Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Október Tíðarfar var víðast talið hagstætt, þó var mjög úrkomusamt með köflum. Metuppskera var í kornrækt. Þ. 1. var allmyndarleg lægð suðaustan við land og þokaðist hún til suðausturs og síðar austurs, en hæðarhryggur nálgaðist úr vestri. Hann var yfir landinu 3. Þ. 1. og 2. var allhvöss norðanátt með rigningu um norðan- og austanvert landið en björtu veðri syðra. Veður kólnaði og aðfaranótt 3. snjóaði víða norðanlands og voru 3. og 8. köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Síðdegis 3. snerist vindur til hægrar vestanáttar. Smáskúrir eða súld voru þá vestanlands. Dagana 4. til 6. var smálægð á austurleið fyrir vestan og síðar norðan land. Rigningarsuddi var um landið vestanvert en þurrt og stundum léttskýjað eystra. Fremur hlýtt var í veðri. Þ. 7. gerði hæga norðanátt og kólnaði með lítilsháttar snjókomu eða slyddu, fyrst á Vestfjörðum, en síðan einnig norðanlands. É1 voru á Norðausturlandi 8. en þá var hæðarhryggur yfir landinu og víða bjart veður. Talsvert frost var inn til landsins. Úrkomusyæði fór norður yfir landið 9. með suðaustan- og austanstrekkingi en 10. fór lægðardrag austur með Suðurlandi og snerist vindur þá smám saman í norðaustur með rigningu á Norðurlandi en syðra létti til. Norðanáttin hélst 11. en undir kvöld fór að gæta áhrifa lægðar suðvestur undan. Hún olli rigningu um mestallt land í sunnanstrekkingi 12. Mjög ákveðin sunnanátt með hlýindum stóð síðan til 15. enda mikil hæð yfir Bretlandi og síðar Noregi og varð sá 14. hlýjasti dagur mánaðarins. Syðra rigndi víða mikið en úrkomuminna var fyrir norðan. Þ. 15. fóru nokkuð skörp skil austur yfir landið og snerist vindur þá til vesturs og heldur kólnaði í bili. Daginn eftir var hæð yfir landinu, vindur hægur og víðast bjart veður. Dagana 17. til 22. voru suðaustan- og austanáttir ríkjandi, mikil hæð var yfir Skandinavíu og fyrir norðan land. Vindur var lengst af hægur og mikið blíðviðri marga dagana. Úrkoma var nokkur um suðaustan- og austanvert landið en annars yfirleitt lftil. Þ. 22. og 23. fór vindur að snúast meir til austurs og norðausturs og heldur kólnaði. Þá rigndi á Norður- og Austurlandi. Þ. 24. var hæð yfir Grænlandi og ákveðin norðanátt ríkjandi. Norðanlands var slydda en rigning eystra. Hæðarhryggur var yfir landinu 25. en daginn eftir var komin ákveðin suðaustan- og austanátt með rigningu suðvestan- og sunnanlands. Mjög djúp lægð (leifar fellibylsins José) var á vestanverðu Grænlandshafi. Þ. 27. var lægðardrag fyrir norðan land. Þá var suðvestanátt á landinu og vestanlands voru skúrir en úrkomulítið eystra. Daginn eftir var norðaustanstrekkingur með éljum í útsveitum norðanlands og á Vestíjörðum en annars suðvestanátt áfram. Svipað veðurlag var 29. en vindur þó mun hægari og úrkoma minni. Hæg norðaustanátt var um land allt 30. en 31. var mikil lægð fyrir suðaustan land. Þá var nokkuð hvöss norðaustanátt á landinu. Austanlands var mikil rigning en þurrt að kalla syðra. Loftvægi var 1,1 mb yfir meðallagi, frá 0,5 mb á Kbkl að 1,9 mb yfir á Rfh. Hæst stóð loftvog á Skjl þ. 16. kl. 24, 1032,0 mb, en lægst á Dt þ. 31. kl. 24, 967,2 mb. Vindáttir voru nærri meðallagi í mánuðinum. (73)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.