Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Page 23

Víkurfréttir - 27.11.2003, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. NÓVEMBER 2003 I 23 F jölskyldu- og félagsþjón-usta Reykjanesbæjar,Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfs- björg á Suðurnesjum eru í samvinnu að skoða möguleik- ann á því að koma á fót at- hvarfi fyrir geðfatlaða á svæð- inu. Til þess að fá sem besta mynd af þjónustu þörfinni hefur verið ákveðið að boða til fundar með geðfötluðum, þeim sem búa við geðraskanir og aðstandendum. Fundurinn verður haldinn í húsi Sjálfsbjargar við Fitjabraut 6 í Njarðvík, miðvikudaginn 3. des- ember kl. 20:00. Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar verður sérstakur gest- ur fundarins. Boðið verður uppá kaffi og kök- ur. Allir sem vilja láta sig málið varða, eru hvattir til að mæta. Félagsmálastjórinn í Reykjanesbæ Aðalfundur Styrktarfé-lags HSS verður haldinnmiðvikudaginn 3. des- ember n.k. á Víkinni, Hafnar- götu 80, kl. 20:00. Áhugafólk um heilbrigðismál á Suðurnesjum stofnaði styrktarfé- lag Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs, síðar Sjúkrahúss Suður- nesja og núverandi Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Markmiðið með stofnun félagsins 1. apríl 1975, var að sýna samstöðu Suð- urnesjabúa og þrýsta á um stækkun gamla sjúkrahússins. Mikill áhugi var um eflingu heil- brigðisþjónustunnar á Suðurnesj- um og voru stofnendur félagsins um eitt þúsund. Stjórn félagsins vill vekja athygli á að þó svo ýmislegt hafi áunnist á þessum tæpu 30 árum í sam- bandi við framkvæmdir við stofnunina, þá er enn full þörf á að Suðurnesjabúar haldi áfram að sýna samstöðu um málefni hennar. Mörgum verkefnum, m.a. „framtíðarsýn“ félagsins í sambandi við D-álmu, er enn ólokið. Tekjur félagsins hafa frá upphafi verið sala minningarkorta og hef- ur allur ágóðinn runnið óskiptur til Sjúkrahússins og Heilsugæsl- unnar. Stjórn Styrktarfélags Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja vill þakka Suðurnesjabúum ómetanlegan stuðning á undanförnum árum og vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á aðalfund félags- ins þann 3. desember n.k. á Vík- inni kl. 20:00. Fundur um málefni geðfatlaðra á Suðurnesjum Styrktarfélag Heilbrigðis- stofnunar með aðalfund K irkjudagar og jólabasar kvenfélags-ins Gefnar sunnudaginn 30. nóvem-ber Kirkjudagurinn hefst með messu í Útskála- kirkju kl. 14. Prestur verður Sr. Björn Sveinn Björnsson. Kvenfélagskonur munu sjá um lestur. Jólabasar félagsins verður í Sæborgu kl. 15:15. Þar verður margt góðra muna t.d. til jólagjafa og einnig úrval af kökum. Basarnefndin KIRKJUDAGAR OG BASAR Í GARÐI VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:57 Page 23

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.