinu en þykknaði upp með vaxandi austanátt þegar leið á kvöldið. Vaxandi lægð nálgaðist landið úr suðvestri. Austan hvassviðri og snjókoma var á landinu þ. 17. um leið og skil þokuðust norður yfir land. I kjölfarið var hæg suðlæg átt og skúrir sunnan til. Um nóttina var hvöss norðaustan- og síðar norðanátt með snjókomu um norðanvert landið og var mjög vont veður fram eftir degi þ. 18. en lægði svo með kvöldinu vestast. Dagana 19.-20. var austlæg átt og él við ströndina norðanlands og við suðurströndina var snjókoma eða slydda öðru hveiju. Dagana 21.-27. var norðaustlæg átt og fremur kalt. Lægð fór austur fyrir sunnan land þ. 22. og var stíf austan- og norðaustanátt og víða snjókoma sunnan til á landinu en él fyrir norðan. Dagana 23.-25. var víða bjart veður nema við norðurströndina, þar voru él. Aðfaranótt þ. 26. myndaðist lægðardrag yfir vestanverðu landinu og fór að snjóa þar í hægri suðaustanátt og létti þá til við norðausturströndin um tíma. Lægðardragið þokaðist austur yfir land næsta dag og létti til um tíma. Aðfaranótt þ. 28. nálgaðist lægð landið úr suðvestri. Austan og norðaustan hvassviðri og stormur voru við suðurströndina en hægari vindur í öðrum landshlutum. Smá él voru syðst á landinu og við norðausturströndina. Næstu nótt gekk í norðaustanátt með snjókomu fyrir norðan og létti þá til á Suðvesturlandi, en snjókoma var á Suðausturlandi. Þ. 30. gekk norðanáttin niður og kólnaði. Síðustu tveir dagar mánaðarins voru köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Loftvægi var 0,8 mb undir meðaltali áranna 1931-1960, frá því að vera 3,2 mb undir á Dt að vera 1,5 mb yfír í Sth. Hæst stóð loftvog í Vm, 1032,2 mb, þ. 18. kl. 21 og 24 og lægst í Vm, 973,9 mb, þ. 28. kl. 21. Vindáttir úr suðri voru fátíðastar í mánuðinum og var sunnanáttin sjaldgæfust. Aðeins norðlægar áttir voru tíðari en venja er og var norðanáttin lang algengust. Veðurhæð náði 12 vindstigum í Vm þ. 17 og á Npr þ.18. og 11 vindstigum þ. 12. í Æð, þ. 13. á Blfl og í Æð, í Vm þ. 17., á Hvrv og í Brkh þ. 18. og á Npr þ. 19 (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.