Víkurfréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 4
ÞAÐ ERU EINUNGIS 3 mánuðir í alþingiskosn-
ingar og nú þurfum við, kjósendur, að fara að heyra
frá flokkunum varðandi stefnumálin. Við tökum að
sjálfsögðu afstöðu út frá málefnum. Kallinn vill
setja fram þá hugmynd að
frambjóðendur stjórnmála-
flokkanna af Suðurnesjum
boði til almenns stjórn-
málafundar þar sem mál-
efni flokkanna varðandi
Suðurnesin verða kynnt al-
menningi. Suðurnesjafram-
bjóðendurnir þurfa að
kynna mál sinna stjórn-
málaflokka fyrir íbúum
Suðurnesja. Það þarf að
setja upp einn góðan fund - eins og þeir voru í
gamla daga. Kallinn leggur fram spurningu til allra
Suðurnesjaframbjóðenda: Treystir þú þér til að stan-
da fyrir svörum á slíkum stjórnmálafundi? Sendið
svar á kallinn@vf.is.
KALLINN ER ótrúlega glaður núna. Japanskt fyr-
irtæki er skoða möguleikana á því að reisa hér orku-
freka verksmiðju. Ef að Japanarnir ákveða að koma
til Reykjanesbæjar verður um mikinn happdrættis-
vinning að ræða fyrir sveitarfélagið, íbúa og fyrir-
tæki á svæðinu. Síðast en ekki síst er um mikið
hagsmunamál að ræða fyrir Hitaveitu Suðurnesja
þar sem um orkufrekan iðnað er að ræða. Kallinn
vann eitt sinn í stuttan tíma hjá Hitaveitunni og get-
ur ímyndað sér að þar séu menn spenntir.
UM DAGINN barst Kallinum bréf frá einhverjum
sem kallar sig Anti Kallinn og var meginefni bréfs-
ins á þá lund að Kallinn var ataður skít. Anti Kall-
inn, sem er þó ágætlega skrifandi, allavega mál-
fræðilega séð benti Kallinum á að koma fram undir
nafni. Af hverju ætti Kallinn að gera það? Eru ein-
hver mál sem Kallinn tekur upp svo viðkvæm? Er
fólk eins og Anti Kallinn ekki tilbúið til að lesa
gagnrýni um hin ýmsu mál í samfélaginu? Kallinn
hlakkar til að fá fleiri bréf frá þessum Anti Kalli.
ÞAÐ ER ROSALEGA margt jákvætt að gerast í
samfélagi Suðurnesjamanna þessa dagana. Fjöl-
margar framkvæmdir eru fyrirhugaðar og vonandi
að sem flestir njóti góðs af, bæði sveitarfélagið,
fólkið og fyrirtækin. Án efa koma þessar fram-
kvæmdir til með að slá á atvinnuleysið og það er
gott mál. Nú er bara að halda áfram.
Kveðja, Kallinn@vf.is
Hvers vegna þarf Leifur A.
Ísaksson að rjúka upp til
varnar sóknarnefndarfólki í
Reykjanesbæ?
Leifur var í sóknarnefnd Ytri-
Njarðvíkurkirkju. Hvers vegna
þarf hann að segja okkur að þetta
fólk sé svo gott? Ekki nefndi
Karlinn á kassanum að það væri
vont fólk. Var Leifur kannski
bestur af öllum og þarf því að
vernda hina? Er ekki til annað
gott fólk í Ytri-Njarðvík, sem
gæti þá látið sitt af mörkum fyrir
sóknina sína?
Er ekki eitthvað að hjá þessu
góða fólki í sóknarnefndinni, eða
prestinum kannski?
Hvað fannst öllum kórfélögum,
organistum, meðhjálpurum og
konunni sem sá um þrif á kirkj-
unni til margra ára um samskipti
við prest og sóknarnefnd? Ætli
það hafi verið komið fram við
það fólk með réttlátu hugarfari
og góðmennsku? Hversvegna er
ekki betri kirkjusókn?
Það er eitthvað að, það er ekki
nóg að hugsa um kirkjuna utan
og innan, ÞVÍ KIRKJAN ER
FÓLKIÐ!
Ég og mágkona mín komum til
messu í Ytri-Njarðvíkurkirkju
einn sunnudag s.l. sumar kl
20.00 og þegar við komum inn
voru fyrir organisti og prestur og
engir fleiri, svo prestur fór nú
fram til að skrýðast og á leið aft-
ur inn í kirkjuna komu í gættina
tvær útlendar konur sem hann
fékk til þess að koma inn, svo við
vorum 6 gestir í kirkjunni þetta
kvöld. Hvar voru allir hinir
góðu? Og hversvegna var ekki
kór? Og hvar voru allir hinir
ánægðu? Það er ekkert að, segir
svo þessi sóknarnefnd. Það eru
líka sumir sammála þeim, en ég
veit að það eru ótal margir ekki
ánægðir með hvað allt hefur dal-
að á seinni árum. Ég held að
sumir þurfi að hvíla sig, þótt
góðir séu, og fá nýtt fólk í sókn-
arnefnd Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Ég skora á ungt fólk í Ytri-Njarð-
víkursöfnuði, að taka sig saman
og láta að sér kveða, gefa kost á
sér til starfa í sóknarnefnd og ná
þar kjöri, að minnsta kosti for-
mann, og hrista svo vel upp í
starfi kirkjunnar! Verið svo
ákveðin í að stofna líka barnakór.
Munið að Kristur sagði: Leyfið
börnunum að koma til mín og
bannið þeim það eigi, því slíkra
er Guðsríki.
