Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Maí Mánuðurinn var fremur svalur og talinn óhagstæður víðast hvar, einkum norðanlands síðari hlutann. Kal var víða í túnum norðan- og vestanlands og gróður seinni en venja er. í byrjun mánaðarins var fremur hæg suðaustlæg átt á landinu. Hæð var fyrir norðan land og víðáttumikið lágþrýstisvæði suðvestur í hafi og lá lægðardrag frá henni norðaustur um ísland. Rigning var sunnan- og vestanlands en smáél í öðrum landshlutum. Þ. 2. létti til víða um land. Næsta dag þokaðist hæðin austur og var vaxandi austan- og suðaustanátt á landinu og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en þurrt og víða léttskýjað norðaustanlands. Dagamir 4. og 5. voru hlýjustu dagar mánaðarins að tiltölu og var suðaustlæg átt og þokusúld við suður- og austurströndina en bjart í öðrum landshlutum. Þ. 7. nálgaðist úrkomusvæði landið úr suðaustri og þokaðist vestur með suðurströndinni og var víða rigning eða súld sunnan- og austanlands en bjart veður annars staðar. Næstu daga var hæg austanátt og þokusúld sums staðar við austurströndina, einkum. þ. 9. en annars að mestu léttskýjað en þokuloft lagðist öðra hverju að ströndinni. Að morgni þ. 12. myndaðist lægð á Grænlandssundi og þokaðist hún austur með norðurströndinni. Hæg vestan- og suðvestanátt var á landinu og smáskúrir eða súld vestan til en úrkomulítið austan til. Næsta dag snerist vindátt til norðurs og voru él um norðanvert landið en létti til suðvestanlands. Þ. 14. kólnaði, lægði og létti til að mestu, og var kaldast að tiltölu þann dag. Dagana 15.-20. var suðaustlæg átt á landinu, fremur milt og mjög vætusamt. Á Grænlandshafi var víðáttumikið lágþrýstisvæði á hægri hreyfingu norðaustur. Úrkomusvæði þokaðist austur yfir land aðfaranótt þ. 15. og annað fylgdi í kjölfarið fyrri hluta dags þ. 16. með hvassri suðaustanátt. Rigndi mikið um sunnan- og vestanvert landið. Næsta dag var stíf suðvestanátt og skúrir vestan til en léttskýjað austanlands. Fór að lægja með kvöldinu. Þ. 18. var suðaustanátt og rigning um allt vestanvert landið en þurrt að mestu austan til. Úrkomusvæði þokaðst norðaustur yfir land næstu nótt með mikill rigningu á Suður- og Suðausturlandi. Síðdegis þ. 19. stytti upp og var hægviðri og smáskúrir á stöku stað og kólnaði nokkuð. Næstu tvo daga var fremur hæg suðaustlæg átt og slydduél syðst en úrkomulaust að mestu norðan til, þar til lægðin suður í hafi dýkpaði og hreyfðist austur, og gekk þá í stífa norðan- og norðvestanátt með kalsarigningu um norðanvert landið um kvöldið þ. 21., og létti þá loksins til sunnanlands. Næstu daga var norðlæg átt á landinu. Lægðir voru fyrir austan og suðaustan land og bárust úrkomusvæði inn á norðanvert landið. Einnig rigndi á suðvestanverðu landinu dagana 22. og 23. en þomaði síðan og létti til sunnan til. Verulega dró úr norðanáttinni þ. 25. og lægði svo aðfamótt þ. 27. þegar hæðarhryggur sunnan úr hafi þokaðist inn á vestanvert landið. Næstu daga var hæg vestlæg átt og léttskýjað. Dagana 29.-30. var grunnt lægðardrag á Grænlandshafi. Sunnanátt org rigning var á sunnan- og vestanverðu landinu en bjart veður norðaustan til. Lægðin þokaðist austur um land þegar leið á kvöldið, og snerist þá vindátt til norðausturs og létti til sunnanlands. Síðdegis þ. 31. var vindátt austlægari þegar lægð þokaðist í átt til landsins úr suðri og þykknaði þá upp og fór að rigna syðst. Vindáttir úr austri og norðaustri voru sjaldgjæfastar og logn var einnig mun sjaldnar en venja er. Sunnan- og suðvestanáttir ásamt norðanátt voru tíðastar í mánuðinum. Veðurhæð náði 12 vindstigum í Vm þ. 3. (34.0 m/s). Snjódýpt var mæld á 26 stöðvum þá daga sem jörð var talin alhvít. Mesta meðalsnjódýptin var 100 cm á Skðf en þar var talið alvhvítt 18 daga. í Klfk var meðalsnjódýptin 94 cm og var talið alhvítt þar 28 daga. Mesta snjódýptin var 128 cm á Skðf dagana 1. og 2. Meðalsnjódýptin á Hvrv var 58 cm, í Svn 40 cm, á Grst 36 cm, 10-20 cm á 2 stöðvum og undir 10 cm á 19 stöðvum. Þrumur heyrðust á Hjrð þ. 20. Skaðar: Einn lést af áverkum í umferðaslysi í Hafnarfirði þ. 4., og grjótregn skemmdi bfl á Vestfjörðum þ. 6. Hrakningar urðu á fólki í jöklaferð þ. 21. (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.