Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Júlí í júlímánuði var hlýviðriskafli um land allt bæði í upphafi og í lok mánaðarins, en þess á milli markaðist tíðarfarið af lægðagangi, með kaldara veðri og úrkomu víða um land. í upphafi mánaðarins var hlýtt um allt land, hiti á bilinu 10-20 stig, kaldast norðaustanlands. Áhrifa hæðarhryggs norður af landinu gætti, úrkoma var lítil, hægviðri og vindáttir breytilegar. Þoku varð vart á annesjum suðvestanlands. Þ. 4 kólnaði og voru skúrir á stöku stað næstu daga. Þ. 7. gekk víðáttumikil lægð upp að landinu og vindur snerist til suðvestanáttar og þ. 8. - 9. var rigning og skúraveður vestanlands og sunnan, en hlýrra var norðaustanlands, hiti á bilinu 15 - 20 stig. Mesta úrkoma mánaðarins, 67 mm, mældist á Nesjavöllum þ. 9. Nokkrar smálægðir gengu yfir landið dagana 10. - 15. og fylgdi þeim töluverð úrkoma. Þessir dagar voru mestu úrkomudagar mánaðarins víða um land. Seint þ. 10 gekk lægð yfir landið og ringdi víðast hvar aðfaranótt þ. 11. Áframhald varð á úrkomu suðvestanlands þ. 11. - 12., en jafnframt var norðan hægðviðri og svalt norðaustanlands. Á ný var úrkoma um allt landið þ. 13., en þ. 14. voru norðaustanáttir ríkjandi á landinu, og úrkoma helst norðanlands og austan þó súldar og þoku yrði vart við suðurströndina. Dagana 15. - 23. var lægðagangur suðvestan á landinu og rigning eða súld víða, einkum sunnanlands og vestan. Þessir dagar voru köldustu dagar mánaðarins að tiltölu, yfirleitt með hita á bilinu 6-12 stig. Þ. 15. var norðvestan gola um landið, og úrkoma á landinu norðvestan- og vestanverðu, en dagana 16. -18. var norðan og norðaustan gola víða og þoka við norðausturströndina en úrkoma sunnan og austan til. Dagana 19. - 21. var breytileg átt, úrkoma við ströndina suðvestan og norðaustanlands, en úrkomulítið annarsstaðar. Seint þ. 22. gekk smálægð upp að landinu og fylgdi úrkoma víðast hvar aðfaranótt þ. 23 og rigning eða skúrir um landið fram eftir degi. Síðla þ. 24 fór að gæta áhrifa háþrýstisvæðis suður af landinu og voru norðlægar áttir og léttskýjað um vestanvert landið. Næstu daga var hlýtt á landinu og úrkoma lítil. Dagana 25. - 27. var suðvestan átt á landinu, skýjað suðvestanlands, þoka með ströndinni og úrkoma á stöku stað en léttskýjað norðanlands og austan. Hlýjast var norðaustanlands en svalara suðvestan til. Þ. 26. var hlýjasti dagur mánaðarins víða um norðan- og austanvert landið, en mesti hiti mánaðarins mældist 25.5°C þ. 27. á Neskaupstað. Næstu daga myndaðist hitalægð yfir landinu og leiddi það til þoku á annesjum víða, og síðdegisskúra. Þokubakkar lágu með austur- og suðurströndinni dagana 28. - 29. og kólnaði þar á annesjum en hlýtt var áfram í innsveitum. Víðast annarsstaðar á landinu var léttskýjað. Síðla þ. 29. teygðu þokubakkar sig vestur með landinu og dagana 30. - 31. voru þokubakkar við ströndina víðast hvar og skúrir sunnanlands þ. 31. Loftvægi var í meðallagi, frá 1.1 mb undir því á Bol að 1.5 yfir því í Vm. Hæst stóð loftvog 1026.5 mb þ. 27. kl. 12 í Vm en lægst 986.8 mb þ. 15. kl. 15 á Dt og kl. 18 á Kll. Vindáttir: Tíðni vindátta var í samræmi við meðaltal áranna 1971-1980. Vindur náði 11 vindstigum í Vm þ. 7. Skaðar: Þakplötur fuku af nokkrum húsum í Vestmannaeyjum þ. 7. Hlaup í Hagafellsjökli út í Hagavatn olli verulegum vatnavöxtum með tjóni á stíflugarði og á brú yfir Farið. Jökulsá á Sólheimasandi hljóp og olli verulegum vatnavöxtum. (49)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.