Barnakór myndi auka kirkju-
sóknina verulega, því þegar kór-
inn kemur fram í guðsþjónustum
koma mamma og pabbi og
amma og afi og systkin til þess
að hlusta.
Að lokum vil ég óska þess að
Njarðvíkingar komi upp öflugu
kirkjustarfi í framtíðinni.
Guðrún Ásta Björnsdóttir.
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
VÍKUR
FRÉTTIR
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319,
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík
Sími 421 0000 (15 línur)
Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hbb@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, franz@vf.is
Auglýsingar:
Kristín Njálsdóttir,
sími 421 0008 kristin@vf.is,
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0009 jofridur@vf.is
Blaðamenn:
Jóhannes Kr. Kristjánsson
sími 421 0004 johannes@vf.is
Sævar Sævarsson,
sími 421 0003 saevar@vf.is
Hönnunarstjóri:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is
Hönnun/umbrot:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is,
Stefan Swales,
stefan@vf.is
Skrifstofa:
Stefanía Jónsdóttir,
Aldís Jónsdóttir
Útlit, umbrot og prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing:
Íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Aðrir fjölmiðlar
Víkurfrétta ehf. eru:
VF - Vikulega í Firðinum
Tímarit Víkurfrétta,
The White Falcon,
Kapalsjónvarp Víkurfrétta.
MUNDI
Guð minn góður!
Nú held ég að sóknarnefnd og
sóknarbörn ættu að fá fría heilun
hjá Sálarrannsóknarfélaginu!
Kallinn á kassanum
Hefur hann gleymt því að hann
er starfmaður kirkjugarðsins í
Njarðvík?
Hann var ráðinn sem eftirlits-
maður með framkvæmdum í
kirkjugarðinum og þáði laun fyr-
ir, eftir að hafa hætt formennsku
vegna brottflutnings til Keflavík-
ur.
Hann talaði um allt þetta GÓÐA
fólk sem hann starfaði með, þá er
hann væntanlega að tala um sam-
starfsmanninn, formanninn sem
tók við honum og vinnur með
honum í kirkjugarðinum við að
koma upp ljósastaurum, sjá um
lýsingu á leiðum og fleiru varð-
andi rafmagnið því að svo
skemmtilega vill til að hann er
eigandi rafmagnsfyrirtækis hér í
Njarðvík.
Það hefur „gleymst“ að auglýsa
aðalsafnaðarfundi og störf bæði
hjá kirkjunni og kirkjugarðinum
og gefa þar með sóknarbörnum
Njarðvíkurkirkna (en ekki fólki
úr öðrum sóknum) tækifæri á að
starfa með sinni eigin kirkju.
Hvað er verið að fela? Það hafa
nokkrir starfsmenn og sóknar-
börn þurft að leita sér lögfræði-
aðstoðar bara til að geta fengið
sín mál á hreint og það er grein-
arhöfundur að ganga í gegnum
núna varðandi kirkjugarðinn í
Njarðvík. Ég spyr hversu langt
þurfum við að ganga í þessum
málum?
Ég skora á þá aðila sem eru í for-
svari fyrir sóknarnefnd að hætta
að hugsa um eigin hagsmuni og
leyfa öðrum að komast að og
byggja upp gott kirkjustarf með
kór og öllu tilheyrandi og hætta
að halda úti kór úr Hafnarfirði.
Hvað skyldi það nú kosta? Við
eigum nóg til af færu fólki sem
vill vinna með GÓÐU fólki!
Númer 1, 2 og 3 er að byrja á því
að fjarlægja skemmdu ávextina
og bæta við nýjum og ferskum.
Það er tími til kominn að sjá
fólkið okkar sem var duglegt að
mæta til messu á sunnudags-
morgnum á ný og sjá eitthvað
gerast eins og t.d. að efla barna-
starfið.
Nú skora ég á Njarðvíkinga að
koma fram og gera eitthvað rót-
tækt, því nóg hefur verið talað
sín á milli og nú þarf eitthvað að
gerast. Ekki trúi ég að presturinn
sé kominn til að vera hér alla sína
ævi, þótt æviráðinn sé.
Fjölmennum á aðalfundinn sem
verður á næstunni og látum í
okkur heyra.
Þórir Jónsson
Fyrrv. kirkjuvörður
& meðhjálpari
Aðeins fleiri hugleiðingar frá öðru sóknarbarni varðandi
skrif fráfarandi formanns Ytri Njarðvíkursóknar í VF
Málverkasýning
í félagsheimili
Keflavíkur
Málverkasýning Stefáns Jóns-
sonar er haldin í félagsheimili
Keflavíkur Hringbraut 108. Sýn-
ingin var opnuð á laugardaginn
15. febrúar og verður opin frá
10:00 - 12:00 og 14:00 - 16:00
frá mánudeginum 17. febrúar til
föstudagsins 21. febrúar.
Síðasti sýningardagur er laugar-
daginn 22. febrúar en þá verður
opið frá kl. 13:00 - 17:00. Heitt á
könnunni.
Frí heilun verður laugardaginn
22. febrúar nk. frá kl. 13-15, í
húsi félagsins að Víkurbraut 13.
Allir velkomnir.
Ath. Skúli Lórensson verður
með einkafundi þriðjudaginn 4.
mars og skyggnilýsingarfund
fimmtudaginn 6. mars. Nánar
auglýst síðar.
Hugleiðingar frá sóknarbarni í Ytri-Njarðvík
B R É F T I L B L A Ð S I N S
Frí heilun
S
R
F
S
8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:10 Page 4