Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.09.1999, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.09.1999, Qupperneq 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á YEÐURSTOFU ÍSLANDS September Tíð var víðast talin í meðallagi eða góð, jafnvel talin ágæt sums staðar sunnan- og austanlands. Norðan til á Vesturlandi, á Vestfjörðum og á stöku stað nyrðra var tíð talin leiðinleg framan af mánuðinum. Úrkomusamt var um mestallt land. Þ. 1. til 3. var lægðardrag á Grænlandshafi og suðvestanátt ríkjandi með skúrum á Suður- og Vesturlandi en norðaustanlands var lengst af úrkomulítið og sums staðar léttskýjað. Nokkuð myndarleg lægð fór yfir landið úr suðvestri 4. og þá rigndi um mestallt land. Um tíma var strekkingsvindur, norðaustanátt var þá á Vestfjörðum. Lægðardrag hélst yfir landinu 5. og 6. og var þá fremur hæg norðanátt norðanlands en sunnan- og suðaustanátt syðra. Smáskúrir eða dálítil rigning voru víðast hvar, en þó úrkomulítið austanlands. Lægðardrag var suðaustur af landinu daginn eftir og þá var úrkomulítið suðvestanlands. Þ. 8. dýpkaði lægð mikið fyrir suðaustan land og þá gerði norðaustanátt sem víða var allhvöss. Lægðin fór norður með Austurlandi 9. Vestanlands var þá hvöss norðanátt með rigningu og slydda var til fjalla, annars var vindur hægari með skúrum. Þ. 10. var kröpp lægð suður af landinu og olli hvassri norðaustanátt síðdegis með rigningu um mestallt land. Lægðin fór norður yfir landið 1L, þá var hvasst og slydda á Vestfjörðum, en annars hægari suðlæg átt með skúrum. Daginn eftir var lægðardrag að grynnast yfir landinu, vindátt svipuð en vindhraði mun minni. Vestanlands létti smám saman í lofti og allvíða var næturfrost inn til landsins. Þ. 13. var fremur hæg austlæg vindátt, austan- og norðaustanlands var sums staðar dálítil súld, en bjart veður um landið norðvestanvert. Dagana 14. til 22. voru austlægar áttir ríkjandi sem snerust smám saman til norðausturs. Miklar lægðir voru vestur af Bretlandseyjum en hæð norður undan. Fyrri hluta tímabilsins fóru nokkur regnsvæði vestur yfir landið. Dagana 15. til 17. mátti heita úrfelli á Austurlandi en um norðvestanvert landið var úrkoma ekki mikil. Þ. 16. var talsverð úrkoma vestanlands. Dagana fram til 19. var oft strekkingsvindur. Þ. 20. varð vindur hægari og mjög dró úr úrkomunni, hlýtt var í veðri og blítt veður. Dagamir 17. og 20. voru þeir hlýjustu í mánuðinum að tiltölu. Þ. 23. til 26. var hæg breytileg eða norðaustlæg átt ríkjandi og lægðardrag var í námunda við landið. Víða rigndi, sérstaklega síðasta daginn en þá var lægð suður undan en hæð yfir Grænlandi. Norðanlands var slydda, en snjókoma inn til landsins. Þ. 27. og 28. var hæðarhryggur yfir landinu með stilltu en köldu veðri og vom þessir dagar þeir köldustu í mánuðinum. Smáskúrir vom austanlands en annars víða léttskýjað. Þ. 29. var vaxandi lægð á Grænlandshafi, vindur snerist þá til suðurs með rigningu um mestallt land. Daginn eftir var myndarleg lægð að þokast til austurs við Suðurland. Vindur snerist til norðausturs og talsvert rigndi þá fyrir norðan og austan en syðra dró úr úrkomu. Loftvægi var 7,5 mb undir meðallagi, frá 5,9 mb á Rfh að 8,7 mb undir í Vm. Hæst stóð loftvog á Skjl þ. 20. kl. 21 1018,8 mb, en lægst í Anes þ. 9. kl. 6, 966,0 mb. Vindáttir: Austan- og norðaustanátt voru talsvert tíðari en að meðaltali, en aðrar áttir fátíðari. Vindhraði náði 12 vindstigum (33,5 m/s) í Æðey þ. 17. Snjódýpt var mæld á 9 stöðvum þá morgna sem alhvítt var. Mest meðalsnjódýpt var í Svrt 7 cm og þar mældist einnig mest snjódýpt í mánuðinum, 8 cm þ. 27. Þrumur heyrðust eða leiftur sáust í Blfl þ. 1„ þ. 2 í Anes, Hól, á Fghm, Jaðri og Rkr og þ. 10 í Anes. Hlaup: Smáhlaup kom í Jökulsá á Sólheimasandi 22. (65)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.