Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.04.1999, Page 1

Veðráttan - 01.04.1999, Page 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Aprfl Tíðarfarið var talið þokkalegt, nema við norðausturströndina. Fremur svalt og þurrt var og klaki víða í jörð í lok mánaðarins. I byrjun mánaðarins var kalt og þurrt á landinu. Hæðarhryggur lá vestur um land og víðáttumikið lágþrýstisvæði var að myndast suðsuðvestur í hafi. Léttskýjað var um allt land. Að morgni þ. 3. þykknaði upp og fór að rigna í vaxandi austanátt syðst á landinu en þokuloft var víða við ströndina þegar leið á daginn og veður var hlýnandi. Þ. 5. jókst úrkoman suðvestanlands um leið og lægð nágaðist landið úr suðvestri. Þokusúld eða rigning var um allt land þegar leið á daginn í femur hægri austanátt. Síðdegis þ. 6. grynntist lægðin og þokaðist norðaustur. Stytti þá upp og vindur varð norðaustlægur og var víða léttskýjað næstu nótt nema við norður- og norðausturstöndina þar voru él. Að morgni þ. 7. nálgaðist lægð landið úr suðvestri og barst úrkomusvæði inn á land með vaxandi suðaustanátt og rigningu þegar leið á daginn. Hvassviðri var um tíma suðvestanlands. Skil fóru yfir landið um nóttina og fylgdi í kjölfarið suðvestanstrekkingur með slydduéljum vestan til á landinu en léttskýjað var austan til. Næstu daga var kalt. Þ. 9. þokaðist lægðardrag austur yfir land og hæð myndaðist yfir Grænlandi. Dálítil slyddu- eða snjóél voru víða um land og sums staðar rigning eða súld syðst á landinu í hægri austan- og síðar norðaustanátt. Þ. 11. herti austanáttina og kröpp lægð fór austur fyrir sunnan land og gekk í stífa norðaustanátt. Létti þá til sunnan til á landinu en snjókoma eða éljagangur var fyrir norðan. Sá 12. var kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Vonsku veður var á austanverðu landinu þ. 13. en næstu nótt gekk norðanáttin niður. Lægð myndaðist á Grænlandssundi þ. 14. og þokaðist suðaustur yfir landið með snjókomu víða um land. Að morgni þ. 15. var aftur komin norðaustanátt með snjókomu og éljagangi norðanlands en léttskýjað var sunnanlands. Lægði þ. 17. og létti til um tíma á öllu landinu nema við suðausturströndina þar myndaðist smá lægð og var éljagangur þar um kvöldið og nóttina. Næstu daga var hæg suðaustlæg átt og léttskýjað og víða mjög gott veður nema við suðvesturströndina þar var suðaustan strekkingur og skúrir eða él. Hæð var fyrir norðan og norðaustan land og víðáttumikið kyrrstætt lágþrýstisvæði suðvestur í hafi. Síðdegis þ. 20. lægði og var hægviðri og léttskýjað um allt land. Dagana 21.-25. var hæg austlæg átt og fremur milt. Bjart veður var yfirleitt á landinu nema við austur- og suðausturströndina þar var úrkoma öðru hveiju einkum þ. 22. og 24. Þokuloft var fyrir norðan land. Þ. 25. ágerðist úrkoman við austur- og suðausturströndina og úrkomusvæðið þokaðst vestur um land og rigndi þá einnig á Suður- og Vesturlandi. Næstu dagar voru hlýjustu dagar mánaðarins og var sá 27. hlýjastur. Úrkomusvæði kom upp að landinu og þokaðst norðaustur yfir land aðfaranótt þ. 27. Rigndi víða í hægri suðaustanátt og síðan var hæg vestanátt með smá skúrum vestan til en léttskýjað að mestu austan til á landinu. Aðfaranótt þ. 29. myndaðist kröpp lægð við suðvesturströndina og þokaðist austur með suðurströndinni. Rigndi víða sunnan og austan til á landinu fram eftir degi en síðan var norðan- og norðvestanátt með slyddu- og snjóéljum við norðaustur- og austurströndina en léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. Loftvægi var 4,2 mb yfir meðaltali áranna 1931-1960 frá því að vera 3,4 mb yfir á Dt að vera 4,7 mb yfir á Bergst og Sth. Hæst stóð loftvog, 1034,3 mb, í Sth þ. 13. kl 18 og lægst, 981,1 mb, í Bolungarvík þ. 8. kl 3. Vindáttir úr norðri vom algengastar í mánuðinum en sunnan- og suðvestanáttir sjaldgæfastar. (25)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.