Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1999, Síða 1

Veðráttan - 01.08.1999, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Ágúst í heildina var mánuðurinn hlýr og sólríkur. I upphafi mánaðar var hlýtt en víða gætti skúra og þoku, einkum við ströndina. Hæðarhryggur færðist yfir landið norðan- og vestanvert þ. 2. og gekk úrkomusvæði suðaustur yfir landið. Næstu daga var hægviðri og hlýtt, víðast hvar var heiðskírt yfir hádaginn, en þokugjarnt bæði árdegis og síðla dags. Víða um land var sá 3. hlýjasti dagur mánaðarins, en mesti hiti mánaðarins 23.7°C mældist þ. 4. í Lerkihlíð. Eftir þ. 6. kólnaði og var súld og þoka víða um land dagana 6. - 8. og nokkur úrkoma þ. 9. og 10. Þ. 12 færðist lágþrýstisvæði upp að landinu suðvestanverðu og dagana 12. - 13. voru suðvestlægar áttir ráðandi og úrkoma víða, mest sunnan til og vestan en þoka austanlands. Síðla þ. 14. snerist vindur til norðlægrar áttar og dró fljótlega úr úrkomu. Næstu daga var hægviðri, hlýtt og léttskýjað sunnan til á landinu, en þungskýjað og kaldara norðanlands. Stöku skúra varð vart sunnantil á landinu og á Austfjörðum. Þ. 16. var norðaustan strekkingur yfir miðbik landsins, en þ. 17. færðist hæðarhryggur yfir landið og dró þá úr vindi og var breytileg átt eða suðvestlægt hægviðri næstu daga. Þ. 19. var léttskýjað norðanlands en þoka sunnanlands. Þ. 20. gekk lágþrýstisvæði upp að landinu vestanverðu og fylgdi úrkoma næstu daga, sérstaklega þ. 22. Suðvestanáttir og úrkoma sunnanlands og vestan en léttskýjað og mikil hlýindi noðanlands og austan einkenndu næstu daga. Þ. 23. varð þoku vart við suður- og austurströndina en á Norðausturlandi var moldrok á Fjöllum. Þokan færði sig norður með austurströndinni þ. 25. Þ. 26. kom lágþrýstisvæði upp að ströndinni suðvestanverðri og hlaust af nokkur úrkoma, fyrst í stað sunnanlands en víða um land þ. 27. og 28. Dagana 29. og 30. var súld vfða um land, en frekar hlýtt, en seint þ. 31. gekk kröpp lægð vesíur af landinu og fylgdi henni hvassviðri og úrkoma um landið vestanvert. Þennan dag mældist mesta sólarhringsúrkoma mánaðarins, 47.7 mm á Nesjavöllum. Loftvægi var 4.7 mb yfir meðallagi, frá 2.4 mb yfir því í Bol að 6.0 mb yfir því í Vm. Hæst stóð loftvægi 1026.6 mb í Vm þ. 20. kl. 12 og lægst fór það í 979.2 mb í Bol þ. 31. kl. 6. Vindáttir: Norðanáttir og logn voru sjaldgæfari en í meðalári, en suðvestan- og vestanáttir voru tíðari en í meðalári. Vindhraði náði aldrei 11 vindstigum í mánuðinum. Skaðar: Snemma í mánuðinum varð hlaup í Kreppu. Olli þetta vatnavöxtum í Jökulsá á Fjöllum en af því hlutust gróðurskemmdir í Herðubreiðarlindum. I Kelduhverfi tók af brúna yfir Sandá og vegasambandslaust varð við þrjá bæi. Sólmyrkvi: Deildannyrkvi varð á sólu að morgni þ. 12. og sást hann víða um land, minnst þó á Austfjörðum og á Vestfjörðum, þar sem var skýjað. (57)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.