Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.11.1999, Side 1

Veðráttan - 01.11.1999, Side 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Nóvember Tíð var umhleypingasöm en víðast talin hagstæð nema fyrstu dagana og síðustu vikuna, en þá var nokkuð kaldranalegt verðurlag. A stöku stað vestanlands var tíð talin óhagstæð. Þ. 1. var allmikil lægð á norðurleið austur af landinu. Þá var norðanátt með rigningu austan- og norðaustanlands en snjókoma eða slydda vestar, en syðra var skýjað. Vindur varð norðvestlægari en hægari 2., þá náðu él allt til Vesturlands. Seint um kvöldið snerist vindur til suðausturs suðvestanlands en þá dýpkaði lægð nokkuð snögglega fyrir suðvestan land. Úrkoma var um mestallt land 3. er lægðin fór yfir landið, þá var suðlæg átt og nokkuð hlýtt austanlands, en annars hryssingsveður og slydda. Næstu tvo daga gekk norðanáttin niður og snerist jafnframt meira til norðvesturs. Smám saman stytti upp og kólnaði. Þ. 6. fór úrkomusvæði til norðausturs yfir landið. Víða rigndi í suðaustanátt, en síðan snerist vindur til suðvesturs með skúrum á Suður- og Vesturlandi, en eystra létti til. Fremur mild suðvestanátt var 7. og 8. með svipuðu veðri. Dagana 9. til 13. var mikil hæð við Bretlandseyjar norðanverðar og voru sunnan- og suðvestanáttir þá ríkjandi. Talsverð úrkoma og þokuloft var um sunnanvert landið, en úrkomulítið var norðaustanlands. Mjög hlýtt var í veðri og þ.l 1. gerði miklahitabylgju áNorður- og Austurlandi. Hiti komst í 22,7stig á Dalatanga og er það hæsti hiti sem mælst hefur í nóvember hér á landi frá upphafi. A sjálfvirku stöðinni á sama stað varð hámarkshitinn 23,2stig. Sá 11. varð hlýjasti dagur mánaðarins, en heldur kólnaði 12. og 13. Aðfaranótt 14. gengu kuldaskil yfir landið og þá kólnaði frekar, vestanlands voru skúrir eða slydduél. Þ. 15. fór lægðardrag suður yfir landið og vindur snerist til norðurs, syðra létti til, en annars voru dálítil él. Þ.16. var hæðarhryggur á austurleið við landið og stillt veður, en daginn eftir gerði suðaustanátt sunnanlands og rigndi, en eystra var þá bjart veður og frost. Þ. 18. og 19. var hæð vestan Bretlandseyja og suðvestanátt og mjög hlýtt á landinu. Rigning eða súld var á Suður- og Vesturlandi en annars skýjað. Aðfaranótt 20. kólnaði aftur og gerði skúrir eða él um landið vestanvert en eystra birti upp. Svipað veður var 21., en 22. var lægðardrag norður af landinu, vindátt var breytileg og él voru á Suður- og Vesturlandi en léttskýjað austanlands. Dagana 23. til 27. var norðlæg átt, lægðir voru suður og austur undan og allhvasst var suma dagana. Lengst af var léttskýjað syðra, en él á Norður- og Austurlandi. Talsvert frost var inn til landsins suma dagana og var 27. kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 28. gekk smálægð inn á landið úr vestri og víða snjóaði. Daginn eftir var alldjúp lægð á austurleið fyrir sunnan land. Víða var hvasst og nokkur snjókoma síðdegis. Þ. 30. var ákveðin norðanátt framan af degi, él voru þá á Norður- og Austurlandi, en syðra létti til. Síðdegis lægði og frost herti. Loftvægi var í meðallagi, frá 1,9 mb yfir í Vm að 2,0 mb undir á Dt. Hæst stóð loftvog á Kbkl þ. 9. kl.24, 1032,4 mb, en lægst á sama stað þ. 3. kl. 18., 967,7 mb. Vindáttir: Vindur var tíðari af suðri, suðvestri, vestri og norðvestri, en að meðaltali, en norðaustan- og austanáttir voru sjaldgæfari. Veðurhæð náði hvergi 12 vindstigum í mánuðinum. (81)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.