Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Desember Tíðarfar var talið meinlaust eða jafnvel hagstætt um mestallt norðan- og austanvert landið, en sunnanlands var snjór víða óvenju þrálátur og tíð talin óhagstæð. í vestari Iágsveitum Suðurlands var meiri snjór en komið hafði um langt árabil. Þ. I. og 2. fór iægðardrag til austurs skammt norður af landinu. Vindur var suðvestlægur og vestlægur í fyrstu, en snerist síðan til norðlægrar áttar, fyrst norðanlands. É1 voru víða um land og um tíma nokkuð samfelld snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þ. 3. var norðaustanátt með éljum víða um land, en 4. var hæðarhryggur við landið og norðanáttin gekk niður. V íða létti til, en smálægð fór þá austur með norðurströndinni. Dagana 5. til 7. þokaðist allmikil lægð til austurs fyrir sunnan land. Vindur var fyrst af austri en snerist síðan til norðausturs. Víða var nokkur strekkingur og stormur við suðurströndina. Um tíma snjóaði um mestallt land, en síðan stytti upp sunnanlands. Mikla hn'ð gerði syðst á landinu síðdegis 5. Suðlæg átt var sunnanlands 7. en 8. var lægðardrag suðvestur undan og vindur af austri eða norðaustri. É1 voru þá um austanvert landið, en skýjað syðra. Frostlítið var við sjóinn, en talsvert frost inn til landsins. Þ. 9. kom Iægðardragið inn á Suðvesturland og þar snjóaði og 10. og 11. færðist dragið í aukana og víða snjóaði, einkum þó syðst á landinu. Hiti var nærri frostmarki víðast hvar og austanlands var hláka og rigndi víða. Þ. 12. var enn lægðardrag undan Suðvesturlandi með austlægri átt, norðaustlægri með frosti á Vestfjörðum, en suðlægari á Austurlandi með skúrum eða rigningu. Þ. 13. teygðist lægðardragið norður fyrir land og fór þaðan til austurs og 14. var vindur hægur og átt breytileg. Smáél voru víða um land. Þ. 15. fór smálægð til austurs fyrir norðan land. Vindátt var vestlæg, víða rigndi, en inn til landsins snjóaði. Síðdegis var grunnt lægðardrag yfir landinu en 16. var dragið suður undan. Þá létti til sunnanlands í norðanátt, en dálítil él voru nyrðra. Þ. 17. og 18. var hæð yfir Grænlandi og síðar yfir íslandi. Dálítil él voru við norðaustur- og austurströndina, en annars léttskýjað. Vfða var mikið frost og voru þessir dagar þeir köldustu í mánuðinum. Síðdegis 19. fór að rigna suðvestanlands í suðaustanstrekkingi, þá var léttskýjað á Norðausturlandi. Daginn eftir var suðlæg átt og fremur hlýtt, þá rigndi syðra, en norðanlands var úrkomulítið. Hægfara lægð var á Grænlandshafi. Svipað veður hélst 21. og 22., nema að vindur snerist smám saman til suðausturs og síðar norðausturs og heldur kólnaði. Síðdegis 22. var smálægð á austurleið við suðurströndina. Suðvestanlands var léttskýjað en austanlands rigndi. Þ. 23. og 24. var hæg norðaustanátt, él voru norðanlands, en bjart að mestu syðra. Að kvöldi 24. voru þó él eða skúrir við suðvesturströndina. Á Vestfjörðum snjóaði þá í ákveðinni norðaustanátt. Næstu daga var vindátt lengst af norðlæg með dálitlum éljum norðanlands en áttin varð um tíma vestlægari og élin náðu þá einnig til Vesturlands. Meginlægðin var þessa daga alllangt norðaustur í hafi en lægðardrag teygði sig til vesturs í átt að landinu. Aðfaranótt 28. var vindur mjög hvass víða austanlands þó ekki fréttist af sköðum. Þ. 28. var hæðarhryggur yfir landinu og vindur snerist til suðurs. Þá létti til á Norðurlandi. Daginn eftir var suðaustanstrekkingur með rigningu suðvestanlands. Allskarpt lægðardrag nálgaðist landið og kom inn á það síðdegis, þá rigndi um mikinn hluta landsins. Vindur snerist til suðvesturs á eftir lægðardraginu og þá gerði él suðvestalands, en nyrðra létti til. Suðvestanáttin hélst fram undir kvöld 30. en þá kom mjög djúp og kröpp lægð (innan við 930 mb í miðju) inn á Grænlandshaf. Vindur snerist til vaxandi suðaustanáttar. Suðaustanhvassviðri gekk yfir landið aðfaranótt 31. með rigningu og slyddu, en undir morgunn snerist vindur til hægari suðvestanáttar með skúrum og síðar éljum. Gamlársdagur var hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Árið kvaddi með vægum éljagangi um sunnan- og vestanvert landið en bjart var á milli élja. Besta veður var á Norðaustur- og Austurlandi. (89)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.