Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 27.11.2003, Qupperneq 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! V instri hreyfingin græntframboð samþykktisvohljóðandi ályktun á landsfundi sínum í Hveragerði um daginn: „Landsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns fram- boðs fagnar því að útlit er fyrir að dregið verði úr umsvifum Bandaríkjahers á Íslandi. Við eigum að nota þetta sögulega tækifæri til að segja upp herstöðvarsamningnum frá 1951 og loka NATO-herstöðinni á Misnesheiði fyrir fullt og allt. Við viljum að Íslendingar eigi sér ímynd sem friðsöm þjóð. Sú ímynd fer ekki saman við að hafa hér hernaðaraðstöðu fyrir árásar- gjarnt stórveldi sem meirihluti Evrópubúa lítur nú á sem eina helstu ógnina við heimsfriðinn. Umræða síðustu mánaða hefur sýnt að breytingar á herstöðinni eru óhjákvæmilegar. Þær þurfa að taka mið af hagsmunum ís- lensku þjóðarinnar en ekki bandarískra hernaðaryfirvalda. Draga verður Bandaríkjastjórn til ábyrgðar fyrir þeirri eyðileggingu sem herinn hefur valdið á um- hverf i og náttúru. Íslenskum stjórnvöldum er skylt að sjá til þess að herinn hreinsi til eftir sig í samræmi við ýtrustu kröfur, þótt reikna megi með að það kosti þúsundir ársverka. Jafn- framt ber að kanna réttarfarslega stöðu sveitarfélaga og einstak- linga sem orðið hafa fyrir skakkaföllum af völdum herset- unnar og rétt þeirra til skaðabóta. Herstöðin hefur komið í veg fyrir fjölbreytta og heilbrigða atvinnu- þróun á Suðurnesjum, rétt eins og herstöðvar um allan heim gera. Við brottför hersins opnast óteljandi möguleikar til nýsköp- unar í atvinnulífi á Suðurnesj- um.” Herstöð er mein sem fjarlægja þarf Allt frá því að bandaríski herinn kom árið 1951 hafa vinstri menn og aðrir unnendur friðar og þjóð- frelsis litið á hann sem mein í ís- lensku þjóðlífi. Við teljum enga vörn í honum - eins og nú hefur í raun verið viðurkennt af Banda- ríkjamönnum sjálfum - heldur stafar af honum hætta, því her- stöð hlýtur ávallt að vera skot- mark í stríðsátökum. Atvinnulíf á Suðurnesjum sýktist illa af þessu meini. Suðurnesin urðu háð hermangi og aðrar heil- brigðari atvinnugreinar hafa átt erfitt uppdráttar. „Þið hafið her- inn” hefur gjarna verið sagt við Suðurnesjamenn ef þeir hafa leit- að eftir sams konar fyrirgreiðslu og önnur byggðarlög hafa fengið. Herstöðvasamningnum fylgdi valdaafsal og nú kemur berlega í ljós að völdin yfir herstöðinni eru að sjálfsögðu í Wasington. Þeir gera það sem þeim hentar óháð okkar hagsmunum, hvort heldur rætt er um landvarnir eða atvinnu. Vinstri hreyfingin Grænt fram- boð vill losa okkur Íslendinga úr þessari sjálfheldu. Þingmenn VG hafa tvívegis flutt tillögu á Al- þingi um að íslensk stjórnvöld leiti eftir samningum um að her- inn fari og hreinsi eftir sig - og að við nýtum okkur möguleika til nýsköpunar í atvinnulífi sem þá opnast. Hægristjórnin íslenska tók það auðvitað ekki í mál, en hefur legið löngum stundum á hnjánum í Wasington til að biðja þarlenda um að herinn verði áfram. Þannig tókst að vísu að lengja í þeirri hengingaról sem nú herðist fastar en ella að at- vinnulífinu hér. Fundur með Steingrími í kvöld Vinstri grænir halda fund um þá stöðu sem nú er komin upp í her- stöðvarmálinu kl. 20.00 í kvöld á Flughóteli. Þar mun Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður flokksins, mun fjalla um málin m.a. út frá breyttum aðstæðum í alþjóðastjórnmálum og öryggismálum. Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi í Sand- gerði fjallar um málið af sjónar- hóli sveitarfélags sem á mikilla hagsmuna að gæta. Einnig fáum við að heyra raddir verkalýðsfé- laga hér um slóðir og vonandi raddir margra fundarmanna. Ég skora á sem flesta að mæta til að hlusta og taka til máls. Þetta mál- efni hefur margar hliðar og kem- ur okkur svo sannarlega við. Hvað er hægt að gera hér annað og betra en að þjónusta erlendan her? Leitum svara við því strax í kvöld. Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur og kennari og formaður VG á Suðurnesjum. R .Ó. rafbúð - rafverk-stæði og Nesraf samein-ast. Hugmyndin á bak við sameininguna er aðalega hagræðing í rekstri auk þess sem þjónustan eykst. Með því að stækka verslunina má auka vöru úrvalið og vera með því betur samkeppnishæfir við verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Eftir sameininguna verður fyrir- tækið rekið í nafni Nesrafs en verslunin heldur nafni sínu þ.e. RÓ. Fyrir 25 árum síðan stofnaði Reynir Ólafsson fyrirtæki sitt R.Ó. Fyrst var það til húsa að Tjarnargötu 7, ári seinna flutti það að Hafnargötu 44, þar sem það var til nokkurra ára en 1987 flutti Reynir fyrirtækið í eigið húsnæði að Hafnargötu 52. Árið 1997 stofnuðu Reynir, Jón Ragnar sonur hans og Hjörleifur Stefánsson bróðursonur Reynis ásamt mökum þeirra fyrirtækið Nesraf. Þess má til gamans geta að Hjörleifur var fyrsti nemi Reynis og samstarfsmaður hans til nokkurra ára. Eigendur Nesraf horfa björtum augum til framtíðar á suðurnesj- um þrátt fyrir tímabundna erfið- leika á svæðinu og hafa fulla trú að Suðurnesjabúar Vilji versla í heimabyggð. Verð á vörum og þjónustu er það sama og á höfuðborgarsvæðinu og fagmaður er til aðstoðar þegar þörf er á. Aukið vöru úrval og hagstætt verð er það sem þeir stefna að hjá Nesraf. Auk verslunarinnar verður þjón- usta við bifreiðaeigendur rekin áfram í sömu mynd þ.e. viðgerðir á Alternatorum og Störturum o.f. Rekstur Nesraf hefur gengið vel en þeir þjónusta suðurnesjabúa á rafverktakasviðinu en hafa und- anfarið einnig unnið verk á höf- uðborgarsvæðinu og þjónusta fyrirtæki þar. Sjá þeir fyrir sér enn meiri aukningu á því sviði. Fyrsti áfangi að breytingu R.Ó. er að opna Jólaljósamarkað. Og fleiri breytingar fyrirhugaðar á næsta ári. Bandaríska herstöðin í nýju ljósi ➤ V I Ð S K I P T I O G AT V I N N U L Í F Rafbúð RÓ og Nesraf sameinast VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:26 Page 22

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.