Víkurfréttir - 27.11.2003, Page 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Bókasafn Reykjanesbæj-ar ákvað að verðlaunasérstaklega þau Reykja-
nesbæjarskáld sem þóttu skara
fram úr með ljóðum sínum í
ljóðasamkeppninni, Ljóð unga
fólksins, sem haldin er af Þöll
samstarfshópi um barnamenn-
ingu á bókasöfnum.Alls bárust
131 ljóð frá 99 ungskáldum.
Þátttaka hefur aldrei verið eins
góð og voru 4 skáld valin úr
úrvali 18 ljóða sem komust til
úrslita í samkeppni Þallar og af
þessum 18 voru fjögur úr
Reykjanesbæ. Reykjanesbæj-
arskáldin sem Bókasafnið
verðlaunaði fengu að launum
bókagjöf frá safninu og 5.000
kr. frá Sparisjóðnum í Kefla-
vík.
Þessi skáld eru: Ingibjörg Íris
Ásgeirsdóttir 11 ára, Magnús Þór
Magnússon 11 ára, Ingi Snær
Þórhallsson 12 ára og Kristján
Helgi Olsen Ævarsson 11 ára
sem fékk sérstök hvatningarverð-
laun. Að auki voru úrslitaljóðin
gefin út á bók sem hægt er að
nálgast á bókasafninu.
Stríðið og ungabarnið
Magnús Þór Magnússon
Það kom stríð og ég fór að gráta.
Sprengja féll á húsið mitt, ég
særðist bæði á höfði og höndum.
Mamma dó, pabbi lamaðist og
bróðir minn dó. Ég var ungabarn
og grét. Mamma var jarðsett 5
árum síðar þegar stríðinu lauk.
Pabbi var í hjólastól alla ævi og
dó fljótt. Ég hafði ekkert í hönd-
unum nema mitt litla hjarta.
Páll Skúlason háskólarektor heldur þvífram að þroski tilfinninganna skipti höf-uðmáli í uppeldinu vegna þess að þær
skipti sköpum við mat á gæðum lífsins. Hann
segir að tilfinningarnar gegni eins konar miðl-
unarhlutverki gagnvart skilningi og ímyndun.
Páll segir að uppeldi snúist um að opna augu barn-
anna fyrir heimi sem er fullur af gæðum sem eru til
og bíða þess eins að vera uppgötvuð - gæði sem eru
til óháð öllum tilfinningu, en sem við lærum ein-
ungis að njóta og meta með því að dýpka og rækta
tilfinningar okkar. Þess vegna skiptir þroski tilfinn-
inganna öllu máli í uppeldinu.
Þegar höfundur listar setur fram verk sín er hann að
opinbera tilfinningar sínar. Um leið er hann að þros-
ka þær, hreinsa þær og víkka þær út. Höfundurinn
er að sýna eitthvað úr einstökum hugarheimi sínum
sem skírskotar til allra einstakra hugarheima.
Ef við veltum fyrir okkur mikilvægi bókmennta og
lista í lífi okkar leitar sú spurning á okkur hvort við
getum verið án þeirra?
Páll Skúlason spyr ennfremur hvað fái hugi til að
snertast. Hann segir að með því að skapa brú milli
ólíkra hugarheima tryggi listin undirstöðusamskipti
manna. Fari þau forgörðum glatar lífið merkingu
sinni. Án listarinnar væri upplifun okkar og per-
sónuleg reynsla okkur algerlega óskiljanleg. Við
þurfum á listinni að halda til að skilja okkur sjálf og
aðra. Þessi orð Páls Skúlasonar rektors HÍ úr bók-
inni Sjö siðfræðilestrar leituðu á hugann þegar ég
las ofangreint ljóð unga ljóðskáldsins í Reykjanes-
bæ. Helga Margrét
UNG LJÓÐSKÁLD Í REYKJANESBÆ
SKÓLAMÁLIN
Tilfinningaþroski barna
Í V Í K U R F R É T T U M
Hljómsveitin Írafár hélt tónleika í íþróttahúsi Myllubakkaskóla á þriðjudagskvöld og er óhætt að segja að spenn-
ingurinn hafi verið mikill í salnum þegar hljómsveitin og Birgitta Haukdal stigu á svið. Fjölmenni var á tónleikun-
um, en Írafár er að endurgjalda greiða þegar Myllubakkaskóli lánaði þeim Sundhöll Keflavíkur til afnota. Í Sund-
höllinni var nýjasta myndband hljómsveitarinnar tekið upp. Mikil stemmning myndaðist í salnum og tóku krakk-
arnir vel undir, enda gjörþekkja þau lög hljómsveitarinnar.
Írafár spilaði í Myllubakkaskóla
➤
VF-ljósm
ynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Bæjarstjórn Sandgerðis-bæjar skorar á ríkisstjórnÍslands að viðurkenna sér-
stöðu Suðurnesja í atvinnumál-
um og að ríkisstjórnin bregðist
við uppsögnum Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli með afger-
andi hætti. Þetta kemur fram í
tillögu sem lögð var fram sam-
eiginlega af bæjarfulltrúum
Sandgerðisbæjar á 202. fundi
bæjarstjórnar Sandgerðis í
síðustu viku og samþykkt sam-
hljóða.
Orðrétt segir: „Bæjarstjórn Sand-
gerðisbæjar lýsir yfir áhyggjum af
þeim uppsögnum og þeirri óvissu
sem ríkir í atvinnumálum íslenskra
starfsmanna Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli. Hópuppsagnir munu
hafa slæm áhrif á samfélagið á
Suðurnesjum og á þá einstaklinga
sem í hlut eiga. Hagræðingaráætl-
anir Bandaríkjahers varpa skýru
ljósi á viðkvæma stöðu atvinnu-
mála hér á Suðurnesjum.
Atvinnulífið á Suðurnesjum mun
væntanlega taka einhverjum breyt-
ingum á næstu árum en undirbúa
þarf slíkar breytingar í tíma.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar skor-
ar því á ríkisstjórn Íslands að viður-
kenna sérstöðu Suðurnesja í at-
vinnumálum og að ríkisstjórnin
bregðist við umræddum uppsögn-
um með afgerandi hætti“.
Samþykkt samhljóða af bæjar-
stjórn.
Skora á ríkisstjórnina
Kolbrún Guðjónsdóttir,
Hjördís Baldursdóttir, Halldór Kristinsson,
Baldur Jóhann Baldurss., Ingibjörg Soffía Sveinsd.,
Tinna Björk Baldursdóttir, Björgvin Færseth,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Baldurs Guðjónssonar,
Langholti 15,
Keflavík.
VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:06 Page 18